Morgunblaðið - 19.01.1980, Side 18

Morgunblaðið - 19.01.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 „Margt bendir til þess að aðrir menn hafi hitt Geirfinn á þeim tíma sem hann hvarf“ — sagði verjandi Kristjáns Viðars í Hæstarétti í gær VÖRN í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hófst í Hæstarétti í gær. Fyrstur talaði Páll A. Pálsson hdl., verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, og að ræðu hans lokinni tók til máls Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars Marínós Ciesielskis. Þegar hlé var gert í gær var hann í miðri ræðu og mun hann halda áfram ræðu sinni klukkan 10 á mánudag. Talið er að ræðuflutningi verjenda ljúki á miðvikudaginn og málflutningi ljúki á fimmtudag eða föstudag. Prófmál Páls Páll Arnór Pálsson hdl. hóf mál sitt klukkan 10 í gærmorgun en þetta er prófmál hans fyrir Hæstarétti. Páll ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því eins og fram hefur komið er þetta umfangsmesta og eitt erfið- asta sakamál, sem upp hefur komið í áratugi. Páll nefndi í upphafi máls síns sérstöðu þeirra sakamála, sem fjallað væri um í Hæstarétti. Hann sagði að skjól- stæðingur hans Kristján Viðar Viðarsson hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi í undirrétti og hann hefði setið í gæzluvarðhaldi í 4 ár, lengst af í einangrun. Kvað hann alveg furðulegt að hann hefði haldið geðró allan þennan tíma. Páll sagði að Kristján héldi staðfastlega fram sakleysi sínu og játningar hans hefðu verið gefnar gegn betri vitund vegna þrýstings lögreglumanna. Lögreglan hefði látið sakborninga og vitni hjálpast að við að rifja upp atburði, sem hún, þ.e. lögreglan, hefði talið að hefðu gerst en aldrei hefðu gerst í raunveruleikanum. Fjölmargar yfirheyrslur hefðu farið fram yfir ákærðu í málinu og mörg samtöl án þess að nokkuð hefði verið bókað, en hins vegar kæmi þetta fram í bókum fangelsisins. Þá hefðu yfirheyrslur margsinnis farið fram án þess að réttargæzlu- menn hefðu verið viðstaddir þrátt fyrir óskir sakborninga um slíkt. Játningar ekki trúverðugar I varnarræðu sinni gerði Páll að umtalsefni þá kröfu saksóknarans Þórðar Björnssonar að játningar ákærðu bæri að leggja til grund- vallar við uppkvaðningu dóms. En hann benti á, að játningarnar yrðu þá að vera trúverðugar en því væri alls ekki að heilsa í þessu tilfelli. Kristján hefði vart verið með sjálfum sér þegar hann gaf aðalskýrslur i Guðmundarmálinu og meira en lítið ruglaður. Nefndi hann að á einu stigi málsins hefði Kristján jafnvel talað um að maður hefði látist heima hjá sér að Grettisgötu 82 og Sævar og Albert Klahn hefðu komið líkinu fyrir úti í hrauni. Þá sagði Páll að Kristján hefði á þessum tíma verið undir áhrifjum sterkra lyfja og að mati lækna gæti slík lyfja- neysla alveg ruglað menn. Framburður sem lítið er að marka Þá ræddi verjandinn framburð Erlu Bolladóttur, Alberts Klahn Skaftasonar og Gunnars Jónsson- ar. Kvað hann þátt Erlu í Geir- finnsmálinu gera framburð henn- ar í Guðmundarmálinu allt annað en trúverðugan. Hann sagði að framburður Alberts væri ekki sennilegur og ekkert væri að marka framburð Gunnars Jóns- sonar, þar sem teknar hefðu verið af honum skýrslur í maí 1977 eða eftir margfrægan blaðamanna- fund Karl Schiitz og félaga hans og hefði því verið búið að skýra rækilega frá málinu í blöðum. Þá kvaðst hann ekkert leggja upp úr sakbendingum tveggja stúlkna, sem voru á ferð í bíl í Hafnarfirði hina örlagaríku nótt og þekktu Kristján sem manninn, sem var á gangi með Guðmundi Einarssyni. Sagði Páll að þegar sakbendingin fór fram hefði verið búið að birta myndir af Kristjáni í blöðum og því hægur vandi fyrir þær að þekkja hann aftur. Ásatrúarmaður sér blóð Því næst lýsti Páll atburðum Guðmundarmálsins með orðum hvers og eins og kvaðst vilja leggja áherslu á ósamræmið í þeim. Væri því ekki mikið upp úr játningum ákærðu að leggja. Hann sagði að engin sönnunar- gögn hefðu fundist í málinu og kvað það enga þýðingu hafa þótt blóð hefði fundist í frakka Krist- jáns, sem hefði getað verið úr Guðmtindi. Blóðið hefði getað komist í frakkann með margvís- legum hætti, t.d. þegar Kristján lenti eitt sinn í bifreiðarslysi. Þá gerði hann að umtalsefni fram- burð vitnis, sem kom að Hamars- braut 11 um mánaðamótin jan- úar/febrúar 1974 og taldi sig sjá blóð í teppi og víðar. Skýringuna væri líklega að finna í því að maðurinn væri Ásatrúarmaður. Lögfull sönnun ekki fram komin Páll sagði að hann teldi að lögfull sönnun væri ekki komin fram um sekt skjólstæðings síns í málinu og sönnunarbyrðin hvíldi á ákæruvaldinu. Það sem lægi fyrir í málinu væri ekki nægilegt til sakfellingar. Hann sagði að það vantaði líkið, sönnunargögn væru engin og játningar væru ekki trúverðugar. Sagði hann að allan vafa ætti að túlka ákærðu í hag. Þá sagði Páll að ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sekt væri sönnuð þyrfti að taka ýmislegt til athugunar. T.d. væri það mat hans að hér væri ekki um ásetningsverk að ræða, þótt sak- sóknari væri á annarri skoðun. Þá nefndi hann ungan aldur Krist- jáns Viðars, sem var 18 ára gamall þegar atburður þessi átti að hafa gerst. Fyrir lágu viðurkenningar á nokkrum þjófnaðarbrotum Krist- jáns og krafðist Páll vægustu refsingar fyrir þau. Hóf nú Páll A. Pálsson seinni ákæruna á hendur Kristjáni Við- ari Viðarssyni, þ.e. ákæruna um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana og ákæru um rangar sakargiftir. Krafðist hann sýknu eins og í Guðmundarmálinu. Páll gat þess að saksóknari hefði krafist þess að dæmt yrði í málinu á grundvelli játninga sak- borninga, Kristjáns, Sævars og Guðjóns, framburði Erlu og Sig- urðar Óttars og loks framburði ýmissa vitna. Kvað hann mál- flutning saksóknara hafa verið einhliða og hann hefði aðeins drepið á það, sem kom ákærðu illa en sleppt hinu. Hann sagði að engin sýnileg sönnunargögn lægju fyrir í Geirfinnsmálinu og játn- ingar sakborninga, sem þeir hefðu síðan dregið til baka, nægðu ekki til sakfellingar. Nefndi hann nokkur atriði, sem hann taldi veikja framburð þeirra og verður getið þess helsta hér á eftir. Tímamælingar standast ekki 1. Það gæti ekki staðist að Erla og Sævar hefðu fengið bíl leigðan hjá bílaleigunni Geysi í janúar 1974 án samnings. Framkvæmda- stjórinn hefði sagt að það hefði aðeins getað gerst eftir að bílarnir voru teknir úr kaskótryggingu árið 1975. 2. Útilokað væri að Sævar og Erla hefðu getað verið komin til Keflavíkur klukkan 22.08 um kvöldið. Þá fóru þau á kvikmynda- sýningu að Kjarvalsstöðum og hefði Vilhjálmur Knudsen kvik- myndamaður borið að hann hefði séð þau ásamt móður Sævars í kaffistofu hússins klukkan 21. Erla og Sævar hafa sagt að eftir það hafi þau skoðað ljósmynda- sýningu í húsinu og móðir Sævars hefur sagt að þau hafi ekið henni heim klukkan 22.30 og systir Sævars hefur sagt að móðir henn- ar hafi komið heim á ellefta tímanum. Tímamælingar lögregl- unnar hafi leitt í ljós að 70 mínútur hefðu liðið frá því að Erla og Sævar fóru frá Kjarvalsstöðum þar til hópurinn kom til fundar við Geirfinn í Hafnarbúðinni. Mæl- ingin hefði verið framkvæmd á Volvo-bíl og án þess að stoppa. Meðalhraðinn hefði verið 85 km sem væri óraunhæft. Ákærðu í málinu hefðu samkvæmt því sem fram hefði komið ekið á Land- rover-jeppa og Volkswagen-bíl og væru það miklu kraftminni bílar. Sagði Páll að ef reiknað væri með biðtíma væru 90 mínútur algjört lágmark og samkvæmt því hefðu ákærðu í fyrsta lagi getað verið komin að Hafnarbúðinni klukkan 22.30 og væri því atvikalýsing saksóknara fallin um sjálfa sig. Kristján ekki Leirfinnur 3. Ýmislegt mælti gegn því að Kristján væri maðurinn, sem farið hefði inn í Hafnarbúðina og hringt í Geirfinn. Lýsingin sem stúlkurnar í Hafnarbúðinni hefðu gefið ætti alls ekki við Kristján heldur allt annan mann, sem enn væri ófundinn. Sá maður hefði samkvæmt framburði stúlknanna verið í ljósbrúnum leðurjakka en Kristján hefði aldrei átt slíkan jakka. Önnur stúlkan hefði talið víst að hún þekkti manninn aftur en við sakbendingu, þar sem Kristján var ásamt öðrum mönnum hefði hún ekki þekkt manninn. Aftur á móti skýrði hún frá því að hún kannaðist við Kristján og hefði þekkt hann í sjón áður en Geirfinnur hvarf. 4. Mikið ósamræmi hefði komið fram við sviðsetninguna í Drátt- arbrautinni. Erla hefði sagt að átökin hefðu byrjað fyrir framan bílinn, Sævar hefði sagt að þau hefðu byrjað fyrir framan hann en Kristján kom með þriðju útgáfuna og taldi átökin hafa byrjað við hlið bílsins. Einnig hefðu ákærðu og Sigurður Óttar ekki verið sammála um stöðu sendibílsins. Þá hefði aldrei fengist samræmi um það hvernig átökin áttu sér stað, jafnvel þótt Schutz lögreglu- foringi hefði gengið á milli og sagt hverjum fyrir sig hvað hinir hefðu sagt. Rakti Páll síðan framburði ákærðu um þetta efni. 5. Kristján væri ákærður fyrir að hafa stolið 5000 krónum og penna af líki Geirfinns, jafnvel þótt kona hans hefði skýrt frá því að hann hefði verið með lítið af peningum á sér og jafnvel fengið 200 krónur lánaðar hjá henni fyrir sígarettum. Þá hefðu hvorki hún né vinir Geirfinns kannast við að hann hafi átt penna eins og þann, sem fannst í fórum Kristjáns. Ótrúleg saga 6. Eitt hið ótrúlegasta í málinu að mati Páls voru líkflutningarnir frá Keflavík að Grettisgötu og síðan upp í Rauðhóla. Það lægi í augum uppi að ef slík brot væru framin væri mjög óviturlegt að fara með líkið í langferð. Þá kvað hann að Erlu, Kristjáni og Sævari bæri ekki saman um það hvenær farið var með lík Geirfinns upp í Rauðhóla, Erla talaði um mið- nætti, Sævar um kvöld og Krist- ján seinnipart dags. Þá gæti það varla staðist að þau hafi getað grafið lík Geirfinns vegna undan- farandi frosta, sem voru 5—12 stig niður við jörð. 7. Ákærðu í málinu hefðu í fyrri framburðum haldið því fram að Kristján Viðar hefði farið frá Laugavegi 32 í fylgd Sævars. Stangaðist það á við framburð Páls Konráðs Konráðssonar Þormars, sem sá Kristján fara í fylgd með manni og var hann viss um að það var ekki Sævar. Þá hefði hann sagst hafa séð þá stíga upp í rauðbrúnan fólksbíl og stangaðist það einnig á við sög- urnar um bláa Volkswagninn. Gagnrýni á rannsóknina Páll vék nú að rannsókn Geir- finnsmálsins og sagði að líta þyrfti á hana gagnrýnum augum. I upphafi hefðu aðeins tveir lög- reglumenn unnið að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og haft 8 menn í gæzluvarðhaldi. Réttar- gæzlumönnum hefði verið mein- aður aðgangur að yfirheyrslum og hefði hann, þ.e. Páll, orðið að rita harðort bréf, þar sem hann m.a. talaði um „ómengað rannsóknar- réttarfar". Hann sagði að rann- sókn á meintu harðræði hefði leitt í ljós dæmi um það að fangaverðir hefðu gengið erinda lögreglu- manna. Þegar Schutz héfði komið inn í rannsóknina í júlí 1976 hefði það verið umdeilanlegt. Hann væri erlendur ríkisborgari sem lítt þekkti íslenzkt réttarfar enda hefðu sum vinnubrögð hjá honum leitt það í ljós. Schútz hefði m.a. haft þá aðferð að lesa upp fram- burð einstakra sakborninga fyrir hina og hefði þá fljótlega komið samræmi á hlutina eins og skilj- anlegt væri. Rannsóknarnefnd hefði verið stofnuð, sem virtist fremur hafa það að leiðarljósi að sanna sekt ákærðu en rannsaka þau atriði, sem gátu komið þeim til góða. í febrúar hefði svo verið haldinn blaðamannafundur, þar sem allt hefði verið rakið sem var ákærðu til sakfellingar og Schútz hefði verið með furðulegustu yfir- lýsingar t.d. um að „þetta væri bara þröngur hópur venjulegra glæpamanna", og þar með hefðu ákærðu verið dæmd áður en dómstólar tóku mál þeirra fyrir. Jafnvel dómsmálaráðherrann sjálfur hefði gefið út yfirlýsingar í blöðum og t.d. sagt í Mbl. að martröð væri létt af þjóðinni. Kvaðst hann telja margar skýrsl- ur lögreglumanna í málinu ekki marktækar. Þá sagði Páll: Þrátt fyrir gífur- lega leit hefur lík Geirfinns ekki fundist. Margt bendir til þess að aðrir menn hafi hitt Geirfinn á þeim tíma sem hann hvarf. Að þessu upptöldu tel ég að sannanir í þessu máli standi á brauðfótum. Varnarræða Páls A. Pálssonar stóð í tæpar þrjár klukkustundir og tók Jón Óddsson verjandi Sævars M. Ciesielskis næst til máls. Vegna rúmleysis verður frásögn af ræðu hans að bíða. - SS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.