Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 11 Helgi Hálfdanarson: Áskorun Um tveggja vikna skeið hefur Indriði G. Þorsteinsson þulið í útvarpi sögu sína, Þjóf í Paradís, og er nú þeim flutningi lokið. Svo sem kunnugt er, olli saga þessi hneykslun, þegar hún birtist, og allhvössum deilum, þegar til greina kom, að hún yrði valin til útvarpsflutnings. Þar lagði undir- ritaður nokkur orð í belg á sínum tíma, og skulu þau ekki rifjuð upp að sinni. Fyrirlitning manna á sögu þess- ari spratt af því, hve ósmekklega þar var rakið dómsmál nýlátins manns, svo að hlaut að valda nánustu vandamönnum hans djúptækum sársauka og harmi. Slík aðför að saklausu fólki er sem betur fer með fádæmum á þeim vettvangi, sem kenndur er við bókmenntir. Um sambærilega óhæfu er mér ekki kunnugt. Ekki fríkkaði leikurinn, þegar flokkur manna, sem sjálfir kalla sig listamenn, rauk upp og krafð- ist með drembilátum þjósti óskor- aðs réttar til að vaða inn í vé mannhelginnar eftir geðþótta í nafni ritfrelsis og sannleiksástar. Af því sem gerzt hefur, síðan útvarpsflutningur þessarar sögu kom fyrst til orða, mætti Útvarps- ráð hafa skilið, hvílík ábyrgð fylgir afstöðu þess. Eigi að síður gerist það, að píslartólin eru tekin fram að nýju í Útvarpsráði, og hvað sem til gekk, lét ráðið sig hafa það að samþykkja flutning sögunnar. Af öllum þeim hundruð- um og þúsundum sagna, íslenzkra og erlendra, sem til greina kæmi að flytja, þótti nauðsynlegt að velja einmitt þessa, sem vitað er, að hlyti að særa varnarlaust fólk grimmilega, börn sem fullorðna. Þess skal getið og því á loft haldið, að þrír útvarpsráðsmenn af sjö greiddu atkvæði gegn þess- um flutningi, en það voru þeir Árni Gunnarsson, Ellert B. Schram og Þórarinn Þórarinsson. Dr. Broddi Jóhannesson: Fjölmiðlar og lítilmagni Enginn er verri maður af því einu að vera sterkur, heldur hinu að láta kenna aflsmunar að þarf- lausu. Enginn er betri maður af því einu að vera lítilmagni og gjalda aflsmunar, heldur hinu að leita réttar síns með sæmilegum hætti. Dæmdur maður er lítilmagni. Dómari og þjónn hans ræða hlut- skipti dæmds manns í umboði samfélags. Hlutverk beggja og embættistitlar breytast með hátt- um samfélags, svipmóti og inntaki menningar. Látinn maður er lítilmagni, þó verndar gröfin hann með sínum hætti. Barn hins látna, dæmda manns, — sem og sérhver ástvinur hans, — er lítilmagninn meiri, ef lífið og samfélagið leggjast á það eða synja því um vernd sína. Ekki tjóa lög, ef siðgæðisvitund alþjóðar hafnar þeim, og einhvers staðar hljóta að verða jaðrar þess sviðs, er lög skulu taka til að beztu manna yfirsýn. Þar sem umdæmi lagastarfs þrýtur, tekur við æðsti réttur hins viti gædda manns. Sérhverjum þegni er fengið óskor- að og ódeilt vald í æðsta rétti. Alþýða manna kallar hann sam- vizku. Ekki er samvizka manna undan- þegin áhrifum umhverfis fremur en annað í náttúrunnar ríki. I þessari umræðu hef ég ekki sízt í huga ópersónulegt eðli fjölmiðla og takmarkalausa seilingu þeirra, er fylgt hefur í kjölfar tækni- þróunar. Að fullnægðum dómi hefur samfélagið jafnað sakir sínar við hinn dæmda mann. Lífið hefur gert upp reikningana við hinn látna í gröfinni. Hver mundi þá hafa umboð til þess að gernýta harmleik hans: Fjölmiðlar ríkis? Listamenn? Kaupsýslumenn? Vestræn samtíðarmenning hef- ur að kjörorðum frelsi, jafnrétti og mannúð. Rík áherzla er lögð á tjáningarfrelsi. í umræðu er það mjög tengt jafnréttishugtakinu, kallað hyrningarsteinn annars frelsis og fjöregg lýðræðis. Líking af fjöreggi er notuð um það eitt, er ekki skyldi gálauslega með farið. Tölvum búnir fjölmiðlar sam- tíðar eru að einu leyti áþekkir fjarstýrðum vopnum á atómöld: Skyttan þarf ekki að hafa nokkurn ávæning af því, hvern usla skeytið gerir. Skiptir þar engu máli, hvort hún er að leika sér eða hlýða skipun. Viðskipti geranda og þol- anda eru leyst úr þeim skorpum, sem þeim voru settar af persónu- legu návígi fyrir fjarskiptaöld. Þau eru ofurseld freistingum markaðstorgsins og valda þrá- faldlega óbærilegum sársauka undir álagi síendurtekinnar ert- ingar. Það er margt kerfið. En hvert sem það er, forskriftir þess og skipulag, munu sumir neyta þess, sumir njóta þess og sumir gjalda þess. Og hversu þokukenndar sem hugmyndir manna eru um kerfið, þá er virkni þess öll og hátterni undir ákvörðunum mennskra manna komin. Allur þorri manna nýtur fjöl- miðla, margir neyta þeirra, sumir gjalda þeirra. Mundi vera unnt að ákvarða rétt þeirra hvers og eins? Huga má að þremur afbrigðum eða þrepum fjölmiðla, lesmáli, hljóðmáli og myndmáli. Á fyrsta þrepi skipar bókin hvað virðu- legast sæti. — Ef einhver telur sig gjalda fjölmiðils, hversu má hann sín í vörninni? Ef bók hreyfir við einkamálum hans, þeim er sárastan harminn geyma, þá mun hann tíðast leiða það hjá sér í veikri von um að þar við verði látið sitja. Freistingar sölutorgsins munu þó ekki láta að sér hæða, og á næsta þrepi verður harmsefni hans e.t.v. selt fjölmiðl- um eyrans og kynni að verða falið lifandi myndum um það er lýkur. Einhvers staðar á þeirri leið segir lögmál endurtekinnar ert- ingar til sín, sársaukinn verður óbærilegur og leitað er fulls rétt- ar. Lítilmagninn veit það ekki ennþá, hversu lítils hann má sín, og þótt hann vissi það fyrir, mundi það í engu breyta viðleitni hans í ofrauninni. Trúnaðarmenn þeir, er löggjaf-' inn hefur sett til að ráða flutningi efnis í fjölmiðlum ríkisins, en láta kenna aflsmunar að þarflausu, eru annað tveggja ókunnugir mála- vöxtum eða þeir setja óskorað tjáningarfrelsi ofar rétti og þján- ingu lítilmagna. Sakarefni hans gerast á jaðarsviði, sem selur hann undir náð æðsta réttar voldugrar stofnunar. í þessari skímu má greina, hvernig hlaðin eru ættfest vörðu- brot á ferli lítilmagna: Drengileg framkoma þeirra skal í minnum höfð og þeim til sæmdar. En mér og öðrum er spurn: Hvað gekk hinum til? Hver var sú nauðsyn, sem þar vó þyngra en velsæmis-mat venjulegs fólks? Á Ríkisútvarpið að hylla þá hugsjón í athöfn, að allt skuli sæmilegt talið, sem lög ná ekki að banna? Skal framvegis gert ráð fyrir því, að áhrifamesta menningarstofnun þjóðarinnar telji sér skylt að hella yfir landslýð áreitnum miskaverk- um, hvenær sem ófyrirleitnir höf- undar ryðjast þar um bekki með ritfrelsið í blóra? Skal því trúað, að Útvarpsráð sé að meiri hluta til skipað mönnum, sem skilja ekki svo augljóst mál, að þessi sam- þykkt er Ríkisútvarpinu til van- virðu? Hvers vegna urðu fjórir útvarpsmenn af sjö til þess að valda þessu hneyksli? Hvað gekk. þeim til? Ég skora á einhvern þeirra að gera grein fyrir atkvæði sínu opinberlega. Útvarpsráð er stofnun, sem verður að geta varið gerðir sínar gagnvart almenningi. Og birtist ekki fullnægjandi svar við áskorun þessari innan eins mánaðar héðan, verður framferði þessara manna túlkað sem frekleg misnotkun á lögvernduðu tján- ingafrelsi af óskiljanlegum hvöt- um: Helgi Hálfdanarson. í æsku kynnist hann lögmætum aðgerðum dómsvald og löggæzlu, þar sem grandvarir embættis: menn gera skyldu sína eina. í ófennta slóð þeirra koma viðskot ungra sem aldinna gáleysingja í heimahögum. Næstu áfangaskil kunna að verða á markaðstorginu, og er þá skammt ófarið leiðar til þess er ríkisfjölmiðlar sinna neyzluþörf samfélagsins. Gerast þá horfur góðar á því að misgjörða feðranna verði vitjað frá vöggu til grafar í þriðja og fjórða lið. Einhverju sinni var ég á því þingi, að orðið var hiklaust af mér tekið, er ég lét þess getið, að fámenn þjóð væri jafnoki stór- þjóðar í einu: Samvizka hennar væri jafngild. Líkt trúi ég sé farið samvizku einstaklinga. Hún á ekki kost á að skjóta máli sínu til æðri réttar, því að hann fyrirfinnst ekki, hvorki hjá dómara, listamanni né kaupsýslumanni, hvað þá þrýsti- hópi, enda þótt hann hyggi sig vera kjörinn til að fara með umboð smælingjanna. Og góð- gjarnir og skynugir löggjafar munu ávallt kunna sér hóf í lagasetningu. Því verður sérhver maður, enn sem fyrr, að fara að boði og lögum síns æðsta réttar, ef á reynir í daglegu starfi eða á úrslitastund, og hann mun ekki komast undan því óskaddur að meta ný tæki og tækifæri með hliðsjón af þeim, en lítilmagninn á því meira undir slíku mati sem þjálfaðra hugvit og hrikalegra afl þenur seilingu tækjanna inn á næmustu svið vits og geðs. Broddi Jóhannesson. I>i»n i. Sloöitj. Konoe. i>js«l Mruii'i'r. tiniijibtll. Roarf Wales. Koniiin .(íkuömik. Svcn ÍKiugi' Mál og máltaka Riirört KcHHurahúsköiii isiaiuís oj« löminiir Málog máltaka ÚT er komin bókin Mál og mál- taka, safn greina eftir ýmsa erl- enda fræðimenn. íslensku útgáfuna önnuðust Indriði Gíslason og Jón Gunnarsson. Bókin er hin fjórða í ritröð Kennaraháskóla Islands og Iðunnar. í henni eru eftirtaldar átta ritgerðir: Sálfræðilegar málrannsóknir og Forsendur málkerfisþróunar eftir Dan I. Slobin; Kenningar um mál- töku og Mál barna mótast af umhverfinu eftir Mette Kunoe; Tvær kenningar um mál og nám eftir David Stringer; Rannsóknir á máltöku eftir Robin Campbell og Roger Wales; Hljóðkerfisþróun barnamáls og almenn hljóðfræði eftir Roman Jakobson og Er til gallað mál? eftir Sven Lange. — Þýðendur ritgerðanna eru Guð- mundur Sæmundsson, Guðrún Sól- ey Guðjónsdóttir og Jón Gunnars- son. Sá síðastnefndi ritar formála að bókinni og segir þar meðal annars: „Val greina í bókina réðst einkum af tvennu. Annars vegar þótti æskilegt að reyna að gefa sem fjölþættasta mynd af þeim viðhorf- um til máltöku sem menn í ólíkum fræðigreinum hafa sett fram. Hins vegar þótti ekki síður æskilegt að kynna sem gleggst aðferðir þær og hugmyndir sem einkum hefur verið beitt með árangri í máltökurann— sóknum á síðari árum“. — Enn- fremur segir í formála að efni bókarinnar sé í meginatriðum fjór- skipt: Kynnig á aðferðum máltöku- rannsókna, helstu fræðikenningum um eðli máltöku; kynníng á máltök- urannsóknum sem varða afmark- aða þætti tungunnar, og loks greint frá hugmyndum um áhrif umhverf- is á framvindu máltökunnar. Mál og máltaka er 178 blaðsíður. Prisma prentaði. — Áður eru út komnar í þessari ritröð: Drög að almennri og islenskri hljóðfræði og Drög að hljóðkerfisfræði eftir Magnús Pétursson; svo og Móður- mál eftir Baldur Ragnarsson. Flugslysin á Mosfellssheiði: Fjögur liggja enn á sjúkrahúsum FJÖGUR þeirra sem lentu í flugslysunum á Mosfellsheiði í desember siðastliðinum liggja enn á sjúkrahúsum. Magnús Guðmundsson læknir liggur á Grensásdeild Borgarspitalans þar sem hann er til endurhæfingar. Finnsku stúlkurnar tvær, Maria Falkenberg og Tuula Hywarenen, liggja enn á Borgarspitalanum. Þá liggur einn bandaríksu björgunarmannanna enn á sjúkrahúsi. Það er Romie Brown, liðsþjálfi, en hann hlaut slæmt lærbrot. Hann liggur á Landspitalanum. Gerard Delavault, flugmaður Cessnunnar sem fórst hefur verið útskrifaður af Landspítalanum. Þá hefur John Russel verið útskrifaður af Landakoti. Fjórir bandarísku varnarliðsmannanna eru allir suður á Keflavíkurflugvelli og hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsinu þar. Michael Davis hefur þegar hafið vinnu að nýju, og eins hefur Sing- elton, flugstjóri hafið vinnu að hluta til. Tveir varnarliðsmann- anna liggja heima. Þeir eru Thomas Berry og Manuel Fernandez. Viðtöl við bandarísku varnarliðsmennina verða ekki leyfð fyrr en að lokinni rannsókn þyrluslyssins. f ,tiL Islands * ferma skipin sem hér ANTWERP Reykjafoss 24. jan. Skógafoss 31. jan. Bifröst 6. feb. Reykjafoss 14. feb. ROTTERDAM Bifröst 21. jan. Reykjafoss 23. jan. Skógafoss 30. jan. Bifröst 7. feb. Reykjafoss 13. feb. FELIXSTOWE Dettifoss 21. jan. Mánafoss 28. jan. Dettifoss 4. feb. Mánafoss 11. feb. Dettifoss 18. feb. Mánafoss 25. feb. HAMBORG Mánafoss 20. jan. Dettifoss 24. jan. Mánafoss 31. jan. Dettifoss 7. feb. Mánafoss 14. feb. Dettifoss 21. feb. Mánafoss 28. feb. PORTSMOUTH Bakkafoss 7. feb. Selfoss 8. feb. Goöafoss 18. feb. Brúarfoss 26. feb. Bakkafoss 28. feb. HELSINGBORG Laxfoss 22. jan. Háifoss 29. jan. Laxfoss 5. feb. Háifoss 12. feb. Laxfoss 19. feb. KAUPMANNAHÖFN Laxfoss 23. jan. Háifoss 30. jan. Laxfoss 6. feb. Háifoss 13. feb. Laxfoss 20. feb. GAUTABORG Tungufoss 23. jan. Úöafoss 30. jan. Álafoss 6. feb. Tungufoss 13. feb. MOSS Tungufoss 25. jan. Úöafoss 31. jan. Álafoss 8. feb. Tungufoss 15. feb. BERGEN Tungufoss 21. jan. Álafoss 4. feb. Úöafoss 18. feb. KRISTIANSAND Úöafoss 1. feb. Tungufoss 12. feb. GDYNIA Lagarfoss 1. feb. írafoss 7. feb. Múlafoss 26. feb. HELSINKI Lagarfoss 28. jan. írafoss 4. feb. Múlafoss 21. feb. VALKOM Lagarfoss 29. jan. írafoss 5. feb. Múlafoss 22. feb. RIGA Múlafoss 24. feb. WESTON POINT Kljáfoss 30. jan. Kljáfoss 13. feb. á mánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR á miðvikudögum tii logi VESTMANNAEYJA EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.