Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 13 íldðinni Annar hreyfillinn dugir Um þessar mundir eru Flugleiðir að fá til landsins fjórar Fokker flugvélar, sem keyptar voru af Kóreumönnum og tvær þeirra síðan seldar Finnum. í Félagspóstinum, fréttabréfi Flugleiða er m.a. að finna þessa klausu um heimferð vélanna: „í Miinchen skiljast leiðir, því Fk-27-500 verður flogið til Helsinki þar sem Finnair-mönnum verður skilað einum hreyfli sem þeir hafa keypt. Lagt verður upp frá Helsinki í síðasta áfangann að morgni 20. jan., flogið um Bergen og lent á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld." Við verðum að vona að ferðin gangi vel á hinum hreyflinum, enda eru Fokker vélarnar þekktar að því að standa sig vel við hinar erfiðustu aðstæður. Kona ársins af íslensk- um ættum KONA af íslenskum ættum hefur verið kjörin maður ársins 1979 af bandaríska blaðinu Herald People í Norður-Dakota-fylki í Bandaríkjunum. Marge (Marga- ret) Penn á íslenska foreldra Jón Hjartarson og Margréti Bjarna- dóttur, og eru þau bæði ættuð úr Strandasýslu. Marge Penn talar íslensku og hefur hún komið hingað til lands einu sinni til að heimsækja ættingja. í blaðinu Herald People er spjallað við Marge Penn og birtist þar einnig meðfylgjandi mynd, en hún er mikill áhugamaður um dans- mennt og hefur starfað mikið við danskennslu. Þeir taka sig vel út undir stýri þessir hundar frá Vestmannaeyjum og vantar líklega ekki ann- að en bílprófið. Sigurgeir sendi okkur myndirnar. Það er óhætt að bakka! klukkustundum. En hvernig skyldu blóðgjafirn- ar fara fram? Og þar sem maður lá þarna með tærnar upp í loftið og reyndi að fela gat á sokknum og beið þess sem verða vildi tíndust blóðgjafarnir inn hver á fætur öðrum. „Nei, ert þú kominn, mikið var gott að sjá þig, við þurfum svo mikið á þér að halda núna." Þarna var þá kominn einn „góðkunningjanna". Ekki sams konar „góðkunningi" og lögregl- an þekkir, heldur ætti kannski að skrifa góðkunningi án gæsa- lappa. Þeir eru sem sagt margir, sem hafa það fyrir venju að kasta af sér blóði á nokkurra mánaða fresti og er það ómetanlegt fyrir spítala að hafa aðgang að þessum mikilvæga vökva, því aldrei er að vita hvenær mest þörfin er fyrir svo og svo mikið af þessum eða hinum flokknum. Og hjá Blóð- bankanum er tekið við fulltrúum allra flokka, þær fara ekki eftir neinni flokkspólitik dömurnar þar. En hvernig skyldu síðan blóðgjafirnar fara fram? „Þær fara alveg eins fram." _______1 „’Já, blóðið er látið renna úr pokanum aftur, aðeins þarf að stinga í æð og þá rennur það sína leið. Hjá okkur rennur það í pokann, en hjá þeim úr pokan- um.“ ósköp einfalt, og víst er að þessi einfalda aðgerð getur bjargað mannslifum og ráðið úrslitum um það hvernig tekst til. Og nú líður á seinni hluta sögunnar, grisju er skellt á sárið og hún límd niður, aftur drekkur blóðgjafinn fullt glas af ávaxta- safa og siðan er honum boðið kaffi og meðlæti. Það er kannski vinsælast þetta allt, kaffið og meðlætið, og spyrja mætti hvenær bankarnir tækju upp á því að taka þannig á móti viðskiptavinunum? jt. Enginn séríslensk- ur byggingarstíll til HELGARVIÐTALIÐ leið þarf próf í trésmíöi eöa múrverki." Og eftir námið fékkstu starf í Kaupmannahöfn? „Já, skömmu eftir aö ég lauk prófi var auglýst eftir arkitekt og sóttu 60 manns um starfið. Tveir voru ráönir og var ég annar þeirra. Bjóst ég alls ekki viö því þar sem þá var töluvert atvinnu- leysi meðal arkitekta, sem því miöur er enn í dag.“ Hyggstu þá starfa ytra enn um sinn ? „Þaö er ríkt í okkur eyjar- skeggjum aö hverfa til heima- haganna og kemur því líklega aö því fyrr eöa síðar aö við hjónin snúum heirn." Þá var Guöni spurður nánar út í verölaunin, sem teiknistofan vann til. Hefur hún tvisvar unnið til viöurkenningar. í fyrra sinnið voru veitt verðlaun í hugmynda- samkeppni um staösetningu o.fl. í sambandi viö fyrirhugaöa leik- húsbyggingu og gáfu verölaunin teiknistofunni rétt til aö taka einnig þátt í síöari keppni. „í síöari keppninni var krafist nánari útfærslu á fyrri hugmynd- um og gerð ítarlegri grein fyrir útliti, innréttingum og skipulagi öllu innanhúss. Er hér um aö ræöa 32 þúsund fermetra hús- næði, sem skiptist í 750 manna — segir Guöni Pálsson arkitekt leikhús, 300 manna tilraunaleik- hús, æfingasviö og vinnuaðstööu fyrir leikara auk verkstæöa og annars sem tilheyrir leikhúsum. Segja má aö nú sé loks framund- an viöunandi starfsaöstaöa fyrir leikhúsfólkiö með tilkomu þess- arar byggingar, því gamla leik- húsið hefur veriö mjög ófullkom- iö í því tilliti." En hvernig veröur tekið nýrri stórbyggingu í miðborg Kaup- mannahafnar ? „Nú þegar framundan eru um- ræöur í þinginu um fjárveitingar til áframhaldandi undirbúnings- vinnu og síöan smíöi hússins verða eflaust miklar umræöur og jafnvel andstaða gegn þessum hugmyndum, enda ekki undar- legt þegar um er aö ræöa rask í gömlum bæjarhluta. Þaö er held- ur ekki auövelt aö koma fyrir húsi upp á 30 þúsund fermetra í umhverfi þar sem húsin hafa til þessa ekki verið nema nokkur hundruö fermetrar aö grunnfleti. En viö teljum að tekist hafi aö teikna nýtt og fullkomið leikhús „Viö höfum gert nokkuð af því að undanförnu aö taka verkefni í Asíu- og Arabalöndum, en fátíö- ara er að viö vinnum fyrir aöila innan Norðurlandanna þótt það komi stundum fyrir." En hvað með menntun arki- tekta, er kostur eða galli aö þurfa að sækja hana til annars lands ? „Arkitektanámiö er mjög sér- hæft og þarf hæfa menn til aö koma á fót slíkum skóla ef árangur á aö veröa góöur. Hins vegar er þaö aö mörgu leyti galli að viö skulum þurfa aö sækja þetta nám til annarra landa. Kannski er þaö þess vegna aö ekki hefur þróast neinn ákveðinn séríslenskur byggingarstíll. Hér er allt mjög blandaö og mætti rekja þaö til þess aö starfandi arkitektar á íslandi í dag hafa sótt menntun sína til Norður- landa, Þýskalands, Bandaríkj- anna og jafnvel víöar. Því jafnvel þótt menn setji sig inn í og læri um hinar ýmsu stefnur og strauma í byggingarlist þá fer ekki hjá því aö viö mótumst af því umhverfi sem lifum og hrær- umst í þann tíma, sem námiö er stundaö. Ef hægt væri aö koma uþp þessu námi hér heima teldi ég það tvímælalausa framför," sagöi Guöni Pálsson aö lokum. Guöni Palsson var staddur hérlendis í vikunni og notaöi Mbl. tækifæriö til aö spjalla stuttlega við hann um veru hans og námiö ytra, fjarri heimahögunum og verðbólgunni. Kona Guöna er Guðríður Tómasdóttir deildar- stjóri hjá Flugleiðum í Kaup- mannahöfn. Guöni var fyrst spuröur út í námiö: „Upphaflega ætlaöi ég ekki í arkitektúr heldur byggingafræði, en ég fór utan áriö 1970 og hugðist bæta viö menntun mína sem trésmiður. En leiðin lá síðan í Akademíuna og útskrifaöist ég sem arkitekt í febrúar 1977." Hvað tekur námið langan tíma? „Þaö er nokkuö misjafnt. Komi maöur meö stúdentspróf í Aka- demíuna tekur þaö 5-6 ár aö Ijúka prófi, en 4-5 ár hafi maöur áöur verið í byggingartækni eöa byggingarfræði og til aö fara þá án þess aö raska um of hinu gamla umhverfi." Guöni Pálsson hefur áður komiö viö sögu teikninga á leikhúsum þar sem hann starfaöi ásamt öörum að hönnun Grieg tónleika— og leikhúsbyggingar- innar í Bergen og framundan er verkefni við leikhúsbyggingu í Þýskalandi. Var hann sþurður hvort hann heföi sérhæft sig í leikhús— og tónleikabyggingum: „Nei, ekki er þaö nú, en engu aö síður er ég orðinn vel heima í þeim efnum eftir þessi verkefni. En ég tel rangt að arkitektar sérhæfi sig, því það getur hrein- lega leitt til þess aö þeir geti ekki fengist viö annars konar teikni- vinnu en á sínu sérsviöi og þaö kann aö spilla atvinnutækifærum síöar rneir." Er algengt að arkitektar í Danmörku taki aö sér verkefni erlendis ? Guðni Pálsson arkitekt ÍSLENDINGAR geta sér öðru hverju gott orð í útlöndum á hinum ýmsu sviðum lista og menningar og nokkru fyrir jól átti íslenskur arkitekt, sem starfar í Danmörku, Guðni Pálsson, hlut að því að teiknistofan, sem hann starfar hjá, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja leikhúsbyggingu viö Det kongelige Teater í Kaupmannahöfn, Konunglega leikhúsið. Verölaunin féllu í skaut teiknistofunnar Krohn og Hartvig Rasmussen og eigenda hennar, Knud Holschers og Svend Axelson, en Guðni var einn af „höfuðpaurum“ þessa verkefnis. Yfirlitsmynd af umhverfi Konunglega leikhússins við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. Húsin merkt X eru nýju byggingarnar sem ráðgert er aö reisa. gósm. Emiiía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.