Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 21 Ragnhildur Helgadóttir: Sjö vikur eru liðnar frá al- þingiskosningunum. Með ákvörðun um kosningar í des- ember var raun verið að freista þess að leysa stjórnarkreppu. Þegar Alþýðuflokkurinn klauf vinstri stjórnina, blasti við stjórnarkreppa. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi að sjálfsögðu ekki setjast í bú vinstri stjórnar- innar eins og komið var málum. Flokkurinn taldi rangt að fara sjálfur í ríkisstjórn nema að gengnum dómi kjósenda um verk vinstri stjórnarinnar. Hann veitti atbeina sinn til að Alþýðu- flokkurinn myndaði minnihluta- stjórn, er sæti fram yfir kosn- ingar. Olli þetta að vonum mikl- um sárindum hjá þeim, sem urðu að hrökklast úr ríkisstjórninni, Alþýðubandalaginu og Fram- sóknarflokknum, sem löngum hefur gegnt því hlutverki í íslenskum stjórnmálum að vera flotholt fyrir kommúnista og leitt þá til sætis í þremur vinstri stjórnum á einum aldarfjórð- ungi. Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksstjórnin Ýmis rök lágu til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að verja minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins falli. Hér verða tvenn rök nefnd: 1) Eðlilegt mátti telja, að Al- þýðuflokkurinn sýslaði sjálfur með sinn eigin arf úr vinstri stjórninni, uns kosningar yrðu. 2) Ætla mátti, að þessi ákvörðun gæti orðið til að stuðla að samstarfi lýðræðissinna í laun- þegasamtökunum. Að mínu mati og margra annarra vó síðarnefnda rök- semdin þyngst. Því til skýringar má m.a. nefna þetta: Margir óbreyttir félagsmenn í launþega- samtökunum, ekki síst lægstu launaflokkunum, eru orðnir langþreyttir á því, að vinstri forystan í þessum samtökum hafi flokkshagsmuni Alþýðu- bandalagsins að leiðarljósi, oft á tíðum á kostnað launþeganna sjálfra. Þeir eru margir í þessum hópum, sem telja hag sínum betur borgið í bráð og lengd, ef lýðræðissinnar tækju höndum saman í þessum voldugu sam- tökum. Kommúnistakjarn- inn í Alþýðu- bandalaginu En eru þá ekki lýðræðissinnar í Alþýðubandalaginu? Vissulega fyrirfinnast meðal kjósenda þess lýðræðissinnaðir einstaklingar, sem hafa ánetjast flokknum í góðri trú. En vegna þeirra, sem muna ekki lengur, hvað Alþýðu- bandalagið er, er rétt að minna hér á, að þessi flokkur er um- gjörð um harðan og þjálfaðan kjarna kommúnista, manna, sem telja gæfuna fólgna í alræði sósíalismans. Þegar á reynir, er það kjarninn, sem ræður. Tök á sem flestum lykilstöðum þjóðfé- lagsins eru að sjálfsögðu hér á landi eins og annars staðar áfangar á leið þeirra til „sælunn- ar“. Þess vegna er mat þeirra á gildi aðferða í stjórnmálum ann- að en gerist hjá lýðræðissinnum. Þegar af þeirri ástæðu er sam- starf við þá á ýmsum félags- og stjórnmálavettvangi lítt að- gengilegt og yfirleitt afar ótraust. Tvennar Alþingis- kosningar Samkomulag meirihluta Al- þingismanna var um það, að tíminn fram að kosningum yrði sem allra stystur. Var með þessu að því stefnt, að sem fyrst yrðu skilyrði fyrir mundun starfhæfr- ar meirihlutastjórnar. Eins og öllum landsmönnum er ljóst, voru efnahagsmálin í megnasta ólestri hjá vinstri stjórninni. Reynt var í kosningabarátt- unni að draga lærdóma af kosn- ingunum sumarið 1978. Eftir þær kosningar taldi fjöldi Sjálf- stæðismanna rétt að vera utan stjórnar um skeið og snúa sér að því að treysta innviði flokksins. Vel megum við velta því fyrir okkur, hvort okkur hafi tekist það ætlunarverk okkar á tíma- bilinu, sem leið á milli kosninga. í annan stað var það útbreidd skoðun meðal flokksmanna, að fyrir kosningarnar 1978 hefði skort nægilega einarða, skýra stefnuskrá í efnahagsmálum, og til þess hefði mátt rekja of lítinn kosningaárangur Sjálfstæðis- flokksins þá. Hafi sú skoðun verið rétt, var kosningaundir- búningurinn nú skynsamlegur. Svo mikið er víst, að ekki skorti stefnuna í vetur. Ánægjulegur kosn- ingaundirbúningur Djarfleg kosningastefnuskrá í efnahagsmálum, byggð á „end- urreisn í anda frjálshyggju", var boðuð með nýjum hætti og yfirleitt vel tekið. Virtist mér markviss og samstíga sókn hjá flokksmönnum. Mikill fjöldi fólks vann frábært starf, og andrúmsloftið í kosningabarátt- unni var uppörvandi og skemmtilegt. Ég var áreiðanlega ekki ein frambjóðenda um það að finna hlýhug og skilning meðal kjósenda og miklu meiri baráttugleði en fyrir kosn- ingarnar 1978. Engu síður blasir sú staðreynd við, að stefna flokksins gegn verðbólgunni hlaut ekki það traust, sem þurfti. Um ástæðuna getur enginn sagt með vissu. En hver sem hún var, þá er það von mín og margra annarra, að kosninga- úrslitin verði ekki til þess að draga kjark úr Sjálfstæðis- mönnum. Þörf er á hinu gagn- stæða. Flokkurinn þarf að halda áfram að setja fram fyrir kosn- ingar skýra stefnuskrá, sem tek- ur mið að staðreyndum í þjóðar- búskapnum. Ætla má, að kjósendur hafi einmitt virt það við Sjálfstæðis- flokkinn, að hann lagði spilin á borðið, þótt þeir hafi ekki tekið nægilega vel þeim úrræðum, sem flokkurinn kvaðst mundu grípa til eftir kosningar, fengi hann til þess styrk. Óvænt úrslit Daginn eftir kosningarnar leyfði ég mér að láta svo um mælt í viðtali við Morgunblaðið, að ég teldi, að úrslitin fælu því miður í sér merki um uggvæn- lega þróun, þar eð stefna Sjálf- stæðisflokksins gegn verðbólgu hefði ekki hlotið nægilegt fylgi, en Framsóknarflokkurinn hefði hlotið stóraukið fylgi á grund- velli yfirlýsinga um enn eina vinstri stjórn. Á því þyrfti þjóð- in þó síst að halda. Réttara hefði e.t.v. verið að segja: „... þrátt fyrir yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins um, að hann stefndi að vinstri stjórn." Óvænt viðbrögð Óvæntum úrslitum geta fylgt óvaent viðbrögð. Sumir Sjálf- stæðismenn vilja nú leita óvæntra leiða og leita þá jafnvel langt yfir skammt. Svo er um þá, sem gera vilja alvöru úr þeim fræðilega möguleika, sem ympr- að hefur verið á, að hefja stjórnarsamstarf við Alþýðu- bandalagið, höfuðandstæðings Sjálfstæðisflokksins að grund- vallarstefnu til. Mikill munur er þó á því að gera grein fyrir þessum fræðilega möguleika og hinu að aðhyllast hann sem pólitískt úrræði. Víst er um það, að viðbrögð Sjálfstæðisflokksins nú á næst- unni geta skipt höfuðmáli. Von- andi reynist niðurstaða flokks- ins haldgóð til þess að snúa stjórnmálaþróuninni hér á landi til betri vegar. Stærð Sjálf- stæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn með 43.841 kjósendur á bak við sig er ekki lítill, þröngsýnn kreddu- flokkur, heldur stór, víðsýnn og frjálslyndur umbótaflokkur, sem hefur frelsi einstaklinga og þjóð- ar að aðalatriði stefnu sinnar. Stærð flokksins byggist ekki síst á því, að hann hefur borið gæfu til að vera stefnufastur í grund- vallaratriðum. Kjósendur hafa getað treyst því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki hentistefnuflokkur, heldur öruggur málsvari borgaralegs lýðræðis og frelsis, sem vissu- lega á í vök að verjast í mörgum löndum heims. Sjálfstæðismenn hafa á ýmsum tímum gagnrýnt Framsóknarmenn harðlega fyrir þá hentistefnu að vera oftlega tilbúnir til að leiða Alþýðu- bandalagið til sætis í ríkisstjórn til þess að geta um leið fengið stjórnarstóla sjálfir. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið traust- asti valkostur þeirra lýðræðis- sinna, sem vilja ekki kommún- ista í stjórn landsins. Það er ekki síst þetta, sem gert hefur Sjálf- stæðisflokkinn að þeirri kjöl- festu, sem hann hefur verið í stjórnmálum síðustu áratugina. Það er frelsinu á Islandi nauð- synlegt, að til sé í landinu frjálslyndur, lýðræðissinnaður fjöldaflokkur, er kjósendur geta treyst að veiti kommúnistum og öðrum öfgamönnum öruggt við- nám. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið slíkur flokkur. Beygi Sjálfstæðisflokkurinn nú af braut sinni og taki höndum saman við kommúnista í ríkis- stjórn, yrði ef til vill ekki sprenging innan Sjálfstæðis- flokksins. Það kynni allt eins að gerast hávaðalaust, að Sjálf- stæðisflokkurinn yrði að litlum flokki, ef menn sæju, að það væri rétt sama, hver núverandi flokka væri kosinn, allir væru tilbúnir að hafa kommúnista í ríkis- stjórn. Rétt er þó að slá hér einn varnagla. Það er í þeim algjöru undantekningartilfellum, að rétt þætti að reyna myndun þjóð- stjórnar eins og formaður Sjálf- stæðisflokksins reyndi um dag- inn. Rök gegn stjórnar- samstarfi Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks Kommúnistakjarninn, sem ræður Alþýðubandalaginu, hefur á umliðnum árum haft ýmsa tilburði til að leyna eðli sínu með furðu góðum árangri. Aldrei skiptir það jafnmiklu máli fyrir kommúnista og á tímum, er ofbeldisstefna móðurlands kommúnismans afhjúpast hvað berlegast, — eins og þegar Austur-Evrópuríkin voru inn- limuð í kommúnistabræðralagið á árunum eftir heimsstyrjöldina, eins og þegar Ungverjalands- uppreisnin var barin niður 1956, eins og í Tékkóslóvakíu 1968 og eins og í Afghanistan nú. Sömu- leiðis, er fregnir berast af því, að tökin eru hert á andófsmönnum í austantjaldslöndunum, svo sem gerist nú vegna hugsanlegra aðgerða þeirra í sambandi við Ólympíuleikana, að því er sagði í forsíðufrétt í Morgunblaðinu í fyrradag. Þegar svo stendur á, er með ólíkindum, að í hópi lýðræð- issinna kunni það að vera allút- breidd skoðun, að landinu verði tæpast stjórnað án hinnar íslensku útgáfu kommúnista. Er vandséð, hvernig það má verða til gæfu að auk enn á völd kommúnista. Vekur þó næga furðu sú staðreynd, að Island var í nokkur ár eina landið í Vestur- Evrópu með kommúnista í ríkis- stjórn. Nokkur fleiri rök en að fram- an eru greind ættu menn að hafa í huga: a) Ef menn ætla að bjarga efnahagsmálum með aðild kommúnista að ríkisstjórn, má minna á, að þær þrjár ríkis- stjórnir, er kommúnistar áttu sæti í á síðasta aldarfjórðungi, skildu allar við efnahagslíf landsmanna í rústum. b) Ef menn ætla að tryggja frið á vinnumarkaði með stjórn- arsamstarfi við Alþýðubanda- lagið, má minna á þrennt: 1) Ekki var neinn Fróðafriður á vinnumarkaði í tíð vinstri stjórnanna. 2) Samstarf ríkis- stjórnar og launþegasamtaka var aldrei betra en á viðreisnar- árunum, er Alþýðubandalagið var sem lengst utan stjórnar. 3) Loks er að nefna það, að saman- lagður styrkur lýðræðissinna í launþegasamtökunum er meiri en kommúnista. c) Ef menn vilja með stjórnar- samstarfi við kommúnista byggja upp atvinnulífið og vitna í því sambandi til nýsköpunar- stjórnarinnar, þá er sú viðmiðun sögulega röng, aðallega af þrem- ur ástæðum: 1) Þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð voru miklir fjár- munir í landinu til ráðstöfunar og miklar innstæður erlendis, sem verja átti til kaupa á nýjum atvinnutækjum og til uppbygg- ingar, aðallega í sjávarútvegi. Slíkum fjármunum er ekki til að dreifa nú, þvert á móti þarf að draga úr fjárfestingu. 2) Allt annað ástand ríkti í alþjóðamálum í upphafi nýsköp- unarstjórnar. Þá höfðu þjóðir heims bundist samtökum í trú á góða og friðsamlega sambúð og virðingu fyrir sjálfsákvörðun- arrétti þjóða. En því miður dró blikur á loft vegna yfirgangs alheimskommúnismans. 3) Kommúnistar reyndust ekki góðir samstarfsaðilar. Hins veg- ar notuðu þeir stöðu sína vel til að koma ár sinni vel fyrir borð, m.a. í menntamálaráðuneytinu. Þeir sprengdu ríkisstjórnina 1946, sem síðan fór frá 1947. Á fimmtán ára stjórnmálaferli sínum eftir þetta reyndi Ólafur heitinn Thors ekki aftur stjórn- arsamstarf við kommúnista. Völd og varnarmál Ef menn halda, að Alþýðu- bandalagið vilji ekki fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum vegna varnarmálanna, er rétt að benda á reynslu síðustu vinstri stjórnar. Hún sannaði, að völd eru Alþýðubandalaginu miklu meira virði en „prinsippið" í hervarnamálinu. Trúlegt er, að Alþýðubandalaginu væri núna svo mikill ávinningur að auknum áhrifum í þjóðfélaginu með stjórnaraðild, og auk þess „gæðastimpli" frá Sjálfstæðis- flokknum, að það væri reiðubúið til að kyngja enn stærri bitum um stundarsakir. Og í þessu liggur freisting sumra Sjálf- stæðismanna. Þó að mikið liggi við á næst- unni, hvílir þó á Sjálfstæðis- flokknum sú ábyrgð að hyggja að framhaldinu. Harla ólíklegt er, að eðli Alþýðubandalagsins breytist við það að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Og tæpast hefur því farið stórlega fram við tilkomu þeirra félaga Svavars Gestssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Niðurstaða þessara bollalegg- inga er, að hugsanlegt samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn nú myndi stórlega styrkja Alþýðu- bandalagið og þar með tök kommúnista í þjóðfélaginu. Það myndi jafnframt minnka Sjálf- stæðisflokkinn. Með slíku sam- starfi yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú kjölfesta í þjóðfé- laginu, sem hann hefur verið um áratugaskeið. Menn verða að muna, að eitt af því sem gerir landið byggilegt er sæmilegt stjórnarfar og að slíka kjölfestu þarf. Mér hefur orðið tíðrætt um hugsanlégt stjórnarsamstarf tveggja ólíkustu flokkanna, og ég hef reynt að tefla fram rökum gegn þeirri hugmynd. Sjálfstæð- isflokkurinn er vissulega stærri og sterkari en svo, að hann láti hrekjast í fang kommúnista. Hann ætti helst að hafa forystu um sem víðtækast samstarf lýðræðisflokkanna. Með sam- stilltu átaki þeirri yrði án efa mörgu góðu til leiðar komið. Innviðir, stefna og stjórnarkreppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.