Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 „VIÐ vitum til þess, að á vorin og sumrin er alltaf einhver eftirspurn eftir íslenzkum peningum er- lendis, til dæmis í Þýzka- fyrir Strandaði utan Þorlákshöfn I>orlákshófn. 18. janúar. JÓN Sturlaugsson ÁR 7 strandaði laust eftir klukkan 18 í dag rétt utan við höfnina, eða sunnan við svokallað Sambandshús. Háflóð var þegar þetta vildi til og mikil hrímþoka. Fjaran þarna er grýtt. Björgunarsveitin hér kom þegar á vettvang og haft var samband við Landhelgisgæzl- una til að fá varðskip til að draga bátinn á flot eins fljótt og auðið er. Engan mann sakaði og sjór var ekki kom- inn í bátinn, þegar síðast fréttist. Agætt veður er og því von til að allt fari vel. Eigandi bátsins er Guðni Sturlaugsson útgerðarmaður, skipstjóri er Jakob Guðna- son. Ragnheiður landi, og þannig skapa erlendir ferðamenn mark- að fyrir íslenzka peninga,“ sagði Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans í samtali við Mbl. í gær. Björn sagði, að erlendir bankar tækju íslenzka peningaseðla, 1000 króna seðla stærsta, og væru afföllin að minnsta kosti 10—12% frá reglulegu gengi. Hins veg- ar hefðu þeir einnig haft spurnir af því að bankar tækju 5000 króna seðla og væri þá um allt að 50% afföll að ræða. Frá 6. september sl. mega íslendingar taka með sér úr landi 30.000 krónur í íslenzkum seðlum, stærstu seðlar þó 1000 króna seðlar. Hins vegar er alltaf eitt- hvað um það að fólk taki með sér varasjóð og þá jafnvel einnig 5000 króna seðla, sem dæmi eru um að bankar erlendis taka til að selja svo þeim mönnum þar í landi, sem hyggja á Islandsferðir. Björn sagði því, er Mbl. spurðist fyrir um það vegna handtöku Júgóslava á Spáni fyrir nokkru, sem hafði íslenzka peninga undir höndum, að það væri út af fyrir sig ekki erfitt að fá þá keypta erlendis. Og alltaf væru einhver brögð að því að menn reyndu að selja íslenzkar krónur sem norsk- ar, sænskar eða danskar. Sagðist Björn vita til þess, einkum í Austur-Evrópulöndum, að menn þar gerðu ekki greinarmun á íslenzkum krónum og öðrum Norðurlandakrónum. Ljósm.: Kristján. Frá viðræðufundi ASÍ og VSÍ í húsakynnum hins fyrrnefnda í gær. Fyrsti viöræðufundur ASÍ og VSÍ: Ræddust við í 2 stundir FYRSTI viðræðufundur Alþýðu- sambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands um gerð heildarkjarasamninga var hald- inn í gær í húsakynnum ASÍ á horni Fellsmúla og Grensásveg- ar. Fundurinn stóð i tvær klukkustundir og i lok hans var ákveðið að menn hittust að nýju á miðvikudag klukkan 15, og þá í húsakynnum VSÍ í Garðastræti. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Pálssonar, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands- ins, þá lýstu báðir aðilar tillögum sínum til nýrrar samningsgerðar og einstökum atriðum þeirra. Að- ilarnir urðu sammála um að vísa kjaradeilunni ekki til sáttasemj- ara ríkisins að svo stöddu. Bæjarstjórn Seltjarnarness: 10% útsvar og 20% af- sláttur af fasteignagjöldum - hjá hjónum, sem eru ellilífeyrisþegar með 350 þús. kr. mánaðartekjur, falla fasteignagjöldin alveg niður BÆJARSTJÓRN Seltjarnarnes- kaupstaðar samþykkti á fundi sínum s.l. miðvikudag fjárhags- áætlun fyrir árið 1980. Áætlunin Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins á fundi um fiskverðið í gær, fulltrúar seljenda vinstra megin, kaupendur til hægri og oddamaður við borðsendann. Frá vinstri: Ingólfur Ingólfsson, Kristján Ragnarsson, Jón Sigurðsson, Eyjóifur Martinsson, Árni Benediktsson og Sveinn Finnsson framkvæmda- stjóri Verðlagsráðsins. (Ljósm. Mbi. Emiiía) Fundir í yfirnefndum um almennt fiskverð og loðnuverð í gær: 20% af útflutnings- gjaldi í verðuppbætur YFIRNEFNDIR Verðlagsráðs sjávarútvegsins um almennt fisk- verð og loðnuverð sátu á fundum í gær og er jafnvel búist við fundarhöldum um helgina. Yfir- nefndin, sem fjallar um almennt fiskverð, hefur fengið frest fram á föstudag í næstu viku, 25. janúar, til að ákveða fiskverð, en fyrri frestur rann út í gær. Þingflokkarnir hafa nú til með- ferðar frumvörp um útflutnings- gjald og aflatryggingasjóð, en enn er unnið að gerð frumvarps um olíugjald. Sjávarútvegsráðherra hefur sent þingflokkunum drög að frum- vörpum til laga um breytingar á aflatryggingasjóði og útflutnings- gjaldi. Meginefnin eru lækkun útflutningsgjalds úr 6% í 5,5% og að 20% útflutningsgjalds renni til sérstakrar deildar aflatrygginga- sjóðs, sem greiði verðuppbætur á vannýttar fisktegundir, en verð- lagsráð sjávarútvegsins geri til- lögur um skiptingu verðuppbót- anna eftir tegundum. Útflutningsgjaldið var í fyrra lækkað úr 6 í 5%, en hækkaði aftur upp í 6% um áramót, þegar olíugjaldið féll úr gildi. Verðupp- bætur á vannýttar fisktegundir, er nú rætt um í því sambandi karfa, ufsa, grálúðu og kolmunna, voru áður teknar úr aflatryggingasjóði og tryggingasjóði fiskiskipa, en frumvarpsdrögin nú miða að því að koma föstu skipulagi á fyrir- komulag greiðslnanna. Verðupp- bætur á karfa og ufsa munu hafa numið um 1600 milljónum króna var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en báðir fulltrúar vinstri flokkanna sátu hjá. í áætluninni er aðeins gert ráð fyrir 10% útsvarsálagn- ingu. Þá sagði Magnús Erlends- son forseti bæjarstjórnar Sel- tjarnarness í samtali við Mbl. i gær, að bæjarfélagið gæfi íbúðar- eigendum 20% afslátt af fast- eignagjöldum og einnig sagði hann, að hjá hjónum, sem eru ellilifeyrisþegar og hafi þau haft í laun á siðasta ári 4,1 milljón króna eða minna, falli fasteigna- gjöldin alveg niður. Magnús sagði í samtali við Mbl., að til samanburðar á almennum fasteignagjöldum mætti taka ann- ars vegar 140 fermetra raðhús í Háaleitishverfi í Reykjavík, sem greiða ætti um 300 þúsund krónur af á þessu ári, en einbýlishúsaeig- andi á Seltjarnarnesi þarf hins vegar að greiða um 216 þúsund krónur. Magnús Erlendsson sagði: „Það hefur um árabil verið ákveðin stefna okkar Sjálfstæð- ismanna í meirihluta bæjarstjórn- ar að standa fast með þeim einstaklingum sem þora, viija og geta staðið á eigin fótum, og við teljum okkur gera það besta með því að efla svo rauntekjur ein- staklinganna að þeir hafi eitthvað eftir til eigin þarfa, í stað þess að skattpína og kreista hverja þá krónu úr vasa þeirra sem tekju- stofnalög heimila. Slíkt dregur úr sj álf sbj argarviðleitni einstakl- inganna og á móti því viljum við vinna — ekki aðeins með fögrum orðum fyrir kosningar'— heldur og áþreifanlega í reynd. Vissulega verða tekjur bæjarfélagsins minni og hraði framkvæmda eftir því, en í óðaverðbólguþjóðfélagi ber hinu opinbera, hvort sem það er ríkið sjálft eða sveitarfélögin að ganga fram fyrir skjöldu með því að draga úr þenslu, og hvað varðar útsvarsálagningu má geta þess að fasteignaeigendur hér í bæ gátu margir hverjir greitt allt að % fasteignagjalda sinna á síðasta ári með þeim fjármunum sem bæjar- félagið gaf þeim eftir með lægstu útsvarsálagningu á landinu öllu. Þessari stefnu munum við Sjálf- stæðismenn hér í bæ halda, svo lengi sem íbúarnir gefa okkur völd þar til.“ Bræla á loðnumiðunum NÍU SKIP höfðu tilkynnt um afla til Loðnunefndar þegar Mbl. hafði síðast samband við Loðnu- nefnd i gærkvöldi og voru þau með 6140 lestir. Siðdegis í gær var komið vonzkuveður af norð- austan á loðnumiðunum og ekki var útlit fyrir að veiðiveður yrði í nótt. Þeir bátar, sem fengu afla síðasta sólarhring, landa flestir í Grindavík, Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum. Eldborgin úr Hafn- arfirði átti í erfiðleikum á miðun- um í fyrrinótt, en skipið fékk nótina í skrúfuna og dró Goðinn hana í landvar, þar sem skera átti úr skrúfunni. Þau skip, sem til- kynntu Loðnunefnd um afla í gær voru: Keflvíkingur 520, Húnaröst, 620, Hafrún 650, Fífill 580, Faxi 350, Magnús 520, Sigurður 1300, Bjarni Ólafsson 1100 og Grindvík- ingur 500. Fjögur tilboð í flóðgáttir Hraun- ey jaf ossvirk j unar FJÖGUR tilboð bárust Landsvirkjun í byggingu flóðgátta í aðalstíflu og inntaks í aðveituskurð Hrauneyja- fossvirkjunar, en hér er um stein- steypt mannvirki að ræða, og á að framkvæma verk þetta að mestu á þessu ári. Tilboðin eru: Aðalbraut h.f., kr. 979.425.000, Fossvirki, kr. 1.557.480.000, Hraunvirki h.f., kr. 1.546.850.000, Smiður h.f. og Vörðu- fell h.f., kr. 1.002.432.000. Áætlun ráðunauta Landsvirkjun- ar nam kr. 1.165.000.00. Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að því búnu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra. Ferðamannamark- aður með íslenzka peninga erlendis i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.