Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Beðið fyrir einingu kristinna manna DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 Alkirkjuleg (Ekumenisk) guðs- þjónusta. Séra Ágúst Eyjólfsson prestur við Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti predikar. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Daniel Glad, trúboði hvítasunnumanna og David West, æskulýðsleiðtogi aðvent- ista les bænir og texta. Sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn undir stjórn dómorganistans, Mar- teins H. Friðrikssonar, syngur í hálfa klukkustund á undan báð- um messunum. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Vænst er þátttöku fermingarbarna þessa árs og foreldrum þeirra. Kirkjukaffi Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnastarfið í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14. Sr. Jón Bjarman. BÚSTAÐAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Guðmundur Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti predikar. Kaffi og umræður eftir messu. Organ- leikari Guðni Þ. Guðmundsson. Fundur Æskulýðsfélags Bústaðasóknar miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúla- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barna- samkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón G. Þór- arinsson. Almenn samkoma n.k. GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 2.: Brúðkaupið í Kana LITUR DAGSINS: GRÆNN. Litur vaxtar og þroska. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa kl. 2. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fyrirbænamessa þriðjudag kl. 10.30 árd. Munið kirkjuskóla barnanna á laugard. kl 2 LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10vSr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. Bænástund í kirkjunni daglega kl. 10.30 18—25 janúar, vegna alþjóðlegr- ar bænaviku. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11. árd. Messa í Kópavogs- kirkju kl. 2 síðd. Séra Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 10.30. Organ- isti Jón Stefánsson. Sigurður Sigurgeirsson. Prestur Sig. Haukur Guðjónsson. Guðsþjón- usta kl. 2. Órganisti Jón Stef- ánsson. Prestur Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Þórir S. Guðbergsson, rithöfund- ur segir sögu. Engin messa kl. 2. Þriðjudagur 22. jan.: Bænaguðs- þjónusta kl. 18 og Æskulýðs- fundur kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Orgel og kórstjórn Reynir Jón- asson. Kirkjukaffi. SELTJARNARNESSÓKN: Messa kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2 é.h. Upphaf alþjóð- legrar bænaviku. Örganleikari Sigurður ísólfsson. prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Árni Arinbjarnarson organisti. Einar J. Gíslason. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Þorvarðarson messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagskóli kl. 10 árd. Helg- unarsamkoma kl. 11 og bæn kl. 20 og almenn samkoma kl. 20.20. KIRKJA JESÚ Krists hinnna síðari daga heilögu — mormón- ar: Samkomur að Höfðabakka 9 klukkan 14 og kl. 15. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbr. 58: Samkomur kl. 11 og kl. 17. Séra Lennard Heidin. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa að Mosfelli kl. 14. Sókn- arprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jóseíssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. VÍðlSTAðASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Guðsþjón- usta kl. 14. Séra Sigurður H. Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN í HAFNAR- FIRÐI: Kl. 10.30 barnastarfið. Allir aðstandendur barna vel- komnir með börnunum. Guðs- þjónusta kl. 2. Predikun í sam- talsformi. Kirkjukaffi eftir messu. Fundur með foreldrum fermingarbarna að lokinni guðs- þjónustunni. Safnaðarstjórn. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30. — Virka daga er messa kl. 8 árd. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Messa í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. Messað í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 14. Sókn- arprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Mun- ið skólabílinn. Guðsþjónusta í tilefni af alþjóðlegri bænaviku kl. 14. — Sigurður Bjarnason prestur aðventista messar. Bænasamkomur öll kvöld bæna- vikunnar, 18. — 25. jan., í kirkjunni kl. 20.30. Sóknarprest- ur. HVALSNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 árd. Sókn- arprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 13.30. Sókn- arprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sókn- arprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. AKRANESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. síðd. Sérstaklega vænst þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Séra Björn Jónsson. Finnur Torfi Stefánsson: Steingrími Gauti svarað í Morgunblaðinu 10. janúar sl. birtist grein eftir Steingrím Gaut Kristjánsson borgardómara með gagnrýni á starf umboðsfulltrúa í dómsmálaráðuneytinu. í grein sinni byggir borgardómarinn á ályktunum, sem hann kveðst draga af ummælum undirritaðs í útvarpsþættinum Morgunpóstur- inn 4. janúar sl. og auglýsingu dómsmálaráðuneytis frá 3. janúar sl. um stofnun stöðu umboðsfull- trúa. Úr ályktunum sínum gerir borgardómarinn þrjár forsendur sem grein hans og gagnrýni er byggð á. Þar sem forsendur þessar eru allar rangar og borgardómar- inn hefur auk þess neitað að koma fram í útvarpsþætti til að ræða gagnrýni sína frekar þar, verður ekki hjá því komist að sýna fram á þetta í blaðagrein. Er umboðsfulltrúa ætlað að brjóta lög? Megingagnrýni borgardómar- ans er sú að umboðsfulltrúa sé ætlað að hafa áhrif á dómstóla í dómsathöfnum og breyta efnisnið- urstöðum dóma. Færir hann fyrir því skilmerkileg rök að slíkt sam- ræmist ekki íslenzkum rétti og slík afskiptasemi framkvæmda- valds af dómstólum brjóti í bág við stjórnarskrá. Er það að sönnu allt rétt og flestum kunnugt. Hitt er torráðnara hvaðan dómarinn fær þá hugmynd að umboðsfull- trúanum sé ætlað að vanvirða þessi lagaákvæði. Sjálfur segist hann hafa hana úr ummælum undirritaðs í fyrrgreindum út- varpsþætti. Þau ummæli hljóðuðu orðrétt svo: „Ja, þetta starf er hugsað með hliðsjón af starfi umboðsmanns sem svo er kallað í Danmörku og ýmsum fleiri nágrannalöndum, en er þó að þvi leyti frábrugðið að hér hefur ekki enn verið sett nein löggjöf sérstaklega sem starfið byggist á heldur er umboðsfull- trúinn starfsmaður dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og í upp- hafi verður starfssvið hans mun takmarkaðra heldur en er hjá umboðsmanni í Danmörku og víðar. Það sem mér er ætlað að gera fyrst og fremst er að sinna erindum fólks sem telur á hlut sinn gengið í samskiptum við einkum dómsmálayfirvöld, þ.e.a.s. dómstóla, löggæzlu og yfirvöld fangelsismála. En það er jafn- framt ætlunin að ég reyni að leiðbeina fólki almennt í sam- skiptum við stofnanir ríkisins greiða götu þess um ranghala kerfisins, ef þannig má að orði komast og veita því nokkra lög- fræðilega aðstoð eftir því sem efni standa til. Þetta kemur náttúru- lega til með að þróast dálítið eftir því sem verk.efnin gefa tilefni til en það er stefnt að því að þetta starf verði fyrirboði eða fyrir- rennari umboðsmannsstarfs eins og er einmitt í nágrannalöndun- um“. Þá kveðst dómarinn ennfremur draga álytkun sína af eftirgreindu orðalagi auglýsingar um starf umboðsfulltrúa: „Fyrst um sinn mun starf umboðsfulltrúa einkum lúta að dómgæzlu, löggæzlu og fangelsismálum.“ Hér er hvergi vikið að skerðingu á sjálfstæði dómstóla. Því síður er unnt aö finna í ummælum þessum neinn ávæning af fyrirhuguðum lagabrotum. En að sjálfsögðu er það alltaf svo að menn geta misskilið það sem þeir vilja mis- skilja. Finnur Torfi Stefánsson. Hefur umboðsmaður í Danmörku stjórn- skipulegt vald? Annað gagnrýnisatriði Steingríms Gauts, er að hann hefur það eftir undirrituðum að „hlutverk fuiltrúans væri sam- svarandi starfi umboðsmanns þjóðþinga á Norðurlöndum og víðar“. Þetta er rangt eftir haft, eins og sjá má af tilfærðum ummælum hér að ofan, og kemur að því er virðist þar enn til misskilningur dómarans. Umboðs- fulltrúi hefur sumpart önnur verkefni, en umboðsmaður í Dan- mörku, þar sem er leiðbeiningar- starf og lögfræðileg ráðgjöf. Hlut- verk umboðsfulltrúa er hins vegar samsvarandi starfi umboðsmanns í Danmörku hvað varðar stofnanir þær sem undir dómsmálaráðu- neytið falla. Þá heldur dómarinn því fram að umboðsmaður í Danmörku geti „í umboði þingsins komið fram breytingum og leiðréttingum á stjórnarathöfnum, sem hann telur ólögmætar". Þetta er einnig rangt hjá borgardómaranum. Það er þvert á móti einkenni fyrir starf umboðsmanns í Danmörku að hann hefur ekki vald til að afturkalla, ógilda eða breyta stjórnsýslugerningum. tæki hans eru álitsgerðir. í reynd er það svo að yfirleitt er farið eftir ábending- um umboðsmanns. ekki af því að það sé skylt, heldur telja menn það skynsamlegt. Er starf umboðs- fulltrúa stjórn- málalegs eðlis? í þriðja lagi gagnrýnir borgar- dómarinn, að ætlunin sé að starf umboðsfulltrúa verði stjórnmála- legs eðlis og kveður undirritaðan hafa lýst þeirri fyrirætlan í áð- urgreindu útvarpsviðtali. í reynd hné svar undirritaðs í þveröfuga átt, en það hljóðaði svo orðrétt: „Starfið er alls ekki póli- tískt í eðli sínu. Þetta er venjulegt þjónustustarf auðvitað og starfið er ekki stjórnmálalegt í eðli sínu á neinn hátt.“ Einnig hér virðist koma til misskilningur dómarans. Þá dreg- ur Steingrímur Gautur borgar- dómari enn þá ályktun af ummæl- um undirritaðs í útvarpsviðtalinu „að eðlilegt væri að flokkspólitísk sjónarmið réðu vali í starfið". Áðspurður um það hvort ráðning í starfið hefði verið pólitísk svaraði undirritaður orðrétt svo: „Ég held að ég geti svarað því játandi a.m.k. að hluta til því ég veit að dómsmálaráðherra leit svo til að það gæti verið mikill kostur að í þetta starf færi maður sem hefði trú á málefninu almennt. Þetta er hugmynd jafnaðarmanna á Norð- urlöndum þetta umboðsmanns- starf." Hér er ekki rætt um stjórn- málaflokk eða flokkapólitík, held- ur um viðhorf til starfsins og má öllum vera sá merkingarmunur ljós ekki sízt löglærðum mönnum, sem fengið hafa langa þjálfun í nákvæmri merkingu hugtaka og orða. Hlaupið að óathuguðu máli Það er svo um pólitíkina að hún getur birzt á margvíslegan hátt. Hún getur komið fram í afstöðu manna til stjórnmálaflokka. Hún getur komið fram í afstöðu til málefna. Hún getur ennfremur komið fram í afstöðu til einstakra manna t.d. til þeirra sem ábyrgð- arstöðum gegna. í hinum víðasta skilningi liggur mjög nærri að skoða grein Steingríms Gauts sem pólitískt innlegg, jafnvel þótt með fræðilegu yfirbragði sé. Misskiln- ingur hans á ummælum þeim sem hér hafa verið greind, er meiri en svo að unnt sé að taka málefna- lega trúanlegan. Ein mikilvæg lífsregla, sem laganemum er innprentuð í námi, er að hlaupa ekki að niðurstöðum að óathuguðu máli. Þetta er góð regla, ekki sízt fyrir dómara. Þeim er það mikilvægt að almenningur geti borið trausts til starfa þeirra. Því trausti má ekki fyrirgera með vanhugsuðum blaðaskrifum. Þá er það að sama skapi mikilvægt að dómarar misnoti ekki það álit sem staða þeirra skapar til að hafa áhrif á almenningsálitið. Hafi Steingrímur Gautur í raun og veru skilið ummæli undirritaðs á þann veg sem hann vill vera láta í blaðagrein sinni, þá var honum í lófa lagið að leita staðfestingar á því hvort hann skildi rétt eður ei. Þetta gerði hann því miður ekki, heldur kaus að hlaupa að niður- stöðu að óathuguðu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.