Morgunblaðið - 19.01.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 19.01.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Hannes H. • # 1 1 • Gissurarson: ^ FjálShyggjail sameinaði Sjálfstæðismenn Mörg forvitnileg viðfangsefni í íslenzkri nútímasögu hafa beðið sagnfræðinga, hagfræðinga og stjórnfræðinga. Eitt þeirra er eðli Sjálfstæðisflokksins, fjölmennasta og áhrifamesta stjórnmálaflokksins, sem stofnaður var, þegar íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust 25. maí 1929. Hver er stefna hans — í orði og verki? Við þetta efni fæst Svanur Kristjánsson, lektor í Félagsvísindadeild Háskóla íslands, í nýútkomnum bæklingi, sem er að stofni kafli úr doktorsritgerð hans um íslenzk stjórnmál við bandarískan háskóla. Bæklingurinn heitir: „Stjálfstæðisflokkurinn. Klassiska tímabilið 1929 —1944“ — og er í ritröðinni ÍSLENZKI ÞJ ÓÐFÉLAGSFRÆÐI, sem Félagsvísindadeildin og fyrirtækið örn og Örlygur vinna saman að. Bæklingurinn er fróðlegur, og Svanur (sem er virkur alþýðubandalagsmaður) reynir að gæta hlutleysis. Bæklingurinn er alls ekki saminn af neinni baráttugleði gegn Sjálfstæðisflokknum, og margar ábendingar Svans eru nytsamlegar. En bæklingurinn er þó gallaður, og ég ætla að ræða um galla hans í þessari grein. Svanur segir í formála, að „í íslensku samfélagi virðist ekki ríkja nein hefð markvissrar umræðu og gagnrýni“. Ég ætla að liðsinna honum í baráttu fyrir gagnrýni. Hvaða skoðun samein- aði Sjálfstæðismenn? Bæklingurinn er í fjórum köfl- um. Fyrsti kaflinn er um uppruna flokksins og skipulag. Svanur tek- ur undir það með Hallgrími Guð- mundssyni (í ritgerðinni Uppruna Sjálfstaeðisflokksins 1979), að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið meginfylgið frá íhaldsflokknum og þjóðernishyggjuna frá Frjáls- lynda flokknum. Hann telur, að flokkurinn hafi fyrstu árin fremur líkzt „kjarnaflokk" — óskipulögðu kosningabandalagi stjórnmála- manna — en fjöldaflokk. Lokaorð fyrsta kaflans eru: „í Sjálfstæðis- flokknum sameinuðust embættis- menn, kaupmenn, útgerðarmenn, millistétt, bændur og verkamenn. Hér þarf að leita svara við einu atriði: Hvernig stendur á þessari sameiningu eignamanna, milli- stéttar í bæjum, bænda og verka- manna innan vébanda Sjálfstæð- isflokksins? Sérstaklega þarf að útskýra hvers vegna millistétt í bæjum og margir bændur áttu frekar samleið með eignamönnum en verkalýðsstéttinni. Stéttasam- staða innan Sjálfstæðisflokksins verður hér athuguð út frá tvenns konar sjónarhornum: hugmynda- fræði og efnahagslegum hagsmun- um. Um leið verður reynt að gera grein fyrir samhengi þessara tveggja sjónarhorna". Annar kaflinn er um það, sem Svanur kallar „hugmyndafræði" flokksins (en með því á hann sennilegas við þá skoðun á stjórn- málum, sem flestir Sjálfstæðis- menn voru að minnsta kosti sam- mála um í orði). Hann segir: „Tvö hugtök lýsa best grundvallarhug- tökum Sjálfstæðisflokksins: þjóð- ernishyggja og hagsmunasam- staða." Hann finnur „þrjár rök- Jón borláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, varði frelsið til framleiðsiu og viðskipta bæði í ræðu og riti. (Agnar Ki. Jónsson I, bls. 178.) semdir því til skýringar að hug- myndafræði Sjálfstæðisflokksins átti jafn greiðan aðgang að al- menningi og raun bar vitni. í fyrsta lagi er sú staðreynd, að túlkun Sjálfstæðisflokksins var keimlík fyrri hugmyndum manna um fyrirbærið. I öðru lagi að nokkrir mestu klofningsþættirnir voru ekki til staðar á Islandi og í þriðja lagi að hin harða lífsbar- átta hafi ýtt undir samstöðu- vitund". Við þessa lýsingu Svans á stjórnmálaskoðun (eða „hug- mundafræði") Sjálfstæðismanna er margt að athuga. Hún er mjög villandi. Hann minnist varla á frjálshyggjuna sem var og er mjög áberandi með Sjálfstæðis- mönnum, á þá miklu áherzlu, sem þeir lögðu og leggja allir á ein- staklingsfrelsið, séreignina og einkaframtakið. Jón Þorláksson, formaður íhaldsflokksins 1924— 1929 og fyrsti formaður Sjálfstæð- isflokksins, kom skýrum orðum að þessari frjálshyggju í tveimur ritgerðum: íhaldsstefnunni, sem birtist í Eimreiðinni 1926, og Milli fátæktar og bjargálna, sem birt- ist í stefnunni 1979. Hann var fremur einstaklingshyggjumaður en þjóðernissinni (og það á líka við um ólaf Thors). Og ekki er fyrsta stefnuskrá flokksins síður af- dráttarlaus en ritgerðir Jóns, þar sem stofnendurnir lofuðu „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einsktakl- ingfrelsins og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um“ (leturbreyting mín). Ótelj- andi ræður og ritgerðir hafa verið fluttar eða birtar síðan, þar sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa talið frelsið til framleiðslu og viðskipta varða mestu. Frjáls- óiafur Thors, annar formaður Sjálfstæðisflokksins, var ein- staklingshyggjumaður og skildi kosti einkareksturs fram yfir ríkisrekstur vei, enda hafði hann stjórnað stóru útgerðarfyrirtæki, áður en hann varð stjónmála- maður. (Agnar Kl. Jónsson I, bls. 210) Svanur Kristjánsson lektor hefur ritað fróðlegan bækling. cn þó gallaðan, um Sjálfstæðisflokkinn 1929-1944. Um ritgerðina Sjálfstæðis- flokkinn eftir Svan Krist- jánsson lektor hyggjan, andstæða sósíalismans, sameinaði Sjálfstæðismenn, þegar sósialistar komu til sögunnar, miklu fremur en þjóðernishyggjan eða stéttasamstöðukenningin (þótt þær séu síður en svo í mótsögn við hana). Hún skýrir fylgi flokksins (sem var reyndar mest í landskjörinu 1930 og al- þingiskosningunum 1933 eða um Dr. Magnús Jónsson. prófessor og alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins 1929—1946, leiddi rök að því í ritgerð 1930, að verka- menn ættu ekki að vera sósíalist- ar, því að hag þeirra væri síður en svo borgið með því. (Agnar Ki. Jónsson, bls 239) 48%). Það er furðulegt, að Svanur notar hvoruga áðurnefndra rit- gerða Jóns Þorlákssonar, ekki heldur bókina Stjórnmál eða tímaritið Stefni og Þjóðina eða blaðið Heimdall sem heimildir, þegar hann ræðir um „hugmynda- fræði" Sjálfstæðisflokksins, þótt enginn vafi sé á því, að þær séu ómissandi. Þjóðernishyggja Sjálfstæðismanna Alls ekki er gert lítið úr þjóð- ernishyggju Sjálfstæðismanna, þótt á það sé bent, að i máli þeirra hefur einstaklingsfrelsið alltaf verið talið frumgildi stjórnmál- anna og jafnmikil áherzla að minnsta kosti lögð á einstakl- ingshyggjuna og þjóðernishyggj- una. Hitt er annað mál, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt meiri áherzlu á þjóðrækni en borgara- legir fjöldaflokkar eða frjáls- hyggjuflokkar í öðrum löndum. Til þess er sú einfalda ástæða, að Islendingar vita vegna sögu sinnar og legu landsins betur af þjóðerni sínu og eru því þjóðræknari en flestar aðrar þjóðir. En það skildi og skilur Sjálfstæðisflokkinn frá hinum íslenzku stjórnmálaflokk- unum, að hann lagði áherzlu á einstaklingshyggjuna, að hann var og er frjálshyggjuflokkur. Þjóð- ernishyggja var einkenni þjóðar- innar, til marks um almennt hugarfar, og Sjálfstæðisflokkur- inn bar þetta einkenni að sjálf- sögðu sem fjölmennasti flokkur- inn, en einstaklingshyggja var einkenni flokksins. Einu umhugsunarefni má bæta við: Hvernig skýrir Svanur það, að Sjálfstæðisflokkurinn markaði einhuga utanríkisstefnu þvert á alla einangrunarstefnu að heims- styrjöldinni síðari lokinni, með því að hann segir, að þjóðernis- hyggja Sjálfstæðisflokksins hafi falið í sér andstöðu alþjóða- hyggju? Hvernig skýrir hann það, að flokkur, sem hafi verið and- stæður alþjóðahyggju, verði skyndilega alþjóðahyggjuflokkur — án teljandi átaka innan hans? Hann segir að vísu: «v,Sósíalista- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn litu báðir svo á, að þeir legðu mat á veru Bandaríkjahers á íslandi að aðild íslands að NATO í samræmi við þjóðarhag. Sósíal- istaflokkurinn áleit, að herstöðv- arnar og NATO ógnuðu sjálfstæði íslands. Sjálfstæðisflokkurinn taldi hins vegar þetta tvennt vernda sjálfstæði landsins." Hann skýrir þetta þó alls ekki með Jónas H. Haralz hafgræðingur bendir á það, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi orðið að iaga sig að aðstæðum, þótt fylgt hafi sömu stefnunni frá upphafi. þessum ábendingum. Ég held, að hann geti ekki skýrt það, enda sé lýsing hans á skoðun Sjálfstæð: ismanna ónákvæm eða villandi. t þjóðernishyggju þeirra hafi um- fram allt falizt virðing fyrir forn- um og nýjum verðmætum, sem geti hæglega farið saman við alþjóðahyggju (enda eru frjáls- hyggjumenn alþjóðahyggjumenn, telja alþjóðaviðskipti öllum í hag, eins og Jón Þorláksson færði rök fyrir í ritgerðinni Milli fátæktar og bjargálna). Stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins Þriðji kafli bæklingsins er um stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Svanur kemst að því, að „með tilliti til fylgis var Sjálfstæðis- flokkurinn að nokkru leyti flokkur allra stétta". Flestum kemur það varla á óvart, með því að flokkur með allt að 48% fylgi hlýtur að sækja það til allra stétta. Og hann segir: „Kjósendum Sjálfstæðis- flokksins má skipta í fjóra hópa: 1) eignamenn, 2) millistétt, 3) bændur og 4) verkamenn. Að auki kusu konur flokkinn í ríkara mæli en karlar." Svanur reynir að skýra það í bæklingnum, hvers vegna hver hópur fylgdi Sjálf- stæðisflokknum, en skýringar hans bera með sér hugmynda- fræði hans. Eitt dæmið um það er, að hann finnur skýringu verka- mannafylgis Sjálfstæðisflokksins (sem hann kallar „íhaldssemi verkamanna") í „mörgum ná- tengdum þáttum. Helstir þeirra eru 1) hugmyndafræði; 2) stéttar- staða og 3) efnahagsleg umbun og refsingar". Hann á við áður- greinda lýsingu stjórnmálaskoð- unar Stjálfstæðismanna með orð- inu „hugmyndafræði" og við jað- arhópa eins og verkstjóra og bifreiðarstjóra með orðinu „stétt- arstaða". Þessar skýringar verka- mannafylgisins eru fátæklegar. Getur skýringin ekki verið, að frjálslyndir verkamenn eða launþegar hafi fylgt Sjálfstæðis flokknum, en stjórnlyndir sam- hyggjuflokkunum eða sósíalista- flokkunum? Svo skýrði Jón Þor- láksson flokkaskiptingu bænda í ritgerðinni Ihaldsstefnunni. Hann sagði, að stjórnlyndir bænd- ur væru Framsóknarmenn, en frjálslyndir ekki. Það er furðulegt, að Svanur notar ekki blaðið Lýft- frelsift, sem var gefið út af sjálfstæðisverkamönnum 1941, eða blaðið Stétt með stétt, sem var gefið út 1939 og 1941, eða tímaritið Stefni og Þjóðina sem heimildir. Hann notar ekki heldur minn- ingabækur gamalla baráttumanna flokksins, svo sem Meyvants á Eiði og Hannesar Jónssonar. Allar þessar heimildir eru þó fróðlegar og í rauninni ómissandi um bar- áttu Sjálfstæðismanna við sósíal- ista í verkalýðsfélögunum og ekki síður um viðhorf þeirra, um „hug- myndafræði," sjálfstæðisverka- manna. Svanur kallar Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn „verka- lýðsflokkana" og segir í áður- nefndum lokaorðum fyrsta kafl- ans, að skýra verði það, að „milli- stétt í bæjum og bændur áttu frekar samleið með eignamönnum en verkalýðsstéttinni". En í hvaða skilningi voru þessir tveir flokkar fremur verkalýðsflokkar en Sjálf- stæðisflokkurinn? Sjálfstæðis- flokkurinn ákallaði verkalýðinn í áróðri sínum, þótt hann teldi sig einnig flokk annarra stétta, og hann hafði að minnsta kosti jafn- mikið verkalýðsfylgi og þeir. Sannleikurinn er sá, að þessi greinarmunur á verkalýðsflokkum og ekki—verkalýðsflokkum er óraunhæfur. Af allri ritgerð Svans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.