Morgunblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Lóðir undir iðnaðar- og atvinnustarfsemi: 1 ................... Engar úthlutanir næstu þrjú árin — segir Birgir Isl. Gunnarsson ENGUM lódum undir atvinnu- húsnæði á nýjum svæðum verður úthlutað í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Þetta kom fram í máli Birgis ísl. Gunnarssonar borgarfulltrúa, er fjallað var í borgarstjórn um fyrirspurnir hans um þessi mál. Raunar taldi Birgir, að engum lóðum, ætluðum undir atvinnu- húsnæði, yrði úthlutað á næstu þremur árum og lýsti hann áhyggjum sínum vegna þessa. Hann sagði ekki við því að búast, að iðnaður ykist í borginni, þegar svona væri á málum haldið. Ástæðuna taldi Birgir þá, að ekkert hefði verið gert til að koma skipulaginu frá árinu 1977 til framkvæmda, en í því skipulagi hefði verið gert ráð fyrir lóðum undir iðnaðar- og atvinnustarf- semi. Við gatnamót Holtavegar og Elliðavogs: Rís þar 8 þæða stórhýsi SIS? SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefur sótt um að fá að byggja átta til tíu hæða stórhýsi, sem ætlað er fyrir skrifstofur, á óbyggðu svæði sem er fyrir neðan gatnamót Hoitavegar og Elliða- vogs (Kleppsvegar). Verði þessi umsókn Sambandsins samþykkt i skipulagsnefnd en hún er þar til umfjöllunar. mun því rísa stór- hýsi fyrir framan íbúðarhúsin scm eru á mótum þessara gatna. Þetta kom fram á borgarstjórn- arfundi í gærkvöldi, þegar fjallað var um fyrirspurnir frá Birgi ísl. Gunnarssyni borgarfulltrúa, sem lutu að því hvort einhverjum lóðum undir atvinnuhúsnæði væri óúthlutað í borginni. Nýr bátur til Fáskrúðsfjarðar Fáskrúósfirði. 18. janúar. NÝR bátur hefur bæzt í flota Fáskrúðsfirðinga, Tjaldur SU 115, sem er 17 lesta trébátur, smíðaður hjá Trésmiðju Austur- lands á Fáskrúðsfirði. Eigendur eru Framfari hf., en aðalhluthafar þar eru Jóhann Árnason og Rúd- olf Midjord. Heildarbolfiskafli Fáskrúðs- fjarðarbáta á árinu 1979 var 8.052 lestir. Þar af er afli skuttogaranna tveggja 5.870 lestir, sem skiptast þannig, að Hoffell SU 80 fékk 3.055 lestir, aflaverðmæti 452 milljónir 576 þúsund krónur, og Ljósafell fékk 2.815 lestir, aflaverðmæti 438 milljónir 882 þúsund krónur. Báta- fiskur var því 2.182 lestir. Saltað var í 14.500 tunnur hér i fyrra og um 100 lestir af síld voru frystar. Um 20.000 lestir af loðnu bárust hingað í fyrra. Bátar og togarar hófu róðra strax eftir áramót, en afli hefur verið fremur tregur, enda miklar ógæftir. Fréttaritari. Leikendur í Rauðhettu og leikstjórinn. Myndin er tekin að lokinni æfingu. Rauðhetta sýnd í Ólafsvík Ólaísvík, 18. janúar LEIKFELAG Ólafsvíkur frum- sýndi á föstudagskvöldið ævin- týraleikinn Rauðhettu eftir Jewgeni Schwarz í þýðingu Stefáns BaJdurssonar. Leik- stjóri er Ingólfur Björn Sig- urðsson og er þetta frumraun hans við Ieikstjórn. Leikendur eru allir ungir að árum, frá 11 til 17 ára, og stíga nú á fjalirnar í fyrsta sinn. Leikfélag Ólafsvíkur hefur á hverjum vetri sett upp leikrit og sýnt hér og farið með í ná- grannabyggðir. Vonast er til að í vetur verði einnig unnt að fara í leikferð. Núverandi formaður leikfé- lagsins er Svala Thomsen. — Helgi. Nýja brúin yfir Eldvatn fullgerð. Ný brú yfir Eldvatn í V-Skaftafellssýslu Ilnausum i Meóallandi. V-Skaft., 29. des. í ÁR lauk framkvæmdum vegna brúargerðar á Eldvatni hér í Meðallandi, Brúin var byggð 1978, en vegagerðinni, um 3 kílómetrum, var lokið á þessu ári. Það var sögulegt við þá vegagerð að fyrst ákváðu karlmenn vegarstæðið og mældu fyrir því. Lentu þeir á Klappahrauni þeim versta stað sem hægt var að hitta á. Er vegagerðarmönnum litust aðstæður þessar heldur skuggalegar fóru stúlkur til sem þá voru hér í vegamæling- um og færðu veginn. Er hann nú svo vel staðsettur sem hann var illa áður. Mætti vera, skv. þessu, að betur færi ef kven- fólkið réði meiru í þjóðfélag- inu. Brúin er úr steinsteypu bor- in uppi af stálbitum. Hún er 50m löng og aðeins einn stöp- ull í miðju. Stöplarnir eru steyptir niður á hraunklappir sem þarna eru á botni árinnar. Framkvæmd þessi ætti því að verða mjög varanleg og það svo að þurfa mundi nýja Skaftárelda til að ríða á slig. Yfirmaður við brúarsmíðina var Jón Valmundsson en hann vann einnig við gömlu tré- brúna sem áður var á Eld- vatni, þá hjá föður sínum. Sú brú var byggð 1942 og var löngu orðin óviðunandi þar sem bílar fara alltaf stækk- andi. Var og erfitt með efni þá í stríðinu. Hér hafa verið hvít jól og gott veður. Vilhjálmur Byggingarþjónust- an í nýju húsnæði Byggingarþjónustan sem rekin hefur veriö að Grensásvegi 11, í Reykjavík undanfarin ár hefur nú flutt starfsemi sína að Hallveigarstíg 1, í hús iðnaðarins. Er hún í kjallara hússins og hluta 1. hæðar á alls um 540 fermetra gólffleti. Byggingarþjónustuna hóf Arki- tektafélag Islands að reka og síðar komu til liðs við félagið Húsnæð- ismálastofnun ríkisins og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins og er Byggingarþjónustan nú sjálfseignarstofnun og hafa fleiri aðilar enn bæst við: Akureyrar- bær, Félag ísl. iðnrekenda, Iðn- tæknistofnun íslands, Lands- samband iðnaðarmanna og Reykj avíkurborg. Megin starfsemi Byggingar- þjónustunnar er m.a. fólgin í því að hafa daglega sýningu á úrvali byggingarefna, véla, verkfæra, heimilistækja, innréttinga og til- heyrandi fylgihluta og er hún ókeypis fyrir almenning og haldin eru jafnan námskeið og ráðstefn- ur víðs vegar um landið til kynn- ingar á húsnæðis- og byggingar- málefnum. í frétt frá Byggingar- þjónustunni segir m.a. svo um starfsemina: Sýningarfyrirkomulagi verður breytt frá því sem verið hefur þannig að sýnishorn byggingar- efna og tækja verða flokkuð eftir SFB alþjóðlegu flokkunarkerfi, þannig að auðveldara verður fyrir hönnuði og almenning að gera samanburð hinna einstöku efna, þ.e.a.s. öll gólfefni verða í sérdeild, þakefni í annarri o.s.frv. Lögð verður áhersla á að innflytjendur og framleiðendur kynni allar nýj- ungar sérstaklega og verður sér- stakt rými ætlað til þess, sem verður miðdepill í sýningarsaln- um. Ennfremur verður kappkost- að að alltaf verði eitthvað um að vera á þessu svæði, svo sem myndasýningar, kynning á bygg- ingarefnum og meðhöndlun þeirra, skipulagsuppdrættir og líkön o.þ.h. Tæknirit og bækur verða til sölu og lestraraðstaða verður í tengsl- um við aðalsýningarsvæðið. Stefnt er að því að aðsókn verði um 35—45 þúsund manns á næstu árum á hinum nýja stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.