Morgunblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.01.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Fréttaskýring Viðbrögð Vesturlanda vegna inn- rásarinnar í Afganistan Innrás Sovétríkjanna í Afgan- istan hefur vakið reiðiöldu um heim allan, eins og best kom fram í atkvæðagreiðsl- unni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna 15. janúar s.l., þegar 104 ríki (gegn 18 og 18 sátu hjá) samþykktu, að allur erlendur herafli skyldi skilyrðislaust hverfa strax á brott frá Afganistan. Innrásin hefur vakið menn í öllum löndum til vitundar um þá staðreynd, að undan- farna áratugi hafa Sovétrík- in markvisst stundað gífur- lega útþenslustefnu í krafti ógnvekjandi herafla. Hér í Norður-Atlantshafi hafa menn ekki farið varhluta af þessari útþenslu, því að leið sovéska flotans frá mesta víghreiðri Kremlverja á Kola-skaga við Murmansk liggur um svæðin umhverfis ísland. í raun höfum við íslendingar getað fylgst með þessari útþenslu stig af stigi af ferðum sovéskra herskipa í nágrenni landsins og nú á síðari árum tíðari komum sovéskra herflugvéla inn á íslenskt loftvarnasvæði. Með flota sínum og umsvifum um víða veröld hafa Kreml- verjar verið að láta draum gamla rússneska keisara- dæmisins rætast. Það er misskilningur að halda, að framsýni Leníns hafi ráðið því, að Sovétríkin réttu Afg- anistan hjálparhönd á árun- um um byltinguna. Lenín gerði með því ekki annað en framfylgja gömlu keisara- legu heimsvaldastefnunni, sem allt frá dögum Péturs mikla hafði miðað að því að fá aðstöðu við Indlandshaf. Þessi stefna hefur fengið nýtt inntak vegna þess hve Vesturlönd eru háð olíunni við Persaflóa og ákjósan- iegustu aðstæður hafa skap- ast til að ná henni fram vegna upplausnarinnar í íran. í tæpan áratug hafa Vestur- lönd fylgt þeirri stefnu í samskiptum sínum við Sov- étríkin, sem einkennd hefur verið með franska orðinu „détente" og nefnd á íslensku slökunarstefnan. Hún hefur verið nefnd andstaða kalda stríðsins, en á tímum þess voru öll samskipti austurs og vesturs stirð og einkenndust fremur af hótunum en sam- vinnu. Segja má, að há- punktur slökunarstefnunnar hafi verið í ágúst 1975, þegar leiðtogar 33 Evrópuríkja og Bandaríkjanna og Kanada komu saman til fundar í Helsinki, fluttu ræður um frið og góða sambúð og undirrituðu skjal, sem nefnt hefur verið lokasamþykkt Öryggisráðstefnu Evrópu. Þar er meðal annars að finna setningu eins og þessa: „Þátttökuríkin munu virða fullvalda jafnræði hvers annars og sérkenni sem og öll þau réttindi, er felast í fullveldi þeirra og það nær til, þ.á.m. sérstaklega rétt hvers ríkis til lagalegs jafn- ræðis, til landamærahelgi og til frelsis og stjórrimálasjálf- stæðis." Á grundvelli þessar- ar meginyfirlýsingar er síðan lýst andstöðu gegn hótun um valdbeitingu eða beitingu valds, því er heitið að friðhelgi landamæra skuli virt svo og landamærahelgi, deilumál skuli leyst með friðsamlegum hætti og ríkin muni „hvorki beita neins konar vopnaðri ihlutun né hótun um slíka íhlutun gegn öðru þátttökuríki". Allar þessar meginreglur hafa Sovétríkin brotið gegn Afg- anistan. Og ekki dugar að vísa til þess, að Afganistan sé ekki í Evrópu, því að meginreglur um sama efni er einnig að finna í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Minn- umst þess einnig, að Rúm- eníuforseti hefur lýst því yfir, að varnir lands síns verði efldar vegna hættu- ástands í alþjóðamálum og Júgóslavar hafa farið í hern- aðarlega viðbragðsstöðu vegna veikinda Títós. Hvers vegna? Jú, því að báðir óttast, að Sovétmenn láti ekki staðar numið við her- nám Afganistans. Ef menn tækju friðarhjal Kremlverja trúanlegt, væri margt á ann- an veg. Innrásin í Afganistan sannar þá kenningu, sem jafnan hefur verið haldið á loft af mörgum á Vesturlöndunum, að slökunarstefnan hafi gef- ið Sovetríkjunum tækifæri til að leika alltof lausum hala. í Afríku hafa þau beitt Kúbumönnum fyrir sig og Víetnömum í Indókína og markmiðið er alls staðar það sama: Landvinningar í krafti heimsvaldastefnu. Nú ráða Kremlverjar yfir herafla til að láta til sín taka hvar sem er og leppum til að fremja fyrir sig ódæðisverkin, vilji þau reyna blekkingar. Þegar fulltrúi Kúbu, sem nú fer með formennsku í samtökum ríkja utan hernaðarbanda- laga, greiddi atkvæði með innrás Sovétríkjanna í Afg- anistan á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hann aldrei mundu ausa vatni á myllu heimsvalda- stefnunnar og bætti við: „Aldrei munum við greiða atkvæði gegn sósíalisma!" Útþenslustefnu Sovétrikjanna verður að svara og þar gegna Bandaríkin lykilhlutverki en þau ná Iitlum árangri nema með samvinnu við önnur ríki. Heimsókn Harolds Brown varnarmálaráðherra Bandaríkjanna til Kína, sem ákveðin hafði verið fyrir innrásina í Afganistan, fékk nýjan tilgang eftir að hún hafði verið gerð. Yfirlýs- ingar Browns og kínverskra ráðamanna benda til þess, að mikilvæg samvinna kunni að takast um hernaðarleg efni milli ríkjanna. Bann við kornsölu og sölu á tölvum eða ákvörðun um að hætta við þátttöku í Ólymp- íuleikunum í Moskvu duga skammt til að sporna við hernaðarstefnu Kremlverja. Sú ákvörðun að fresta með- ferð Bandaríkjaþings á Salt 2 samningnum vekur greini- lega óróa meðal Sovét- manna. En miklu áhrifarík- ari aðgerða er þörf. Sovét- menn skilja ekki annað en festu, sem byggist á hernað- armætti. Undanfarin misseri hafa þeir náð nokkru for- skoti varðandi meðaldræg kjarnorkuvopn í Evrópu. Þegar Atlantshafsbandalag- ið greip til gagnráðstafana sendu stjórnendur Rauða hersins nokkrar friðardúfur á loft. Menn sjá nú þann hug, sem að baki bjó. Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti hefur sagt, að hann hafi á fyrstu dögum hernaðarað- gerðanna í Afganistan lært meira um áform Sovétríkj- anna en á þeim tæpu þremur árum, sem hann hafði setið í forsetaembættinu. Banda- ríska blaðið New York Times segir, að forsetinn hafi gefið fyrirmæli um mótun nýrrar varnarmálastefnu, sem miði að því að Bandaríkin geti heft framsókn Sovétríkjanna í Mið-Austurlöndum og suð- urhluta Asíu. Eru hugmynd- ir forsetans í þessu efni bornar saman við svonefnda Trumankenningu, eða stefnuyfirlýsingu Harry S. Trumans Bandaríkjaforseta 12. mars 1947, þegar hann sagði, að Bandaríkjamenn ættu „að styðja frjálsar þjóðir, sem standa gagnvart undirokunartilraunum vopn- aðs minnihluta eða ágengra utanaðkomandi aðila“. Til- efni yfirlýsingar Trumans var ofríki Sovefríkjanna gegn Tyrklandi og Grikk- landi á þeim tíma. Nú í vikunni var efnt til sérstaks fundar í fastaráði Atlantshafsbandalagsins í Brússel um Afganistan og sátu hann auk sendiherra aðildarlandanna sérstakir erindrekar frá höfuðborgum margra aðildarlandanna svo sem Warren Christopher, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Douglas Hurd, starfsbróðir hans frá Bretlandi. Ekki var neitt birt um niðurstöður fundarins en á vegum bandalagsins hefur verið unnið að sérstakri at- hugun á áhrifum innrásar- innar og fjallað um gagnað- gerðir. í sjónvarpsviðtali hefur Christopher sagt, að Lyndon Johnson Bandaríkjaforseti hafi gert þau mistök eftir innrás Varsjárbandalags- landanna í Tékkóslóvakíu 1968 að grípa ekki til skipu- legra gagnráðstafana gegn Sovétríkjunum og í breska þinginu sagði Hurd, að Sovétmenn hafi sýnt á aug- ljósari hátt en nokkru sinni fyrr, að þeir séu til þess búnir að stofna samskiptum sínum við Vesturlönd í hættu, sjái þeir sér færi á því að ná völdum í þróunar- löndunum. Sagði hann, að sýna yrði með ótvíræðum hætti, að samfélag þjóðanna þyldi ekki slíkan verknað refsilaust. Afstaða og aðgerðir bresku stjórnarinnar vegna innrás- arinnar í Afganistan hafa verið markvissar og skýrar. Bresk herskip hafa verið send til Indlandshafs og Carrington lávarður, utan- ríkisráðherra Breta, hefur undanfarið sótt heim ráða- menn í Tryklandi, Oman, Saudi-Arabíu, Pakistan og Indlandi. Hann hefur rætt við þá um nauðsynlegár gagnráðstafanir og greini- legt er, að för lávarðarins hefur borið góðan árangur. Sjónarmið Vesturlanda hafa ekki verið að fullu samræmd. Ekki hefur enn verið mótuð ein stefna í afstöðu þeirra til Sovétríkjanna eftir innrás- ina. Á meðan ekkert frekar gerist mun hagsmunamat hvers ríkis ráða ferðinni. Þetta kom greinilega fram í ræðu þeirri, sem Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýskalands, flutti í þinginu í Bonn á fimmtudag. Hann lýsti að vísu yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjanna og mælti harðlega gegn inn- rás Sovétríkjanna. En að vissu leyti lagði hann rang- lega atburðina í Afganistan og íran að jöfnu, þegar hann lýsti stuðningi við Banda- ríkjamenn og lagði auk þess áherslu á, að ekki mætti hafna alfarið slökunarstefn- unni í samskiptum austurs og vesturs. Viðhorf frönsku stjórnarinnar munu svipuð þessu. Enn hefur engin vissa fengist fyrir því, að Sovétmenn muni ekki sækja út fyrir landamæri Afganistans til Pakistans eða Irans. Eins og segir í einu þýsku blaðanna, þá er hin vel smurða sovéska stríðsvél nú í aðeins þriggja tíma fjarlægð frá orku- brunni Vesturlanda. Stefni Rauði herinn að yfirráðum yfir þessum brunni eða leið- unum til hans, þá mundi heimsfriðurinn hanga á blá- þræði. Þegar hætta steðjar að, er það mannlegt eðli að bjarga lífi sínu og eignum. Nú má sjá með sífellt hækk- andi gullverði, að óttinn við hrun forgengilegra verð- mæta eykst óðfluga. Bj.Bj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.