Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 15 Halldór Guðjónsson: Kosningamar í desember Úrslit kosninganna í desember hljóta að vera mörgum sjálfstæð- ismönnum áhyggju- og umhugs- unarefni. Það er afar freistandi að leita fyrst skýringar á hrakförum flokksins og afsakana fyrir þeim í ytri aðstæðum eða í einhverjum einstökum mistökum flokksins. Sé þetta gert er það mjög miður. Það sem mestu skiptir er án efa að skilja hvað fram fór og draga af því almenna lærdóma er nýtast mættu í framtíð. Ég mun hér á eftir rekja þrjú meginatriði sem mér virðast vera almennar grundvallarástæður fyrir árang- ursleysi flokksins, en ég sleppi mörgum einstökum atriðum eða sérstakari sem jafnframt væri ástæða til að læra af. í grunni má rekja öll þessi þrjú atriði til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brotið gegn þeim viðhorfum sem honum eru eðlileg og hafi af þeim sökum háð baráttu sína á vett- vangi andstæðinga sinna. Að þessu verður vikið síðar. Þrenn grundvallarviðhorf Mér virðast það einkum vera þrenn stjórnmálaleg viðhorf sem eru sjálfstæðismönnum sameig- inleg og hafa nægt þeim til samstöðu. í fyrsta lagi virðist mér það vera trú sjálfstæðismanna að það eigi ekki að stjórna einkamálum og þess vegna eigi ekki að stjórna efnahagsmálum nema að því leyti sem þau eru flestum sameiginleg. Af þessu leiðir að vettvangur stjórnmálanna er annars staðar en í efnahagslífinu. I öðru lagi virðist mér það vera trú sjálfstæðismanna að stjórn- mál séu starfsemi sem miði að því að samræma aðgerðir manna en ekki því einu að sannreyna eða sammóta hugmyndir manna. Hug- arfarsbreyting er ekki forsenda þess að menn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum né heldur forsenda þess að sjálfstæðismenn geti unnið saman að tilteknum verkefnum. í þriðja lagi virðist mér það trú sjálfstæðismanna að fram- kvæmdavald eigi að vera fremur veikt, en að löggjafarvaldið eigi að setja því takmörk og reglur þann- ig að í senn sé nægt svigrúm fyrir athafnir einstaklinga og að sam- vinna þeirra sé vernduð. Málflutningur við kosningarnar I kosningabaráttunni sem ný- lega var háð, og reyndar í miklu af stjórmálastarfi Sjálfstæðisflokks- ins á seinustu misserum og árum, var brotið gegn þessum þremur meginatriðum. í fyrsta lagi hélt Sjálfstæðis- flokkurinn sig eins og hinir flokk- arnir við umræðu um efnahags- mál nær eingöngu. Með þessu er sett jafnaðarmerki milli allra stjórnmála annars vegar og efna- hagsmála einna hins vegar. Við þetta hverfa í rauninni öll stjórn- mál og öll stjórnmálaumræða al- mennings er úr sögunni, en í staðinn koma tæknileg ráð kunn- áttumanna og sérfræðinga um efnahagsmál. Það er svo mikið vitað um efnahagsmál og sú vitn- eskja er svo skipuleg, að umfjöllun annarra en þeirra sem eru kunn- áttumenn og sérfræðingar um þessi mál virðast nánast mark- laus. Slík umfjöllun er frá sjón- armiði sérfræðinganna til spjalla á eðlilegri málsmeðferð og ber jafnvel keim af spillingu. í öðru lagi var stefna Sjálfstæð- isflokksins nú við kosningarnar þannig gerð að megináhersla var lögð á hugmyndir og þá einkum tæknilegar eða fræðilegar hug- myndir um efnahagsmál. Flokks- mönnum og kjósendum öllum var boðið að gera upp við sig hvort þeir vildu gera þessar hugmyndir að sínum, þótt augljóst væri að aðeins kunnáttumenn og sérfræð- ingar gætu gert sér grein fyrir hvort hugmyndirnar væru réttar eða ekki. En það er þó ef til vill enn alvarlegra að þessar tækni- legu og fræðilegu hugmyndir eru settar fram fyrirfram þ.e. áður en málavextir eru ljósir eða fullkann- aðir. Þannig var það fólgið í stefnunni að flokkurinn skyldi loka augunum fyrir allri óvissu um framtíðina, skyldi binda sig við fyrirfram gerða áætlun og glataði þannig öllu svigrúmi til aðgerða að kosningunum loknum. I þriðja lagi snerust kosn- ingarnar allar og þá einnig kosn- ingabarátta Sjálfstæðisflokksins einungis um það hvernig ríkis- stjórn yrði skipuð að kosningum loknum, þ.e. um skipun fram- kvæmdavaldsins. Engin mál sem heyra sérstaklega eða fyrst og fremst undir löggjafarvaldið komu til álita í kosningunum. Kosningabaráttan ber þannig vott um það að í hugum íslenskra stjórnmálamanna og þá jafnframt í hugum almennings hafi löggjaf- arvald og framkvæmdavald runn- ið saman í eitt og þó þannig að framkvæmdavaldið hafi yfirhönd- ina í sameiningunni. Sömu viðhorf til hefðbundinnar skiptingar valdsins má raunar greinilega sjá í stjórnmálasögu seinustu missera og ára. Það er miklu réttara að segja að landinu hafi nýverið verið stjórnað með lögum en að segja að því hafi verið stjórnað að lögum. Á vettvangi vinstristefnu Þessi þrjú brot Sjálfstæðisflokks- ins gegn meginviðhorfum sínum eru mikilvæg til skilning á úrslit- um kosninganna vegna þess að með þeim varð það óhjákvæmilegt að flokkurinn háði baráttu sína á vettvangi helstu andstæðinga sinna. Það fer ekki á milli mála að þeir menn, sem lengst standa til vinstri, telja að öll stjórnmál séu hið sama og efnahagsmál ein, vilja að afstaða sé tekin til allra hluta á grundvelli alhæfðra kenninga og stefna að því að allt vald færist á einar hendur. Allir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins deila þessum hugmyndum að meira eða minna leyti og af meiri eða minni ákafa. Það er ekki að furða þótt Sjálf- stæðisflokknum gangi miður vel þegar hann tekur þannig upp allan málatilbúning andstæðinga sinna. Eins og getið var um í upphafi þá er auðvelt að finna ýmsar sérstakari skýringar á laklegum árangri flokksins í kosningunum. Þannig má leiða rök að því að stefnan sem boðuð var hafi ekki verið svo unnin að í senn væri tryggt að um hana væri samstaða meðal flokks- manna og að frambjóðendur og aðrir málflytjendur flokksins skildu hana og gætu skýrt hana fyrir öðrum. Jafnframt má benda á að ekkert samræmi var milli vals frambjóðenda og mótun stefnunnar og enn að stefnan var svo hörkulega fram sett að kjós- endur hræddust hana beinlínis. En slíkar skýringar eru alltaf bundnar við einstök atriði, þær eru helst fallnar til afsökunar eða til smálagfæringa sem litlu skipta þegar til lengdar lætur. Það sem mestu skiptir til lengdar fyrir flokkinn og fyrir heillavænleg áhrif hans á íslensk stjórnmál er það að flokkurinn haldi sig við þann skilning á stjórnmálum al- mennt og íslenskum stjórnmálum sérstaklega sem er flokknum eðli- legur og ræðst af sögu flokksins og samsetningu. Nákvæmlega hver þessi skilningur á stjórnmálum eða þessi afstaða til stjórnmála er og hvernig þau eru bundin í sögu flokksins og samsetningu er vafa- laust erfitt að rekja en hitt virðist mér óyggjandi að þessi skilningur eða þessi viðhorf fela í sér þau þrjú meginatriði sem lögð hefur verið áhersla á hér að framan. 15. janúar 1980. Halldór Guðjónsson. Gil Gerard er aðalleik- arinn í kvikmyndinni „Buck Rogers á 25. öld“. Hensley, Erin Gray og Henry Silva. I stuttu máli greinir myndin frá því er Buck Rogers fer með bandarísku geimfari út í geim- inn árið 1987. Farið fer óvænt af braut sinni og tekur svo stóran sporbaug að það kemur ekki í nánd við Jörð fyrr en 504 árum síðar. Allan þann tíma hefur Buck verið í dái, legið helfrosinn í fari sínu. Geimferðakvik- mynd i Bæjarbíói BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir nú kvikmyndina „Buck Rogers á 25. öld“ (Buck in the 25th Century). Framleiðandi er Richard Caffey, leikstjóri er Daniel Haller en handritið er eftir Glenn A. Larson og Leslie Stevens. Með helstu hlutverkin fara Gil Gerhard, Palmela Þegar geimfar hans nálgast aftur Jörðina er það stöðvað af geimfari Ardölu prinsessu Drak- óníumanna. Þeir halda Buck, vera njósnara jarðarbúa, sem eru óvinir Drakóníumanna. Buck tekst hins vegar að sannfæra Jarðarbúa um svikráð Drakóníu- manna. I Toyota beint fra Japan BILASYNING: I dag laugardag og á morgun sunnudag sýnum við nýju 1980 árgerðirnar af Starlet, — Tercel — Corolla og Cressida Hardtop og Corolla Liftback. Tovota umboðió kynnir um leið Þjónustuverkstæði Toyota, ásamt Söludeild notaóra bíla. /v 1/ • i rm Odyrari bilar ÓtKrari varahlutir Laugardag frá kl. 13.00 -17.00 Sunnudag frá kl. 10.00 -17.00 Wv^JHBTBetrTgæðl - fljótarl þjónuíla -1 I VVl---[ það er elnkennl TOYOTA ^tTOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGi 8 KÓPAVOGI SiMI 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.