Morgunblaðið - 19.01.1980, Side 40

Morgunblaðið - 19.01.1980, Side 40
á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH*r0unblabi& Guðmundar- og Geirfinnsmál: .Verjendur kref jast sýknu Guðmundi Einarssyni hótað i sima VERJENDUR í Guðmundar- 0»? Geirfinnsmálinu hófu mál sitt í gær. Þá töluðu Páll A. Pálsson hdl., verjandi Kristjáns Viðars Viðars- sonar, og Jón Oddsson hrl., verj- andi Sævars Marínós Ciesielskis. Kröfðust þeir sýknu af ákærum um manndráp, en í undirrétti voru þeir Sævar og Kristján dæmdir í fang- elsi til æviloka. Þá krafðist Páll sýknu af ákæru um rangar sakar- giftir til handa Kristjáni en Jón var ekki búinn að lýsa kröfum um það atriði ákærunnar er hlé var gert. Til vara er krafist vægustu refs- inga að lögum. Málflutningur hefst að nýju á mánudaginn. Áheyrendabekkir Hæstaréttar hafa verið þéttsetnir undanfarna Viðræður við Rússa: Um lagmeti og frystan fisk FULLTRÚAR lagmetisiðn- aðarins halda til Moskvu á morgun, þar sem á þriðju- dag hef jast samningaviðræð- ur um sölu á gaffalbitum til Rússlands í ár. í samninga- nefndinni verða þeir Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, Mikaei Jónsson, frá K. Jónsson og á Akureyri og Egill Thoraren- sen frá Sigló-síld í Siglu- firði. Um mánaðamótin fara þeir Árni Finnbjörnsson sölu- stjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sigurður Markússon framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins til Moskvu til samningaviðræðna um sölu á frystum fiski héðan á árinu. daga og hafa stundum færri komist að en vildu. Tveir hinna ákærðu í málinu, Sævar Marínó og Kristján Viðar hafa verið viðstaddir allan málaflutninginn. Aðrir sakborn- ingar hafa ekki komið í Hæstarétt nema hvað Erla Bolladóttir kom á áheyrendapalla eftir kaffihlé í gær og var þar í klukkutíma. Það kom fram hjá Jóni Oddssyni í gær að móðir Guðmundar Einars- sonar hefði skýrt frá því við yfir- heyrslu að eldri karlmaður að því er talið var hefði hringt alloft í Guð- mund um nokkurn tíma áður en hann hvarf og haft í hótunum við hann. Hafði móðir hans svarað nokkrum símtölum þessa manns. Sagði Jón að bróðir Guðmundar hefði sett þessar hringingar í sam- band við slys, sem varð við Elliða- vatn. Taldi Jón að þetta atriði hefði verið illa rannsakað. Sjá: „Margt bendir til að aðrir menn hafi hitt Geirfinn“ á bls. 18. KAPPSIGLING hefur verið hjá skipunum i sjálfsagt hafa þessir herramenn haft snör þegar komið var til Reykjavíkur í gær. löndunarplássin handtök við að síðustu daga og binda sitt skip Ljósm. Ragnar Axelsson. Tómas Árnason, ritari Framsóknarflokksins: Tillögumar ófullnægjandi og leysa ekki vandamálið „TILLÖGUR Alþýðubandalags- ins eru ófullnægjandi og eru alls ekki til þess fallnar að leysa þann vanda, sem við er að glíma,“ sagði Tómas Árnason, alþingis- maður og ritari Framsóknar- flokksins í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sighvatur Björg- vinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins vildi ekkert tjá sig um tillögurnar. en kvað alþýðu- flokksmenn vinna að því að brjóta þær til mergjar. Geir Hallgrimsson fékk tillögurnar i gær og er Morgunblaðið ræddi við hann hafði honum ekki gefist tóm til þess að kanna þær. Því kvaðst hann ekki vilja tjá sig um þær. Tómas Árnason, kvað fram- sóknarmenn nú athuga tillögur Alþýðubandalagsins lið fyrir lið. „Við erum að reyna að gera okkur Innflutningur bjórs byggist ekki á lögum: Bjórkaup Davíðs knýja á um breytingu BJÓRKAUP Davíðs Sch. Thorsteinssonar í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem Mbl. skýrði frá s.l. mánudag, og neitun tollvarða. er hann tjáði þeim að hann ætlaði að taka bjórinn með sér inn í landið hefur vakið almenna athygli og umræðu. Mbl. ræddi í gær við nokkra aðila um iagahlið þessa máls og kom þar m.a. í ljós í viðræðum við lögfræðinga, að reglugerð sú, er heimilar áhöfn- um flugvéla og skipa að flytja inn í landið áfengan bjór, er án lagastoðar og ætti því að teljast ómerk. Fjármálaráðherra. Sig- hvatur Björgvinsson, sagði mál þetta i athugun í fjármálaráðu- neytinu, en taldi bjórkaup Davíðs knýja á um breytingar, þó ekki vildi hann tjá sig um á þessu stigi í hvaða átt þær breytingar yrðu. I áfengislögum er fortakslaust bann við að flytja til landsins - segir fjármálaráð- herra, en ekki er vitað í hvaða átt sú breyting verður áfengt öl og éngin heimild til reglugerðarbreytinga á þeim lagabókstaf. Umrædd reglugerð, sem heimilar farmönnum inn- flutning bjórs, er útgefin af fjármálaráðuneytinu 1965. Hún er byggð á tollskrárlögum, sem fjalla aðeins um undanþágur frá greiðslu tolla — þar er hvergi getið um leyfi til innflutnings áfengs öls. Davíð sagði í viðtali við Mbl. í gær, að þetta breytti í engu afstöðu sinni né áformum. Hann myndi halda sínu striki, hvort sem niðurstaðan leiddi til þess að allir fengju að flytja inn bjór eða enginn. Davíð sagðist nú bíða eftir stefnu frá dómsyfir- völdum og ef stefna hefði ekki borizt sér fyrir n.k. mánaðamót þá myndi hann leita réttar síns til endurheimtingar eigna sinna. Sjá nánar „Áhöfnum einnig óheimill innflutningur bjórs“ á bls. 3. grein fyrir, hvað í tillögunum er skynsamlegt og hvað ekki. Mér finnast þær alls ekki taka nægi- lega vel á þeim vanda, sem við er að glíma og tillögugerðin er í raun og veru með þeim hætti, að svo virðist sem menn líti svo á að ekki sé fyrir hendi sá vandi sem raunverulega er. Því eru þær ekki líklegar til þess að leysa vandann, sem við erum í, þ.e.a.s. verðbólg- una og koma á sæmilegu ástandi í efnahags- og atvinnumálum." Morgunblaðið spurði Tómas, hvort tillögurnar væru frábrugðn- ar þeim tillögum, sem áður hefðu komið frá Alþýðubandalaginu. Hann sagði: „Þetta er miklu meira mál allt saman, en þar er viss tilhneiging til þess að reyna að leysa viss vandamál með því að skapa önnur, þ.e.a.s. reynt er að leysa vandamál, er snúa að vinnu- markaðinum með því að skapa ríkisfjármálavanda. Þá vantar ýmislegt í tiilögurnar, t.d. kemur ekki fram nein launamálastefna, sem er auðvitað útilokað. Ríkis- stjórn, sem hefur störf nú, verður að hafa launamálastefnu, vegna þess að opinberir starfsmenn eru með lausa samninga og hún verð- ur að taka afstöðu til þeirra. Það er tilgangslaust fyrir ríkisstjórn að setja sér ákveðin stefnumið og hafa alla þá enda lausa. Hún verður að hafa skoðun á því, hvað efnahagslífið þolir.“ Forsetakosningarnar: „Þess vegna eru tillögurnar ófullnægjandi," sagði Tómas. Hann kvað úttekt Þjóðhagsstofn- unar á tillögunum enn ekki hafa borizt. Einnig hefði verið óskað eftir áliti verðlagsskrifstofunnar á niðurfærslu verðlags. Það væri heldur ekki komið. Eftir þessum álitsgerðum hefði verið óskað, því að framsóknarmenn efuðust um að þessar tillögur væru raunhæf- ar. Kvaðst Tómas vonast til þess að álitsgerðirnar yrðu tilbúnar fyrir viðræðufund vinstri flokk- anna, sem hefst í dag klukkan 14. Stórmeistarar vilja vera með í Rvíkurmótinu SKÁKSAMBANDI íslands hefur borizt skeyti frá þremur stórmeisturum, þar sem þeir láta í ljós ósk um að fá að vera með á Reykjavíkurskákmót- inu, sem hefst á Hótel Loft- leiðum 23. febrúar n.k. Stór- meistararnir eru Torre frá Filipseyjum, Keene frá Bret- landi og Byrne frá Bandaríkj- unum. Er beiðni þeirra til athugunar hjá stjórn Skák- sambandsins, að sögn Einars S. Einarssonar forseta þess. Sigurjón Pétursson styð- ur Guðlaug Þorvaldsson SIGURJÓN Pétursson forseti borgarstjórnar sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann væri stuðningsmaður Guðlaugs Þor- valdssonar í embætti forseta íslands. „Ég tók þessa ákvörðun, þegar ljóst var að Guðlaugur gæfi kost á sér,“ sagði Sigurjón í samtalinu við Mbl. „Ég tel hann falla lang- bezt inn í þá mynd, sem ég geri mér af þessu embætti."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.