Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL Umsjón: Sighvatur Blöndahl. ATHAFNALÍF Iðnadurinn 1979: Líkleg framleiðslu- aukning á 4. ársf j. NIÐURSTOÐUR Hagsveifluvog- ar iðnaðarins benda tii þess, að iðnaðarframleiðsla hafi aukist nokkuð á 3. ársfjórðungi 1979 borið saman við sama tíma árið áður. Ætla má að aukningin nemi ríflega 4%. Fyrirtæki með 44% vinnuafls- ins juku framleiðsiuna á þessu tímabili. en samdráttur varð hjá fyrirtækjum með 33% mannafl- ans. Samanburður á 3. ársfjórðungi og 2. ársfjórðungi 1979 leiðir í ljós, að fyrirtæki með 8,9% af mann- afla nettó, telja að um minni framleiðslu hafi verið að ræða. Má ætla að breytingin nemi 3,5%. Þess ber að geta, að verulegan hluta þessa samdráttar má rekja til sumarleyía á 3. ársfjórðungi. Horfur á fjórða ársfjórðungi benda til framleiðsluaukningar, þar sem fyrirtæki með um 41% mannaflans gera ráð fyrir aukn- ingu, en 27% gera ráð fyrir samdrætti. Sala á 3. ársfjórðungi virðist hafa aukist talsvert bæði ef miðað er við 3. ársfjórðung 1978 og 2. ársfjórðung 1979. Er það í sam- ræmi við söluhorfur síðustu Hag- sveifluvogar iðnaðarins fyrir árs- fjórðunginn. Söluhorfur á 4. árs- fjórðungi eru ekki eins bjartar, þar sem aðeins fyrirtæki með um 8,7% mannafla nettó gera ráð fyrir söluaukningu. Fyrirliggjandi pantanir voru færri í lok 3. ársfjórðungs en í lok 2. ársfjórð- ungs. Fjöldi starfsmanna hefur minnkað nokkuð á 3. ársfjórðungi og gert er ráð fyrir áframhaldandi þróun í þá átt á 4. ársfjórðungi. Venjulegur vinnutími virðist vera óbreyttur frá fyrra ársfjórðungi. Innheimta söluandvirðis virðist ganga heldur verr á 3. ársfjórð- ungi en á 2. ársfjórðungi 1979. Ljósmynd Mbl. Þriinn Þorvaldsson. Þessi mynd var tekin á kynningardegi Hildu h.f. í einni þeirra verzlana sem selja íslenzkan ullarfatnað fyrirtækisins. Prange, en það er Elín Óskarsdóttir starfsmaður Hildu h.f. sem gengur um í islenzka þjóðbúningnum. Mikil söluaukning hjá Hildu hf: „Við önnum engan veginn hinni miklu eftirspurn“ Efnahagslegar ógöngur í Danmörku ERIK Hoffmeyer, forstjóri danska seðlabankans, sagði á fundi með fréttamönnum í vik- unni, að ljóst væri að Danir stefndu nú i miklar ógöngur í efnahagsmálum. Þeir hefðu glat- að allri virðingu á alþjóðlegum vettvangi vegna mjög vaxandi óhagstæðs viðskiptajafnaðar og fallandi gengis dönsku krónunn- ar á gjaldeyrismörkuðum. Hoffmeyer sagði ennfremur, að Danir væru að glata sjálfstæði sínu í efnahagsmálum vegna mjög mikilla lána erlendis, það aftur neyddi bankayfirvöld til þess að halda vöxtum mjög háum, en vextir af langtímalánum væru nú 18%, sem væri alltof há prósenta. Hoffmeyer sagði ennfremur, að fyrir Dönum lægi að óska eftir aðstoð Efnahagsbandalags Evr- ópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til þess að komast út úr þessum ógöngum. „Það sem olli okkur hins vegar vandræðum var hin óheillavænlega þróun sem var á s.l. ári milli launa og efnis annars vegar og verðgildis dollarans hins vegar, bilið breikkaði stöðugt milli þessara þátta á s.l. ári. Varðandi hina miklu eftirspurn eftir íslenzkum ullarvörum væri gaman að segja sögu, sem gerðist í einni söluferða okkar um Bandaríkin í fyrra. Þá var ég að halda fyrirlest- ur um ágæti íslenzku ullarinnar í einni þeirra verzlana, sem selja vörur frá okkur. Skyndilega réttir gömul kona upp höndina og sagðist hafa yfir aðeins einu að kvarta varðandi fatnað úr íslenzkri ull: „Hún slitnar aldrei." Ég andaði auðvitað léttar því ég hélt að konan ætlaði á einu augnabliki að eyði- leggja allt sem ég hafði verið að segja á undan,“ sagði Þráinn enn- fremur. — í hverju telur þú ykkar styrk- leika aðallega fólginn? „Hann er ótvírætt fólginn í því, að við í fyrsta lagi erum með heila línu af fatnaði á boðstólum, en ekki eitt og eitt stykki eins og flestir aðrir „SALAN og eftirspurn- in á s.I. ári eftir íslenzk- um ullarfatnaði var mjög góð og við önnuðum eng- an veginn eftirspurn- inni,“ sagði Þráinn Þor- valdsson framkvæmda- stjóri Hildu h.f. er Morg- unblaðið ræddi við hann og Tómas Holton for- stjóra fyrirtækisins um stöðuna í ullariðnaðinum hvað þeim viðvíkur. lands og gera samninga og skoða landið í leiðinni í stað þess að við förum út til þeirra. Þetta hefur auðvitað óhemjumikið að segja fyrir alla sölu,“ sagði Þráinn. — Hvernig er þá framleiðslunni háttað og hversu margir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu? „Hjá fyrirtækinu starfa nú um 60 manns, þar af um 15 á saumastofu sem við eigum sjálfir. Um fram- leiðsluna sjálfa er það að segja að vörurnar eru framleiddar í 18 verk- smiðjum víðs vegar um landið. Við ýmist kaupum vöruna af þeim, eða seljum hana í umboðssölu, auk þess „Almenn kynning á starf- inu og stöðu verzlunarinn- ar verða fyrstu verkefnin“ Ljósmynd Mbl. Kristján. Forráðamenn Hildu h.f., f.v. Þráinn Þorvaldsson, Hanna Holton og Tómas Holton. SAMTÖK verzlunarinnar, Verzl- un & viðskipti, hófu starfsemi sína formlega um s.l. áramót, en unnið var að ýmiss konar undir- búningi á seinni hluta síðasta árs og var Pétur Sveinbjarnarson ráðinn framkvæmdastjóri, en auk hans er svo starfandi skrif- stofustúlka. Pétur var inntur eftir því hvað væri helzt á döfinni um þessar mundir og sagði hann, að verið væri að leggja lokahönd á mikið plagg, yfirlit yfir verzlun og við- skipti í landinu, með miklu af tölulegum upplýsingum. „Við förum í gang með almenna kynningu á starfinu og stöðu verzlunarinnar innan skamms og í seinni hluta febrúarmánaðar för- um við af stað með námskeið og kynningarstarf á innflutnings- verzlun og mun það verða um mánaðarprógram," sagði Pétur ennfremur. Segir Pétur Svein- bjarnarson fram- kvæmdastjóri sam- taka verzlunarinnar, Verzlunar og við- skipta, en þau hafa nýverið tekið form- lega til starfa Aðspurður um hvernig þetta kynningarstarf færi fram sagði Pétur, að það færi m.a. fram með fundum með fréttamönnum, með því að dreifa upplýsingum og gögnum og greinarskrifum og öðru slíku. Þá var Pétur inntur eftir því hvort einhver starfsemi inn á við væri fyrirhuguð. „Jú, það er einmitt eitt af aðalhlutverkum okkar að halda uppi upplýsingastarfsemi inn á við. Fyrsta verkefnið að því tagi verður námskeið í fjölmiðlun, sér- staklega í sambandi við sjónvarp, og mun það verða á dagskrá seinna í vetur,“ sagði Pétur að síðustu. Pétur Sveinbjarnarson. ullarframleiðendur erlendir. Vegna þessa höfum við getað fengið kaup- endur okkar til þess að vera með sérstakar deildir eingöngu undir íslenzkan ullarfatnað, sem er auðvit- að gífurlegur munur. Annað er það, að við leggjum mjög mikið upp úr svokallaðri „eftirsölu". Við teljum leiknum alls ekki lokið þegar gengið hefur verið frá viðkom- andi pöntun. Við leggjum mikla áherzlu á að komast í beint samband við kaupendur og förum í þeim tilgangi mjög iðulega í þessar verzl- anir og kynnum annars vegar sjálfu verzlunarfólkinu það sem við höfum upp á að bjóða, þ.e. ágæti íslenzku ullarinnar fram yfir aðra ull. Við sýnum þessu fólki myndir frá fram- leiðslunni í þessum litlu verksmiðj- um og sköpum ákveðna rómantík í kring um þetta. Þá erum við gjarnan með kynningar fyrir almenna við- skiptavini þessara verzlana. Þá höf- um við komið fram í sjónvarpi, t.d. í Kanada, til þess að kynna íslenzku ullina og ræða um ísland almennt. Þá fer það stöðugt í vöxt að kaupendur okkar koma hingað til sem við framleiðum auðvitað nokkuð af fatnaði á okkar eigin saumastofu. Þá vil ég gjarnan leiðrétta þann mjög svo útbreidda misskilning, að við séum baki brotnu að selja lopapeysur alla daga. Lopapeysur eru mjög lítill hluti af okkar sölu. Mest seljum við af ullarjökkum ýmiss konar og ullarkápum fyrir konur, auk þess sem við seljum alls konar peysur, þó ekki hinar eigin- legu lopapeysur. Þá er það stað- reynd, að fólk kaupir þessa vöru vegna hagnýts gildis hennar, en ekki af því að hún sé tízkufyrirbrigði," sagði Þráinn. Að síðustu var Þráinn spurður um söluhorfur og hver söluaukning hefði verið á s.l. ári. „Heildarveltan á s.l. ári var um 1,7 milljarðar króna og jókst salan um 40% í dollurum, en um 75% í íslenzkum krónum. Varðandi sölu- möguleika, tel ég þá vera mjög góða og mikla möguleika á allverulegri aukningu. En það krefst auðvitað mikillar vinnu, sem við höfum fullan hug á að leggja fram,“ sagði Þráinn að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.