Morgunblaðið - 19.01.1980, Page 16

Morgunblaðið - 19.01.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 19. JANÚAR 1980 Læknir, bankastjóri og hreppstjóri í Hveragerði Guðrún Jónasdóttir og Tryggvi Pétursson bankastjóri „Aldrei haft tíma til að láta mér leiðast“ TRYGGVI Pétursson banka- stjóri kom til Hveragerðis árið 1967 ásamt konu sinni, Guð- rúnu Jónasdóttur og dætrum þeirra. Þá var opnað útibú frá Búnaðarbanka íslands á staðn- um og Tryggvi tók við stjórn- artaumunum, gamalreyndur bankamaður og ekki óvanur að vera við stýri þvf hann var á sínum tíma skipverji á elzta Þór, fyrsta varðskipi íslend- inga. Tryggvi kom til Hvera- gerðis frá aðalbankanum i Reykjavík þar sem hann hafði starfað frá 1934, deildarstjóri i vixladeild seinni árin. Tryggvi hefur borið nafnið bankastjóri með fullri reisn. Hann hefur sinnt óteljandi framkvæmda- málum, virt frumkvæðið en miðað við arðsemi. Hans vaka hefur verið yfir bankanum og viðskiptavinum hans og árang- urinn af lagni hans og elju er margþættur i uppbyggingu landsins. Þegar Tryggvi hóf bankastjórastorf i Hveragerði var um að ræða 5 millj. kr. í sparisjóði og 3 milljónir á hlaupareikningi, en s.l. sumar voru innstæður í bankanum upp á 2500 milljónir króna og í sumar fluttist bankinn úr gamla húsinu f tveggja hæða byggingu. Tryggvi er þekktur fyrir snör tilsvör, en hann er líka jafnþekktur fyrir góð ráð. Kunn er sagan af þvi þegar hann ásamt konu sinni var eitt sinn á skemmtiferðaiagi við Miðjarðarhaf. í þorpi nokkru voru tveir heimamenn með sinn asnann hvor og buðu þeir ferðamönnum að ríða á um bæinn. Tryggvi veitti því strax athygli að annar asnaeigandinn kallaði dýrið Soffíu Loren og hafði hann nóg að flytja, en hinn hafði hægt um sig og fékk lítil viðskipti. Þá gaukaði Tryggvi því að þeim hlédræga að hann skyldi með snerpu kynna sinn asna undir nafninu Birgitta Bardot, og viti menn, nafn hinnar frönsku gyðju brást ekki og jafnaðist nú leikurinn. Ég hafði heyrt að Tryggvi hefði á sínum tíma mótað af- urðalánadeildina í Búnaðar- bankanum og spurði hann um aðdragandann. „Það bar að með mjög skjótum hætti,“ svaraði hann. „Hilmar bankastjóri bað mig að finna sig inn á skrifstofu til sín í bankan- um og þar var þá fyrir Pétur Ottesen og ólgaði af bræði. Hilmar spurði að bragði hvort ég gæti sett upp afurðalánadeild og Pétur skaut inn í „Já, strax í dag, elsku Tryggvi minn“. Pétur var víst að koma beint úr Landsbankanum þar sem hann hafði fengið neitun og þótt það ætti að draga þá neitun til baka síðar gaf Pétur sig ekki og skipti við Búnaðarbankann, því deildin komst á legg.“ „Bankinn í Hveragerði," sagði Tryggvi, „hefur aldrei þurft að vera upp á aðra kominn, heldur alltaf verið sjálfum sér nógur. Staðsetning bankans olli nokkr- um vanda í fyrstu, því neitað var um aðstöðu á Selfossi og bændur kvörtuðu yfir því að bankinn væri út úr. En til þess að mæta þessu, því eins og segir á skal að ósi stemma, þá fengum við leyfi Seðlabankans til þess að opna útibú á Flúðum og síðar meir á Laugarvatni þar sem nú er bankahús í samvinnu við hrepp- inn. Á s.l. ári opnuðum við loks afgreiðslu á Selfossi, en úr þeirri ófullkomnu aðstöðu verður bætt á næsta ári.“ Ég spurði Tryggva hvað hon- um þætti skemmtilegast fyrir sig þegar hann liti til baka? „Fyrir utan framkvæmdir bænda, þá þykir mér ákaflega vænt um að hafa getað stutt vatnsöflunarframkvæmdir. Nú hafa allar niðursveitir Árnes- sýslu úrvals drykkjarvatn, en áður voru það margir sem höfðu ekki drekkandi vatn. Þá er skemmtilegt að hafa fengið tækifæri tii þess að styðja ýmis framfaramál, uppbyggingu læknamiðstöðvarinnar í Laugar- ási, félagoheimili, íþróttahús, sundlaugarbyggingar og geysi- legar framkvæmdir bæði bygg- ingarlega og ræktunarlega á þessum áratug, en þannig mætti halda áfram. Samvinna við hér- aðsbúa hefur að minni hyggju verið snuðrulaus, enda er ég frændmargur hér í sýslu. Þegar ég fer héðan þá er það í þeirri fullvissu að sú rótgróna menning sem hér hefur ríkt frá upphafi megi halda áfram að vaxa og blómgast." Tryggvi hefur að auki gegnt ýmsum félagslegum störfum. Hann var formaður skólanefnd- ar fyrstu ár sín í Hveragerði og var m.a. forgöngumaður um að skipta barna- og gagnfræðaskól- anum. Hann var í byggingar- nefnd íþróttahússins þar til búið var að ákveða teikningu og stað, en gekk að sjálfsögðu úr nefnd- inni þegar kom að því að útvega fjármagnið. Þá þótti honum hag- stæðara að vera utan nefndar til þess að rugla ekki saman mál- um. Um árabil var Tryggvi einnig safnaðarfulltrúi eða þar til hann fékk hjartaáfall og læknir hans tók af honum öll aukastörfin. „Ég hef verið það önnum kafinn," sagði Tryggvi, „að ég hef aldrei haft tíma til þess að láta mér leiðast. Hér er elskulegt fólk og umgengnisgott. J gegn um starf mitt hef ég haft mest kynni af garðyrkjubændum, iðn- aðarmönnum og ráðamönnum elliheimilisins Ass og Náttúru- lækningafélags Islands og ég tel að þessar stofnanir ásamt Garð- yrkjuskóla ríkisins, vera höfuð- prýði Hveragerðis og hvera- svæðið hér þá perlu sem ég tel að ætti að vera í alþjóðareign og í umsjá ríkisins." ÞAÐ MÁ, með sanni segja að Magnús Ágústsson læknir hafi i 50 ár, hálfa öld, verið á vakt hvern dag í tuttugu og fjórar klukkustundir. í 30 ár hefur hann verið eini læknirinn með þrjá. hreppa i Árnessýslu, en áður hafði hann verið 19 ár með níu hreppa á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði. I milli- tíðinni staldraði hann við i Reykjavík, en á þessum langa ferli í héruðum hefur hann ávallt verið einn. Einn er þó ekki hægt að segja með sanni, því kona hans Magn- ea Jóhannesdóttir leikari hefur verið hans aðstoðarlæknir og apótekari. Þau hjón komu til Hveragerð- is 14. janúar 1950 í 16 stiga frosti. Þau voru búin að festa sér hús fyrir fjölskylduna, en börnin voru þrjú og þótti gott að koma í nægan hita þennan kalda janúardag. Það tók eng- inn á móti þeim, en þau nutu hlýjunnar í húsinu. „Eftir 19 ár á Kleppjárns- reykjum," sagði Magnús, „milli- lenti ég í Reykjavík, en mig langaði alltaf í hérað aftur og ekki sízt austur fyrir Fjall, því ég er ættaður úr Árnessýslu. Þegar mér bauðst síðan svæðið hér þá tók ég því og nú viljum við ekki annars staðar vera þótt konu minni hafi leiðst í fyrstu. Þegar ég var nýkominn hingað var ég beðinn um að gegna Selfossi að miklu leyti, svo að þetta var erfítt fyrstu tvo veturna, því það var svo snjó- þungt. Það eina sem dugði milli Hveragerðis og Selfoss, og reyndar austur allan Flóa, voru vörubílar. Þá kom það sér vel að konan mín var orðin vön að vinna með mér og hún var eiginlega minn apótekari og aðstoðarlæknir. „Mér er alveg sama þótt ég tali við þig,“ sagði fólk gjarnan við hana ef ég var að sinna vitjunum. Annars eru það þrír hreppar sem hafa verið mitt umdæmi, Hveragerðishreppur, Ölfus- hreppur og Selfosshreppur vest- an Ólfusár. Þetta var þó allt annað við að eiga heldur en í Borgarfirðinum á fyrstu árun- um þar þegar allt varð að fara á hestum. Nú eru tveir fastir læknar hér í Hveragerði, svo að þetta hefur breytzt eins og margt annað." Eg spurði Magnús um sjúk- dómana sem hann hefði glímt við og hvort um breytingar á sjúkdómum hefði verið að ræða? „Ég get ekki sagt að breyt- ingar hafi orðið á sjúkdómum, miklu fremur að framfarirnar í lyfjum hafi verið mjög miklar síðan þessi dásamlegu fúkkalyf komu til sögunnar. Tómstundir? Ég hef haft mjög mikið yndi af tónlist, bæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.