Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 \A0%GÚhi k’Arr/NU GRANI GÖSLARI Ég ákvaö að hjálpa ræstingakonunni! Tjáningarþörf mín er með ólikindum! Að hætta að vinna 71 árs BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Langlitur suðurs og fyrsta sögn hans leiddu til ágætrar lokasagn- ar, sem þó var alls ekki sama hvernig var meðhöndluð. Sam- kvæmt líkindareikningnum var nefnilega mun líklegara að tígull- inn skiptist í 4—2 en að laufin skiptust 3—3 þó svo, að það atriði hefði ekki endilega þurft að ráða úrslitum. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. ÁKD H. KG T. ÁK762 L. K54 Vestur Austur S. G102 S. - H. 1083 H. ÁD976542 T. DG T. 10982 L. D10872 L. G Suður S. 9876543 H. - T. 54 L. Á962 Reyndar hafði austur hugsað sér að segja með sín átta spil í hjartanu en áður hafði suður opnað á þrem spöðum og norður hækkað í sex spaða svo að austur sagði bara pass þegar loks kom að honum. Útspil tíguldrottning og nú ætt- ir þú að reyna þig, lesandi góður. Sagnhafi tók útspilið með kóngnum og síðan spaðaás. hefðu trompin skipst 2—1 þá hefði verið vandalaust að trompa fjórða laufspilð í blindum og fá með því tólfta saginn. En þrátt fyrir trompskiptinguna var ekki öll nótt úti og suður reyndi tígulinn. Ef hann skiptist 3—3 mátti parkera tveim laufspilum í fríspilaða tígla og aftur yrðu slagirnir tólf. En þetta tókst ekki, vestur fékk tvo slagi á lauf, einn niður. Samkvæmt því, sem sagt var ú upphafi var best að reyna tíglana strax. En hvernig? Jú, gefa tíguldrottninguna. Sama væri hvað vestur reyndi, sagnhafi tæki trompin þrisvar, síðan tígulás og kóng og léti lauf af hendi, tromp- aði fjórða tígulinn heima og lauf- kóngurinn yrði innkoma á blindan til að taka tólfta slaginn á síðasta tígul blinds. Að vísu leynist fleira í þessu spili en ég tíunda það ekki frekar, læt heldur áhugasama lesendur um það. COSPER PIB IMRACIN COSPER 8214 „Mig langar til að vekja athygli á grein, sem Birgir ísl. Gunnars- son skrifaði í Morgunblaðið 10. jan. sl.: „Vinstri menn sjá ekki skóginn fyrir trjám." Þar var rætt um aldurshámark starfsmanna borgarinnar og talað um há- marksaldur 71 árs. Egill Skúli Ingibergsson upplýsir að borgin sé í vandræðum vegna þess, að það væru komin upp býsna mörg tilfelli í sambandi við starfsaldur starfsmanna og búið væri að undirbúa að skörð þeirra, sem ættu að hætta vegna aldurs, yrðu fyllt og væru því nokkrar stöður tvímannaðar. Margt fleira kemur fram í greininni sem vert er að íhuga. En það sem kom mér til að taka penna í hönd voru ummæli borg- arstjóra. Sú spurning vaknaði hvað þá á að manna þessar stöður þar sem menn voru fyrir og gátu sinnt þeim? Hverjum lá á að skipa í þessar stöður ? Ætlar þessi meirihluti, sem nú ríkir, að hafa það að markmiði að vísa fólki úr starfi, þó það nái einhverju aldurshámarki, en hef- ur bæði getu, heilsu og starfslöng- un og er jafnvel búið að vinna sín störf í áratugi? Ég held að þeir ættu heldur að hafa forgöngu um að nýta þessa krafta sem lengst, en ekki henda þeim út í kuldann. Ég veit um nokkur einkafyrirtæki, sem hafa haft sama fólkið í vinnu í tugi ára og forstjórar þeirra hafa séð sóma sinn í að veita þessu fólki vinnu eftir starfsgetu þess, þó það hafi verið komið á eftirlaunaaldur. Hafi þeir þökk fyrir þá viðleitni. Þá segir Birgir, að það versta sem gömlu fólki sé gert sé að svipta það vinnu sinni, það er alveg rétt. Ég veit mörg dæmi þess, þessu fólki finnst það vera til einskis nýtt og það sé bara fyrir þegar það fær ekki að vera á vinnumarkaðinum lengur, þótt það hafi bæði heilsu og getu til þess. Guðrún Helgadóttir lýsir því að sér væri lífsins ómögulegt að skilja hvernig borgarstjórinn ætti að fara að því að vinsa úr þá starfsmenn sem ættu að halda áfram störfum. Þá er því til að svara að á öllum vinnustöðum eru trúnaðarlæknar, sem geta metið hvort viðkomandi starfsmaður geti unnið fullt starf, hlutastarf eða sé óvinnufær. Það er miklu skemmtilegra að vera hér! Maigret og vínkaupmaðurinn 23 ferðast mikið milli Parísar og Roen. Marie France er seinni kona hans og fimmtán árum yngri en hann. — Er hann afbrýðissamur? — Það hcld ég. En hún er honum langtum snjallari. Þau eiga hús í Maisons-Lafitte og þar er mjög gestkvæmt um hverja helgi. — Ilafið þér verið i boði þar? — Einu sinni. Því að sjálf höfum við oft boð inni um helgar i húsinu okkar í Sully sur Loire. Á sumrin förum við til Cannes og þar eigum við tvær efstu hæðir i nýju húsi rétt við ströndina. — Pierre Merlot, las hann. — Hann fæst við viðskipti. Lucille kona hans er lítil og Ijóshærð með uppbrett nef. Meira að segja núna þegar hún er komin á fimmtugsaldur hegðar hún sér iðulega eins og táningur. Það hefur sjálfsagt verið sniðugt i augum Oscars. — Vissi maður hennar um þetta? — örugglega ekki. Hann er sjúkur briddsspilari og þegar við höfðum veizlur voru alltaf nokkrir sem sátu niðursokknir í spil. — Og maðurinn yðar? Spilar hann? — Ekki þess konar spil. Það vottaði fyrir brosi á vörum hennar. — Jean Luc Caucasson. — Hann gefur út lista- verkabækur. Hann giftist ungri hvatvísri stúlku sem er fyrir- sæta og mjög kostuleg mann- eskja. — Poupard lögmaður. Hann var einn þekktasti lög- maður landsins og iðulega mátti lesa um hann í blöðunum. Kona hans var bandarfsk og hafði verið sterkrik þegar hún giftist honum. — Veit hann ekkert? — Hann er oft með mál úti á landi. Þau eiga yndislega ibúð i Ile Saint Louis. — Xavier Thorel. Er það ráðherrann? — Já, hann er viðkunnan- legur maður og góður vinur. — Þér segið það eins og hann sé sérstakur vinur yðar? — Mér fellur afar vel við hann. Rita kona hans er aftur á móti þjökuð af karlmannaþörf sýknt og heilagt. — Veit hann það? — Hann sættir sig við það. Eða réttara sagt: hann geldur henni í sömu mynt. Fleiri nöfn, arkitekt, Jæknir, bankastjóri, tízkufrömuður. — Það er ekki vafi á þvf að listinn gæti verið enn lengri því vð við þekkjum fjölda manns, en ég hef aðeins skrifað nöfnin á þeim sem ég er svona nokk- urn veginn viss um. Allt í einu spurði hún — Hafið þér talað við föður hans? - Já. — Hvað sagði hann? — Ég fékk á tilfinninguna, að sambandið milli hans og sonar hans heíði verið heldur þurrlegt. Eftir Georges Slmenon Jóhanna Krist|ónsdóttir sneri á íslensku — Já, en þó byrjaði það ekki að kólna fyrr en Oscar komst í álnir. Hann vildi endilega að faðir hans hætti við krána og bauðst til að kaupa Ijómandi ibúð handa honum, skammt frá þeim stað sem hann bjó á yngri árum. Þeir misskildu einhvern veginn hvor annan. Gamii Des- ier hélt að Oscar væri að reyna að losa sig við hann. — Og hvað með föður yðar? — Hann rekur enn bókabúð- ina. Mamma býr uppi og hún fer varla út fyrir hússins dyr, hún er orðin svo léleg í fótunum og svo er hún veil fyrir hjarta. Stúlkan barði að dyrum og sté inn. — Maðurinn frá kirkjugörð- unum er kominn. — Segið honum ég komi að vörmu spori. Hún sneri sér að iögreglu- mönnunum tveimur og sagði afsakandi: — Ég verð að biðja ykkur að hafa mig afsakaða. Það verður víst i ýmsu að snúast næstu daga. En ef eitthvað kemur upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.