Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Útvarp í dag klukkan 15.00: Svavar Gests og Jón Sigurðsson í Dægurlandi Svavar Gests er með þátt sinn í dægurlandi í útvarpi síðdegis í dag eins og undanfarna laugardaga. Svavar sagðist í þess- um þætti ætla að taka fyrir Jón Sigurðsson, Svavar Gests, sem i dag er með þátt sinn i útvarpi, „I dægur- landi.“ sem í ein 25 eða 30 ár hefði starfað í Búnað- arbankanum, en fengist þess á milli við að semja texta við innlend og erlend dægurlög, auk þess sem hann hefði samið nokkur lög. Sagði Svavar texta Jóns, þá sem komið hafa út á hljómplötum, nú vera orðna alls eitt hundrað talsins. „í þættinum mun ég spjalla við Jón að öllum líkindum," sagði Svav- ar, „Og einnig mun ég ræða um hann og texta- gerð hans, og leika lög við texta eftir hann.“ Jón starfar sem fyrr segir í Búnaðarbankan- um, en leikur einnig á harmonikku í danstríói, nú um þessar mundir á hótel Borg. Sjónvarpsþáttur í kvöld: Vegir ligrgrja til allra átta Vegir liggja til allra átta nefnist nýr skemmtiþátt- ur með blönduðu efni sem hefur göngu sína í sjónvarpi í kvöld. Umsjónarmaður þáttarins er Hildur Einarsdóttir, sem áður var ritstjóri tísku- blaðsins Lífs, en stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. Þáttur Hildar er á dagskrá klukkan 20.55. Úr kvikmyndinni Námar Salómons konungs, sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld klukkan 21.50. IIIIWÍI^* Laugardagskvikmynd sjónvarpsins: Námur Salómons konungs Laugardagskvikmynd sjónvarpsins að þessu sinni er byggð á hinni heimskunnu sögu H. Rid- er Haggards, Námar Saló- mons konungs (King Solo- mon’s Mines), sem flest- um íslendingum mun vera vel kunn, enda hefur bók- in oftar en einu sinni komið út í íslenskri þýð- ingu og flestir unglingar hafa lesið hana. Þýðandi myndarinnar er Kristmann Eiðsson. Með aðalhlutverkin fara þau Deborah Kerr, Stew- art Granger og Richard Carlson. Sagan segir frá því er Alan Quatermain ræðst sem leiðsögumaður hjá frú Elísabet Curtis og bróðir hennar, er þau halda inn í myrkviði Afr- íku til að leita að eigin- manni Elísabetar. Þau fara inn á svæði, sem enginn hvítur maður hefur áður stigið fæti sínum á og lenda þar í alls kyns ævintýrum. Frum- byggjarnir á þessum slóð- um eru ýmist vinsamlegir eða óvinveittir, og taka leiðangursmenn þá ýms- um tökum í krafti þekk- ingar sinnar, svo sem með skotvopnum og vitneskju um sólmyrkva. Hámarki nær sagan síðan er hópurinn finnur gífurlegar námur fullar af gulli og gersemum, sem taldar eru vera hinar týndu hirslur Salómons konungs Gyðinga, sem sagan sagði að átt hefði vingott við drottninguna af Saba, en nútíðarmenn telja Saba hafa verið ein- hvers staðar í mið- eða austur-Afríku. Myndin er síðust á dagskrá sjónvarps í kvöld og hefst hún klukkan 21.50. Útvarp Reykjavlk LAUGARDAGUR 19. janúar MORGUNNINN 7.00 Veðuríregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi 7.20 Bæn 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.50 Leikfimi 9.30 óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 11.20 Börn hér og börn þar. Málfríður Gunnarsdóttir stjórnar barnatíma. Lesari: SvanhiJdur Kaaber. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍDDEGID_____________________ 12.20 Fréttir. 1145 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- 13.30 í vikulokin. Umsjónarmenn: Guðjón Friðriksson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þórunn Gestsdóttir. 15.00 I dægurlandi. Svavar Gests velur islenzka dægurtónlist til flutnings og spjallar um hana. 15.40 íslenzkt mál. Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Heilabrot. Þriðji þáttur: Hvað eru pen- ingar? Umsjónarmaður: Jak- ob S. Jónsson. 16.50 Barnalög sungin og leik- in. 17.00 Tónlistarrabb; — IX Atli Heimir Sveinsson f jallar um menúetta. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. LAUGARDAGUR 19: janúar 16.30 íþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 18.30 Viliiblóm. Tólfti og næstsíðasti þátt- ur. Efni ellefta þáttar: Páli og Brúnó koma til Alsír sem ólöglegir farþegar með flutningaskipi. I Tiraza frétta þeir að móðir Páis sé farin þaðan og vinni á hóteli i Suður-Aisír. Hins vegar búi bróðir hans þar enn, sé kvæntur vellauð- ugri konu og hættur að kenna. Þeir fara til bróður- ins en hann vill ckkert af Páli vita og rekur þá fé- laga á dyr. Þýðandi Soffía Kjaran. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25Augiýsingar og dagskrá 20.30 Spítalalíf. Bandariskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Eliert Siguirbjörnsson. 20.55 „Vegir iiggja til allra átta“. Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður Hildur Einarsdóttir. Stjórn upp- töku Tage Ammendrup. 21.35 Dansimi dunar í Rió. Brasilisk hcimildamynd um kjötkveðjuhátiðina í Ríó de Janeiro, sem er viðkunn af sefjandi söng, dansi og öðrum iystisemd- um. Þýðandi ólafur Ein- arsson. Þuiur Friðbjörn Gunnlaugsson. 21.50 Námar Salomons kon- ungs. (King Solomon’s Mines) Bandarísk biómynd frá ár- inu 1950, byggð á sögu eftir II. Rider Haggard. Aðalhlutverk Deborah Kerr, Stewart Granger og Richard Carlson. Alan Quatermain ræðst leiðsögu- maður Elisabctar Curtis og bróður hennar. er þau halda inn í myrkviði Afr- íku að Ieita að ciginmanni Elisabetar. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.30 Dagskrárlok 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 .„Babbitt", saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Einarsson islenzk- aði. Gísli Rúnar Jónsson leikari les (8). 20.00 Harmonikuþáttur. Bjarni Marteinsson, Högni Jónsson og Sigurður Alfons- son kynna. 20.30 Hijóðheimur. Þátturinn fjallar um heyrn og hljóð. Rætt við Einar Sindrason heyrnarfræðing og Jón Þór Hannesson hljóð- meistara. Umsjón: Birna G. Bjarnieifsdóttir. 21.15 Á hljómþingi. Jón Örn Marinósson velur sígilda tónlist og spjallar um verkin og höfunda þeirra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Hægt and- lát“ eftir Simone de Beau- voir. Bryndís Schram les þýðingu sína (4). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskr^rlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.