Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 Bolungarvík: Jón Friðgeir Ein- arsson skatthæstur Bolungarvík, 8. júlí. JON Friðgeir Einarsson, bygginga- mcistari, sem er skattakóngur Vest- rjaröa 1981, er eins og venjulega skatthaesti einstaklingur í Bolungar- vík. Jón Friðgeir var með 287 þúsund samtals í opinber gjöld. Bræður hans eru í naéstu sætum. Guðfinnur Einarsson, forstjóri, annar með 157 þúsund og Jónatan Einarsson, forstjóri, þriðji með 123 þús. Fjórði hæsti var Flosi Jakobs- son, stýrimaður á Guðbjarti, með 122 þús, fimmti var Vilhe.m Agn- arsson, skipstjóri á Dagrunu, með 117 þúsund, sjötti Guðmundur Ein- arsson, yfirverkstjóri, með 115 þús- und og sjötti í röðinni var Kristján Eiríksson, stýrimaður á Dagrúnu, með 106 þúsund. íshúsfélag Bolungarvíkur hf. er skatthæsta félagið með 1.455 þús- und í opinber gjöld 1981, annað hæsta félagið var Einar Guðfinns- son hf. með 1.161 þúsund, þriðja var Baldur hf., útgerðarfyrirtæki, með 282 þúsund og fjórða félagið í röðinni var Mjölnir hf., vélsmiðja, með 149 þúsund. Gunnar Hólmavík: Læknarnir skatt- hæstu einstaklingar llólmavík, 7. júlí. Skattskrá 1981, vegna tekna og eigna 1980, liggur nú frammi. Á Hólmavík eru skatthæstu ein- staklingar þessir: 1. Geir Guðjónsson, læknir, 72 þús- und. 2. Aðalbjörn Þorsteinsson, læknir, 69 þúsund. 3. Halldór Hjálmarsson, rafvirki, 67 þúsund. 4. Þórarinn Reykdal, rafveitustjóri, 57 þúsund. 5. Andrés Ólafsson, sóknarprestur, 57 þúsund. 6. Karl Loftsson, oddviti, 49 þús- und. Kaupfélag Steingrímsfjarðar greiðir langmest eða kr. 90 milljón- ir rúmar, árið 1980. Andrés Patreksfjörður: Skatthæstu félög Patroksfirói, 8. júlí. Jón Sigurðsson, verkstjóri, er skatthæsti einstaklingur á Patreks- fírði, samkvarnt skattskránni 1981, sem nú liggur frammi. Listinn yfir fimm skatthæstu einstaklingana lítur þannig út: 1. Jón Sigurðsson, verkstjóri, 137 þúsund. 2. Hallgrímur Magnússon, héraðs- læknir, 100 þúsund. 3. Svavar Júlíusson, kaupfélags- stjóri, 98 þúsund. 4. Helgi Jónatansson, forstjóri, 89 þúsund. 5. Jóhannes Árnason, sýslumaður, 87 þúsund. Skatthæstu félögin eru: 1. Hraðfrystihúsið Skjöldur hf., 701 þúsund. 2. Oddi hf., fiskverkunarstöð, 583 þúsund. 3. Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf., 340 þúsund. Páll Flateyri: Flateyri, H. júti. SKATTHÆSTU einstaklingar á Flat- eyri 1981, samkvæmt skattskránni sem liggur nú frammi, eru eftirtaldir: 1. Grétar Kristjánsson, skipstjóri á Gylli, 137 þúsund. 2. Páll Halldórsson, stýrimaður á Gylli, 118 þúsund. 3. Jón Gunnar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, 104 þúsund. 4. Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, 94 þúsund. 5. Gísli Valtýsson, vélstjóri á Gylli, 86 þúsund. Skatthæstu félögin á árinu 1981 eru: 1. Útgerðarfélag Flateyrar hf., 210 þúsund. 2. Hendrik Tausen hf., 188 þúsund. 3. Kaupfélag önfirðinga, 174 þús- und. Gunnhildur Humarvertíð frá Hornafirði: Glæðist afli eftir stærsta straum? Höfn í llornafirói, 5. júlí. HUMARAFLI á þessari vertíð var um mánaöamót orðinn liölega 244 tonn. Á vertíðinni stunda 22 bátar veiðar, en 15 bátar voru í fyrra. Aflinn á sama tíma í fyrra var 175,7 tonn. Meðalafli á bát er nú 11,1 tonn, samanborið við 11,7 tonn í fyrra, Meðalafli á bát er því um 600 kg lakari í ár. Framan af verfiðinni var held- ur leiðinlegt veður til sjósóknar, en er leið á vertíðina aflaðist mjög vel, raunar hefur aldrei aflast svo vel. Sú góða veiði hélst frameftir, en fyrir um hálfum mánuði datt botninn algjörlega úr veiðunum og kenna menn um miklum straumi, en stærsti straumur er 7. þessa mánaðar og vonast sjómenn að afli glæðist eftir það. Aflahæstu bátarnir eru Æskan, SF 140, með rúm 17 tonn, og Haukafellið SF 111 með tæp 16 tonn. Humarinn hefur flokkast í mati 55—65% í stórt. í humarvinnslu fiskiðjunnar Kask vinna á milli 80 og 100 manns og eru afköst vinnslunnar um 30 tunnur á dag ef unnið er í „lobst- er“ en um 100 tunnur á dag ef unnið er í „skampi". 100 kíló eru í hverri tunnu. Einar. Göng um Ólafs- fjarðarmúla: Rannsókna- borunum að ljúka Yfirmennirnir á tog- aranum skatthæstir TAISVERD umræða hefur verið um „Ovegina" svokölluðu í framhaldi af slyg- inu, sem varð í Óshlíðinni nú fyrir stuttu. En hinir „Óvegirnir" eru vegurinn fyrir Olafsvíkurenni og vegurinn fyrir Ólafs- fjarðarmúla. Fjárveiting er til byrjunar- framkvæmda við Olafsvíkurenni og Oshlíðina, en fjárveiting til Ólafsfjarð- armúla er eingöngu ætluð til rannsókna. Nú undanfarið hefur verið bor frá Orku- stofnun við að taka sýni í Ólafsfjarðar- múla til jarðfræðirannsókna á bergi. Helgi ilallgrímsson hjá Vegagerðinni var inntur eftir því, hvað þeim rannsóknum liði. Ekki enn ijóst, hvar göngin koma Helgi sagði, að ekki væri mikið unnt að segja um það á þessu stigi málsins. Verið væri að kanna jarðveg, og í þess- um mánuði verður borunum lokið í Múlanum. Þessar boranir og rannsókn- ir á þeim sýnum, sem tekin hafa verið, yrðu grundvöllur um ákvarðanatöku, Skattskrá Suðurlands 1981 lögð fram: Siguröur Guðmundsson á Selfossi skattakóngur Sigurður Guðmundsson, eininga- húsaframleiðandi á Selfossi, er skatt- akóngur Suðurlands, samkvæmt skattskrá Suðurlandsumdæmis 1981, sem nýlega var lögð fram. Skattskráin sýnir skatta sem lagðir voru á 1981 vegna eigna og tekna á árinu 1980. Listinn yfir tíu skatthæstu menn á Suðurlandi 1981, lítur þannig út: 1. Sigurður Guðmundsson, for- stjóri einingahúsaframleiðandi, Selfossi 587 þús. 2. Sigfús Kristinsson, bygginga- meistari, Selfossi 288 þús. 3. Hannes Gunnarsson, bygg- ingameistari, Þorlákshöfn 258 þús. 4. ísleifur Halldórsson, héraðs- læknir, Stórlólfshvoli 223 þús. 5. Bragi Einarsson, forstjóri (í Eden), Hveragerði 218 þús. 6. Hreiðar Hermannsson, bygg- ingameistari, Selfossi 198 þús. 7. Jóhann Alfreðsson, skipstjóri, Þorlákshöfn 171 þús. 8. Ársæll Ársælsson, kaupmaður, Selfossi 163 þús. 9. Tómas Borghólm Ólafsson, sjó- maður, Hveragerði 153 þús. 10. Kristján Jónsson, sérleyfishafi, Hveragerði 152 þús. Tíu skatthæstu lögaðilarnir eru: 1. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi 1.736 þús. 2. Meitillinn hf. (útgerð og fisk- verkun), Þorlákshöfn 1.588 þús. 3. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi 1.373 þús. 4. Glettingur hf. Þorlákshöfn (út- gerð- og fiskverkun), 872 þús. 5. Kaupfélag Rangæinga, Hvols- velli 811 þús. 6. Hraðfrystihús Stokkseyrar hf., Hvolsvelli 744 þús. 7. Hafnarnes hf. (fiskverkun), Þor- lákshöfn 530 þús. 8. Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga, Vík 490 þús. 9. Hraðfrystistöð Eyrarbakka hf., Eyrarbakka 483 þús. 10. Selós hf. (byggingaverktakar), Selfossi 472 þús. Samkvæmt skattskránni báru 9.485 menn 105.945.526 krónur sam- tals í skatta. 500 lögaðilar 23.387.163 krónur samtals og á 574 börn innan 16 ára aldurs voru lagð- ar 397.949 krónur samtals. Inn- heimtur söluskattur á Suðurlandi árið 1980 nam 4.438.722.225 gömlum krónum. hvar þessi göng yrðu. En það hefur alltaf verið gefinn hlutur, að þarna verði jarðgöng að koma til. Ekki hefði einn kostur verið tekinn fram yfir annan, því rannsóknirnar og þær niðurstöður, sem út úr þeim koma, væri grundvöllurinn, sem byggt yrði á. Um lengd á göngunum, sagði Helgi, að þau yrðu væntanlega um 2'A—3 km. En í sjálfu sér væri ekki unnt að segja til um það fyrr en rannsóknum lyki og það Ijóst jarðfræðilega séð. Kostnaður yrði gróflega áætlaður um 100 til 150 milljónir króna. Hvenær vænta megi niðurstöðu úr rannsóknum á bergsýnunum, sagði Helgi, að það yrði á útmánuðum kom- andi. En hafa þyrfti í huga, að þær rannsóknir kölluðu e.t.v. á enn frekari rannsóknir svo að óvíst yrði hvenær gerlegt væri að byrja á göngunum sjálfum. Um tíma, sem það tæki að ljúka 214—3 km. göngum, sagði Helgi, að hugsanlegur tími frá framkvæmdalegu sjónarmiði væri 2—3 ár. Og í fram- kvæmdum sem þessum, þá er æski- legast að fjárveitingar komi ört til þess að göngin komi að notum sem fyrst. Helgi sagði, að jarðfræðilegar rann- sóknir skæru úr um hvaða kostir séu tæknilega framkvæmanlegir. Svo sé það fjárveitingavaldsins að ákveða það, hvar göngin skuli koma. Kostnaður set- ur mönnum skorður og gjarnan styttir hann lengd gagnanna. En fýsilegasti kosturinn fyrir Ólafsfirðinga gerir ráð fyrir lengstum jarðgöngum. Kúhagagil-Tófugjá fýsilegasti kosturinn Valdimar Steingrimsson á Ólafsfirði er umsjónarmaður vegarins frá miðri Lágheiði um Ólafsfjörð til Dalvíkur. Hann sagði, að nú væri einn valkostur efstur í hugum manna á Ólafsfirði. Hefði það komið fram á fundi 24. mai sl. Þar hefðu verið saman komnir al- þingismenn kjördæmisins, bæjarstjórn Ólafsfjarðar og yfirmenn Vegagerðar- innar. Valdimar sagði, að Vegagerðin hefði látið gera rannsóknir í fyrra sumar. Og hefðu þær komið út í vetur í skýrslu. Þar hallaðist Vegagerðin að einum valkosti af þremur, sem verið höfðu til umræðu á þessu tímabili. Að farið yrði inn í Kúhagagil Ólafsfjarðarmegin Múlans og komið út í Vogagjá Dalvík- urmegin. Þetta var sá möguleiki, sem var næstlengstur af þeim, sem skoðaðir höfðu verið. Væri hann um 2,5 km. langur. Að sögn Valdimar, þá leizt honum ekki nógu vel á þessa niðurstöðu. Og því reri hann að því öllum árum , að þessi fundur yrði haldinn. Þar setti Valdimar fram þá tillögu, að farið yrði inn á sama stað, þ.e. i Kúhagagil Ólafsfjarðarmegin og komið út við Tófugjá Dalvíkurmegin. Væri það um 600 metrum lengra en Kúhagagil- Vogagjá, eða um 3,1 km. En um 600 metrum styttra en Kúhagagil-Mígandi, sem var valkostur, er athugaður hafði verið af Vegagerðinni. „Ég tel, að Kúhagagil-Tófugjá, sem er 3,1 km, geti gegnt eins miklu hlut- verki og Kúhagagil-Mígandi, þótt það sé um 600 m. styttri leið. En Kúhaga- gil-Mígandi er um 3,7 km. Það yrði allt- of mikill árlegur kostnaður við snjó- ruðning, ef kosturinn Kúhagagil-Voga- gjá yrði tekinn. Jafnframt er hætta á snjóflóðum og grjóthruni. En með því að fara Kúhagagil-Tófugjá, þá er unnt að losna við það versta.“ Valdimar taldi, að ef ætti að losna við allt hið versta, þá yrðu göngin að verða um 4—5 km. löng. Slíkt væri allt- of langt og ekki verjandi að fara út í svo dýra framkvæmd. Húsnæðismiðl- un stúdenta tekur til starfa FÉLAGSSTOFNUN stúdenU mun reka húsnæðismiðlun fyrir stúdenta innan Háskóla íslands, dagana 1. júlí til 15. september. Miðlunin mun hafa á skrá lciguhúsnæði á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, sem stúdentum í húsnæð- isleit verður síðan bent á. Samkvæmt könnun sem gerð var innan Háskóla íslands sl. vetur leita 40% allra stúdenta í HÍ út á leigu- markaðinn. Af þeim er aðeins hægt að veita 4,5% garðvist. Það ástand sem skapast hefur á leigumarkaðn- um í dag á eflaust rætur sínar að rekja til þessa, að hluta. Sýnir þetta berlega hina brýnu þörf á byggingu nýrra vistarvera fyrir stúdenta. Frétt frá F.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.