Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULÍ1982 15 ítalir áfram Paolo Rossi, lengst til vinstri, skorar hér annað mark sitt og Ítalíu í leiknum gegn Póllandi í g*r. ítalir sigrudu í leiknum með tveimur mörkum gegn engu og komast þeir þar með í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Rossi hefur heldur betur tekið við sér í síðustu tveimur leikjum, hann skoraði þrjú mörk gegn Brasilíu og nú tvö gegn Póllandi. Er hann nú dýrkaður í heimalandi sínu, en hann er nýbyrjaður að leika á ný eftir að hafa verið i leikbanni í tvö ár, eftir aðild að mútuhneykslinu fræga á Ítalíu. Hann var að vísu sýknaður fyrir dómstóli, en knattspyrnusambandið dæmdi hann engu að síður i tveggja ára bann. Niðurstöður rannsóknar: Líkur á að trefjarík fæða lækki kólesteról í blóði Hosfon, 8. júlí. Al'. TREFJARÍK fæda getur hjálpað fólki í baráttunni við kólesteról, en til þess má rekja flesta hjartasjúkdóma, segir í nýútkominni skýrslu. Trefjarík fæða fer hraðar í gegnum meltinguna og aðstand- endur tilraunarinnar segja að um leið minnki greinilega kólesteról- ið, sem líkaminn vinni úr fæðunni. Rannsókn þessi, sem fór fram á Ítalíu, var gerð með lyfjum sem hröðuðu meltingunni, en þeir sem að henni stóðu segja að með aukn- um trefjum, megi ná fram alveg samskonar áhrifum við það, að draga úr kólesterólnámi líkamans. Hins vegar er enn órannsakað í hversu miklum mæli hægt er að hindra kólesterólnám líkamans með mataræði einu saman. Hluti kólesteróls kemur inn í líkamann með fæðunni, en lifrin framleiðir stærstan hluta þess. Kólesteról er fita sem hleðst innan á æðaveggina. Þetta veldur því að streymi blóðsins verður hægara og þegar fitan fer að hindra blóðið í að ná til hjartans getur afleiðingin verið hjartaslag. Þessi nýjasta rannsókn var gerð af Maurizio Ponz de Leon lækni við í Modena háskólann á Ítalíu og niðurstöður hennar voru birtar í læknaritinu New England Journal of Medicine sem birtist í dag. í henni tóku þátt 33 manns og var þeim gefið lyfið Metoclopramide til að flýta fyrir meltingunni, en með því móti tókst að minnka kól- esterólnám líkamans um 30 til 50 prósent. Bretland: Verkföll lama enn samgöngur l.ondon. 8. júlí. Al*. VÉLAMENN í lestum sem eru í verkfalli, ítrekuðu í dag, að hinar bresku ríkisreknu járnbrautir, geti ekki stöðvað verkfall þeirra, þrátt fyrir að um 750 þeirra hafi snúið aftur til starfa, án þess að verkfalli hafi verið aflétt. Talsmenn bresku járnbraut- anna tilkynntu í dag, að þær myndu halda uppi áframhaldandi samgöngum með hjálp þeirra manna, sem þegar hafa hafið störf, í þeirri von að fleiri fylgdu fordæmi þeirra. Verkalýðsleiðtoginn Ray Buckt- on sagðist í dag vera snortinn, vegna samstöðu hinna 25.000 fé- lagsmanna sinna og tók fram: „Þeir munu ekki verða brotnir á bak aftur." Talsmaður járnbrautanna sagði í dag, að þeim hefði tekist að halda uppi 10 prósentum þeirrar farþegaþjónustu sem daglega er boðið upp á, en tap þeirra er 8,5 milljón punda á dag. Verkfallið hófst á sunnudag, og enn hefur ekkert skref verið stigið í átt til samkomulags og stjórn járnbrautanna segist ekki hefja samningaviðræður, fyrr en verk- fallinu hafi verið aflétt. Bera búskussar ábyrgð á fæðuskorti? (ienf, 8. júli. Al'. FULLTRÚI Bandaríkjanna á fundi Efnahags- og félagsmála- ráðs Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að Sovétríkin bæru mikinn hluta ábyrgðarinnar á fæðuskort- inum í heiminum, en þörf Sov- étmanna fvrir kornkaup erlendis yrði rakin beint til þess að efna- hagskerfið í Sovétríkjunum skil- aði ekki árangri. Að því er fram kom í máli bandaríska fulltrúans hafa 40% þess korns sem bætzt hef- ur við á heimsmarkaði farið til Sovétríkjanna. Aður en kommúnistar tóku völd í Rússlandi var korn flutt út þaðan í ríkum mæli, enda var Rússland þá oft nefnt „kornskemma Evrópu". Undanfarin ár hefur oftast orðið uppskerubrestur í Sov- étríkjunum og í dag barst sú fregn þaðan að í ár yrði korn- uppskerubrestur fjórða árið í röð, og væri óhagstæðu tíðar- fari um að kenna. Bani-Sadr slapp yið mordtilrædi Parí.s, 8. júlí. AP. ÍRANI, sem handtckinn, var á Orly-flugvelli í París á miö- vikudagskvöld meö hálft annaö kíló af sprengiefni í fórum sínum, segist hafa ætlað aö nota þaö viö banatilræði við Bani-Sadr, fyrrum Iransforseta, sem nú er í útlegð í Frakk- landi. þessar upplýsingar eru hafðar eftir frönsku lögreglunni en talsmenn Bani-Sadr vildu hins vegar ekkert um málið segja. Iraninn var handtekinn við tollskoðun á Orly-flugvelli en þangað kom hann frá Teheran með viðkomu í Istanbul og Frankfurt. Sprengiefnið hafði hann falið á töskubotni og sett annan falskan botn yfir. Bani-Sadr hefur dvalið í Frakk- landi síðan hann flýði frá íran 29. júlí á síðasta ári ásamt Massoud Rajavi, leiðtoga Mujahedeen- skæruliða. Falklandseyjar: Lík argentínskra hermanna liggja eins og hráviði um allt Port Stanley, Kalklandseyjum, 8. júlí. AP. IH)TT rúmar þrjár vikur séu liónar frá lokum átakanna á Falklandseyjum liggja enn lik argentínskra hermanna eins og hráviði á hæóunum í kringum Port Stanley. Bretar segja ástæóuna vera þá, aö Argentínumenn hafi grafió ótölulegan grúa af jarðsprengjum á þessum svæóum áður en þeir flýðu og ekki hirt um að kortleggja þær. Auk jarðsprengjanna skildu argentínsku hermennirnir eftir sig reiðinnar ósköp af vopnum og skotfærum, sem mikil hætta staf- ar af, og fjöldann allan af sprengju- gildrum. Brian Lloyd, kapteinn í verkfræðisveitum hersins, sagðist t.d. hafa fundið eina slíka spennta handsprengju, undir gólffjölunum í barnaskólanum í Port Stanley. „Ef krakki hefði hoppað á gólfinu, hefði sprengjan sprungið," sagði hann. Sprengjugildrur fundust einnig í ullarböllum í vörugeymslum, í móhraukunum, sem eyjarskeggjar nota til eldiviðar, á veðhlaupa- brautinni, í skurðum, vopna- geymslum og ökrum og engjum umhverfis bæinn. Þrír breskir hermenn hafa misst fæturna vegna þessa og einn argentínskur hermaður, sem vann ásamt 35 löndum sinum við að hreinsa upp jarðsprengjur og sprengjugildrur. Bretar telja, að ár eða meira muni líða áður en fólk geti farið frjálst ferða sinna umhverfis Port Stan- ley og að jafnvel þá geti það alltaf átt von á að stíga á ófundna sprengju. Það, sem veldur mestum erfið- leikum við sprengjuleitina, er að þær eru úr plasti og koma því ekki fram á venjulegum málmleitar- tækjum. Þess vegna verða her- mennirnir að skríða á fjórum fót- um eftir jörðinni og leita sprengj- anna með löngum málmstöngum, sem þeir stinga í jörðina. Er það mjög seinlegt og ekki síður hættu- legt eins og að líkum lætur. ISLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Mare Garant 12. júli Fjallfoss 26. julí Mare Garant 3. agust NEW YORK Junior Lotte 2. júli Mare Garant 14. júli Fjallfoss 28. júli Mare Garant 4. águst HALIFAX Mare Garant 19. júli Hofsjökull 5. ágúst BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss ANTWERPEN Alafoss Eyrarfoss Alafoss Eyrarfoss FELIXSTOWE Alafoss Eyrarfoss Alafoss Eyrarfoss HAMBORG Alafoss Eyrarfoss Alafoss Eyrarfoss WESTON POINT Helgey 7. juli Helgey 20. júli NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Manafoss 19. júli Mánafoss 2. ágúst KRISTIANSAND Lagarfoss 21. júli Lagarfoss 4. ágúst MOSS Dettifoss 13. júli Lagarfoss 20. júlí Dettifoss 27. júli Laxfoss 3. ágúst GAUTABORG Dettifoss 14. júli Mánafoss 21. júli Dettifoss 28. júli Mánafoss 4. ágúst KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 15. júli Mánafoss 22. júlí Dettifoss 29. júli Mánafoss 5. águst HELSINGBORG Dettifoss 16. júli Mánafoss 23. júli Dettifoss 30. júli Mánafoss 6. ágúst HELSINKI Lagarfoss 14. júli Laxfoss 28. júli GOYNIA Lagarfoss 16. júli Laxfoss 30. júli HORSENS Lagarfoss 19. júli Laxfoss 2. ágúst THORSHAVN Dettifoss 22. júli 12. júli 19. júli 26. júli 2. ágúst 13. júli 20. júli 27. júli 3. ágúst 14. júli 21. júli 28. júli 4. ágúst 15. águst 22. júli 29. júli 5. ágúst VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVIK alla mánudaga frá ISAFIRDI alla þrtöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SfefH 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.