Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Ráðgjafanefnd EFTA: Lýsir áhyggjum sínum vegna ríkisstyrkja Á fundi ráðgjafanefndar EFTA, Frí- verzlunarsamlaka Evrópu, sem hald- inn var 3. júní sl. í Helsinki var lýst áhyggjum yfir því, að ríkisstyrkir til atvinnurekstrar i EFTA-löndunum væru orðnir það miklir, að þeir trufl- uðu eðlileg viðskipti milli landanna. I áliti nefndarinnar var m.a. skorað á ríkisstjórnirnar að hætta niðurgreiðslu vaxta af útflutn- ingslánum. Þá var hvatt til þess, að fram færi rannsókn á kostnaði við styrkjakerfið og áhrifum þeirra á milliríkjaviðskipti. Á fundi ráðgjafanefndarinnar var einnig fjallað um hvernig frí- verzlunarlöndin ættu að bregðast við versnandi efnahagsþróun og atvinnuleysi. Atvinnuleysi, erfið- leikar í ákveðnum atvinnugrein- um, byggðavandamál og óhag- stæður viðskiptajöfnuður hafa leitt til vaxandi þrýstings á stjórnmálamenn að taka upp verndar- og haftastefnu í atvinnu- lífinu. EFTA-löndin þyrftu því að vera á varðbergi gagnvart þessum þrýstingi og bregðast m.a. þannig við að skapa atvinnurekstri hag- stæðara efnahagslegt umhverfi, svo hann gæti lagað sig að breytt- um aðstæðum og haldið uppi fullri atvinnu. Þá væri þýðingarmikið að gera almenningi grein fyrir efnahagslegum og þjóðfélagsleg- um afleiðingum haftastefnunnar. Plasteinangrun kynn- ir breytta fiskkassa PLASTEINANGRUN HF. á Akur- eyri hóf á síóasta ári framleiðslu á 70 lítra fiskkössum í samvinnu við Per Strömberg og voru framleiddir um 50 þúsund kassar. Gunnar Þórð- arson hjá Plasteinangrun, sagði að byrjunin lofaði góðu. — Hins vegar höfum við í Ijósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur, gert nokkrar breytingar á kössun- um. Má þar nefna, að lögun enda- gafls hefur verið breytt verulega „Reykjavík borgarblað“ VÆNTANLEGT er á markaðinn nýtt blað, Reykjavík borgarblað, og verður efni blaðsins og útlit hlið- stætt erlendum borgarblöðum, enda tilgangur blaðsins sá sama, að vekja athygli á því sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir borgarbúa og þá sem eiga erindi til borgarinnar. Blaðið mun koma út fjórum sinnum á ári og tengjast hverri árstíð. Gerð verður grein fyrir því sem framundan er og þeirri marg- víslegu þjónustu, sem í boði er á sviði afþreyingar, skemmtunar og íþrótta. Þá verður þeirri margvís- legu þjónustu, sem boðið er upp á í Reykjavík á sviði verzlunar og viðskipta gerð skil. Efniskaflar blaðsins verða tengdir atburðum líðandi stundar og því sem framundan er. Má nefna listir og menningarmál, tónlist, myndlist, íþróttir og úti- veru, skemmtanir og næturlíf og leiklist. Útgefandi og ritstjóri þessa nýja blaðs er Jóhann Briem. og fæst 60—70% burðargetuaukn- ing í stöflun. Einnig verður mun auðveldara að beita lyftara- gripkló. Þá hefur lögun botns ver- ið breytt til að fá fram meiri stöð- ugleika í stöflun með öðrum gerð- um kassa og til að auðvelda að renna kössum inn í stæður. Loks hefur frárennslisgötum í botni verið fjölgað, sagði Gunnar Þórð- arson ennfremur. Til viðbótar má geta þess, að Plasteinangrun getur boðið upp á varanlegar merkingar, fram- kvæmdar með heitstimplun. Seinna á árinu munum við ennfremur hefja framleiðslu á 90 lítra kössum, en þegar ákvörðun var tekin um að byrja með 70 lítra kassa eingöngu, leit út fyrir, að þeir yrðu allsráðandi á markaðn- um innan fárra ára. Þróunin hefur vissulega orðið í þá átt, en nokkur hluti markaðs- ins mun samt sem áður halda sig við 90 lítra kassana. Því er ekki um annað að ræða, en fara að óskum kaupenda og framleiða 90 lítra kassa. Hönnun þeirra er í megindráttum sú sama og á 70 lítra kassanum, þ.e. áherzla hefur verið lögð á að hafa engin holrúm, er valda hættu á bakteríumyndun. Lögun veggja er þó nokkuð önnur, m.a. vegna hæðaraukningarinnar og miðar einnig að meiri stöflun- arstyrk. Tilraunir með handsmíðaða kassa hafa gefið mjög góðan ár- angur, og raunar mun betur en bú- izt var við. Við áætlum að hefja framleiðslu í seinni hluta ágúst- mánaðar og stefnt er að því að 90 Htra kassar verði ávallt til á lager, sem og 70 lítra kassarnir, sagði Gunnar Þórðarson ennfremur. Toyota Motor Corporation heitir „nýttu fyrirtæki Tveir helmingar Toyota, sala og framleiösla, hafa nú verið sameinaöir undir einn hatt, eftir 32ja ára aðskilnaö TOYOTA MOTOR CORPORATION heitir „nýtt“ fyrirtæki í Japan, en það er samsett úr þeim tveimur fyrirtækjum, sem framleitt hafa og selt Toyota síðustu 32 árin. Málum hefur nefnilega verið þannig háttað hjá Toyota síðan 1950, að framleiðsla og sala hafa verið algerlega aðskilin í tveimur fyrirtækj- um. Gert er ráð fyrir, að sala fyrir- tækisins á næstu tólf mánuðum muni nema um 17,6 milljörðum Bandaríkjadollara, sem er algert met í starfsemi Toyota. Ef þessar áætlanir fyrirtækisins standast verður Toyota stærsta fram- leiðslufyrirtæki Japan, sé tekið mið af veltu. Það var á árinu 1979, að Toyota skauzt upp í annað sætið á listan- um yfir stærstu bílaframleiðendur heimsins, upp fyrir Ford. Á síð- asta ári framleiddi Toyota alls 3,22 milljónir bíla, en til saman- burðar framleiddi Generai Mot- ors, GM, stærsti bílaframleiðandi heimsins, um 4,63 milljónir bíla. Það var í apríl 1950, að ákveðið var að skipta Toyota upp í tvö fyrirtæki vegna mikilla fjárhags- erfiðleika, sem fyrirtækið átti í á þeim tíma. Hins vegar hefur fyrir- tækið í dag það orð á sér, að vera gífurlega sterkt fjárhagslega, eitt sterkasta fyrirtæki veraldar. Sérfræðingar segja þó, að fyrir- tækið hafi á síðustu misserum far- ið sér heldur hægt í nokkrum mál- um og í því sambandi er nefnt, að fjárfestingar fyrirtækisins erlend- is hafi ekki verið í takt við það sem gerist hjá keppinautunum. Þá hafi fyrirtækið farið sér heldur hægt í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í sambandi við fram- drifna bíla og túrbínubíla, en gíf- urleg þróun hefur verið í þeim málum undanfarin misseri. Meginástæðan fyrir sameiningu fyrirtækjanna er sú, að for- svarsmenn Toyota telja, að sam- einað standi fyrirtækið betur í þeirri harðnandi samkeppni, sem framundan sé bæði á heimamark- aði og erlendis. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í Japan er um 29% og kemst ekkert fyrirtæki nærri því. Markaðshlutdeildin í heims- markaðnum er hins vegar um 8,6%. Talsmenn fyrirtækisins segja, að takmarkið sé að ná um 10% markaðshlutdeild á heims- markaði, en sérfræðingar segja, að það muni reynast mjög erfitt miðað við núverandi aðstæður. Forseti hins sameinaða fyrir- tækis er dr. Shoichiro Toyota, sem er sonur stofnanda fyrirtækisins. Hinn nýi forseti fyrirtækisins var fyrir sameininguna forseti sölu- fyrirtækisins, en þrátt fyrir það segja kunnugir að þekking hans sé mun meiri á framleiðslunni og reiknað er með, að hann muni í auknum mæli koma inn í þann þátt starfseminnar. Fimm stærstu með um 66% alls útflutnings í fyrra SAMANLAGT útflutningsverð- mæti 50 stærstu útflytjenda hér á landi árið 1981 nam 6.225,9 millj- ónum króna, eða sem svarar til 95,3% af heildarverðmæti út- flutnings. Samsvarandi hlutfall fyrir árið 1980 var 93,4%. Fimm stærstu útflytjendurnir í fyrra voru Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda, Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, ís- lenzka álfélagið hf. og Samlag skreiðarframleiðenda. Samanlagt útflutningsverð- mæti þessara fimm fyrirtækja nam á árinu 1981 um 4.312,6 milljónum króna og svarar það til um 66% af heildarverðmæti útflutnings. Hlutdeild þessara fimm fyrirtækja á árinu 1980 var örlítið minni, eða um 64,8%. Annars sýnir meðfylgj- andi tafla hvernig útflutning- urinn hefur skipzt milli fyrir- tækja árin 1980 og 1981, en þessar upplýsingar eru birtar í Hagtíðindum Hagstofu ís- lands. STÆRSTU ÖTFLYTJENDUR 1980 1981 1981 Fobverðmæti Fobverðmæti Ötflutnings í millj.kr. £ millj.kr. magn í tonnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1.028,3 1.337,1 89.143 Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda 561 ,4 1.065,3 59.590 Samband íslenzkra samvinnufélaga 623,4 947,5 50.1 34 íslenzka Slfélagið hf. 544,8 638,7 68.601 Samlag skreiðarframleiðenda 133,2 324,0 9.049 íslenzka umboðssalan 51,4 295,3 11 .094 Síldarútvegsnefnd 104,6 159,8 19.198 SÍldarverksmiðjur ríkisins 115,4 134,0 45-066 íslenzka járnblendifélagið hf. 80,6 123,4 32.082 Andri hf. 76,9 108,0 32.339 Álafoss hf. 69,2 105,0 871 G. Albertsson 66,7 103,1 17-792 Bernharð Petersen hf. 75,1 96,6 29.450 ölafur Gíslason og Co. 66.8 94,9 26.972 Lýsi hf. 81 ,5 77,2 12.816 Hvalur hf. 45,1 76,7 7.789 Sölustofnun lagmetis 35,8 57,4 1 .598 lslenzka útflutningsmiðstöðin hf. 55,4 53,8 '3.316 SÍldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. 40,6 47,6 16.769 Hilda hf. 27,6 47,2 105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.