Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 Bandaríkjamarkaður: Verð á fisk- blokk lækk- ar um 4 cent Hlutfallslega minni sala í flökum en áður Vp]Rt) á fiskblokk hefur lækkað um 4 cent pundið á Handaríkjamarkaði, eða úr 112 centum í 108 cent. Ekki er cnn Ijóst hvaða áhrif þetta hefur á rekstur frystihúsanna hér á landi, en blokkin er 30 tii 40% af því magni, sem ('oldwater Seafood Corpora- tion, fyrirtæki SH í Banda- ríkjunum selur, en vegur ekki nærri eins mikið í verð- mæti. Sjónvarpið: HM-útsend- ingar hefjast klukkan 15.00 SJÓNVARPIÐ hefur nú end- anlega ákveðið dagskrá næstkomandi sunnudags, en þá veröur úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sýndur beint og undanúrslitaleikur Frakka og Vestur-Þjóðverja. Guðmundur H. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þorskflök í 5 punda pakkningum væru nú seld á 1,80 dollara pundið eins og verið hefði, og á því sæist best hver verðmun- ur væri á blokk og fiskflökum. Guðmundur sagði, að þrátt fyrir að verð á blokk hefði lækkað í Bandaríkjunum, þá hefði sala Coldwater á verksmiðjufram- leiddri vöru aukist. Hinsvegar væri mikið framboð af blokk á markaðnum og hefði það að sjálfsögðu áhrif á verðið. Það kom einnig fram hjá Guð- mundi að sala á flökum hefur minnkað hlutfallslega, það sem af er árinu, ef miðað væri við sama tíma í fyrra. Samkeppnin væri nú ákaflega hörð og byðu Kanadamenn fiskflök og blokkir á mjög lágum verðum. 4NNLENT Frá afhendingu myndarinnar. Ljósm. Mbl. íilfar Sonardóttir Skúla Thoroddsen: Færir ísfirðingum stækkaða ljósmynd úr búi hans að gjöf fsafírói, 7. júlí. A bæjarráðsfundi sl. mánudag mættu hjónin Ásta Thoroddsen og Kóvald Malmquist úr Reykjavík með stækkaða Ijósmynd af ísafirði frá árinu 1908 að gjöf. Forsaga málsins er sú, að föð- urafi Ástu sem var Skúli Thor- oddsen, sýslumaður Isfirðinga á árunum 1884—1895 og þingmaður Norður- ísfirðinga 1903—1916, eignaðist myndina eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Ekki er vit- að um ástæðu þess, en myndin er tekin af Magnúsi Ólafssyni, kon- unglegum hirðljósmyndara, og stækkuð af honum 1908. Síðar komst hún í hendur föður Ástu og síðan til hennar í gegnum erfðir. Þeim hjónunum þótti ástæða til að myndin yrði varðveitt á Isa- firði til minningar um veru Skúla Thoroddsen og konu hans, Theo- dóru Thoroddsen, á ísafirði, því þótt stormasamt hafi verið um starf Skúla á ísafirði átti fjöl- skyldan fjölda góðra minninga frá verunni þar. Guðmundur Sveinsson, formað- ur bæjarráðs, tók við myndinni og þakkaði gjöfina. Gat hann þess að hugmyndir væru uppi að koma henni fyrir í stofunni í faktors- húsinu í Neðsta kaupstað, sem nú er í endurbyggingu í sinni upp- runalegu mynd. Kristján K. Jónasson, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp og þakkaði hjónunum ræktarsemina og gat þess jafnframt að ánægju- legt væri þegar fólk gæfi fallegar sögulegar minjar til varðveislu hjá bæjaryfirvöldum og á byggða- safni. Hvatti hann folk sem á í fórum sínum gamlar ljósmyndir, sem gætu orðið að virku sögusafni fyrir bæinn að gefa bæjaryfir- völdum kost á að eignast slíkar myndir, sérstaklega núna þegar verið er að rita sögu ísafjarðar. Á eftir bauð bæjarráð hjónun- um til kaffidrykkju. Úlfar. Sjónvarp mun hefjast klukkan »S”Kt,S„I'["aiSJ'5íS; Heildaraflinn 207 þús. lestum minni en í fyrra fyrstu 6 mán.: bein útsending úrslitaleiksins, ____ _ sem verður milli ítala og Þjóð- ■ MVI “ I ^ A sss: Porskaili drost saman um sjónvarpskerfi því, sem íslenzka sjónvarpið notar, heldur frönsku _ _ _ kerfi, Secam. Ekki er ljóst hvenær Q 0 ■ ^ H A rumlega 76 þusund tonn úrslit eftir framlengingu, verður leikinn annar úrslitaleikur á þriðjudag og verður hann þá sýnd- ur beint í íslenzka sjónvarpinu og í lit, þar sem hann verður sendur út í vestur-evrópska sjónvarps- kerfinu, Pal. SAMKVÆMT bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands þá reyndist hcildarafli lands- manna vera 425.578 lestir fyrstu sex mánuði árins, á Hans G. Andersen sendiherra: Algjört samkomulag um þau atriði sem við höfum lagt áherslu á Bandaríkin eingöngu á móti vegna alþjóða- hafsbotnssvæðisins „Það er ekkert við því að gera. Þeir ætla sér að standa fyrir utan þetta. Hvað okkur snertir þá má okkur vera sama, þvi við höfum ekki lagt neina höfuðáherslu á alþjóða- hafsbotnssvæðið og Bandaríkin eru á móti þessu eingöngu út af alþjóða- hafsbotnssvæðinu en ekki út af hin- um atriðunum sem við höfum lagt megináherslu á,“ sagði Hans G. Andersen sendiherra íslands í Washington, er Mbl. spurði hann hver áhrif það hefði á stöðu íslands í hafréttarmálum að Bandaríkin hafa lýst yfir að þau muni ekki undirrita alþjorta hafréttarsáttmálann. Hans sagði að það hefði strax komið fram á fundinum í mars- og aprílmánuði og Bandaríkin myndu ekki geta náð fram þeim atriðum sem þeir lögðu megináherslu á f sambandi við alþjóða hafbotns- svæðið og þá hefðu þeir tilkynnt að þeir yrðu að vera utan samn- ingsins. Hann sagði að Banda- ríkjamenn hefðu þá reynt að na samningum á milli sín og annarra iðnþróaðra ríkja um samning utan alþjóðasamningsins, en ekkert hefði þó komið út úr því svo vitað væri. Hans sagði að lokum: „Við túlk- um þessa afstöðu Bandríkjanna þannig og það er rétt túlkun, að þeir eru á móti þessu bara út af alþjóða hafsbotnssvæöinu, en ekki út af þeim atriðum sem við höfum lagt áherslu á, þ.e. landhelgi, efna- hagslögsögu og landgrunni. Þá má segja að algjört samkomulag hafi náðst um þessi atriði þannig að þetta breytir engu fyrir okkur.“ sama tíma í fyrra var heildar- aflinn orðinn 633.256 lestir og hefur aflinn því dregist saman um 207.678 lestir á fyrstu sex mánuðum árins. Þorskaflinn hefur dregist saman um 76.280 lestir, þorskafli togaranna er 42.127 lestum minni nú en á sama tíma í fyrra og þorskafli báta 34.153 lestum minni. í tölum Fiskifélagsins kemur fram, að í júnímánuði síðast- liðnum var þorskafli bátaflotans 10.577 lestir og togaranna 19.095 lestir eða samtals 29.672 lestir. í júnímánuði í fyrra var heildar- þorskaflinn hinsvegar 34.684 lest- ir eða 5.012 lestum meiri en nú. Heildarbotnfiskaflinn í júnímán- uði reyndist nú vera 57.977 lestir á móti 65.984 lestum í fyrra. Heildarbotnfiskafli þessa árs er nú orðinn 401.498 lestir á móti Bruni á Túngötu SLÖKKVILIÐIÐ Reykjavíkur var kvatt í gærmorgun að húsinu Túngötu 36 A, en þar var eldur í herbergi í kjallara. Herbergið var alelda þegar slökkviliðið bar að og stóðu eldtung- ur út um glugga. Samkvæmt upplýs- ingum slökkviliðsins urðu talsverð- ar skemmdir í herberginu af eldi og reyk, en reykskemmdir á efri hæð- um hússins. 453.222 lestum í fyrra og er því um verulegan samdrátt að ræða í botnfiskaflanum, þrátt fyrir aukna sókn. Samdrátturinn í heildaraflanum stafar þó fyrst og fremst af hverfandi loðnuveiði á þessu ári. í ár hefur verið landað 13.244 lestum af loðnu, en á sama tíma í fyrra 157.821 lest. Ekki er þó samdráttur í öllum veiðum landsmanna. Til dæmis hefur rækjuveiði aukist úr 4.262 lestum fyrstu sex mánuði síðasta árs í 5.253 lestir nú, humarveið- arnar hafa aukist úr 1.581 lest í 1.791 lest. Hinsvegar hefur veiði á hörpudiski dregist saman úr 3.953 lestum í 2.143 lestir. Aðeins hefur verið landað 887 lestum af kolmunna á móti 10.213 lestum. Innlánsstofnanir og sjóðir: Vanskil hafa aukizt gífurlega undanfarið VANSKIL hafa aukizt gífur- lega í innlánsstofnunum og hjá hinum ýmsu sjóðum at- vinnuveganna á undanförn- um mánuðum samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, og hefur það valdið þeim miklum vandræðum. Bæði er það, að fjárhæðir í van- skilum eru meiri, en dæmi eru um í langan tíma og svo það, að inn- lánsstofnanir og sjóðir hafa neyðst til að semja um framleng- ingar á lánum, eða endurnýjun á lánum til þess hreinlega að fá pen- ingana inn. Útstreymi af innlánsreikning- um innlánsstofnana hefur verið gífurlegt á undanförnum mánuð- um og sparifjármyndun hefur því hægt mjög á sér að sama skapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.