Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 25 Alþjóðasamvinnubankinn með aðalfund í Reykjavík í tilefni af 100 ára afmæli sam- vinnuhreyfingarinnar á íslandi var haldinn hér á landi, 25. júní sl., aúalfundur Alþjóðasamvinnubank- ans (INGEBA, Internationale Gen- ossenschaftsbank AG). Alþjóðasamvinnubankinn var stofnaður 1956, og hefur Sam- band ísl. samvinnufélaga verið hluthafi í honum allt frá byrjun. Hlutafé bankans er nú 140 millj. svissneskra franka, en hluthafar eru 54 í 21 landi. Hluthafarnir eru samvinnusambönd, sam- vinnubankar og samvinnutrygg- ingafélög, og stærsti hluthafinn er Bank fúr Gemeinwirtschaft Frá Vestfirð- ingafélaginu í Reykjavík AG í Frankfurt am Main í V-Þýskalandi. Bankinn stundar almenn alþjóðabankaviðskipti, og auk þess hefur hann lánað fé til samvinnufélaga víðs vegar um heiminn. Höfuðstöðvar bankans eru í Basel í Sviss, en útibú í Zurich. Starfsmenn eru 43. Að loknum fundinum í Reykjavík fóru fulltrúarnir í skoðunarferð um Suðvesturland, og einnig til Vestmannaeyja. Þeir þáðu auk þess heimboð for- seta Islands, Vigdísar Finnboga- dóttur. Fundinn hér í Reykjavík sátu um 50 fulltrúar. Þar á meðal voru nokkrir fulltrúar frá Sam- bandinu og Samvinnubankanum. Einn úr þeirra hópi var Erlend- ur Einarsson forstjóri, og flutti hann ávarp af hálfu Sambands- ins við setningu fundarins, segir í frétt frá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. Frá aðalfundi Alþjóðasamvinnubankans. Eins og undanfarin ár verður í sumar veittur styrkur úr „Menning- arsjóði vestfirskrar æsku“ til vest- firskra ungmenna, sem stunda fram- haldsnám, sem þau ekki geta stund- að í heimabyggð sinni. Forgang hafa: I. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína (föður eða móður). II. Einstæðar mæður. III. Að öðru jöfnu Vestfirðingar búsettir á Vestfjörðum. (í ísafjarðarsýsl- um, Isafirði, Barðastrandar- og Strandasýslu.) Umsóknir þurfa að berast fyrir lok júlímánaðar og skulu meðmæli fylgja frá skóla- stjóra, eða öðrum sem þekkir um- sækjanda, um efni hans og að- stæður. Umsóknir skal senda til „Menn- ingarsjóðs vestfirskrar æsku“ c/o Sigríður Valdemarsdóttir, Hrafnseyri við Arnarfjörð, pr. Bíldudalur. Síðasta ár voru veittar 12.000,00 tii þriggja vestfirskra ungmenna, allra búsettra á Vestfjörðum. Kjósarhreppur: * Obreytt hreppsnefnd A kjörskrá í Kjósarhreppi, Kjós- arsýslu, við sveitarstjórnarkosn- ingarnar 26. júlí voru 115, 85 kusu, sem eru 73,9%. Eftirtaldir hlutu kosningu: Magnús Sæmundsson, bóndi, Eyj- um II, 72 atkvæði, Helgi Jónsson, bóndi, Felli, 54 atkvæði, Pétur Lárusson, bóndi, Káranesi, 49 at- kvæði, Hreiðar Grímsson, bóndi, Grímsstöðum, 45 atkvæði, og Sig- þrúður Jóhannesdóttir, húsfreyja, Morastöðum, 29 atkvæði. Til sýslunefndar var kosinn með 42 atkvæðum: Gísli Andrésson, bóndi, Hálsi. Hreppsnefndin í Kjósarhreppi er óbreytt frá síð- asta kjörtímabili. AUCLÝSiNCASTOFA MYNDAMÓTA HF Laglegar línurnar gera aksturinn auðveldari. Léttleikinn lækkar bensínkostnaðinn. Lipurðin léttir bæjaraksturinn og baráttan við bílastæðin verður leikur einn. Útlit Renault 9 vekur allra athygli, enda kosinn bfll ársins 1982. öll hönnun bílsins er tölvuunnin og miðar að þvf að gera aksturinn sem ánægjulegastan. Stýrisbúnaður allur er einfaldur og auðveldur viðfangs. I bílnum eru rafdrifnar hllðarrúður, speglar í sólskyggni, handhægt Ijós til að líta á vegakort eða innkaupalísta, Ijós i hanskahólfi, 'i afturrúða, blaðahólf í hurðum og sérhönnuð sætin hafa fengið KRISTINN GUSNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 LAGLEGUR, LETTUR CX5 LIPUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.