Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 5 í STIJTTU MÁLI Flugmenn sömdu við Flugleiðir SAMNINGAR tókust með flug- mönnum Flugleiða og viðsemjend- um þeirra á sjöunda tímanum í gærmorgun, eftir tæplega sólar- hrings langan fund. Samningurinn er mjög í anda samkomulags Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambands- ins á sínum tíma hvað varðar launaliðinn, þ.e. gert er ráð fyrir tæplega 10% veginni meðal- talshækkun á samningstímabil- inu, sem er til 1. september á næsta ári. Meginhluti samningsins er hins vegar samræming á fyrri samningnum annars vegar Fé- lags íslenzkra atvinnuflug- manna, þ.e. þeirra flugmanna Flugleiða sem áður störfuðu hjá Flugfélagi íslands, og hins vegar Félags Loftleiðaflugmanna, en þessir tveir hópar eru nú í einu félagi, Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna. Þórður Þórð- arson ráðinn bæjarstjóri á Sauðárkróki BÆJARSTJÓRN Sauðárkróks samþykkti á fundi sínum í vikunni að ráða Þórð Þórðarson, lögfræð- ing, bæjarstjóra næsta kjörtímabil, en hann hefur starfað í fíkni- efnalögreglunni í Reykjavík und- anfarið. Alls voru 8 umsækjendur um starfið, en síðan voru greitt at- kvæði í bæjarstjórninni. Þórður hlaut 5 atkvæði fulltrúa Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags, en fjórir seðlar voru auðir. 3 skip seldu ytra í gær ÞRJÚ íslenzk fískiskip seldu afla í Grimsby og Hull í gærmorgun og í dag selur eitt skip í Grimsby. Hópsnes GK seldi 59 tonn í Hull fyrir 489,3 þús. kr. og var meðalverð á kíló kr. 8,29. Helga Jó VE seldi einnig í Hull, alls 86,2 lestir fyrir 713,2 þús. kr. og var meðalverð á kíló kr. 8,27. Þá seldi Jón Finnsson RE 54,4 tonn í Grimsby fyrir 474,5 þús. kr. og þar var meðaiverð á kíló kr. 8,72. Þess má geta að Hópsnes og Helga Jó voru með töluvert af ýsu, og fékkst lítið verð fyrir hana. Jón Finnsson var með töluvert af kola sem dæmdur var ónýtur, en annars var þorskverð- ið hjá Jóni Finnssyni kr. 12,80 á kíló. Vitni vantar SÍÐASTLIÐNA nótt var ekið á bláan Wolksvagen 1300 (bjöllu) við Arnarhraun í Hafnarfirði á móts við hús númer 2. Skemmdist vinstra frambretti bílsins töluvert, að sögn lögreglunnar í Hafnarfírði. Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði beinir þeim tilmælum til þeirra, sem kunna að hafa orðið varir við umræddan árekstur, að gefa sig fram. Prestskosning á Mödruyöllum Sr. Pétur Þórarinsson, sem hefur þjónað Hálsi í Fnjóskadal undan- farin ár, var einn umsækjandi um Mööruvallaprestakall í Kyja- fjarðarprófastsdæmi. Sr. Þórhallur Höskuldsson, sem þar hefur þjón- að, er nú prestur á Akureyri. Kosið var í Möðruvallapresta- kalli sl. sunnudag og atkvæði tal- in á Biskupsstofu á fjórða degi þaðan í frá, svo sem lög gera ráð fyrir. Á kjörskrá voru 429. At- kvæði greiddu 297. Hlaut um- sækjandi 294 atkvæði, en 3 seðlar voru auðir. Kosningin er því bindandi. Sr. Pétur Þórarinsson er Akur- eyringur að uppruna, 31 árs að aldri. Hann vígðist til prestsþjón- ustu 1976 og hefur þjónað Háls- prestakalli síðan. Pétur er for- maður Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti. Kona hans er Ingibjörg Siglaugsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, og eiga þau 2 syni. Lítt þokaðist í samninga- viðræðunum LÍTT þokaðist í samningaviðræð- um þeirra hópa, sem héldu fundi hjá sáttasemjara í gærdag, en þar voru farmenn, byggingamenn, bókagerðarmenn, verkalýðsfélögin á Tungnársvæðinu, Rafíðnaðar- samband íslands og viðsemjendur þeirra. Fundum verður haldið áfram í dag hjá farmönnum, en aðrir að- ilar koma aftur tii fundar eftir helgina. Yfirvinnubann yfir- manna á farskipum hefur nú staðið síðan 14. júní sl. og hefur þegar raskað áætlunum skipafé- laganna verulega. Ríkisútvarp- ið kærir Video-son RÍKISÍJTVARPIÐ hefur nú ákveð- ið að leggja fram formlega kæru á hendur fyrirtækinu Video-son vegna ólöglegra sýninga á leikjum frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun málið einnig komið af stað í Danmörku vegna meintrar ólöglegrar upptöku efnis úr danska sjónvarpinu. Útvarpsstjóri, Andrés Björnsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kæra væri eðlilegt . framhald lögbannsins, sem sett hefði verið á sýningar Video-son. Ekki væri ákveðið hvenær kæran yrði lögð fram né heldur um upphæð skaðabóta yrði þeirra krafizt. Pétur J. Eiríks- son formaður Vitaðsgjafa PÉTUR J. Eiríksson var kosinn formaður stjórnar Vitaðsgjafa, út- gáfufélags Helgarpóstsins, á aðal- fundi félagsins sem haldinn var nýverið. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Steinar J. Lúðvíksson, Árni Þór- arinsson, Bjarni P. Magnússon og Þorgrimur Gestsson. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn Anna Kristín Jónsdóttir. Pétur sagði að stjórninni hefði verið heimilað á aðalfundinum að auka hlutafé félagsins um helming, en það er nú um 350 þúsund krónur. Pétur kvað stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til þess enn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var tapið á rekstri fé- lagsins á síðasta ári um 300 þús- und krónur, en Pétur J. Eiríks- son sagðist ekki geta staðfest þá tölu. ^KARNABÆR og umboðsmenn um land allt Cesar — Akureyri, Epliö — ísafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Hornabær — Hornafirði, Álfhóll — Siglufiröi, Óöinn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsiö — Hafnarfiröi, Austurbær — Reyöarfirði, Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egilsstööum, ísbjörn- inn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafiröi, Patróna — Patreksfirði, Báran — Grindavík, Bjóösbær — Seyöisfiröi, Þórshamar — Stykkishólmi, Inga — Hellissandi, Hornabær — Höfn Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.