Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 27 mjög á framámönnum í þessum flokkum að taka á móti öðrum úr nágrenninu og fór ekki heimili þeirra Dísu og Hermanns var- hluta af því og reyndi þá ekki síð- ur á húsmóðurina en húsbóndann. I mörg ár vestra stóð heimili þeirra Dísu og Hermanns, jafnvel öðrum fremur að móttöku fólks, er hafði sömu áhugamál og nefnd eru hér að framan, fyrir utan alla þá, sem komu til þeirra vegna opin- berra starfa Hermanns. Reyndist hún í þessu, sem öðru, styrk stoð eiginmanns síns við störf hans og áhugamál, enda heimili þeirra til- tekið fyrir gestrisni og hlýjar mót- tökur fyrr og síðar. Dísa var mjög féiagslega sinnuð og var lengst af eftir að hún gifti sig virkur félagi í Kvenfélaginu Ársól á Suðureyri og sáust þess verðug þakk- lætismerki frá félaginu á nýaf- stöðnu sextugsafmæli Dísu. Þau hjón ráku um mörg ár bókabúð á Suðureyri, er síðar varð að bóka- og gjafabúð. Hafði Dísa þar mesta umsjón með, að minnsta kosti mörg síðustu árin, og fórst henni það allt vel úr hendi. Árið 1974 fluttust þau hjón bú- ferlum frá Suðureyri til Akraness, þar sem Hermann tók við stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma og hafa búið þar síðan. Héldust heimilishættir þeir sömu, var opið hús fyrir vini og vandamenn og stóð Dísa að því einhuga með sín- um alkunnu vingjarnlegheitum. Vinnugleði Dísu var söm og áð- ur. Eftir að hafa stundað vinnu utan heimilisins fyrstu árin á Akranesi, keypti hún í félagi við dóttur sína verzlun þar á staðnum og rak hana í nokkur ár, eða á meðan hún hafði heilsu til. Dísa var mjög létt í lund en hafði þó til að bera fulla alvöru þegar henni þótti við eiga og munu þar hafa komið fram lyndisein- kenni beggja foreldra hennar. Hún var mest alla ævi vel hraust, en á áfinu 1978 varð fyrst vart þess sjúkdóms, sem leiddi hana til dauða. Leit svo út í fyrstu að vel hefði tekist til með lækningu en er á leið sl. vetur sást að svo var ekki og síðustu 5—6 vikurnar dvaldist hún á Sjúkrahúsi Akraness og andaðist þar 2. júlí sl. Lengst af í sínum veikindum mun Dísa hafa haft fulla von um bata að miklu eða öllu leiti, að minnsta kosti lét hún aldrei annað í ljós, þó að á stundum segði hún sem svo þegar ráðgerð voru ferðalög eða aðrir samfundir fram í timann: „Já, já, en hvar verð ég þá?“ Þó að Dísa væri nokkuð við störf utan heimilis eftir að börnin komust á legg var hún (að okkar dómi) fyrst og fremst húsmóðir í þess orðs fyllstu merkingu, móðir og amma. Bar heimili þeirra allt merki þess og umhyggja fyrir börnum sínum og ekki síður barnabörnum var sérstök. Seinustu samfundir okkar við Dísu voru á sextugsafmæli hennar 2. maí sl., er við vorum saman- komin á heimili dóttur hennar og tengdasonar í Þorlákshöfn ásamt fjölskyldu hennar og mörgum sameiginlegum vinum. Það var notaleg stund og stóð hún sig þar með prýði, eins og alltaf áður. Við héldum að fundir okkar yrðu fleiri en svo varð ekki. Við minnumst þess í stað margra samverustunda innanlands og utan er við vorum þar fjögur saman eða fleiri og samveru okkar tveggja í Hvera- gerði í nokkur skipti, þar sem við höfðum svo margt að segja hver annarri í gamni og alvöru. Þegar hún nú er horfin af sjón- arsviði þessa heims söknum við hennar og svo mun um hina mörgu vini hennar og frændur. Við minnumst og þökkum allrar þeirrar vináttu, er hún sýndi okkur um áratugi. Megi sá er öllu ræður styrkja þá, sem mest hafa misst, eiginmann hennar, börn og aðra hennar nánustu, til að til- einka sér þá lífsbreytingu, sem orðin er og þau hafa nú orðið fyrir. Vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð. Herluf Clausen — Minningarorð Herluf Clausen andaðist í lok maí á 86. aldursári, eftir langan og ríkan lífsferil. Er ég hugsa aftur í tímann og minnist Herlufs, koma mér fyrst þessi orð í hug: glæsimennska, gestrisni, stórhugur, áræðni, bjartsýni, kraftur og glettni. Ég man fyrst eftir Herluf í Garðastræti 8, þá nýkomnum til lansdins með sína glæsilegu norsku konu Edith og dóttur hennar Elisabeth. Lísa hefur sennilega verið sjö ára og ég á svipuðum aldri. Ég kunni ekki norsku og Lísa kunni ekki ís- lensku, en mamma kom okkur saman. Best man ég eftir Lísu og hundinum Veslu, sem varnaði mér útgöngu í minni fyrstu heimsókn. Vesla var hvítur terrier en tenn- urnar í henni voru enn hvítari en hún sjálf og sýndi hún mér þær óspart, ef ég svo mikið sem nálg- aðist dyrnar. Ég tilkynnti mömmu að þangað færi ég aldrei aftur að leika við þessa norsku stelpu. Mamma sýndi mér fram á hvað þetta væri mikið góðverk, þar sem Lísa kynni ekki málið og þyrfti að læra og eina leiðin væri að leika við hana og þannig myndi hún læra, auk þess væri hún einmana. Ég setti upp skilyrði og það var að hún sigaði ekki hundinum á mig. Vinskapur tókst með okkur og fékk ég að njóta góðs af ýmsu, svo sem bílferðum út úr bænum, svo sem í Þrastarlund. í þá daga voru bílar í fárra eigu og þótti mikið sport að komast í slíkar ferðir. Einnig man ég hvað ég var montin af, að vera með þeim hjón- unum, þau voru svo glæsileg og bíllinn svo hreinn og fínn. Gestrisni Herlufs og Ediths var einstök. Oft var ég ein eða með foreldrum mínum, þeirra gestur í Lundarhólmanum í Lundar- reykjadal, en þar höfðu þau byggt veglegan sumarbústað. Pabbi dró ekki fáa laxana úr Grímsánni, sem umlukti „Hólmann". Mamma sat þá að hannyrðum og naut þess að þurfa ekki að stjórna neinu né neinum, og vera bara gestur, og setjast að veisluborði í öll mál án þess að þurfa að hafa fyrir. Við Lísa riðum út um allar sveitir og fórum á sveitaböll þegar okkur var sleppt og höfðum aldur til. Á kvöldin var oft yljað sér við arininn og man ég eftir að pabbi og Herluf sögðu sannar drauga- sögur, sem ég kann ennþá. Ég held þeir hafi verið að bjóða hvorn annan út. Stundum vorum við öll boðin að Lundi, en það voru pabbi og mamma og við fimm. Ég man þó ekki eftir að við værum öll í einu, í sama skiptið. Mamma og Herluf voru syst- kinabörn, eða móðir Herlufs, Guð- rún, og Kjartan afi minn, faðir mömmu, voru systkini. Guðrún var eina systirin, margra bræðra, dóttir Þorkels prests á Staðar-stað á Snæfells- nesi. I föðurætt var Herluf kominn af merku dönsku dugnaðar- og kaup- sýslufólki, sem rak verslun í Hólminum í tvo ættliði, en afi Herlufs, Holger, var þó kvæntur íslenskri konu, Valgerði kaup- konu, sem má þakka það að Clau- senarnir eru nú orðnir íslenskir. Aftur á móti voru pabbi og Herluf í einhverju bauki í sambandi við Pappírspokagerðina. Herluf var mikill athafna- og umsvifamaður. Hann átti, og rak alls konar fyrir- tæki, svo sem húsgagnaverslun, Lakkrísgerðina og Pappírspoka- gerðina. Einnig lét hann íþróttamál sig miklu skipta. Var sannur „Frammari" og studdi L.H. Múller til að reisa „Skíðaskálann". Þang- að fór ég margar ferðirnar með Fædd 14. ágúst 1902 Dáin 2. júlí 1982 Kristín andaðist 2. júlí sl. í Landspítalanum eftir margra ára heilsuleysi. Hún var fædd í ágúst 1902 í Reykjavík, dóttir Pálma Péturs Sigurðssonar og seinni konu hans, Sigríðar Ásbjarnardóttur, Grett- isgötu 41. Hún var skírð Kristín Sigurlilja Pálína Petrína, en notaði bara Kristínar nafnið. Hún hlaut ágæta menntun að þeirra tíma sið og var síðan í húsi landshöfðingja um eins árs skeið. Enda var hún mikil kunnáttukona um matargerð og hannyrðir. 1. júlí 1922 giftist hún unnusta sínum Jóni Guðmundssyni, versl- Lísu og þeim hjónunum, ef ekki á skíði, þá til að fá þar góðgerðir. Að láta sér detta í hug og fram- kvæma það að byggja upp jörðina Lund af stórhug og reisn, eins og eðli Herlufs var, og reka býlið í 10 ár, án þess að hafa nokkurn tíma komið nálægt búskap, sannar bjartsýni Herlufs. Ég man að pabbi hafði gaman af að spyrja: „Hvað hefur þú þær margar mjólkandi núna?“ en hann átti auðvitað við beljurnar. Pabbi fékk aldrei ákveðin svör, en eitthvað á þessa leið: „Þær verða fimmtán næsta vor,“ svaraði áhugamaðurinn Herluf. Svo fór að Herluf seldi jörðina Lund, eftir að hafa reynt ýmislegt í sambandi við rekstur hennar, svo sem hús- unarstjóra hjá Zimsen. Þau eign- uðust tvo syni. Pálmi fæddist 1925, en hann var sjúklingur alla ævi sína og lést fyrir u.þ.b. tíu ár- um. Guðmundur fæddist 1929 og lifir hann móður sína. Kristín var ákaflega glæsileg kona og alla sína tíð hélt hún tryggð við íslenska búninginn. Við minnumst þess barnabörnin, hve okkur þótti amma falleg þegar hún var búin að klæða sig upp. Margt sinnið sátum við systurn- ar hjá henni, önnur okkar eða báð- ar og spjölluðum um gamla daga og höfðum allar jafngaman af. Við systurnar minnumst hennar með hlýju og þakklæti fyrir allt, sem hún gerði fyrir okkur um dag- ana. bruna, en Hólmanum héldu þau hjónin og dvöldu æ sumarlangt við skógrækt, laxveiðar og frið fram í háan aldur. Þau töldu ekki eftir sér langa keyrslu um Hvalfjörð, þótt þau þyrftu að skreppa upp eftir, eða í bæinn. Enginn býr til eins góðar marsi- pantertur og rúnstykki með geit- arosti og frú Clausen, og kom það fyrir að mér varð óglatt á eftir súkkulaði-drykk með þeyttum rjóma og tertuát hvort sem var á Lundinum eða inni á Hofteig. Ég kunni mér ekki magamál. Við Lísa höfum oft brallað ým- islegt á lífsleiðinni. Það var ekki alltaf auðvelt að vera okkar for- eldri, en þar höfum við báðar verið einstaklega heppnar. Herluf reyndist Lísu betur en besti faðir. Son Lísu, Herluf Grúber ólu þau hjónin upp. Hann er nú fulltiða maður. Herluf átti einkason frá fyrra hjónabandi, var kvæntur Láru Siggeirsdóttur, Holger Clausen, er andaðist fyrir aldur fram, fyrir einum tveim árum. íslensk gest- risni gengur í erfðir, og er mér kunnugt um gestrisni Holgers og konu hans á meðan þau bjuggu í Kaupmannahöfn. Eins á ég alltaf athvarf hjá Lísu, þegar ég er á Islandi, en ég hef verið búsett er- lendis í ein tuttugu ár. Samrýnd- ari hjónum en Herluf og Edith hef ég ekki kynnst. Ég votta henni sérstaklega mína samúð og allri hans fjölskyldu. í Houston, í júní H.G.A. Alveg fram til þess síðasta var hún alltaf jafn glöð að sjá okkur þó heilsan væri orðin bágborin. Megi amma hvíla í friði. Auöur Eir og Helga Kristín Kristín Pálma- dóttir - Minning Krókur á móti bragói - ssS a t>e»r F®s* í hliómplö*uv um »and aWt. erzlunum „Faróu í friði, frióur (íuóh þig blessi, hafóu þokk fyrir allt og allt.“ Ragnheiður Lára og Trausti FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.