Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 19 35 þús. eintök Ferðahandbók- arinnar runnu út á 10 dögum BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefur gefið út að tilhlutan og í samvinnu við Ferðamála- ráð íslands Ferðahandbókina. Hún er gefin út í 35 þúsund eintökum og er hún 272 lit- prentaðar síður. Blókin er látin af hendi ókeypis og þessi 35 þúsund eintök runnu út á 10 til 12 dögum. „Ég verð að viðurkenna," sagði Örlygur Hálfdanarson, bókaútgef- andi í samtali við Morgunblaðið, „að ég bjóst við að það tæki lengri tíma að upplagið „seldist upp“. Að vísu hefur hluti upplagsins farið utan, utanríkisráðuneytið hefur fengið bækur og sent til allra sendiráðanna og til ræðismanna ísiands erlendis, ennfremur hafa Ferðaskrifstofa ríkisins og Flug- leiðir fengið eintök af bókinni." Örlygur kvað bókin gefna út í þeim tilgangi, að örva Islendinga til þess að ferðast um landið sitt og er i bókina safnað saman upp- lýsingum á einn stað, sem til þessa hefur verið dreift á fleiri staði. Ferðahandbókin var síðast gefin út fyrir 10 árum. Ritstjóri þessar- ar nýju útgáfu, sem er aukin að efni frá fyrri útgáfum, er Birna G. Bjarnleifsdóttir, sem verið hefur formaður Félags leiðsögumanna og á nú sæti í Ferðamálaráði. í bókinni er landinu skipt í ákveðna hluta, kort birt af þeim, en síðan er lýst öllum byggðarkjörnum og kaupstöðum með kortum, sögu- legum staðreyndum og þjónustu- legum. Þannig er hvert byggðar- lag tekið fyrir og því lýst. I lok hvers kafla er samantekt yfir hvert svæði. Texti bókarinnar er bæði á íslenzku og ensku. Forsiða Ferðahandbókarinnar. VARIST Jhr SLYSIN! SsL 1 4 9 g **:«•*« **■*> T_ X J£ * *.-**«. \ ->i; * '•«'••• • ::>!:>í> *mr- « -■ ÚT ER komið veggspjald á vegum Slysavarnafélags fslands, Landssambands veiðifélaga, Landssambands stangarveiðimanna, Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda. A spjaldinu er öðru megin mynd, en hinu megin tíu heilræði um notkun báta við ár og vötn, sem Slysa- varnafélag fslands hefur dreift undanfarin ár. í fréttatilkynningu frá SVFÍ þar sem veggspjaldið er kynnt, segir: „Myndin sýnir afleiðingar þess, þegar Bakkus hefur tekið völdin um borð í bát, en þá vilja varúðarreglur vera fljótar að gleymast. Reglurnar tíu um hvernig skuli haga sér við ár og vötn eru aldrei of oft kynntar. Nú er tími veiðiferða og siglinga. Þá eru margir, sem í fyrsta sinn nota bát eða eru litt vanir þeir farkostum. Alltof oft hafa orðið hörmuleg slys af þeim sökum og verður aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að fara með varúð. Ofangreind félög munu dreifa veggspjaldinu á næstu dögum í trausti þess að boð þess bjargi einhverjum mannslífum. Kjörorðið er: Aldrei slys við ár og vötn. Airport SOS sýnd í Nýja bíói í Keflavík NÝJA bíó i Keflavík hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni „Airport SOS“, sem að sögn bíósins er æsispennandi mynd frá The Fanfare Corporation í Hollywood og fjallar um flugrán á Boeing-þotu. I myndinni svífast ræn- ingjarnir einskis, svo sem í hinum tíðu flugránum veruleikans. Aðalhlutverk í myndinni leika Adam Roarke, Neville Brand, Jay Robinson og Lynn Borden. Handrit er eftir Paul Lewis og leikstjóri er Barry Pollack. Framleiðandi mynd- arinnar er Bruce Logan. Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaöi, hjólhýsi og báta. Atlas hf Armúla 7. - Sími 267a5. I'óslhólf 45)3 - Rcykjavík. íbúðir aldraðra Hafnarfirði Hjónaíbúö í húsum aldraöra á Sólvangssvæöinu er laus til umsóknar. Rétt til aö taka íbúöina á leigu hafa ellilífeyrisþegar og öryrkjar, sem haft hafa aö minnsta kosti 7 ára búsetu í Hafnarfirði undanfarið. Umsóknum sé komiö til forstjóra Sólvangs. HADEGI Sýnishorn af matseðli vikunnar: Laxasúpa Salat Grillsteiktur steinbítur _______í dillsósu_____ Verð kr. 80. ARMARHÓLL Hvíldarstaðurí hádegi.höll að kveldi. Til sölu Hino KB árgerö 1978, ekinn aðeins 60 þús. km. Bifreiöin er meö Sindra-palli og 2VÍ tonna Hercules-krana. Athugiö: 6 mánaöa ábyrgö fylgir bílnum frá kaupdegi. BÍLABORG HF Véladeild Smiöshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.