Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 29 • Hvað er nú þetta? Jú þetta eni V-Þjóðverjar að fagna marki Klaus Fischer. En mark Fischers færði Þjóðverjum sigur gegn Spáni 2—1. Þessi sigur nægði tii þess að liðið komst í 4ra liða úrslitin. En hvar skildi nú Klaus litli vera. Jú hann er neðstur í þessari leikmannahrúgu. Kaltz er lengst til v. Síðan má sjá Hans Peter Briegel, þá Littbarski, Uli Stileke liggur í orðsins fyllstu merkingu ofan á Klaus og faðmar hann að sér. Já það er ekki að ástæðulausu að oft eru menn hræddir við að þeir leikmenn sem skora mörkin verði fyrir meiðslum er félagarnir fagna marki þeirra. Skotfastasti leikmaður HM-keppninnar að þessu sinni er Brasilíumaðurinn Eder. Hann spark- ar tuðrunni með 175 km. hraða á klukkustund, þegar best lætur. Andy Bell, skoskur knattspyrnu- aödáandi ákvað að verða eftir á Spáni þó skoska landsliðið dytti úr keppninni. „Ekkert liðanna er jafn gott og Skotland," segir bjallan, sem fylgdist með milliriðli Brasilíu, en Skotarnir voru einmitt í sama for- riðli og þeir. Hann fór til Argentínu fyrir fjórum árum á HM, og hefur síðan verið að safna fyrir ferðinni til Spánar. Edson Arantes Do Nascimento er hæstlaunaðasti starfsmaðurinn á HM á Spáni. Edson þennan kannast flestir betur við sem Pele, en hann starfar sem sjónvarpsfréttamður á keppninni. Herma fregnir að hann fái um eina miljón dollara fyrir sinn snúð og er það mun meira en nokk- ur leikmaður í keppninni hefur í laun. Þýska landsliðið fær ekki alls staðar mikið hól fyrir að hafa sigrað Spánverjana á dögunum. Franska blaðið Le Libero sagði: „Spánverj- arnir duttu úr keppninni, i fyrsta leiknum sem þeir fengu enga hjálp frá dómaranum, þannig að Þjóðverj- arnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að sigra þá.“ James Prior, írlandsmálaráðherra í stjórn Tatchers á Englandi, hefúr HM-punktar ákveðið að verðlauna Norður-írana fyrir góða frammistöðu á Spáni. Munu þeir fá eina miljón sterlings- punda til að endurbæta heimavöll sinn, Windsor Park. En Linfield, lið- ið sem brúkar völlinn dags daglega, tekur aldrei kaþólikka í lið sitt, og eru margir slíkir í norður-irska lið- inu, þannig að búist er við einhverj- um deilum í sambandi við þetta mál. Já, trúarbragðastríðið kcmur víða við, jafnvel í jafn friðsamlegu máli og breytingum á knattspyrnuvelli. Hermann Neuberger, varaformað- ur FIFA og formaður skipulags- nefndar HM-keppninar, er ekki ánægður með að hafa 24 lið í úrslita- keppninni. Hann segir að meðal- mennskan ráði ríkjum í knattspyrn- unni í keppninni nú og vill hann breyta þessu þegar í stað, og hafa aðeins 16 lið í næstu úrslitakeppni, eins og áður var. Er argentínska landsliðið fór heim á dögunum, urðu leikmennirnir að greiða alls 18.000 dollara i yfirvigt af farangri sínum. Sigur ítala hefði ekki þurft að koma jafn mikið á óvart og raun bar vitni. Liðin höfðu nefnilega mæst fjórum sinnum áður í Evrópu, og ftalir alltaf farið með sigur af hólmi. Brassarnir hafa aftur á móti alltaf sigrað, er leikið hefur verið í Suður- Ameríku. Fyrir leikina í gær höfðu verið skoruð 129 mörk í keppninni á Spáni. Að meðaltali eru það 2,96 mörk í leik. 355 HM-leikir hafa farið fram síðan 1930, og skoruð í þeim 1.179 mörk, sem eru 3,32 mörk í leik. Meðaltalið hefur því aðeins lækkað á Spáni, en fyrir keppnina var það 3,41 mark í leik. Paulo Rossi varð fjórði leikmaður- inn til að skora þrjú mörk í leik, er hann vann það afrek gegn Brasilíu á dögunum. Hinir voru Karl-Heinz Kummenigge, Laszlo Kiss og Zbigni- ew Boniek, sem skoruðu gegn Chile, El Salvador og Belgíu. Lykti úrslitaleiknum i Madrid á sunnudaginn með jafntefli, verður framlengt um 2 x 15 mínútur. Verði staðan enn jöfn þá, verður annar leikur næstkomandi þriðjudag. Endi sá leikur einnig með jafntefli, verður aftur framlengt um 2 x 15 mínútur, og ef ekki hafa fengist úrslit eftir það, fer fram vítaspyrnukeppni þar til annað liðið sigrar. • Opna Gr-mótið í golfi fór fram um síðustu helgi. Þátttakendur 1 mótinu voru 140 talsins. Mikið var af góðum verðlaunum, og hlutu um 50 keppendur verðlaun. Geir Svansson vann ferð til Bandaríkjanna fyrir að vera næstur holu á 2. braut. En kúla hans stoppaði 2,37 m frá holu. Á myndinni hér að ofan má sjá golfhópinn sem vann til verðlauna í keppninni. Þess má geta að fjórir bræður voru á meðal fyrstu fimm paranna í keppninni. Úrslit í keppninni urðu þessi: 1. sæti 80 punkUr Ragnar Ólafsson/ Kristinn Ólafsson. 2. sæti 79 punkUr Björn Morthens/ Hörður Morthens. 3. sæti 79 punkUr Einar L. Þórisson/ Arnar Guðmundsson. 4. sæti 77 punkUr Reynir Þorsteinsson/ Þorsteinn Þorsteinsson. 5. sæti 77 punkUr Óskar Sæmundsson/ Stefán Sæmundsson. Næstur holu á 2. braut 0,58 m Magnús Steinþórsson. Næst holu á 6. braut 1,20 m Guðrún Eiríksdóttir. Næstur holu á 11. braut 1,10 m Hákon Guðmundsson. Næstur holu á 17. braut 1,67 m Einar L. Þórisson. Lengsta teighögg á 18. braut 236 m. Björgvin Þorsteinsson. Frakkland: Leiðar eiginkonur FRAM kom í skoðanakönnun sem gerð var i Frakklandi, að um 800.000 eiginkonur þar í landi eru svo leiðar vegna beinna útsendinga frá heims- meisUrakeppninni á Spáni, að þær yfirgefa heimili sín meðan á útsend- ingu stendur. En 35% karla þeirra eru ákaf- lega fegnir að þær skuli fara, því þeim finnst miklu skemmtilegra að horfa á leikina einir. Einnig kom fram að 52% kvenna finnst að allt of mikið hafi verið sýnt frá keppninni, og 15% sögðu að út- sendingarnar hefðu orsakað hjónaerjur heima fyrir. Skoðanakönnunin tók til 559 hjóna í landinu og voru um 6% kvennanna sem sögðust fara að heiman meðan leikirnir væru í sjónvarpinu. Ef tölur þessar eru marktækar, eru það um 800.000 konur í öllu landinu, eins og áður kemur fram. 30% kvennanna sagðist þurfa að breyta venjum sínum í sam- bandi við sjónvarpsgláp svo karl- arnir gætu horft á leikina, en 18% karlanna sögðust þurfa að láta í minni pokannfí Frakklandi eru - auðvitað fleiri en 1 rás). Þeir sem tapa þó mest á þessu öllu saman eru eigendur kaffi- og veitingahúsa og leik- og kvik- myndahúsa. 8% þeirra sem spurð- ir voru (karlar og konur) sögðust fara sjaldnar út meðan á HM- keppninni stæði. I landinu öllu yrðu það þrjár milljónir raanna. Opið mót í golfi á Akureyri um helgina SAAB-Toyota mótið í golfi verður haldið á Akureyri á laugardag og sunnudag. Er þetta opið mót, og leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Einhverra hluta vegna var mót þetta ranglega dagsett í mótabók golfmanna og leiðréttist það hér með. Ýmis góð aukaverðlaun verða veitt, t.d. fyrir holu i höggi og að slá næst holu, svo eitthvað sé nefnt. Þátttaka tilkynnist í Golfskálann á Akureyri. Meistaramót íslands í sundi hefst í dag MEISTARAMÓT íslands í sundi fer fram um næstu helgi i sundlaugun- um í Laugardal. Keppendur á mót- inu verða rúmlega eitt hundrað frá níu félögum. Flestir frá Ægi eða 36 talsins. Keppni hefst á föstudags- kvöld með keppni í 1.500 m skrið- sundi karla. 800 m skriðsundi kvenna og 400 m bringusundi karla. Gylffi sigraði á Coca Gola-mótinu í Eyjum COCA-COLA-mótið í golfi var haldið í Vestmannaeyjum um síðustu helgi og voru þátttakendur 31. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Gylfi Garðarsson sigraði án for- gjafar á 149 höggum, Sigbjörn Oskarsson varð annar á 150 högg- um og þriðji maður, Haraldur Júlíusson, sló 151 högg. Með forgjöf varð hlutskarpastur Sigurjón Adolfsson á 141 höggi. Gylfi Garðarsson var á jafn mörg- um höggum en Sigurjón hafði bet- ur í úrslitakeppni milli þeirra. Si- gbjörn Óskarsson varð þriðji á 142 höggum. Þeir sem voru næst holu á 2. og 7. braut báða dagana, þurfa ekki að kveljast af þorsta á næstunni, ef að líkum lætur, því þeir fengu kassa af Kók með sér heim, og einn þeirra, Elvar Skarphéðins- son, nældi sér í tvo slíka. Efstu menn í Coca-Cola-keppninni í Eyjum um helgina. Stórgott langstökk Kristjáns Harðar KRISTJÁN Harðarson, langstökkv- arinn ungi og efnilegi, stökk lengra en nokkru sinni fyrr á móti á Laugardalsvelli, 7,36 metra. Kristján stökk lengst 7,12 metra í fyrra, en meðvindur var of mikill til að árang- urinn fáist staðfestur sem nýtt unglingamet. Kristján er 18 ára gamall, og á því eflaust mikla framtíð fyrir sér í langstökkinu. Hann stökk 7,36 í síðustu umferð, en átti einnig 7,24 og 7,12 metra stökk. Annar í keppninni var Jón Oddsson, sem stökk 7,17 metra. Hann átti einnig 7,14 og 7,15 metra stökk í keppninni. Árangur Jóns er ágætur þar sem hann hef- ur fyrst og fremst lagt stund á knattspyrnu í sumar, frjáls- íþróttaæfingar hafa verið í lág- marki hjá honum að sinni. Aðalfundur hjá FH Aðalfundur handknattleiksdeildar FH verður haldinn 16. júlí kl. 20.30. — Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.