Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 flliregpisitliffifrUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mónuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Sjálfsögð persónuvernd Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, gerir glögga grein fyrir reglum Hagstofu íslands um notkun þjóðskrár hér í blaðinu' í gær. Hagstofustjóri drepur sérstaklega á notkun skrárinnar til dreifingar á happdrættismiðum í fjáröflunarskyni. Hann segir réttilega, að slík notkun sé umdeilanlegt mál, og það eins þótt einvörðungu viður- kenndar velferðarstofnanir njóti þessarar þjónustu. Nú njóta Krabbameinsfélagið, Geðverndarfélag Islands, Hjartavernd og Styrktarfélag vangefinna fyrirgreiðslu þjóðskrár við fjáröflun og auk þess hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra aðgang að símnotendaskrá í fjáröflun- arskyni. Fimm aðilar njóta sem sé þessarar þjónustu og höfðu þeir allir fengið aðgang að henni fyrir 1975. Á árinu 1975, í ráðherratíð Geirs Hallgrímssonar, mótaði Hagstof- an þá reglu, að gætt yrði hófs í sambandi við útskrift nafna og heimilisfanga til dreifingar á happdrættismiðum. í samræmi við það hefur á undanförnum 6 árum enginn nýr aðili bæst í hóp þeirra fimm félaga sem áður eru talin. Ekki fer á milli mála að sú regla Hagstofu Islands sem hér hefur verið lýst er rétt. Mönnum er skylt að gefa opinberum aðilum nauðsynlegar upplýsingar til að þjóð- skráin sé í eðlilegu horfi miðað við venjuleg og takmörkuð not opinberra aðila. Almenningur á ekki að þurfa að sæta því, að þessar upplýsingar séu notaðar til að íþyngja hon- um. Hér er alls ekki verið að leggja til, að afnuminn verði réttur þeirra fimm félaga sem að ofan eru talin til að hagnýta sér þjóðskrána og opinberar tölvuskrár aðrar með þeim hætti sem þegar hefur verið heimilað. Öll sinna þessi félög óumdeildum velferðarmálum, er snerta hagsmuni allra landsmanna og þar með allra sem eiga nafn sitt í þjóðskránni. Hitt er ljóst, að ekki er ástæða til að ganga nær almenningi með þessum hætti en þegar hefur verið gert og það yrði til að spilla fyrir þessu formi fjáröflunar .ef aðgangur að þjóðskránni til þessara nota væri öllum opinn. Af því mundu leiða minni tekjur og þar með sam- dráttur nema tekjutap yrði bætt til dæmis með almennri skattheimtu. Lengi hefur verið til umræðu hér á landi að setja lög um tölvuunnar upplýsingar og persónuvernd. Sjálfsagt er, að löggjafinn fjalli um rétt einstaklingsins í þessu efni og verndi hann eins og frekast er kostur. I því efni verður hið sama að gilda um opinbera aðila og einkaaðila. Hagstofa íslands hefur þó mótað sér skynsamlegar reglur um notk- un þeirra upplýsinga sem hún ræður yfir án lagafyrir- mæla. í þessu máli skipta fyrirmæli að ofan ekki mestu heldur skynsamleg varkárni þeirra sem trúað er fyrir við- kvæmum upplýsingum — hin sjálfsagða persónuvernd verður ávallt best tryggð með eðlilegri virðingu fyrir rétti einstaklingsins. Ríkisútvarpið og framsókn Amiðstjórnarfundi framsóknarmanna í mars síðastliðn- um sömdu þeir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tím- ans, og Helgi H. Jónsson, fréttamaður á útvarpinu, ályktun um utanríkismál, sem Ólafur Jóhannesson sagði að væri „hugsunarlaus". Eftir að Þórarinn Þórarinsson hafði glutr- að niður málstað framsóknarmanna vegna samningsins um efnahagssamvinnu við Sovétríkin, reyndi Helgi H. Jónsson að bæta um betur í fréttatíma útvarpsins í hádeg- inu á miðvikudag, þegar hann ræddi við Ólaf G. Einarsson á framsóknarforsendum. Og á miðvikudagskvöldið reyndi annar framsóknarmaður hjá Ríkisútvarpinu enn að bæta hlut flokks síns með framsóknarspurningum til Geirs Hallgrímssonar. í báðum tilvikum mistókst aðför fram- sóknarmannanna. Hins vegar er óþarft, að þeim líðist að lækka þannig risið á Ríkisútvarpinu, þótt flokkur þeirra standi höllum fæti. 80 hross til sölu — fjórir verðflokkar 10 til 30 þúsund kr. Varmahlíð 8. júlí frá blaðamanni Mbl. Hildi Kinarsdóttur. ALDREI hefur annað eins úrval hesta verið samankomið á einum stað, að því er Sveinn Guðmundsson, formað- ur framkvæmdanefndar landsmótsins að Vindheimamelum, tjáði okkur. I*egar eru komnir á annað þúsund hestar á Vindheimamela og búast má við meiri fjölda eftir því sem líða tek- ur á mótið, en það hófst sl. þriðjudag, og lýkur nk. sunnudag. Mannfjöldinn er lika orðinn nokkur, en þegar er komnið á þriðja þúsund manns, en aðstaða er á mótssvæðinu fyrir um 1520 manns. Hér starfar fjöldinn allur af fólki eða milli 800—900 manns við hin ýmsu þjónustustörf við gesti mót- sins, knapar sem taka þátt í landsmót- inu eru 300—400 hundruð. Og er því hér um eitt hið stærsta mót sinnar tegundar, að ræða. Veðrið hefur verið afar hagstætt fyrir þá keppni, sem hér fer fram, það hefur verið hlýtt, en gengið öðru hverju á með smá skúrum, en sólin gægst fram, þess á milli. Eru brautirnar því mjúkar og ryklausar og aðstæður eins og best verður á kosið. Að því er Björn Sigurðsson löggæslumaður tjáði okkur, hefur allt gengið áfallalaust á svæðinu, og í nágrenni þess og kvað hann stemmninguna góða og í anda hestamanna, sagðist hann ekki bú- ast við neinni bindindishátíð en séð yrði um að vín yrði ekki til vand- ræða. Úr öllum landshornum streyma nú hestamenn á landsmót- ið á Vindheimamelum, bæði ríðandi og akandi. Þeir sem lengst eru að komnir eru 21 Vestfirðingur, menn og konur með 68 hross. Þau hafa farið um 600 km leið á hestum sín- um og hefur förin tekið þau 9 daga. Fólkið er frá Bolungarvík, ísafirði, Súgandafirði og einhverjir bættust í hópinn í Gilsfirði. Gekk ferðin afar vel hjá fólkinu sem kom á móts- svæðið í gær. Sagðist það hafa farið stuttar dagleiðir, því ekkert lá á, auk þess sem leita þurfti góðra haga á hverjum gististað. Flest fólkið svaf á Edduhótelum, að auki var í förinni rúta þar sem það gat hvílt sig. Tvenn hjón frá Bolungarvík, höfðu þó innréttað gamlan mjólk- urbíl, þar sem þau höfðu svefn- og eldunaraðstöðu og meira að segja ísskáp í bílnum. Sagði ferðafólkið að veðrið hefði verið milt og hlýtt á leiðinni, en öðru hvoru hefði rignt svolítið. Bændur í ýmsum þeim sveitum, sem Vestfirðingarnir fóru um, riðu með ferðafólkinu eitthvað á leið og vísuðu því veginn ef þess þurfti með. Töluverður áhugi virðist vera fyrir þeim 80 hrossum sem eru til sölu á landsmótinu á Vindheima- melum. Er hér um að ræða hross, sem eru innan við 9 vetra og eru þetta góðir reiðhestar, að því er Arni Magnússon frá Akureyri tjáði okkur, en hann ásamt Hreini Jó- hannssyni, Varmalæk, og Birni Sveinbjörnssyni, Hafsteinsstöðum, sjá um sölu og sýningu á hrossunum fyrir hönd mótsstjórnarinnar. Hest- arnir eru hvaðanæva að af landinu, og hefur þeim verið skipt niður í 4 verðflokka, og er verðið frá 10 þús- und og upp í 30 þúsund kr. og ef til vill verða einhverjir þeirra seldir eitthvað dýrara. Evrópumótió á Landsmóti hestamanna: Reynir og Sigurbjörn ke| UM SJÖLEYTIÐ í kvöld, drógu keppendur í Evrópumót- inu svokallaða, um hesta til að keppa á. Fengu keppendur hestana afhenta klukkustund áður en keppnin hófst. Fyrir íslands hönd keppa, Reynir Aöalsteinsson og Sigurbjörn Bárðarson, en alls eru kepp- endur frá níu löndum. Fyrir hönd Austurríkis keppa Jóhannes Hyos og Beadinac Matschy, fyrir Danmörku keppa Sven Sivertsen og Ofe Larsen, fyrir Noreg keppa Unn Hroghen og Bent Skugeholm, hollensku keppendurnir eru Marjolein Diep- en og Sandra Nieuwenijk, frá Sviss eru Marietta Maissen og Johnny Zigerlig, frá Svíþjóð Lindgren og Mech, fyrir Frakk- lands hönd Penny Prautmann og Anton Crivello og frá Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.