Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 Mest spennandi leikur í sögu heimsmeistarakeppninnar • Zico fagnar sigri Brasilíu yfir Argentínu á dögunum. Hann og félagar hans fengu góðar móttökur er þeir komu til Rio. Zico þótti sýna mikla snilli í HM-keppninni og ekki er ólíklegt að hann verði kjörinn leikmaður HM-keppninnar þrátt fyrir að lið hans hafi fallið fyrr úr keppninni en nokkur átti von á. leið og Battison skaut og var hann borinn útaf vellinum á börum, töluvert meiddur. Christian Lopez kom inn fyrir hann. Frakkar yfirspiluðu Þjóðverj- ana með hinu létta og nákvæma spili sínu og voru áhorfendur vel með á nótunum og hvöttu þá óspart. Platini vildi fá vítaspyrnu er hann datt í teignum en dómar- inn dæmdi ekki. En Þjóðvarjarnir áttu hættu- legar skyndisóknir og þurfti Ett- ori að taka á honum stóra sínum til að verja frá Dremmler á 71. mínútu. Tveimur mímítum síðar kom „skrímslið" Horst Hrubesch inn á hjá Þjóðverjunum í stað Magath. Frakkarnir sóttu meira en sköp- uðu sér ekki hættuleg færi, og voru það Þjóðverjarnir sem fengu næsta hættulega færi. Fischer og Littbarski voru í ágætu færi en náðu hvorugur boltanum. Aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok sluppu Þjóðverjar sannarlega með skrekkinn. Amor- os átti þrumuskot á þýska markið en boltinn small í þverslánni, hrökk síðan til Didier Six en hann skaut langt framhjá. Þá var komið að Þjóðverjum, þeir brunuðu fram og kom Ettori markvörður út á móti Breitner en náði ekki að halda boltanum og sló hann síðan naumlega í horn áður en Fischer gat skorað. Söguleg framlenging. Leikurinn endaði svona eins og áð- ur segir og eftir aðeins tvær mín- útur af framlengingunni tókst Tresor að koma Frökkum yfir. Giresse tók þá aukaspyrnu og sendi inn á vítateiginn. Tresor var fyrstur að boltanum og þrumaði honum upp undir þaknetið. Tveimur mínútum síðar kom Rummenigge loksins inn á hjá Þjóðverjum. Þrátt fyrir það voru það Frakk- ar sem skoruðu aftur eftir 9 mín. Giresse skoraði með glæsilegu vinstri fótar skoti rétt innan teigsins eftir sendingu frá Six. Á 13. mínútu framlengingarinnar skoraði svo Rummenigge annað mark Þjóðverjanna og sitt fimmta í keppninni. Littbarski gaf fyrir og Rummenigge skoraði örugglega af stuttu færi. Frakkar reyndu allt hvað þeir gátu til að halda forystunni en það tókst ekki. Á 18. mínútu náði Þjóðverjar unnu Frakka í vítaspyrnukeppni Vestur-Þjóóverjar tryggðu sér rétt til að leika í úrslitaleik _ heims- meistarakcppninnar gegn Ítalíu á sunnudaginn, er liðið lagði Frakk- land að velli í Sevilla í gærkvöldi. I,cikurinn var hreint og beint stór- kostlegur og að dómi fréttaskýrenda sá langmest spennandi í sögu heims- meistarakeppninnar. Voru Frakkar mjög óheppnir að vinna ekki leikinn því þéir yfirspiluðu Þjóðverja lang- tímum saman og voru mun sterkara liðið. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1—1, og var þá fram- lengt í tvisvar sinnum fimmtán mín- útur. Eftir það var staðan jöfn 3—3. Var þá gripið til vitaspyrnukeppni. Þjóðverjarnir voru miklu sterkari fyrstu mínútur leiksins og átti Dremmler skot á markið sem lenti í varnarmanni og fór framhjá. Fyrsta færi Frakka átti Giresse, skot hans lenti í varn- armanni en hann náði boltanum aftur og skaut naumlega framhjá. Stuttu seinna átti Giresse góða sendingu á Platini, en Stielike stal boltanum frá honum á síðustu stundu áður en hann náði að skjóta. Á 15. mínútur felldi Platini Briegel rétt utan teigs og Litt- barski skaut hættulegu skoti í þverslá. Þjóðverjar ná forystu. Fyrsta markið skoruðu Þjóð- verjarnir síðan á 17. mínútu Ett- ori í markinu kom út á móti Fisch- er, sem kom i gegn eftir sendingu frá Breitner. Boltinn hrökk af markmanninum til Littbarski sem skoraði í tómt markið, en hann var rétt innan við vítateigslínuna. Michel Platini jafnaði síðan 1—1 á 28. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Bernard Förster • Frakkinn Michel Platini átti frá- bæran leik gegn Þjóðverjum i gær- kvöldi. hrinti Rochetau og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu þrátt fyrir áköf mótmæli Þjóð- verjanna. Upp úr miðjum hálfleiknum voru tveir Frakkar bókaðir, Gir- esse fyrir að stöðva boltann með höndum og að rífast við dómarann og síðan Genghini fyrir brot á Kaltz. Fjórum mínútum fyrir hálfleik munaði ekki nema hárs- breidd að Platini næði að skora fyrir Frakkland. Rochetau átti góða sendingu á Platini og fór skot hans hárfínt framhjá. Þjóðverjarnir stormuðu síðan fram og sendi Briegel mik- inn þrumufleyg að markinu, en Ettori varði frábærlega vel, með því að slá knöttinn yfir þverslá. Staðan var því eitt mark gegn einu í leikhléi. Eftir aðeins 40 sek. í síðari hálf- leik var Bernd Förster bókaður fyrir brot á Rochetau. Stuttu seinna meiddist Genghini og kom Battiston inn á fyrir hann. Á 54. mínútu skoraði Rochetau fyrir Frakka, en það var dæmt af þar sem hann hafði ýtt mótherja sínum áður en hann skoraði. Þremur mínútum síðar munaði minnstu að Battiston skoraði fyrir Frakkana. Schumacher kom út úr markinu en Battiston náði boltan- um á undan og skaut, en rétt framhjá. Skullu þeir saman um Battiston meðvit- PTTHFTIRTTH NOKKRIR frönsku leikmann- anna grétn sáran eftir leikinn og tveir aðstoðarmenn liðsins urðu að styðja Didier Six út úr bún- ingsberberginu er liðið hélt á brotL Six misnotaði spyrnuna sem kostaði það að liðið komst ekki í úrslitaleikinn. Markvörðurinn Ettori sagði eft- ir leikinn: „Við áttum bara enga krafta eftir á lokamínútunum. Við gerðum mikið af tækni- legum mistökum eftir að hafa verið yfir 3—1. Við lékum of stífan varnarleik í stað þess að pressa áfram á Þjóðverjana. Tresor, miðvörðurinn sterki sagði: „Við gerðum hvað við gátum. Þegar Stielike misnot- aði vítið vorum við vissir um að við myndum vinna. Þetta var bara hræðilega sorglegt." Horst Hrubesch viðurkenndi að Þjóðverjarnir hefðu verið heppnir. Hann sagði:„Við vor- um mjög heppnir, en ég held að við höfum átt sigur skilið þar sem við vorum sterkari í lok leiksins. Franski leikmaðurinn Batt- iston var borinn út af vellinum vegna meiðsla. Var hann fluttur á sjúkrahús og var sagt að hann væri með heilahristing og tvær brotnar tennur. Frakkarnir sögðu eftir leikinn að hann væri enn meðvitundarlaus. • Manfred Kaltz, bakvörðurinn sterki i liði Þjóðverja, skýtur hér á franska markið í leiknum án þess að Gerard Janvion komi vörnum við. Ekki náði hann þó að skora að þessu sinni, en í lokin stóðu Þjóðverjarnir uppi sem sigurvegarar, eftir vítaspyrnukeppni og eftir mest spennandi leik heimsmeistarakeppninnar fyrr og síðar. Fischer að jafna metin. Enn var það Littbarski sem átti heiðurinn að markinu, hann sendi fyrir, Hrubesch nikkaði niður á Fischer sem þrumaði í markið af þriggja metra færi. Jafnt var eftir framlenginguna eins og áður og þá var komið að vítaspyrnukeppninni, og allt að verða vitlaust á vellinum. Byrjað var á því að hvort lið fékk 5 spyrnur. Frakkar skoruðu úr þremur fyrstu vítunum sínum en Þjóðverjar aðeins úr tveimur. Stielike tók þriðja vítið fyrir Þýskaland en Ettori varði. Nægði því Frökkum að skora úr næsta víti og steig Didier Six fram. Scuhmacher gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Urðu liðin jöfn eftir fimm spyrnur, 4—4. Þá voru tekin víti þangað til annað liðið stæði uppi sem sigurvegari, og byrjuðu Frakkar. En Bossis misnotaði sína og síöan skoraði Hrubesch örugg- lega úr sinni spyrnu og tryggði Þjóðverjum sæti í úrslitaleiknum. Frakkarnir miður sín. Frakkar voru alveg í öngum sínum eftir leikinn og létu þeir sig falla í grasið í örvæntingu sinni. Þeir trúðu vart sínum eigin augum. Þeir voru mun betri er Þjóðverj- arnir meiri hluta leiksins, en töp- uðu þrátt fyrir það. Platini átti frábæran leik á miðjunni og spil- uðu Frakkarnir mjög skemmtilega knattspyrnu í leiknum. Þeir áttu ekki skilið að tapa þessum frá- bæra leik en urðu að sætta sig við það engu að síður. Liðin voru þannig skipuð: Þýskaland: Schumacher, Kaltz, Förster, Steilike, Förster, Briegel (Rummenigge á 96. mín.), Dremmler, Breitner, Magath (Hrubesch á 73. mín.), Littbarski, Fischer. Frakkland: Ettori, Amoros, Janvion, Tresor, Bossis, Genghini (Battiston á 49. mín, Lopoez á 57. mín), Tigana, Platini, Giresse, Rochetau, Six. Dómari var Charles Corver frá Hollandi. „Kjúklingur að hætti Waldir Perez“ BRASILÍSKA landsliðið í knatt- spyrnu bélt heimleiðis á miðvikudag- inn og fengu mun betri móttökur en nokkur hafði þorað að vona. Hundr- uð aðdáenda þeirra biðu á flugvell- inum og hylltu liðið. Kallaði lýðurinn „Brasilía, Brasilía" af miklum krafti og einn þeirra veifaði spjaldi með áletruninni: „Það er jafn mikilvægt og að vinna, að bera sig karlmann- lega eftir tap.“ Einn var þó ekki ánægður og tróð sér í átt til leikmannanna með spjald sem á var letrað: „Réttur dagsins: Kjúklingur að hætti Waldir Perez." Það er markvörður Brassanna og þótti hann standa sig illa í keppninni. „Chicken" eða „kjúklingur" nota þeir í Brasilíu yfir lélegan varn- arleik. Lögreglan henti fýlupokan- um með þetta spjald út af svæð- inu. Tele Santana, þjálfari, sagði við komuna, að hann sæi ekki eftir neinu í sambandi við keppnina. Hann sagði, að ef Brasilía ætti að mæta Ítalíu aftur, myndi hann fyrirskipa sömu leikaðferð og áð- ur. Zico sagði um tapið gegn ítaliu: „Þetta var bara ekki okkar dagur. Ég er viss um að örlögin vildu að Brasilía dytti úr keppninni." Enginn fékk þó eins góðar mót- tökur og Falcao, sem leikur með ítalska liðinu Roma. Lýðurinn hyllti hann og söng: „Húrra, húrra! Falcao er kóngurinn." Margir sérfræðingar telja Falc- ao besta leikmann Brassanna í keppninni. Hann sagði að leik- mennirnir væru niðurdregnir „vegna þess að okkur tókst ekki að koma með bikarinn til baka.“ wmammammammmmmmt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.