Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 23 Gífurleg vandræði hjá Air Florida: Ákveðið hefur veriö að leggja 7 vélum af 29 og segja upp hundruðum starfsmanna með haustinu ALLT gengur nú á afturfótunum hjá bandaríska flugfélaginu Air Florida, sem á undanfórnum árum hefur átt ótrúlega hröðu og miklu gengi að gagna. Forstjóri félagsins sagði ný- lega, að ákveðið hefði verið að leggja 7 af 29 flugvélum félagsins á næst- unni og siðan væri óhjákvæmilegt, að segja upp einhverjum hundruða starfsmanna með haustinu. Forstjórinn gat þess ennfremur, að þrátt fyrir þennan niðurskurð á næstunni væri alls ekki séð fyrir endann á vandamálum félagsins. Ef ekki yrði veruleg breyting í rétta átt á næstu mánuðum væri fyrirsjáanlegt, að segja þyrfti upp fleira fólki og leggja eða selja fleiri vélar síðar næsta vetur. A aðeins nokkrum árum hefur Air Florida þróast úr því að vera flugfélag með eina vél í rekstri upp í félag með 29 vélar í rekstri. Sagt hefur verið um Air Florida, að það sé það bandarískt flugfé- laga, þar sem hraðastur uppgang- ur hafi verið á árunum 1978-1980. A fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði félagið 14,7 milljónum doll- ara og á öllu síðasta ári, sem var hið fyrsta í sögunni röngum megin við strikið, ef svo má að orði kom- ast, var tap félagsins um 5,9 millj- ónir dollara. Til samanburðar var hagnaður upp á um 5,7 milljónir dollara á árinu 1980. Því má svo skjóta inn, að það var einmitt Air Florida, sem keypti DC-10 þotu Flugleiða á sín- um tíma. Erlendar stuttfréttir AÐILDARRÍKI OECD, Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu, gáfu um 0,35% af þjóðarframleiðslu sinni í að- stoð við þróunarríkin á síðasta ári, en til samanburðar var þetta hlutfall um 0,38% á ár- inu 1980. Tap Franska bílafyrirtækið Peu- geot tapaði á síðasta ári um 370 milljónum dollara og árið á undan var tap fyrirtækisins um 355 milljónir dollara. Aðal- ástæður þessa eru mikið tap á verksmiðjum fyrirtækisins í Argentínu og Talbot-verksmiðj- um fyrirtækisins í Bretlandi. Vöruskiptajöfnuður í maímánuði var vöruskipta- jöfnuður Bandaríkjamanna neikvæður um 3,29 milljarða dollara. Vöruskiptajöfnuður Vestur-Þjóðverja var hins veg- ar jákvæður um liðlega 800 milljónir þýskra marka. Þá má geta þess, að útflutningur Jap- ana hefur dregizt saman um 6,3% á þessu ári, og innflutn- ingur hins vegar minnkað um 11,1%. Rússsaviðskipti Viðskipti Sovétmanna voru um 17% meiri á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs við hin vestrænu ríki og Japan, en þau voru á sama tíma árið 1981. Aðalástæða þess eru aukin kornkaup Sovétmanna að vest- an. Bandaríkin Leiðandi vísitölur í banda- rísku efnahagslífi hækkuðu í maímánuði þriðja mánuðinn í röð, eftir að þær höfðu staðið í stað eða lækkað um hríð. Hvíta húss-menn segja samdráttinn á enda. Verðbreytingar Mikil hreyfing hefur verið á verði á gulli, silfri, tini og kop- ar á síðustu vikum á alþjóða- markaði, en nú virðist vera að hæjast eitthvað um og stöðug- leiki að færast yfir markaðinn. Playboy tapar Gert er ráð fyrir, að um 35 milljóna dollara tap verði á Playboy-samsteypunni á þessu ári, tn tapið á siðasta ári var í kringum 13,5 milljónir dollara. Boeing-sekt Boei ng-flugvélaverksmiðj - urnar bandarísku hafa verið dæmdar til að greiða 400.000 dollara í sekt vegna villandi upplýsinga, sem fyrirtækið gaf í viðskiptum við banka einn á árunum 1970—1980. Efnt til kynnisferðar til EBE og EFTA í haust SAMTÖKIN Viðskipti og verzlun hafa ákveðið að efna til kynnisferðar til aðalstöðva Efanhagsbandalags Evrópu, EBE, í Bríissel, og Fríverzl- unarsamtaka Evrópu, EFTA, í Genf í september nk. Að sögn Jónínu Michaelsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskipta og verzlun, er þessi ferð skipulögð í samráði við ýmsa aðila, eins og utanríkisráðuneytið, viðskipta- ráðuneytið og sendiráð íslands á viðkomandi stöðum. Fararstjórar verða þau Jónína og Jón Hákon Magnússon. — Það má segja, að megintil- gangur ferðarinnar sé, að gefa mönnum kost á að kynnast starf- semi þessara samtaka og stefnu, sérstaklega í þeim málum, sem skipta íslendinga máli. Möguleiki mun gefast í ferðinni á, að eiga viðræður við forsvarsmenn beggja bandalaganna um starfsemina og þau mál, sem menn vilja fræðast um, sagði Jónína ennfremur. Húshönnun kynnir nýj- ung við einangrun húsa FYRIR nokkru kom á markaðinn hér ný tegund af einangrun og pússningu, sem nota má utan á steinhús, hlaðin hús og timburhús. Steingrímur Sigur- jónsson, hjá Vinnustofunni Húshönnun, sem hefur umboð fyrir þessa nýju einangrun, sagði í samtali við Mbl., að þessi nýja einangrun og pússning væri heppilegt til notkunar hvort heldur um væri að ræða nýbyggingu eða viðgerð á eldri húsum. — Þetta er mjög auðvelt í upp- setningu og ekkert þarf að vinna undirflötinn. Notaðar eru fjórar festingar á hvern fermetra og byrjað er á að setja sérstaklega rakavarða ull upp, en hún getur verið á bilinu 50—125 millimetrar á þykkt. Utan á ullina er sett ryð- frítt galvaniserað sýrhelt stálnet. Utan á stálnetið er síðan sett nokkurs konar millipússning og utan á hana endanleg pússning, sem í er litur, þannig að ónauð- synlegt er að mála húsið á eftir. Fólk velur sér etnfaldlega þann lit sem það kýs og húsið er tilbúið. Það má reyndar skjóta því að, að hægt er að velja um 36 mismun- andi liti. Varðandi þessa yztu pússningu getur fólk valið milli venjulegrar pússningar og pússn- ingar með hraunáferð, sagði Steingrímur Sigurjónsson. Aðspurður um viðhald, sagði Steingrímur að það væri lítið sem ekkert eftir að pússningin væri komin upp. Hins vegar, ef svo illa vill til, að skemmdir koma vegna hnjasks, þá er mjög auðvelt að gera á því bragarbót. Hægt er að skera pússninguna frá þar sem hún er skemmd og pússa að nýju upp í með sama lit. Aðspurður um kostnaðinn sagði Steingrímur Sigurjónsson, að hann væri á bilinu 700—800 krón- ur á fermetra, sem væri mjög hliðstætt því sem gerist með aðrar klæðningar á markaðnum. Þá sagði Steingrímur, að einn af kostunum við þessa gerð af ein- angrun og pússningu, væri sá að hún væri utan á húsunum, sem gerði það að verkum, að vanda- málið í sambandi við kuldabrúnir væri úr sögunni. Dæmi um hús, sem nota mætti hina nýju aðferð við einangrun og pússningu á. Byggingarsjóður ríkisins: Heildarlán á árinu 1980 voru 21.552,3 milljónir Á ÁRINU 1980 komu til greiðslu lán samtals að fjárhæð 21.552,3 milljónir króna úr Byggingar- sjóði ríkisins. Þar af námu al- menn byggingarlán til byggingar fjölskylduíbúða samtals 9.551,2 milljónum króna, eða um 44,32% af útborguðum lánum. Lán til kaupa á eldri íbúðum námu 4.705,1 milljón króna, sem jafngildir um 21,83% af útborguðum lánum sjóðsins. Lán til byggingar leigu- og/eða söluíbúða á vegum sveitarstjórna námu samtals um 3.988,9 milljónum króna á árinu 1980, en það jafngildir um 18,51% af greiðslum sjóðs- ins.: Þá námu lán til ýmissa framkvæmda um 1.373,4 millj- ónum króna, sem jafngildir um 6,37% af útborguðum lán- um. Lán til byggingar fram- kvæmdanefndaríbúða námu samtals 339,3 milljónum króna á árinu 1980, sem er um 1,57% af greiðslum sjóðsins. Lán til byggingar íbúða í verka- mannabústöðum námum sam- tals 1.047,5 milljónum króna, eða um 4,86% útborgaðra lána. Lán til byggingar leiguíbúða fyrir aldraða og öryrkja og lán til vistheimila fyrir aldraða námu samtals 333,7 milljónum króna, sem jagngildir um 1,55% útborgaðra lána. Loks námu lán til nýbyggingar FRÉTTABRÉF Verzlunarráðs ís- lands hefur að undanförnu birt nokkur dæmi úr tollskránni, sem sýna mikið misræmi í tollflokkun. í þessu sambandi hefur Verzlun- arráð Islands leitað til félags- manna sinna. Hér á eftir fara nokkur dæmi úr síðasta frétta- bréfi um ósamræmi í tollflokkun gólfefna: BREZK tryggingarfélög hafa átt í gríðarlegum vandræðum síöustu tvö árin, en á árinu 1980 var Up þeirra nærri 339 milljónum punda, sem samsvarar um 680 milljónum ís- lenzkra króna, en á síðasta ári var tap þeirra í kringum 613 milljónir punda, sem samsvarar liðlega 1,22 milljörðum íslenzkra króna. Talsmenn sambands trygg- ingarfélaganna segja, að allar lík- ur bendi til þess, að árið í ár verði íbúða í stað heilsuspillandi húsnæðis samtals 213,2 millj- ónum króna, eða um 0,99% út- borgaðra lána á árinu 1980. Teppi, 28% aðflutningsgjöld. Keramik.flísar með glerungi 67% aðflutningsgjöld. Harðviðarparkett, 3% aðflutn- ingsgjöld. Korkflísar, 67% aðflutnings- gjöld. Steinflísar úr náttúruefnum, 3% aðflutningsgjöld. jafnvel enn verra en það síðasta, sem var það versta í sögunni. Segja þeir aðalástæðuna vera slæm veður á síðasta vetri. Talsmennirnir segja ennfremur, að aukin samkeppni samfara sam- drætti í efnahagslífi heimsins, hafi haft þau áhrif, að taxtar fé- laganna hafi ekki hækkað eðlilega á undanförnum misserum og séu þau að súpa af því seiðið um þess- ar mundir. Misræmi í tollflokkun Brezk tryggingarfélög í miklum vandræðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.