Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 2 1 Aldís Jónsdóttir - Minningarorð F»dd 2. janúar 1913 Dáin 3. júlí 1982 Haustið 1974 hófu fjórtán manns nám við tónmenntakenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hópurinn virtist við fyrstu sýn nokkuð sundurleitur enda voru í honum einstaklingar á ýmsum aldri, eða frá sautján ára og fast að fimmtugu. En sameig- inleg áhugamál og markmið hristu bekkinn fljótlega saman og í hönd fóru þrjú af eftirminni- legustu árum ævi okkar. Þar fóru saman gaman og alvara, mikil vinna hvers og eins en jafnframt náin samvinna og félagsskapur okkar í milli. Endrum og eins urðu svo óvæntar uppákomur sem að- eins tilheyra skólaárunum og gleymast seint þótt skólabækurn- ar rykfalli uppi í hillum. Elsta konan { hópnum, Aldís Jónsdóttir, var komin á þann ald- ur að geta verið móðir margra bekkjarsystkina sinna. Ætla mætti að sá aldursmunur fjar- lægði hana frá þeim yngstu og fyrirferðarmestu í bekknum en svo varð þó ekki. Aldís tók fullan þátt í starfi okkar og leik og lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Þó hefur námið ekki verið henni neinn dans á rósum. Hún þurfti að sinna sínu heimili eftir sem áður og þegar litið er til baka, áttar maður sig fyrst á dugnaði hennar og áræði. Húsmóðir á fimmtugs- aldri, sem tekur þá ákvörðun ein og óstudd að hefja erfitt skóla- nám, hlýtur að hafa til að bera mikið hugrekki og sterkan vilja. Hvort tveggja hafði Aldís í ríkum mæli. Oft hafði hún vindinn í fangið þessi skólaár sín en þraut- seigja og viljastyrkurinn báru hana áfram þar sem margir hefðu gugnað í hennar sporum. Þórður Gíslason, eiginmaður hennar, veiktist alvarlega á meðan á nám- inu stóð en hún lauk því eigi að síður á tilsettum tíma. Árið 1980 lést Þórður, sem þá hafði tekið við starfi sveitarstjóra suður í Garði. Aldís var þá orðin tónlistarkenn- ari í Garðinum og gegndi því starfi þangað til í vor. Missi eig- inmannsins og erfiðum sjúkdómi sínum mætti hún með sama vilja- styrknum og fyrr. Nú eru uppi þeir tímar þegar konur hasla sér völl þar sem karl- ar einir réðu ríkjum áður. Þær konur hljóta verðskuldaða athygli. Aðrar konu vinna afrek sín í kyrr- þey. Aldís Jónsdóttir var ein þeirra og gleymist ekki þeim sem urðu henni samferða á lífsleiðinni. Blessuð sé minning hennar. Bekkjarsystkini úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Nú hefur kvatt okkur elskuleg vinkona, hún Dísa, aðeins 52 ára gömul, og hugurinn reikar með þakklæti til baka til alls þess sem hún hefur gefið okkur á langri vináttubraut. Mikil reisn var yfir þeim hjón- um Dodda og Dísu, en hann kvaddi okkur hinsta sinni haustið 1980 í fullu starfi, en þau hjónin og vinirnir höfðu þá vitað að hans dagar gátu orðið allir, fyrirvara- lítið. Enginn vissi þá að Dísa var orðin veik fyrr en sjúkdómurinn blossaði skyndilega upp. Við bár- um þá von í brjósti að hún kæmist yfir þann hjalla, og svo virtist vera um tíma. En fljótlega varð ljóst að svo myndi tæplega verða og gerði hún sér grein fyrir að hverju stefndi, hélt í vonina, en var þó viðbúin hvenær sem kallið kæmi. Síðastliðin ár veitti hún for- stöðu Tónlitarskólanum í Garðin- um, þar sem maður hennar hafði verið sveitarstjóri. Við vinir henn- ar vissum að skólinn, nemendur hans og kennarar og allt það fólk, sem skólanum tengdist var henni mjög hjartfólgið og reyndist henni sérstaklega vel, og einkanlega voru henni kær presthjónin á Ut- skálum, sem tóku henni opnum örmum. Hún náði aðeins að slíta skólanum núna í vor, en varð svo að leggjast beint inn á spítala, og átti ekki afturkvæmt þaðan. Hún lét þau orð falla í okkar hóp, að hún ætlaði að taka eiginmann sinn sér til fyrirmyndar og standa og starfa svo lengi sem stætt væri. Við vinir hennar minnumst með hlýhug ferðalaga og sameiginlegra stunda með þeim hjónum og einkasyni þeirra, Gísla Jóni, stunda sem gott er að eiga í sjóði minninganna. Hún kallaði ættingja sína og vini að sjúkrabeði sínu laugardag- inn 3. júlí og þar kvöddum við hana eitt af öðru. Hún ætlaði sér ekki að hverfa héðan fyrr en hún hefði kvatt sem flesta og frá henni streymdi hlýja og styrkur, en síð- an þvarr lífsneistinn. Mynd hennar í huga okkar, vin- átta hennar, vonir hennar og viljastyrkur og æðruleysi er hún vissi að hverju stefndi marka djúp spor í hjörtu okkar er við kveðjum hana hinsta sinni. Blessuð sé minning hennar. Vinahópurinn Laugardagskvöldið 3. júlí lést í Landspítalanum mágkona okkar og kær vinur, Aldís Jónsdóttir, að- eins 52 ára. Það er ætíð svo þegar dauðinn ber að dyrum,hann kem- ur að okkur sem eftir stöndum óviðbúnum, þótt í þessu tilviki kæmi hann ekki án fyrirvara. Dísa kenndi þess sjúkdóms fyrir rétt tæpum tveimur árum, er nú hefur lagt hana að velli langt um aldur fram. Dísa bar veikindi sín með einstakri hetjulund og æðruleysi, þótt ljóst væri að hverju stefndi. Dísa var á margan hátt merk kona og hafði ýmsa hæfileika og sérstaklega var hún næm á tónlist og aflaði sér menntunar í þeirri grein. Áhugamálin voru fjölmörg, þá einkum ferðalög, útivist og gönguferðir, sem hún hafði sér- stakt yndi af og naut í ríkum mæli. Hafði hún ávallt frá mörgu að segja, af því sem fyrir augu bar í slíkum ferðum. Við kynntumst Dísu þegar hún gekk að eiga bróð- ur okkar, Þórð Gíslason, hagfræð- ingarráðunaut, síðar sveitarstjóra á Flateyri og í Garði. Hún bjó bróður okkar og einkasyni þeirra hlýlegt og fallegt heimili. Það var ávallt tilhlökkunarefni að sækja þau Dodda og Dísu heim, og minn- umst við með þakklæti allra ánægjustundanna sem við áttum öll saman. Já, þá var oft glatt á hjalla. Skyndilega brá bliku á loft, þeg- ar Doddi féll snögglega frá fyrir tæpum tveimur árum. Var það mikið áfall og þó einkum fyrir Dísu og son þeirra, Gísla Jón. Dísa hafði mikla ánægju af að veita öðrum. Það sýndi hún á laugar- daginn var, þegar hún kallaði vini sína og vandamenn til sín á spítal- ann. Hún hafði fengið pakka frá Austurríki með ýmsu góðgæti í, og vildi láta aðra njóta þess með sér. Sérstakar þakkir viljum við færa prestshjónunum í Garði, séra Guðmundi og konu hans, Steinvöru, fyrir þeirra þátt í að gera þetta fallega og ógleyman- lega stund. Einnig viljum við þakka hjúkrunarkonunum sem voru á vakt fyrir þeirra þátt. Við vottum syni hennar og aldraðri móður og öðrum ættingjum samúð okkar. Þóra og Auður ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn iátna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Til sölu risíbúð viö Aðalgötu. Söluverð 300 þús. 3ja herb. íbúö viö Faxabraut í góðu ástandi. Söluverð 500 þús. 4ra herb. íbúö viö Hringbraut Skipti á raöhúsi koma til greina 2ja og 3ja herb. íbúöir sem seldar veröa tllbúnar undir tréverk en öll sameign fullfrá- gengin. Höfum mikiö úrval af 3ja og 4ra herb. íbúöum. Sumarbústaöur Nýr sumarbústaöur í landl Indr- iöastaöar í Skorradal. Aö mestu fullgeröur. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, s. 1420. p —(( ^TF—'VV'r- ‘ ýmislegt Sólargeislinn Sjóöur til hjálpar blindu öldruöu fólki. Gjöfum og áheltum veitt mótöku i Ingólfstræti 16. Blindravinafélag Islands. Antik rýmingarsala Húsgögn, málverk, gjafavörur, antikmunir, Laufásvegi 6 og Týrsgötu 3. Sími 20290. Leiguhúsnæöi Ung hjón meö tvö börn (3ja og 10 ára), nýkomin tll landsins eftir 5 ára námsdvöl í Sviþjóö, vantar 3ja herb. ibúö nú þegar. Fyrir- framgreiösla möguleg. Vinsamlega hringiö i sima 19561. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferöir 9.—11. júlí: 1. kl. 20.00 Þórsmörk. Glst í húsi. 2. kl. 20.00 Landmannalaugar. Gist í húsi. 3. kl. 20.00 Hveravellir — Hvit- árnes. Gist í húsi. 4. kl. 20.00 Eiríksjökull — Strút- ur. Gist í tjöldum. Eyöiö helginni i óbyggöum og njótiö þægilegrar gistingar í sæluhúsum Feröafélags Islands. Feröafélag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Útivistarferöir Helgarferðir 9.—11. júlí a) Þórsmörk, föstud. kl. 20. Gist í nýja Utivistarskálanum Básum. Gönguferöir f. alla. Kvöldvaka. Ódýrasta helgarferö- in. b) Fimmvöróuháls, laugard. kl. 8.30. Stutt bakpokaferö. Gist i húsi. Dagsferöir 11. júlí a) Þórsmörk. b) Tröllafoss og nágr. c) Esja. Uppl. og farseölar á skrlfst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumstl Feröafélagiö Útivist. Fíladelfía Breiöholtiö Samkoma í tjaldkirkjunni viö Fellaskóla kl. 20.30. Leiö 12, allir velkomnir. AUGLVSINOASIMINN ER: 22480 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast Lítil einstaklingsíbúð óskast til leigu. Má vera í eldra húsi. Fyrir- framgreiðsla kemur til greina. Síldar- og fiskimjölsverksmiöjan hf. Reykjavík. Sími 24450. Hver vill hjálpa ungu pari í húsnaeðisvandræðum, (hún er aö Ijúka námi í MHI og hann í Hl), gætum veitt heimilisaðstoð. Algjörri reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 94-3425 eöa 36687. Selfoss Ungur kennari óskar aö leigja á Selfossi litla íbúö eða herb. meö aðgangi að eldhúsi sem allra fyrst. Nánari upplýsingar gefur formaður skóla- nefndar í síma 99-1978, eða skólastjóri Gagnfræðaskólans á Selfossi í símum 99- 1256 eöa 99-1178. Skólanefnd. Til sölu Dodge 100 Pickup sendibíll árg 1979, lítiö ekinn. Til sýnis á Bílasölu Sveins Egilssonar hf. Körfubifreið Til sölu er körfubifreið, lyftigeta 17 metrar. Upplýsingar í síma 33414 og 10028. Til sölu Land undir tvo sumarbústaöi er til sölu í landi Fjeykjabóls í Hrunamannahreppi. Landinu fylgja réttindi fyrir heitu og köldu vatni. Til- boð óskast. Upplýsingar í síma 50437 eða 50542.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.