Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 31 ESPANA '82 » Italía í úrslitin — Rossi með tvö mörk Heilmikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Ítalía mætti Póllandi í forriðli HM í júní. Sá leikur endaði með markalausu jafntcfli og þótti slakur, og hvorugt liðið burðugt. Leikur ítalanna er nú allur annar, og er liðin mættust að nýju í gær, á Nou Camp leikvanginum í Barcel- ona, sigruðu þeir örugglega með tveimur mörkum gegn engu. Mesta breytingin á liðinu er sú að það er farið að skora mörk og rnunar mest um að Paolo Rossi, hinn frábæri framherji þeirra, hefur fundið sitt gamla form í tveimur síðustu leikj- um. Enn var hann hctjan, því hann skoraði bæði mörkin í leiknum. Pólska liðið hafði, fyrir leikinn, fengið á sig fæst mörk allra liða í keppninni, eða aðeins eitt í fimm leikjum. Pólverjarnir byrjuðu bet- ur í gær og sóttu meira til að byrja með, en hættuleg færi fengu þeir engin. En síðan fóru ítalirnir að taka við sér. Cabrini átti hættulega auka- spyrnu fyrir markið. Mlynarcyk markvörður kýldi frá, en Tardelli náði boltanum og átti gott skot sem markvörðurinn varði vel. Rossi tók síðan forystuna fyrir ít- alíu á 22. mín. Giancarlo Antognoni sendi aukaspyrnu inn í teiginn þar sem Rossi sendi knöttinn örugglega í netið. Eftir markið munaði ekki miklu að Pólverjunum tækist að jafna metin. Ciolek skaut, boltinn lenti í Collovati og breytti um stefnu, en Zoff náði honum á síðustu stundu. Mistök geta komið fyrir bestu menn, og á 27. mín. kingsaði ítal- inn Antognoni illa og tognaði. Varð hann að fara af velli og kom Marini inn á fyrir hann. Stuttu seinna voru Pólverjarnir enn nær að jafna metin en fyrr. Lato rúllaði boltanum til Kupcew- icz úr aukaspyrnu og bogaskot hans lenti í stönginni utanverðri, og var það besta færi þeirra í leiknum. En Pólverjunum gekk illa að brjóta sterka vörn ítala á bak aftur og ógnuðu Zoff lítið. Rossi var aftur á móti mjög ógnandi í framlínu ítala og gerði vörninni oft mikla skráveifu. I fyrri hálfleiknum var Majewski bókaður fyrir brot á honum. Stað- an í hálfleik var 1—0. í upphafi seinni hálfleiksins settu Pólverjarnir Andrzej Palasz, sókndjarfan miðvallarleikmann, inn á fyrir Ciolek, en allt kom fyrir ekki. Þeir gáfu Itölum tvær hættulegar aukaspyrnur á fyrstu mín. hálfleiksins en ekki nýttust þær sem skyldi. Italirnir voru hættulegri allan tímann og á 73. mín. skoraði Rossi sitt annað mark. Marini hóf sóknina vinstra meg- in, Conti fékk síðan knöttinn og sendi háa sendingu fyrir markið. Pólverjarnir misstu allir af henni og Rossi, sem var við fjærstöng- ina, skallaði örugglega í markið. Er hann því markahæstur í keppninni með 5 mörk. Eftir markið skiptu Pólverjarn- ir Marek Kusto inn á fyrir Smol- arek. Pólverjarnir fengu besta færið það sem eftir var leiksins, en Zoff varði mjög vel skot Maj- ewski úr aukaspyrnu. Liðin Italirnir voru sterkari og sigur þeirra var sanngjarn. Þrátt fyrir 34 stiga hita, meðan á leiknum stóð, léku liðin á fullu og börðust af krafti allan tímann. En þau léku nokkuð grófa knattspyrnu og skemmdi það leikinn. Italirnir Antognoni og Graziani urðu að fara út af meiddir, Antognoni að vísu vegna eigin mistaka eins og Nýtt tímarit um íþróttir Nvlega kom á markaðinn fyrata tölublað nýs íþróttablaðs og nefniat það Tímaritið íþróttir. Blaðið er hið hressilegasta aflestrar og í því má finna viðtöl við þá Pétur Guð- mundsson, körfuknattleikskappa i Bandaríkjunum, þar sem hann Ijóstrar m.a. upp um það hve mikið hann hafi í laun, og Magnús V. Pét- ursson, knattspyrnudómara, sem segir að hann sé besti dómari á ís- landi. Einnig eru í blaðinu frásagnir af yngri flokkum í knattspyrnu, viðtal við Guðmund Þórarinsson, frjálsíþróttaþjálfara, og þar finna hestamenn einnig eitthvað við sitt hæfi, því sagt er frá og birtar myndir af graðfolanum Skarða á Skörðugili í „aðgerð." Haft er eftir - Timaritíð 0 Iþrottir Övðeru é »»Hef 50 V þúsund dollara" „Pétur otj Atli €(fu góflir" Spiirning mánfiðaríns Yngfrljfloitkar áður segir, og þrír leikmenn voru bókaðir. Voru það Majewski og Smolarek, Póllandi, og Collovati, Ítalíu. Pólverjarnir söknuðu Boniek greinilega mjög mikið, en hann var í eins leiks banni. Án hans voru sóknarloturnar ekki beittar. Lato gamli beitti sér langmest, en gat lítið gert upp á eigin spýtur. Gentili hjá Itölum var einnig í banni, en vörnin var geysilega sterk þrátt fyrir það. Gaetano Scirea, hinn hávaxni miðvörður frá Juventus, var þar sem klettur, og Tardelli og Marini voru mjög sterkir á miðjunni. Liðin voru þannig skipuð í leiknum. Ítalía: Zoff.Bergomi, Collovati.Scirea, Cabrini.Oriali, Tardelli, Antognoni (Marini á 27. mín), Conti.Rossi, Graziani (Alto- belli á 66. mín.). Pólland: Mlyn- arczyk, Dziuba, Janas, Zmuda, Majewski, Matysik, Kupcewicz, Ciolek (Palasz á 46. mín.), Buncol, Lato, Smolarek. (Kusto á 77. mín.) Dómari var Juan Daniel Cardell- ino frá Uruguay. • Paolo Rossi, ítalski knattspyrnusnillingurinn, skoraði bæði mörk Ítalíu í gær. Hér sést hann fagna marki. Rossi er nú orðinn markahæsti leikmaður HM-keppninnar með 5 mörk. Hann er orðinn þjóðardýrlingur á Ítalíu vegna frammistöðu sinnar í síðustu tveimur leikjum keppninnar. KR sló Val út SÆBJÖRN Guðmundsson skoraði gullfallcgt mark á 83. mínútu og tryggði KR sigur yfir Val í 16—liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í Laugar- dal í gærkvöldi, 2—1. Sæbjörn var arkitektinn að laglegu samspili KR úti á vellinum, átti snjalla sendingu út á kantinn og fékk knöttinn inn i vítatcig og skoraði með föstu skoti. Valur náði forustu á 63. mínútu þegar varnarmaður KR skoraði sjálfsmark, eftir að Magni Péturs- son hafði sótt að varnarmönnum. KR jafnaði þegar á næstu mínútu, Óskar Ingimundarson skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eft- ir mikla þvögu í vítateig Vals- manna. Valsmenn áttu að gera út um leikinn áður en Sæbjörn skoraði sigurmark KR. Hilmar Sighvats- son og Þorsteinn Sigurðsson áttu góð tækifæri, en fóru illa að ráði sínu. Þá varði Stefán Jóhannsson vel frá Guðmundi Þorbjörnssyni og Ingi Björn Albertsson tók knöttinn af tám Njáls Eiðssonar, sem var í ákjósanlegu færi. En KR átti síðasta tækifærið. Ottó Guð- mundsson, fyrirliði KR, skaut himinhátt yfir úr vítaspyrnu eftir að leiktíma var lokið. KR-ingar gerðu fátt af viti í leiknum, utan augnablik Sæ- björns. Þeir reyndu að þæfa leik- inn í von um að Valsmenn næðu ekki að skapa tækifæri og síðan ná að pota marki. Þetta tókst í gærkvöldi; en skelfing er þessi taktík Hólmberts Friðjónssonar leiðinleg. Það er beinlínis átakan- legt að horfa upp á þessa KR-knattspyrnu. Liðið reynir alls ekkert að spila. Þetta er hrein móðgun við áhorfendur, að ekki sé talað um knattspyrnuna sem íþrótt. Valsliðið var slakt í gærkvöldi, eins og allan áhuga vantaði. Sú knattspyrna sem sást í gærkvöldi kom þó frá Val og liðið var óhepp- ið að tapa. Aðalleikvangurinn í Laugardal var mjög slæmur og háðu aðstæður Valsmönnum meira, því þeir reyndu að leika knattspyrnu; KR-ingar hins vegar að koma í veg fyrir að knattspyrna væri leikin. Furðulegt, að Laug- ardalurinn skuli vera eini staður- inn á Islandi þar sem ekki virðist hægt að koma upp þokkalegum grasvelli. H.Halls. Þær keppa fyrir Island í Norðurlandabikarnum Kvennalandsliðið í frjáls- íþróttum, sem keppir við lands- lið Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar i Norðurlandabikar- kcppnínni í frjáisíþróttum á Laugardalsvelli helgina 17. og 18. júlí, hefur verið valiö og skipa það eftirtaldar frjáls- íþróttakonur: 100 m — Oddny Árnadótt- ir, 200 m — Oddný Árnadótt- ir, 400 m — Unnur Stfáns- dóttir, 800 m — Hrönn Guð- mundsdóttir, 1.500 m — Ragnheiður Ólafsdóttir, 3.000 m — Aðalbjörg Hafsteins- dóttir, 100 m grind — Helga Halldórsdóttir, 400 m grind — Sigurborg Guðmundsdótt- ir. Hástökk — Þórdís Gísla- dóttir. Langstökk — Bryndís Hólm. Kúluvarp — íris Grönfeldt. Kringlukast — Margrét Óskarsdóttir. Spjótkast — íris Grönfeldt, 4x100 m boðhlaup: — Oddný Árnadóttir, Geirlaug Geir- laugsdóttir, Helga Halldórs- dóttir og Sigurborg Guð- mundsdóttir, 4x400 m boð- hlaup: — Oddný Árnadóttir, Unnur Stefánsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Helga Halldórsdóttir. Sigurborg Guðmundsdóttir er til vara. • Ritatjórar og útgefendur blaðsins „Tímaritið íþróttir,, Ragnar Péturs- son t.v. og Stefán Kristjánsson. eiganda Skarða að hann sé „alveg óvenju graður.“ Atli Eðvaldsson, knattspyrnumaður, skrifar um ís- lenska knattspyrnu, sagðar eru stuttar sögur úr ýmsum áttum og ýmislegt fleira. Eins og á þessu sést er blaðið fjölbreytt að efni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ritstjórar nýja blaðsins eru Ragnar örn Pétursson og Stefán Kristjánsson, fyrrverandi íþrótta- fréttamenn, og mun blaðið koma út einu sinni í mánuði. Óhætt er að segja blaðið fari vel af stað og má vænta góðs af framlagi þeirra félaga í framtíðinni KA-menn áfram í bikarnum Lið KA frá Akureyri sló ísafjarðar út úr Bikarkeppni KSÍ í gær er það sigraði á Akureyri með þremur mörkum gegn einu. Staöan í hálfleik var 0—0. Fyrri hálfleikurinn var frekar slakur og ekki mikið um færi. ísfirðingar áttu þó tvö og KA eitt. Kristinn Kristjánsson átti fyrirgjöf að marki KA sem virtist ekki hættu- leg, en lenti í stöng. Þá átti Einar Jónsson góða skalla rétt framhjá KA-markinu eftir fyrirgjöf og fimm mín. fyrir leikhlé komst Gunnar Gíslason einn fyrir vörn ÍBÍ en Hreiðar markvörður bjargaði með úthlaupi. Fyrsta markið kom á 55. mínútu Ásbjörn Björnsson skoraði með skoti af 25 metra færi. 1—0 fyrir KA. KA komst síðan í 2—0 á 65. mín. er Gunnar Gíslason gaf inn í teiginn og Gunnar Guðmundsson ætlaði að gefa á markvörðinn, en skoraði. Þriðja mark KA kom á 67. mín. Hinrik Þórhallsson skoraði með skalla af markteig eftir fyrirgjöf. Bæði lið fengu eitt dauðafæri eftir markið, en nýttu þau ekki. Fjórum mín. fyrir leikslok skoraði Haraldur Leifsson eina mark Is- firðinga með glæsilegu skoti utan úr teig. Lauk leiknum því með öruggum sigri KA. Sinni hálfleikurinn var mjög skemmtilegur og opinn. Bauð hann upp á skemmtileg færi. Jón Oddson var bestur hjá Isfirð- ingum en KA-liðið var mjög jafnt og lék ágætlega. — re/sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.