Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 10
* 10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 \ Stjórnmálaástandið í Vestur-Þýskalandi: Stjórnarandstaðan bíður síns tíma Stjórnarandstöóunni í Bonn hef- ur vaxiö fiskur um hrygg á sl. einu og hálfu ári. Skoóanakannanir leida í Ijós að í hennar hlut gætu komið rúmlega 50% atkvæða og bent er á að Helmut Kohl, sem er frambjóð- andi kristiiegra demókrata í kansl- araembættið, er maður sem ekki er andmælt af Kristilega sósíalsam- bandinu og á stefnuskrá hans eru nokkrir málaflokkar sem ekki eru umdeildir. Það sem stjórnarandstaðan þarfnast er styrkur, og nú er horfinn úr þeim gamli skjálftinn og óttinn við að sú staða gæti komið upp að þeir ynnu hvert fylkið á fætur öðru, en töpuðu síðan í Bonn. Fyrir nokkrum vikum leið vart sá dagur að hægri mönnum væri ekki bent á það af leiðtogum þeirra að stjórnarsambandið væri í molum, en héngi einungis saman fyrir sakir kænskubragða og í hugum margar þeirra var Helmut Kohl, frambjóðandi kristi- legra demókrata í kanslaraembættið. komið að endapunktinum. Stjórn- málamenn eins og Franz Josef Strauss og Friedrich Zimmer- mann í Kristilega sósíalsam- bandinu spáðu því einnig að stjórnarsamstarf jafnaðarmanna og frjálsra demókrata mundi heyra sögunni til áður en árið væri allt. Því stóð stjórnarandstaðan frammi fyrir spurningum eins og þeim sem Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata, fékk í hrönnum á ferð sinni um fylkin: Hvers vegna var ekkert að gert? Eða hvers vegna hefur stjórnar- andstaðan ekki þvingað stjórnina til að segja af sér? Þetta andrúmsloft breyttist svo að flokksþingi jafnaðar- manna loknu í Múnchen, en þar var tekin upp mjög óvænt sátta- stefna, henni hafði í það minnsta ekki verið spáð. í dag er því haft eftir mönnum eins og Gerhard Stoltenberg og Helmut Kohl ásamt Franz Josef Strauas, leiðtoga Kristilega sósialsambands- ins. Franz Josef Strauss að breyt- ingar á stjórn landsins séu ekki æskilegar við núerandi efna- hagsvanda. Ritari kristilegra demókrata, Heiner Geissler, er fylgjandi þessari stefnu og hefur hætt að fara fram á kosningar í bili. Kannski er ástæðan sú að stjórnarandstöðunni finnst hún einnig þurfa meiri tíma til að sannfæra kjósendur um ágæti sitt og gildi þess að veita henni sitt atkvæði í komandi kosning- um. Grafik, Myndlist Valtýr Pétursson í Listmunahúsinu við Lækj- argötu stendur nú yfir sýning á verkum hóps ungs listiðnaðar- fólks og grafíklistamanna. Þar getur að líta verk í leir, grafík og textilverk. Þessi hópur mun hafa útskrifast úr skóla nýlega og er því ekki alveg mótaður í list- greinum þeim, er hann stundar. Það er heldur ekki við því að bú- ast, en enginn verður til að telja mér trú um, að hér sé hæfileika- laust fólk á ferðinni. Eg held, að grafíkin á þessari sýningu sé mér minnisstæðust. Þar kennir einnig margra grasa, keramik, textil og jafnvel má sjá, hverjir hafa verið kennarar sumra þessara upprennandi listamanna. Um þetta er ekkert nema gott að segja í sjálfu sér, en að segja nokkuð ákveðið um einn og ann- an er að mínum dómi of snemmt. Þetta ágæta fólk á auðsjáanlega eftir að finna sínar eigin leiðir að verkefnum, og því verður árang- urinn meira og minna þokkaleg skólavinna, en stærri og veiga- meiri átök eru ef til vill ekki iangt undan. Sýningin er með mjög snotrum svip, og hún er furðu vel upp sett, ef það er verk þessa ungu listamanna. Það er hvergi þrengt um of að hlutun- um, og þeir fá því að njóta sín til fulls. Það er einnig skemmtilegt að sjá, hvernig hver heldur í sína átt, og það eitt vísar til betri og blómlegri tíma. Ekki vil ég gera upp á milli þátttakenda að sinni, en ég óska þeim til hamingju með fyrirtæk- ið, og að mínu mati mega þeir vel við una. Það virðist mikill fram- gangur í listgreinum eins og þeim, sem hér eru sýndar og því til sönnunar má minna á allar þær listiðnaðarsýningar, sem verið hafa á ferð að undanförnu. Leirmunagerð og textila er að verða blómleg listgrein, og það sama gildir um grafík. Það er því ánægjulegt að sjá eins stóran hóp og hér er á ferð, og það fer ekki milli mála, að á seinustu mánuðum hefur verið meira um að vera á þessu sviði en nokkru sinni fyrr. Hver veit nema við eigum eftir að ná frændum okkar á Norðurlöndum, hvað þetta snertir, og væri vel, að svo færi. Það var sannarlega tími til kom- inn, að við færum að gera okkur Ijóst, að þær listgreinir sem hér eru á ferð, eru þess virði, að þær séu iðkaðar af kunnáttu og inn- sæi. Ég hafði ánægju af að líta inn í Listmunahúsið og endurtek allar góðar óskir til þessa unga liðs, sem er að leggja í hann, eins og sjómenn okkar komast stund- um að orði. Fræbbblarnir Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Fræbbblarnir í kjölfar komandi kynslóða/ Poppþéttar melódíur í rokkréttu samhengi/ Fræbbblarnir munu landið erfa. Ekki alls fyrir löngu sendu Fræbbblarnir frá sér aðra stóru plötuna sína. Aður höfðu komið út tvær litlar plötur og ein stór. Sú fyrsta, litla platan „False death“ er vægast sagt léleg og ætti að vera öllum týnd og gleymd. Önnur platan kom út í des. ’80 og var hún fyrsta stóra plata Fræbbblanna. Hún heitir því skemmtilega nafni „Viltu nammi væna“ og er að mínum dómi ein athyglisverðasta plata sem komið hefur út á íslandi hin síðari ár. Litla platan „Bjór“ kom út sumarið ’81 og vildu margir meina að nú loksins væri að rofa til hjá Fræbbblunum. „Bjór“ þótti vera það besta sem hljómsveitin hafði sent frá sér á sínum ferli. Síðastliðið vor fór það svo að berast út að Fræbbblarnir væru byrjaðir á nýrri plötu. Flestum þótti sú frétt ekki merkileg en hinum sem höfðu fylgst með hljómsveitinni þóttu það nokkuð merkilegt að fréttin sagði líka að Fræbbblarnir væru hættir að sjjila hratt rokk í anda pönksins. A þetta voru fáir trúaðir, að sú hljómsveit sem hafði haldið merki „pönksins" hvað hæst og best á lofti, væru búnir að leggja árar í bát og farnir að spila popp. En þegar rennt er í gegnum nýjustu plötu þeirra kemur í ljós að það var engin vitleysa sem sögð var á meðan platan var í vinnslu. Eina rétta orðið yfir tónlistina á plötunni er melód- ískt popp. En svo einfalt er mál- ið ekki því platan er langt frá því að vera gallalaus. Lögin á plöt- unni eru 15 talsins og öll eru þau melódísk. Og málið er að sum þeirra eru jafnvel of hugmynda- rík og melódísk. Áður var tón- listin einföld og ein og ein melódía skreytti eitt og eitt lag en nú bregður svo við að hljóm- sveitin hefur varla undan að spila allar nýju melódíurnar. Lögin eru uppfull af góðum hug- myndum en allar þessar góðu hugmyndir eru sumstaðar ekki nýttar til fulls og annars staðar er þeim ofaukið. Sá sem kemur hvað mest á óvart á plötunni er Steinþór bassaleikari. Spilamennska hans er oft á tíðum með afbrigðum góð. Sá sem á þó hvað mestan þátt í plötunni er Hjörtur Hows- er og án hljómborðsleiks hans væri platan ansi aftarlega á merinni. Ekki efast ég um að Fræbbblarnir geti gert miklu betur en þetta. Þrátt fyrir mis- heppnaða plötu vona ég að Fræbbblarnir verði áfram skemmtilegasta hljómleika- hljómsveitin. Besta hugmyndin að mörgum öðrum ólöstuðum er sóló Björns Thor í „Confessions of a Spider Woman". FM/SG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.