Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 Verðlaun fyrir 450 veidda seli Gagnrýni í garð nefndarinnar óþarflega gífuryrt, segir Björn Dagbjartsson Samband íslenzkra náttúruverndarfélaga: Óskar svara opinber lega vegna aðgerða Hringormanefndar Hringormanefnd hefur greitt verðlaun fyrir um 450 veidda seli siðan nefndin fór að heita verð- launum fyrir veidda seli nú í vor. Björn Dagbjartsson, formaður hringormanefndar sagði í samtali við Mbl. að um helmingur væri fyrir kópa sem væru aðallega veiddir vegna skinnanna og a.m.k. 90% af verðlaununum hefðu verið greidd til bænda. Aðspurður um þá gagnrýni sem hefur orðið vart í garð hringormanefndar vegna verð- launaveitinganna sagði Björn Dagþjartsson: „Ég vil ekki gera mikið úr þessari gagnrýni, hún hefur verið óþarflega gífuryrt og má segja að „finni þeir lauf- blað fölnað eitt þá fordæmi þeir skóginn". Við höfum ekki haft spurnir af nema örfáum selskrokkum sem skolað hefur á land. í sér- stakri könnun sem við létum gera við innanvert ísafjarð- ardjúp fundust 7—9 selskrokk- ar sem skolað hafði á land, af einhverjum hundruðum sem hafa verið veiddir á þessu svæði og er talið fullvíst að þá hafi alla rekið frá sama veiðistaðn- um. Okkur er kunnugt um tvo aðra staði sem selshræ hafa rekið, eitt á öðrum staðnum og tvö á hinum. Orðbragði í garð hringorma- nefndar, að hún standi að út- rýmingarherferð á selnum og standi að stjórnlausum veiði- skap, vísa ég heim til föðurhús- anna. Verðlaunaveitingarnar eru eingöngu í þeim tilgangi að örva veiðiskap á sel þar sem veiðiskapurinn hefur á undan- förnum árum dregist mjög saman vegna verðfalls á afurð- um selsins og mun sel fjölga mikið af þeim sökum ef ekkert verður að gert. Þessar aðferðir eru þekktar til að halda dýrast- ofnum niðri t.d. má benda á lík- ar aðferðir við að halda hrein- dýrastofninum niðri." Um þá staðreynd að hring- ormur er ekki í þorski við Grænland, en þar er þó mikið af sel sagði Björn Dagbjarts- son, að því væri til að svara að hringormseggið í saur sela klektist ekki út í svo köldum sjó eins og þar væri. Gagnvart hringormavanda í þorski hjá Færeyingum sagði hann, að Færeyingar fengju mikið af þorski frá öðrum miðum, t.d. Islandsmiðum og úr Barents- hafi. Þó þeir væru duglegir selveiðimenn sjálfir væru Hjaltlandseyjar skammt undan og þar væri allt morandi af sel. Að lokum sagðist Björn vilja taka það fram, að hringorma- nefnd væri ólaunuð. Norrænu náttúru- verndarfélögin: Stjórnlaust seladráp ótímabært MORGUNBLAÐINU barst í gær eft- irfarandi ályktun: „Á fundi norrænu náttúruvernd- arfélaganna, sem haldinn var í Stykkishólmi 3. júlí 1982 var, m.a. rætt um þá ákvörðun hringorma- nefndar að standa fyrir stjórn- lausu seladrápi við ísland. Lýstu menn furðu sinni á þeim aðferðum sem notaðar eru við sela- drápið og töldu að áður en óyggj- andi niöurstöður rannsókna á sela- stofninum lægju fyrir væri slík út- rýmingarherferð ótímabær. Lögðu fundarmenn áherslu á eftirtalin atriði ef nauösynlegt reyndist að fækka sel við ís- landsstrendur: 1. Að ákveðinn verði fjöldi veiddra dýra. 2. Að veiðarnar verði skipulagð- ar og þeim stjórnað af viðkomandi ráðuneytum. 3. Að til veiðanna verði fengnir menn sem hlunnindi eiga í sela- látrum og þeim greitt fyrir hvert dýr. 4. Að öruggt sé að dýrin verði nýtt á skynsamlegan hátt. SAMBAND ísl. náttúruvernd- arfélaga hefur sent frá sér eftir- farandi: „Vegna frétta í fjölmiðlum um aðgerðir hringorma- nefndar til fækkunar sel við Island óskar stjórn Sam- bands íslenskra náttúru- verndarfélaga eftir svörum opinberlega við eftirtöldum atriðum frá viðkomandi aðil- um. 1. Að hringormanefnd greini frá því hvernig nefndinni var komið á fót, svo og að frá nefndinni komi grein- argerð um þá ákvörðun sem hún hefur tekið um að fækka sel. Ennfremur óskast svör við því hver sé ábyrgur fyrir ófyrirséðum afleiðingum seladrápsins, eins og það er nú fram- kvæmt, hver greiði verð- launin og fyrir hversu marga seli hafi nú þegar verið greitt, ásamt heildar- upphæð verðlauna. 2. Að sjávarútvegsráðuneytið greini frá afskiptum sínum af framangreindri nefnd og hvort það hafi sam- þykkt aðgerðir hennar. 3. Að landbúnaðarráðuneytið svari til um það hvort með aðferum hringormanefnd- arinnar hafi ekki verið gengið á rétt bænda, sem hlunnindi eiga í selalátrum og hvort ráðuneytinu hafi verið kunnugt um um- rædda ákvörðun nefndar- innar. 4. Að menntamálaráðuneytið svari því hvort þarna sé um að ræða brot á nátt- úruverndarlögum. 5. Að dómsmálaráðuneytið svari því hvort lögreglu- embættum landsins sé mögulegt að fylgjast með því að t.d. lögum um með- ferð skotvopna sé fram- fyigt. Jafnframt lýsir stjórn SÍN áhyggjum sínum yfir þeim afleiðingum sem þegar hafa komið í ljós vegn ákvörðunar hringormanefndarinnar. Stjórnin óttast ekki síst það fordæmi sem slík ákvörð- un getur leitt af sér og hefur áhyggjur af því að svo skuli hægt að ganga að einni dýra- tegund. Sú fullyrðing að selir éti svo og svo marga togara- farma af fiski — einkum þorski — má þykja hæpin til að sanna nauðsyn slíkrar ákvörðunar." 42 kvennadeildir innan al- þjóðasamtaka samvinnumanna TUTTUGASTI árlegi fundur Kvennanefndar alþjóðasam- bands samvinnumanna, var hald- inn hér á landi nýlega. Mbl. tók tvo fulltrúana á fundinum tali. Francoise Beuliea er franski fulltrúinn á fundinum. Hún hefur unnið fyrir samvinnuhreyfinguna í Frakklandi í 25 ár og er nú yfir- maður alþjóðadeildarinnar. „Það eru ekki öll löndin í al- þjóðasambandi samvinnu- manna, sem hafa sérstakar kvennahreyfingar, en flest hafa það, ég held ég megi segja 42 af 66 sem eru í alþjóðasamband- inu,“ sagði hún þegar hún var innt eftir starfsemi kvenna- nefndarinnar og alþjóðasam- bandsins. „Alþjóðasamband samvinnumanna var stofnað 1895.1 því eru 66 þjóðir, eins og ég sagði, og aðalstöðvar þess eru í London. Það grípur inn á flest ef ekki öll svið efnahags- lífsins og þátttakendur eru frá öllum hlutum heimsins, bæði austri og vestri, suðri og norðri. Það hafa verið sett á stofn úti- bú frá aðalskrifstofunni í Lon- don, til að þjóna fjarlægari og vanþróaðri ríkjum. Þannig settum við það fyrsta á stofn í Nýju-Delhí 1960, sem þjónar 14 löndum í suð-austur Asíu. Aðra skrifstofu settum við á stofn 1968 í Tansaníu, fyrir Austur- Mið- og Suður Afríku. Þriðja skrifstofan fyrir Vestur-Afríku og portúgölskumælandi lönd Afríku var sett á stofn 1981, og nú er verið að athuga möguleik- ann með að opna fjórðu skrif- stofuna fyrir Suður-Ameríku. Það sem við höfum verið að ræða hér á fundinum nú er meðal annars þær hættur sem heimsfriðnum stafar af vopna- kapphlaupinu og vaxandi ófrið- arblikum. Við höfum vísað til þess sem forseti alþjóðasam- bands samvinnumanna sagði í ávarpi sínu til sérstaks fundar Sameinuðu þjóðanna vegna af- vopnunar, en þar sagði hann eitthvað á þá leið, að hið raun- verulega hugrekki fælist í því að búa saman í friði, og ég vil leggja áherslu á að þetta hafa samvinnumenn sýnt í verki í áratugi. Það fyrsta sem maður rak augun í var miðnætursólin, af því við komum að næturlagi, en annars má segja að þau séu þrenns konar áhrifin sem ég hef orðið fyrir," sagði hún að- spurð um áhrifin af landinu og þjóðinni. „í fyrsta lagi hraunið og trjáleysið sem mætir auganu strax og komið er til landsins, sem bendir til harðrar og erf- iðrar náttúru og svo þar á móti sú gestrisni og velvild, sem maður mætir alls staðar. í öðru lagi er það sú orka sem hefur þurft til að glíma við þessa erf- iðu náttúru, og hins vegar feg- urðin sem alls staðar er að sjá, líka í Reykjavík, því við höfum ekki farið víða. í þriðja lagi er það fjölbreytileiki menningar- irinar hér, þrátt fyrir fámennið, alls staðar sér maður fallegar myndir, bókasöfn o.fl. Lífskjör virðast mjög góð hér miðað við það sem gerist og gengur í Frakklandi, og það er athyglisvert, þegar hugsað er til þess hversu ör þróunin hefur verið hjá ykkur. Að því leyti eruð þið mjög gott fordæmi fyrir þróunarlöndin. Sýnir hvað hægt er að gera með dugnaði og samvinnu, þó lönd hafi ekki mjög miklar auðlindir. Forseti ykkar sýndi okkur þann heiður að hafa móttöku fyrir okkur, og fyrir mig per- sónulega var mjög gaman að því hvað hún talaði góða frönsku. Það er auðvitað mjög gaman að hitta konu sem er forseti, og það sýnir að ef dugn- aður og hæfileikar eru fyrir hendi, þá skiptir ekki máli, hvort karl eða kona á hlut að máli. Forsetinn ykkar er kon- um mjög gott fordæmi," sagði Francoise Beuliea að lokum. Basila Mosha er fulltrúi Tansaníu á fundi nefndarinnar. Við byrjuðum á að spyrja hana um stöðu samtaka samvinnu- manna í Tansaníu! „Fyrsta samvinnufélagið í Tansaníu var stofnað 1925 af kaffiframleiðendum í Kilim- anjaro-héraðinu, til þess að koma á markað framleiðslu sinni og önnur samvinnufélög fylgdu í kjölfarið eftir því sem árin liðu. Samvinnufélögin í hverju héraði fyrir sig samein- uðust og mynduðu samtök sín á milli, og samvinnufélögin í hin- um ólíku héruðum landsins mynduðu landssamtök, APEX. 1975 var gerð breyting á þessu skipulagi. Þorpin voru þá gerð að frumeiningum samvinnufé- laganna. Samvinnufélög urðu til í hverju þorpi, sem sáu um hina ólíku þætti framleiðslu og vöruinnkaupa. Þá var sú breyt- ing einnig gerð, að samvinnu- félögin í þorpunum heyra beint undir heildarsamtökin í land- inu, APEX, en héraðasamtökin voru afnumin. Kvennanefnd alþjóðasamtaka samvinnumanna. Francoise Beuliea standandi lengst til vinstri og Basila Mosha sitjandi sjöunda frá hægri. Fremst á myndinni er Sigríður Thorlacius, fulltrúi íslenzkra samvinnumanna í nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.