Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 13 1983 verður nor- rænt umferðarár FIILLTRÚAR frá landsfélögum bifreiðaeigenda á Norðurlöndum héldu fund í Reykjavík dagana 30. júní til 4. júlí. Slíkir sameiginlegir fundir forsvars- manna þessara félaga, hafa verið haldnir um árabil í Skandinavíu, en þetta er í fyrsta sinn, sem slíkur fundur er haldinn hér á landi. Ástæður til þess að Reykjavík var valinn sem fundarstaður voru aðallega tvær: í fyrsta lagi á FÍB fimmtiu ára afmæli á þessu ári, en í öðru lagi hefur FÍB tekið upp nánari samvinnu við öll landsfélög bifreiðaeigenda á Norðurlöndum varðandi gagn- kvæma þjónustuhætti og m.a. stofnað eigin ferðaskrifstofu, svo sem tíðkast hjá hliðstæðum félögum. Á fundinum voru rædd sameig- inleg áhugamál og athafnasvið bifreiðaeigenda á Norðurlöndum og kynnt málefni íslendinga. Fjallað var um starfsemi allra landsfélaganna, þar sem fulltrúar frá hverju landi fluttu stutt er- indi. Umræður fór fram um sér- staka þætti starfsins og þá sér- staklega um samskipti félaganna við stjórnmálamenn. Þá var rædd- ur undirbúningur að norrænu um- ferðarári 1983. Við þær umræður kom fram sú hugmynd að lands- félögin á Norðurlöndum leggðu fram sameiginlega áætlun um markmið í öryggismálum umferð- arinnar, sem unnið yrði að á um- ferðarárinu. Gert var ráð fyrir að hvert landsfélag legði fram tillögu í þessu efni, en síðar yrði haldinn fundur um málið, þar sem endan- leg ákvörðun yrði tekin. í máli íslendinga kom fram, að við búum við umferðarlöggjöf frá 1968, sem að áliti FÍB er orðin úr- elt á margan hátt. Endurskoðun umferðarlaganna stendur yfir, en það er skoðun FÍB að ísland ætti að stefna að því, að ný umferðar- lög yrðu tekin í gildi hér á nor- ræna umferðarárinu. Þá kom fram áhugi FÍB til þess að verða virkari þjónustuaðili fyrir ferða- menn bæði hér og fyrir þá sem Ég tel að samvinnufélögin með þorpið sem grunneiningu þar sem þorpið er eitt stórt samvinnufélög, eigi eftir að gegna mikilvægu hlutverki í þróun landsins. Tansanía er landbúnaðarland og ég trúi því að þegar fólk vinnur saman á þennan hátt gangi betur en annars mundi gera. Við erum ekki að reyna að ýta honum út,“ sagði hún þegar hún var spurð um hvort einka- rekstur væri einnig samhliða samvinnurekstrinum, „en hann á mjög erfitt uppdráttar, vegna þess að hann fær ekki vörur og á í erfiðleikum með að afla þeirra. Ennþá höfum við ekki séð landið neitt sem heitið getur," sagði hún aðspurð um áhrifin sem hún hefur orðið fyrir hér, „en það sem ég hef séð hefur vakið áhuga minn. Nafnið á landinu hefur þau áhrif, að allt sé hér ísi hulið, en þegar maður kemur sér maður alls staðar gróður. Ég hélt að það yrði mjög kalt, en hér hefur verið ágætis hiti meðan við höfum verið hér. Ég held að við getum lært margt af Islendingum og af því hvernig þeir hafa haldið á sín- um málum. Til dæmis er það athyglisvert fyrir okkur Tans- aníumenn, sem höfum einnig kvikfjárrækt ásamt akuryrkj- unni að hún skuli ganga svona vel hjá ykkur, þó þið hafið ekki nema þrjá mánuði til að afla fóðurs handa skepnunum. Að lokum vil ég þakka fyrir þá gestrisni og vinsemd, sem allir hér hafa sýnt okkur, og ef þið hafið einhvern tíma tæki- færi, þá eruð þið velkomin að heimsækja land okkar og sjá hvað við erum að gera þar,“ sagði Basila Mosha um leið og hún kvaddi okkur. hyggja á ferð erlendis, og rætt var um samninga við hótelsamstæður og afslátt fyrir félagsmenn í landsfélögunum. Á fundinum flutti Gylfi Þ. Gíslason erindið, ísland í dag, þar sem hann rakti meginþætti ís- lenskrar menningarsögu, tengsl við Skandinavíu og útskýrði þróun íslenskra þjóðfélagshátta frá bændaþjóðfélagi yfir í nútíma tæknivæðingu. Að fundarhöldum loknum var fundarmönnum boðið í skoðunarferð um Suðurland. Formaður Félags íslenskra bif- reiðaeigenda er Arinbjörn Kol- beinsson en framkvæmdarstjóri er Hafsteinn Vilhelmson. Frá fundi Inndsfélaga bifreiðaeigenda á Norðurlöndum. LL' ;t 1\ Ný hljómplata með Bara flokknum BARA-flokkurinn hefur hingað til verið í hópi efnilegustu hljómsveita landsins. Nú eru þeir ekki lengur BARA efnilegir, heldur komnir í hóp okkar bestu hljómsveita. Nýja platan „Lizt“ er í efsta gæðaflokki og tekur af öll tvímæli um ágæti BARA-flokksins. fttöirvor hf Éj^KARNABÆR HLJÓMLEIKAR með Bara flokknum í dag föstudag kl. 16 4 Lækjartoigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.