Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 Athugasemd frá Luðra- sveit Reykjavíkur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Lúðra- sveit Reykjavíkur: Til að verða við óskum þeirra mörgu sem beðið hafa okkur að svara hinum ósmekklegu skrifum Jóns Ásgeirssonar í Morgunblað- inu 24.6. sl., skal tekið fram að því miður er það ekki mögulegt. Til þess verður maðurinn og skrif hans að vera svaraverð. Eða hvernig er hægt að svara jafn fá- ránlegum fullyrðingum og J.Á. setur fram í umræddri grein? Ekki er heldur hægt að sjá hvort J.Á. er að segja frá afmælistón- leikum Lúðrasveitar Reykjavíkur eða hvort hann er að reyna að ná sér niðri á lúðrasveitum almennt. Hvort heldur er, eru fullyrð- ingar þessar rugl og vitleysa sem lýsa engu öðru en fákunnáttu og þekkingarleysi greinarhöfundar. Þó hann hafi verið stjórnandi tveggja lúðrasveita og þó svo hann hafi verið nemandi á horn í langan tíma. Ellegar þá að þessi ummæli hans eru skrifuð af öðrum og ann- arlegri hvötum, nema hvort tveggja sé. Stjórnandi L.R. á afmælistón- leikunum, Ernest Majo, er þekkt tónskáld og útsetjari. Eftir hann hafa verið gefin út yfir 240 tón- verk sem hann hefir hlotið margar viðurkenningar fyrir, enda eru verk hans mikið leikin, ekki aðeins í hans heimalandi heldur um allan heim. Hin dónalegu ummæli J.Á. um stjórnandann dæma sig sjálf. Ymsar spurningar vakna við lestur slíkra greina J.Á., en þessi er ekki sú fyrsta sem hann skrifar í niðrandi tóni um tónleika áhuga- fólks, jafnt kóra sem lúðrasveita. En áleitnasta spurningin er sú, hvort íslenskt tónlistarlíf hafi þörf fyrir gagnrýni sem þessa, jafn niðurbrjótandi og ósvífna og sem þjónar þeim tilgangi einum að fæla fólk frá þátttöku í tónlist- ariðkun og almenning frá því að sækja tónleika. Okkur finnst að lesendur Morg- unblaðsins eigi skilið að fá vand- aðri skrif um tónlist en oft koma frá J.Á. og nægir að minna á skrif hans um V. Askinazy. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins Þann 19. júní 1982 var aðalfundur kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, hald- inn á Blönduósi. Fundarstjóri var Sigurður Þorbjarnarson frá Geita- skarði. Formaður kjördæmisráðs, Omar Hauksson, Siglufirði, gerði stuttlega grein fyrir liðnu starfsári. Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, flutti ræðu um viðhorfin í stjórnmálunum og Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, ræddi sömu málefni og jafnframt hin ýmsu fram- faramál kjördæmisins. Kjörin var ný stjórn kjördæm- isráðsins og hana skipa: Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli, formaður, Egill Gunnlaugsson, Hvamms- tanga, Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga, Ómar Hauksson, Siglufirði og Sigurður Eymunds- son, Blönduósi. Varastjórn skipa: Páll Dag- bjartsson, Varmahlíð, Magnús Sigurðsson, Hnjúki, Tryggvi Ingv- arsson, Hvammstanga, Gylfi Sig- urðsson, Skagaströnd og Þórarinn Þorvaldsson, Þóroddsstöðum. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: Stjórnmálaályktun: Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra fagnar þeim árangri, sem flokkurinn náði í nýafstöðnum sveitarstjórnar- kosningum. Fundurinn telur að þessi árang- ur hafi náðst fyrir baráttuhug og samstöðu flokksmanna um allt land. Fundurinn væntir þess að sá einhugur sem nú ríkir innan flokksins, dugi honum til glæstra sigra í framtíðinni. Treystir fund- urinn því, að forystumenn flokks- ins stuðli að því í störfum sínum öllum, að svo megi verða. Atvinnu- og orkumál: Aðalfundur kjördæmisráðs vek- ur athygli á vaxandi erfiðleikum í atvinnumálum landsmanna og uggvænlegum horfum í þeim efn- um. Fundurinn lýsir fylgi sínu við skynsamlega uppbyggingu orku- freks iðnaðar í kjördæminu og annars framleiðsluiðnaðar og leggur höfuðáherslu á, að ný atvinnutækifæri komi til í kjör- INNLENTT dæminu, þar sem hefðbundnir at- vinnuvegir svo sem landbúnaður og sjávarútvegur, hafa orðið fyrir áföllum og tekjur íbúanna rýrnað af jæim sökum. I þessu sambandi fagnar fund- urinn sérstaklega ákvörðun um virkjun Blöndu og þakkar öllum sem stuðluöu að framgangi þess mikla hagsmunamáls kjördæmis- ins. Þá leggur fundurinn áherslu á að heimaaðilar njóti, eins og framast er unnt, þeirra atvinnu- möguleika sem skapast við bygg- ingu virkjunarinnar. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að samhliða byggingu Blönduvirkjunar, verði hafinn undirbúningur að markvissri framtíðaruppbyggingu atvinnu- lífsins, til hagsbóta fyrir íbúa kjördæmisins. Steinullarverksmiðja: Fundurinn lýsir fullum stuðn- ingi við byggingu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki og hvetur til þess að framkvæmdir verði hafnar hið fyrsta. Gras- og heykögglaverksmiðjur: Fundurinn fagnar því að stofn- uð hafa verið hlutafélög um upp- byggingu fóðuriðnaðar í kjördæm- inu. Mennta- og fræðslumál: I menningar- og fræðslumálum er það mikið fagnaðarefni, að Hólaskóli hefur verið endurreist- ur. Einnig að framhaldsmenntun hefur náð að eflast verulega í kjördæminu og hvetur fundurinn sveitarfélögin til víðtækrar sam- vinnu á því sviði. Loðnurannsóknir fyrir Norðurlandi: Aðalfundur kjördæmisráðs leggur áherslu á að loðnurann- sóknum fyrir Norðurlandi verði flýtt og þær hefjist ekki síðar en 10. ágúst nk. Glatt á hjalla i góðum hópi. Frá vinstri: Konráð Ægisson, Auðunn Snorrason, Friðbjörn Steinsson, Garðar Erlendsson og frú, Bjarni Jakobsson i Iðju, Eggert Guðmundsson og Sveinn A. Sæmundsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda. Blikksmiðir vígja tvo sumar- bústaði í landi Klausturhóla Kristján Ottósson, formaður Félags blikksmiða, á miðri mynd, ræðir við Ara Þorleifsson, bónda að Klausturhólum, sem seldi blikksmiðum land undir bústaðina. Aftar fyrir miðju er Bjarni Böðvarsson, trésmíðameist- ari, og fyrir aftan hann er Hilmar Viktorsson. Til hægri eru Böðvar Bjarnason og Ámundi Ámundason, blikksmiður. Það var mikið um dýrðir í landi Klausturhóla í Grímsnesi 12. júní sl. en Félag blikksmiða vígði þá, og tók formlega í notkun tvo myndarlega sumarbústaði félags- ins. Það var vel til fundið hjá Kristjáni Ottóssyni, formanni, og hans mönnum að vígja bústaðina þennan dag, því þá voru liðin 47 ár frá stofnun félagsins. Bústaðirnir eru hvor um sig hugsaðir fyrir 10 manns og er gistiaðstaða og tæki í bústöðunum í samræmi við þá tölu. Það var árið 1974, að Félag blikksmiða keypti þrjá hektara úr landi Klausturhóla og árið 1976 keypti félagið enn þrjá hektara af Ara bónda í Klaust- urhólum. Framkvæmdir við bústaðina hófust síðan fyrir réttum þremur árum og hefur mikið af starfinu verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna. Hvor bústaður er 45 fermetrar að stærð, þrjú svefnherbergi, salerni, setustofa og eldhús. Bústaðirnir voru reistir á staðnum sem heilsárs hús og all- ur frágangur við húsin er með það í huga, að þar sé hægt að dvelja jafnt að vetri sem sumri. Rafmagn er ekki í bústöðunum, en hins vegar eru gaseldavélar og gasísskápar, og upphitun er frá timburofnum. „Það hefði ekki verið mikið vandamál fyrir okkur að fá rafmagn í bústaðina, en okkur fannst það hins vegar hluti af því að dvelja í sumarbústað að fólk þyrfti aðeins að hafa fyrir hlutunum," sagði Kristján Ottósson í spjalli við blaöamann. „Þess vegna meðal annars, lögð- um við ekki áherzlu á, að hafa rennandi vatn í bústöðunum, en það er hins vegar stutt að ná í það. Þeir sem dvalið hafa í bú- stöðum blikksmiða, láta vel af sér, og menn hafa haft á orði að þeir vilji gjarnan skreppa úr „lúxusnum" í borginni og slappa af úti í náttúrunni, en ekki að dvelja þar í sams konar „lúxus". Þá gætu þeir alveg eins farið á vandað sumarhótel. Við viljum hafa kyrrð þarna, að fólki geti liðið vel, en jafnframt að það þurfi aðeins að hugsa," sagði Kristján. Á síðasta ári gaf blikksmiða- félagið út Blikksmiðasögu ís- lands, en auk sögunnar, hefur það rit að geyma blikksmiðatal og greint er frá blikksmiðjum. Þessar framkvæmdir, útgáfan og bygging sumarbústaða, kost- aði drjúgt og Kristján var spurð- ur, hvernig slíkt væri mögulegt, fyrir lítið félag. „Svarið við því er einfalt, dugnaður félagsmanna og einka- framtak þeirra gerði þessa hluti að veruleika. Blikksmiðatalið hefur verið að fullu greitt og sumarbústaðina eigum við skuldlausa," sagði Kristján Ottósson. Stór hluti gesta fyrir utan bústaðinn. Á myndinni eru blikksmiðir, aðrir iðnaðarmenn, sem unnu við að reisa bústaðina, vinir og velunnarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.