Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 Þórdís Ólafsdöttir Akranesi - Minning Fædd 2. maí 1922 Dáin 2. júlí 1982 I dag verður til moldar borin frá Akraneskirkju frú Þórdís Ólafs- dóttir, Kirkjubraut 37 þar i bæ. Hún var rétt sextíu ára að aldri er hún lést. Með henni er gengin mikil sæmdarkona og eftirminni- legur persónuleiki. Við þessi þáttaskil hvarflar hugurinn til baka og liðnar stund- ir, Ijúfar og hugstæðar rifjast upp. Kynni okkar hafa á þessu vori staðið í tvo áratugi, kynni sem fljótlega þróuðust til tryggrar vin- áttu og gagnkvæms trausts. Kins og svo oft vill verða, réði í upphafi ófyrirséð atburðarás fyrstu kynnum. Sumarflakk um fjöll og heiðar Vestfjarða 1962, með Dynjandisheiði og Gemlufall að baki en Breiðadals- og Botns- heiði framundan og við augum blasir sérstætt og fagurt útsýni til Súgandafjarðar. Þessi fagri og eftirminnilegi júlídagur endaði í hlaði hjá póst og símstjóra-hjón- unum á Suðureyri. Upp frá því hafa nöfn Þórdísar og Hermanns verið óaðskiljanleg í okkar huga, svo hlý voru handtök þeirra og móttökur ógleymanlegar. Þórdís Ólafsdóttir var fríð kona og hispurslaus í framkomu, með ríkt skap en stórt hjarta, enda ávallt reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd. Þórdís var mikil húsmóðir og bjó manni sínum og börnunum fimm einkar hlýlegt og fallegt heimili. Fór þar saman smekkvísi og listrænt handbragð. Þórdís var svo sannarlega gædd hinum al- þekkta vestfirska dugnaði. Þarna þótti ferðalöngunum að sunnan ávallt gott að dvelja um stund og blanda geði við húsráðendur. Þau Þórdís og Hermann Guð- mundsson póst- og símstjóri bjuggu lengst af á æskuslóðum sínum við Súgandafjörð eða þar til fyrir tæpum 10 árum, er þau fluttu til Akraness og Hermann var skipaður póst- og símstjóri þar. Á Akranesi undi Þórdís vel hag sínum og hugði gott til að vera komin í nábýli við börnin, + Systir mín og móöursystir, PÁLÍNA FRIÐFINNSDÓTTIR, lést að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, miövikudaginn 7. júlí. Guörún Friöfinnsdóttir, Guörún Guölaugsdóttir. t Systir okkar, RANNVEIG G. LÁRUSDÓTTIR, Barmahlíö 51, lést í Landspitalanum 7. júlí. Guörún og Ragnhildur Lórusdœtur. + Móöir okkar og tengdamóöir, HÓLMFRÍÐUR ZOÉGA, Laugarásvegi 32, lést 8. júlí 1982. Bryndís og Inga, Geir Agnar og Kristín, Gunnarog Hebba, Áslaug og Gunnlaugur. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI JÓN MAGNÚSSON frá Vogum, Dýrafiröi, Garöastrasti 14, lést 8. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Börn, tengdabörn og barnabörn. GÍSLI SIGURDSSON, fyrrum bóndi frá Miöhúsum, Garöi, Bergþórugötu 23, Reykjavlk, lést miövikudaginn 7. þ.m. Sigrún Ásgeirsdóttir og börn hins látna. + Þakka samúö og vinsemd viö andlát og jaröarför, GUDRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Lönguhlíö 21. Pálmi Guömundsson, Guömundur H. Pálmason, Garöar Pálmason Guörún Árnadóttir og aörir aöstandendur. sem sest voru að á Suðurlandi og stofnað höfðu heimili hér. Eftir að þau hjón fluttu til Akraness hefur leiðin verið greið. Þar höfum við átt margrar ánægjustundir með þeim hjónum. Fyrir nokkrum árum kenndi Þórdís þess sjúkdóms, sem þrátt fyrir þekkingu læknavísindanna, varð ekki við ráðið. Hún andaðist á sjúkrahúsi Akraness 2. júlí sl. í miðjum sólmánuði hefur dauðinn, hinn mikli sláttumaður kvatt dyra. Undan því kalli fær enginn vikist. Hér skulu Þórdísi að leiðar- lokum færðar alúðarþakkir fyrir rináttu og tryggð og samveru- stundirnar. Við sendum Hermanni og börnunum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórdísar Olafsdóttur. Erna og Sigurður í dag, föstudaginn 9. júlí, er til moldar borin tengdamóðir okkar Þórdís Ólafsdóttir frá Súganda- firði. Að skilnaði viljum við minn- ast hennar örfáum orðum og þakka fyrir alla þá góðu viðkynn- ingu, sem við urðum aðnjótandi. Frá fyrstu kynnum mætti okkur elskuleg kona, sem búið hafði fjöl- skyldu sinni hlýlegt og fallegt heimili, fyrst á Suðureyri og síð- ustu átta árin á Akranesi. Dísa eins og hún var ætíð kölluð var fyrst og síðast húsmóðir svo sómi var af. Miklar gestakomur voru alla tíð á heimili hennar og eftirlifandi eiginmanns hennar, Hermanns Guðmundssonar, póst- og símstöðvarstjóra, enda bæði gestrisin með afbrigðum. Heimil- isstörfin voru því oft ærin, en allt- af vel af hendi leyst, þrátt fyrir síaukin störf utan heimilis og síð- ast erfiðan sjúkdóm sem hún bar af miklum dugnaði og æðruleysi. Margra ánægjulegra samveru- stunda er að minnast. Bæði á heimilum okkar og þó einkum á heimili hennar. Þangað var gott að koma og átti hún ekki lítinn þátt í því með framgöngu sinni. Gleði og kátína var ríkjandi á þeim fundum. Okkur og barna- börnunum sýndi hún hjartahlýju og umhyggju. Alltaf minntist hún barnabarnanna og reyndist þeim góð amma til hinstu stundar. Flest þeirra eru enn mjög ung að Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Okkar innilegustu þakkir og kveöjur til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúö, vegna fráfalls og útfarar, GUDRÚNAR OKTOVÍU JÓRAMSDÓTTUR, Stórholti 21. Sigurróa Baldvinsdóttir, Hana Þór Jóhannason, Erna Baldvinsdóttir, Eyþór Jónsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö vlö andlát og jaröarför, ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR frá Berustööum. Margrét Runólfsdóttir, Ingigeröur Runólfsdóttir, Stefén Runólfsson, Þorsteinn Runólfsson, Ólafur Runólfsson, Steinþór Runólfsson, Trausti Runólfason, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Ólafsson, Fannsy Jóhannsdóttir, Erla Björgvinsdóttir, Kristbjörg Stefánsdóttir, Guörún Pélsdóttir, Dýrfinna Guömundsdóttir, + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför, ARNKELS INGIMUNDARSONAR, ' fyrrv. verkstjóra, Ægisiöu 113. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E-6, Borgarspítalanum. Gunnar Arnkelsson, Sigríöur Símonardóttir, Benedikt Arnkelsson, Sverrir Arnkelsson, Jakobina U. Arnkels-Webb, Samuel Arnkels-Webb, Gísli Arnkelsson, Katrin Þ. Guölaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. árum og hörmum við að leiðir skuli skilja svo snemma, en björt minning um kæra tengdamóður og ömmu lifir. Blessuð sé minning hennar. Hlöðver, Bryndís og Gísli Kallið er komið komin er nú sfundin vina skilnaðar viðkvæm stund. í dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför Þórdísar Ólafsdóttur, sem síðustu árin átti heima að Kirkjubraut 27, Akranesi. Dísa, eins og hún var alltaf köll- uð af sínum nánustu, kunningjum og vinum var fædd 2. maí 1922 í Vatnadal í Súgandafirði, en flutt- ist þaðan með foreldrum sínum að Botni í sama firði 1925 og þaðan með þeim í þorpið Suðureyri við Súgandafjörð árið 1932, og átti þar lengst af heima. Foreldrar hennar voru þau Jóna M. Guðna- dóttir súgfirskrar ættar og Ólafur Þ. Jónsson bóndi og sjómaður, ættaður úr Arnarfirði. Fjölskyldan varð stór, meira að segja á þeirra tíma mælikvarða. Jónu og Ólafi fæddust 13 börn, var Dísa sú 9. í röðinni og komust 10 þeirra til manns og ára. Dísa ólst því upp með góðum foreldrum í stórum og glöðum systkinahópi og mynntist hún oft sinna æsku- og uppvaxtarára í hlýjum og ánægju- legum endurminningum. Eins og altítt var þá og að líkum lætur þurftu þau systkinin að hjálpa til við heimilisstörfin, eftir því, sem þau stálpuðust bæði í sveit og við sjó. Þau eldri fundu þá verkefni utan heimilisins en hin yngri tóku við á heimilinu. Kom fljótt fram hjá Dísu dugnaður, vandvirkni og snyrtimennska í öllum störfum, sem og fylgdi henni alltaf síðan. Á unglingsárum Dísu var vinna takmörkuð í heimabyggðinni og fóru þá margir, sérstaklega ungar stúlkur, til atvinnuleitar á aðra staði, flestar til Reykjavíkur og nágrennis og var hún ein af þeim. Vann hún þá fyrst á ýmsum stöð- um: í kaupavinnu, við síldarsöltun og heimilisvinnu, en lengst af á Vífilsstaðabúinu við Hafnarfjörð, þar sem hún var einhver ár við alla almenna vinnu utanhúss og innan. En aftur leitaði hugurinn heim. Árið 1944 fluttist hún til Suður- eyrar og gerðist þar fyrst ráðs- kona við mötuneyti á staðnum, en stofnaði skömmu síðar til eigin heimilis, þegar hún giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Hermanni Guðmundssyni frá Súgandafirði, nú stöðvarstjóra Pósts og síma á Akranesi, þann 2. febrúar 1946. Hófu þau þá þegar búskap í ný- byggðu húsi sínu við Aðalgötu 14, Suðureyri. Heimilið blómgaðist og dafnaði og varð þeim fimm barna auðið, sem öll eru fædd á Suður- eyri. Elst er Sólrún, talsímakona hjá Pósti og síma Reykjavík, Sveinbjörg, hjúkrunarkona gift Hlöðver Kjartanssyni frá önund- arfirði, lögfræðingi í Hafnarfirði, Guðmundur Óskar, kvæntur Bryndísi Einarsdóttir ættaðri úr Mosfellssveit, Herdís, gift Gísla Jónssyni skipstjóra í Þorlákshöfn ættuðum frá Skipum við Stokks- eyri. Yngstur er Halldór Karl, sem er við nám í Fjölbrautaskóla Akraness, ógiftur og býr í föður- húsum. Barnabörnin eru 9 talsins. Heimili þeirra á Suðureyri varð strax nokkuð umsvifamikið. Her- mann var þá orðinn þar stöðvar- stjóri Pósts og síma, sem var í sama húsinu á neðri hæð. Póst- ferðir í þorpin vestra voru þá miklu færri en nú og allir spenntir að fá sinn póst þó að liðið væri fram yfir venjulegan afgreiðslu- tíma. Hjálpaði þá húsmóðirin oft til að flýta fyrir því að svo gæti orðið. Sama má segja um síma- afgreiðslu, sem borið gat að svo að segja á hvaða tíma sólarhringsins, sem var. Hermann var oddviti Suðureyrarhrepps um árabil. Einnig tók hann mjög virkan þátt í félagsmálum ekki síst leiklist- armálum, sem hann starfaði mik- ið að, en þá voru víða vestra leik- flokkar starfandi, sem fóru fjarða á milli og sýndu leikrit til fjáröfl- unar fyrir ýmis góð málefni og héldu uppi skemmtana- og menn- ingarlífi á stöðunum. Lenti það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.