Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 Útivistar- ferðir í Þórsmörk FERÐAFÉLAGIÐ Útivist hefur reist myndarlegan fjallaskála á Godalandi í l'órsmörk. Aðstaða l'órsmerkurfara Útivistar er því mjög góð. Farnar eru Þórsmerkur- ferðir um hverja helgi og einnig er hægt að dvelja viku á milli ferða. í helgarferðir er lagt af stað kl. 20 á föstudagskvöldum. Heimkoma er um kvöldmatar- leytið á sunnudögum. Farnar eru gönguferðir um Mörkina bæði um fjöll og láglendi svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á laugardagskvöldum eru kvöldvökur með söng og leikjum. Á heimleið er jafnan eitthvað markvert skoðað t.d. Stakk- holtsgjá og Steinholtslón. Fyrir tveimur árum tók Útivist upp á nýjung þeirri að fara dagsferðir á sunnudögum inn í Þórsmörk. Er lagt af stað kl. 8.00 á sunnu- dagsmorgnum og stansað 4—5 tíma í Mörkinni. Fararstjórar eru með í öllum ferðum félags- ins. Þátttakendur í námskeiðinu, allir aldursflokkar. Ljosm.: (iH. Bolvíkingar á knattspyrnunámskeiði Holungarvík, 7. júlí. UNGMENNAFÉLAG Bolungarvíkur efndi til knattspyrnunámskeiðs í síðasta mánuði. Nám- skeiðið hófst 7. júní og stóð í þrjár vikur. Alls voru skráðir 80 þátttakendur á nám- skeiðið, sem skipt var í þrjá aldursflokka, þ.e. 7, 8 og 9 ára, 10, 11 og 12 ára og 13—14 ára. Á meðan á námskeiðinu stóð, voru æf- ingaleikir þátttakenda teknir upp á mynd- band, sem síðan var skoðað við námskeiðs- slit, þar sem afhent voru þátttökuskírteini. Það vakti athygli, hvað þátttakan á þessu námskeiði var mikil og námskeiðin ekki síð- ur sótt af stelpum en strákum. Leiðbeinandi var Guðmundur Ólafsson, íþróttakennari. — Gunnar H. Togveiðar á Hornbanka og Reykjafjarðarál bannaðar Mynd Karls Kvaran. Myndir Karls og Einars MISTÖK urðu á birtingu mynda af tveimur listaverkum á sýningu Listmálarafélagsins, sem nú er haldin á Kjarvalsstöðum og lýkur um helgina. Mynd Karls Kvaran birtist á hvolfi og aðeins hluti af mynd Einars Þorlákssonar birtist, sniðið var utan af báðum hliðum listaverks- ins. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Myndir þeirra Karls og Einars birtast hér réttar. Mynd Einars Þorlákssonar. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú bannað togveiðar á ákveðnum svæðum á Hornbanka og Reykja- fjarðarál. Gildir bannið frá og með 7. júli til og með 31. júli næstkom- andi, en Hafrannsóknastofnun mun stefna að því að kanna ástandið á svæðinu fyrir þann tíma. Hefur ráðuneytið ákveðið togveiði- bannið að tillögu Hafrannsókna- stofnunar, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Fer frétt ráðuneytisins hér á eftir: „Síðustu vikur hafa skyndilok- anir svæða verið tíðar á Horn- banka og nágrenni vegna smá- þorsks í afla togara þar. Þessar lokanir eiga rætur að rekja til þess að mikið er nú af uppvax- andi 3ja og 4ra ára þorskungviði á þessum slóðum, svo sem fram hefur komið í leiðöngrum að und- anförnu. í árlegum leiðangri til rannsókna á þorskungviði, sem farinn var í mars sl., kom jafn- framt í ljós að meginhluti þess- ara þorskárganga frá 1979 og 1978 hélt sig á grunnslóð fyrir norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi. Þar sem mikill floti togskipa er nú að veiðum á þess- um slóðum verður að telja þörf fyrir sérstaka aðgæslu og að- gerðir til verndunar þorskung- viðis á þessum slóðum. Af þessum sökum hefur ráðu- neytið að tillögu Hafrannsókna- stofnunarinnar bannað togveiðar á Hornbanka og við Reykjafjarð- arál á svæði sem afmarkast af eftirgreindum punktum: 1 66°40,0 N — 22°24,5 y 2. 66"52,1 N — 22°37,7 V 3. 66°58,2 N — 20°51,0 V 4. 66°37,1 N — 21°21,6 V 5. 66°19,6 N — 21°ll,5 V Bann þetta gildir fyrst um sinn frá og með 7. júlí og til og með 31. júlí nk., en Hafrann- sóknastofnun mun stefna að því að kanna ástandið á svæðinu fyrir þann tíma.“ Sumardagskrá í Arseli á fóstudagskvöldum lagsmiðstöðina með leið 10 frá Hlemmi, öll kvöld firnm mínútur yf- ir heila og hálfa tímann. Unglingar nær og fjær fæddir ’69 og eldri eru hvattir til að mæta í sumarskapi. ÁKVEÐIÐ hefur veriö að taka upp sér- staka sumardagskrá i félagsmiðstöð- inni Árseli, verður einn liðurinn að halda unglingadansleiki á föstudags- kvöldum, og mun hver um sig hafa ákveðna yfirskrift, segir í fréttatilkynn- ingu frá Árseli. Fyrsti dansleikurinn verður hald- inn á föstudaginn kemur (þann 9. júlí), nefnist hann „BARA-dansieik- ur“, í tilefni Reykjavíkur- og Ár- selsheimsóknar BARA-flokksins frá Akureyri. Greiðlega gengur að komast í fé- Fundur Alþjóða- hvalveiðiráðsins hefst eftir helgina ÁRSFUNDUR Alþjóða hvalveiði- ráðsins hefst í Brighton í Englandi næstkomandi mánudag og er búist við að töluverð átök verði á fundin- um milli hvalveiðiþjóða og þeirra ríkja i ráðinu sem ekki stunda hvalveiðar og vilja algjört hval- veiðibann. Aðalfulltrúar íslands á fundin- um verða Kjartan S. Júlíusson, fulltrúi í sjvarútvegsráðuneytinu, og Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væri vitað hvort and- stæðingar hvalveiði yrðu í meiri- hluta á þessum fundi. Þjóðir gætu gerst aðilar að ráðinu á miðjum fundi og því gætu allt eins bætst einhverjar þjóðir við eftir að fund- urinn hæfist. Þá sagði Jón, að fundur ráðsins stæði í tvær vikur. Fyrri vikuna væru rædd hin ýmsu mál, sem ávallt þyrfti að ræða á fundum ráðsins og ennfremur stjórnarkosningar. Síðari vikuna sæti síðan hin svokallaða tækni- nefnd að störfum, en það er sú nefnd, sem leggur til hversu mikið er veitt af hval hverju sinni. Faxaflói: Dragnóta- veiðar hefj- ast 15. júlí DRAGNÓTAVEIÐAR í Faxaflóa hefj- ast hinn 15. júli næstkomandi og hafa 6 bátar fengið leyfi til veiðanna. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, þá var lítil ásókn manna í þessar veiðar, en þeir bátar, sem hafa fengið leyfi til veiðanna eru frá Keflavík, Reykjavík og Akranesi. Það er einkum koli sem þessir bátar veiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.