Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982 Staða bankanna versnar stöðugt gagnvart Seðlabankanum: Gjaldeyrisstaðan hef- ur versnað frá ára- mótum um tæp 40% r Síminná QQnQQ afgreiöslunni er OOUOö fHftrgttttMafeth ' Sími á ritstjóm 4 0100 og skrifstofu: »U IUU sl. haust voru farnar fimm ferðir í viku milli Luxemborgar og Hong Kong, en í dag eru aðeins farnar tvær ferðir á viku. Ástæður þessa eru fyrst og fremst aukin sam- keppni og verulegur samdráttur í flutningum milli Austurlanda fjær og Evrópu. Fleiri vöruflutningaflugfélög fljúga nú á þessari leið en áður, auk þess sem farþegaflugfélög, sem fljúga með breiðþotum á þessari leið geta undirboðið vöru- flutninga. Má nefna sem dæmi, að Boeing 747 farþegaþotur geta tek- ið um 40 tonn af vörum í ferð, en það er sama magn og DC—8 vöru- flutningavélar taka. Farþega- félögin hafa ekki nýtt fraktrýmið til fulls með farangri farþega og — Hugmyndir eyjaskeggja er að halda uppi flugi milli Seych- elles-eyja og Luxemborgar a.m.k. einu sinni í viku á DC-8-þotu og þeir vilja hefja þetta flug þegar næsta vetur og halda uppi heils- ársflugi. — Á árum áður var mikill ferðamannastraumur til eyjanna, en þar búa 60—70 þúsund manns. Mjög hefur hins vegar dregið úr honum á undanförnum árum og kenna eyjaskeggjar sér sjálfum um það. Þeir hafa áhuga á að gera bragarbót þar á og eru með hug- myndir um að fá í kringum 50 þús- und ferðamenn til eyjanna, en sá fjöldi sótti þá heim á árum áður. Við munum gera þeim tilboð á næstunni sem miðast við eina DC-8-þotu og áhafnir með henni, en hins vegar munum við ekki taka neina áhættu af þessari starfssemi. Hún yrði alfarið í þeirra höndum. Við myndum síð- an hugsanlega geta veitt þeim ein- hverja þjónustu t.d. í sambandi við sölumál og fleira, en ekkert hefur verið ákveðið um það ennþá, 150 til MIKLIK erfiðleikar eru um þessar mundir í rekstri Cargolux-flugfélags- ins í Luxemborg og hefur m.a. veriö tekin ákvörðun í stjórn fyrirtækisins um að segja upp 150—200 starfs- mönnum á næstunni, en heildar- fjöldi starfsmanna fyrirtækisins er liðlega 600. Um þriðjungur starfs- manna Cargolux eru íslendingar bú- settir í Luxemborg. Cargolux er fyrst og fremst vöruflutningaflugfélag og hefur í gegnum tíðina stundað um- fangsmikla flutninga milli Aust- urlanda fjær og Luxemborgar, auk þess að stunda vöruflutninga milli Luxemborgar og Afríkulanda ann- ars vegar og Ameríku hins vegar, auk ýmis konar leiguflugs. Mjög hefur hallað undan fæti síðustu misserin, sérstaklega hefur flugið til Austurlanda fjær og Ameríku dregizt verulega sam- an. Má í því sambandi benda á, að Svínavatnshreppur: Tvær samráðsnefiidir? MIKLAR deilur hafa nú risið upp inn- an Svínavatnshrepps vegna kosningar í samráösnefnd um virkjun Blöndu. Síðasta hreppsnefnd hafði kosið full- trúa og varafulltrúa í nefndina til þriggja ára 2. júní síðastliðinn, sam- kvæmt óskum frá iðnaðarráðuneytinu. í hreppsnefndarkosningunum þann 26. júní síðastliðinn urðu valdaskipti i hreppsnefndinni og á fyrsta fundi nýkjörinnar hreppsnefndar var kjörið á ný í nefndina án þess að fyrri full- trúar hefðu sagt af sér. Þá er það Ijóst að oddviti hrepps- nefndar, Sigurjón Lárusson, hefur ekki sent iðnaðarráðuneytinu afrit af fundargerðum er kosið var í sam- ráðsnefndina, hvorki af fyrri kosn- ingunni né síðari, hefur hann að- eins sent iðnaðarráðuneytinu skeyti, þar sem segir frá seinni kosning- unni. Þetta hefur vakið mikla úlfúð innan hreppsins og hafa nú for- svarsmenn gamla meirihiutans inn- an hrepsnefndarinnar ákveðið að krefjast þess af oddvitanum, að hann sendi fundargerðir til ráðu- neytisins eða hann láti þeim í té ljósrit af fundargerðum þannig, að þeir geti sjálfir komið þeim á fram- færi. Jóhann Guðmundsson, sem kos- inn var varamaður í nefndina af fyrri meirihluta hreppsnefndarinn- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir, sem áður hefðu verið kosnir ætluðu sér að sitja áfram þar til aðrar fyrirskipanir kæmu frá æðri stöðum. „Það er mín skoðun að það sé affarasælast að við, sem upphaf- lega vorum kosnir í nefndina, sitjum í henni áfram. Ég álít að þeir, sem síðar voru kosnir, muni reyna að tefja framgang mála og þæfa þau. Við munum þess í stað vinna þannig að málum, að þau leysist farsællega, bæði fyrir okkur sveitungana, okkar nágrannasveitir og þjóðina alla,“ sagði Jóhann. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í hreppstjóra Svínavatnshrepps vegna þessa í gær. 200 starfsmönnum því farið út í að bjóða farmflytj- endum ódýrari flutning, en vöru- flutningafélögin hafa geta boðið. Þessi þróun hefur reyndar komið verulega niður á vöruflutninga- flugfélögum víðs vegar um heim- inn. Vegna hinna miklu erfiðleika í rekstri Cargolux hefur stjórn fé- lagsins nú ákveðið að leggja ann- arri Boeing 747 þotu félagsins í bili, auk þess sem 1—2 DC—8 þot- um félagsins verður væntanlega lagt með haustinu, en floti Cargo- lux telur fimm þotur. Auk hinnar miklu samkeppni á flugleiðum Cargolux og minnk- andi flutninga hefur fjármagns- kostnaður ennfremur gert mjög stórt strik í reikninginn hjá félag- inu. Háir vexir af lánum, sérstak- lega á annarri Boeing 747 vél fé- lagsins hefur gert félaginu veru- lega erfitt fyrir. Lánin af vélinni eru að mestu bundin í Bandaríkja- dollurum, en vextir hafa ekki ver- ið hærri af dollurum um langt skeið. Vegna ástandsins hefur stjórn Cargolux nú farið þess á leit við ríkisstjórn Luxemborgar, að hún veiti félaginu stuðning til að halda rekstrinum áfram, auk þess sem þess hefur verið farið á leit við hina ýmsu viðskiptabanka félags- ins, að þeir veiti félaginu aukna fyrirgreiðslu og gjaldfrest á skuld- um. Eins og áður sagði starfa ná- lægt 200 Islendingar hjá Cargolux og er þar aðallega um að ræða flugliða og tæknimenn, auk þess sem nokkrir af aðalstjórnendum fyrirtækisins eru íslendingar, m.a. forstjóri þess Einar Ólafsson og framkvæmdastjóri Jóhannes Ein- arsson. STAÐA bankanna heldur stöðugt áfram að versna gagnvart Seðla- banka íslands, sérstaklega vegna gífurlega mikils útstreymis á gjald- eyri og vegna þess að tiltölulega lítið kemur inn. í venjulegu árferði hafa bankarnir selt Seðlabankanum stærstan hluta þess gjaldeyris, sem inn kemur, en það hafa þeir ekki getað gert undanfarna mánuði. Ástandið nú er mjög svipað því sem það var sumarið 1974, þ.e. ef tölur eru umreiknaðar á sama verðlag, en munurinn er sá, að þá stafaði vandinn af verðsveiflum og mikilli olíuhækkun, sem voru Flugleiðir í sam- starf við stjórnvöld Seychelles-eyja? FLUGLEIÐIK hafa átt í samninga- viöræöum við fulltrúa ríkisstjórn- arinnar á Seychelles-eyjum í Ind- landshafi um hugsanlega sam- vinnu eða aðstoð við stofnun flug- félags á eyjunum. — Fulltrúar okkar hafa átt fundi með full- trúum ríkisstjórnar eyjanna og m.a. rætt við forsetann, sagði Björn Theódórsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, í samtali við Mbl. sagði Björn Theódórsson ennfrem- ur. Þess má geta, að Seychelles- eyjar fengu sjálfstæði árið 1976, en þar eru aðallega ensk og frönsk áhrif ríkjandi. tímabundin vandamál, en nú sér hins vegar ekki fyrir endann á þeim vanda, sem við er að glíma, sérstaklega er batnandi hagur sjávarútvegsins ekki í augsýn, en gífurlegir fjármunir eru þar bundnir. Um áramótin var gjaldeyris- staða bankanna gagnvart Seðla- bankanum tæplega 2.100 milljónir króna, en hún hefur síðan farið stöðugt versnandi, hefur rýrnað um í kringum 800 milljónir króna, eða um tæplega 40%, en um síð- ustu mánaðarmót var hún aðeins liðlega 1.300 milljónir króna. Vegna hinnar stöðugt versnandi stöðu bankanna hafa verið í gildi undanfarnar vikur mjög strangar útlánareglur bæði til einstaklinga og fyrirtækja og samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gærdag er ekki fyrirsjáanlegt, að hægt verði að rýmka þessar regl- um á næstunni. Troðið með tilþrifum Ljósm. Mbl. KÖE. Cargolux mun segja upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.