Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 17 Bolvískir hestamenn riðu 600 km leið 1 Skagafjörð Kolungarvík, 7. júlí. UM SIÐUSTU helgi, hleyptu bolvísku hestamennirnir heimdraganum, og héldu á hestamannamótið, sem hefj- ast á í dag, á Vindheimamelum í Skagafirði. Alls fóru héðan 11 manns með um 40 hross, sem þeir höfðu helgina áð- ur farið með, inn í Langadal í ísa- fjarðardjúpi, en þaðan gerðu þeir ráð fyrir að vera 5—6 daga til Skagafjarðar, sem er um 600 km vegalengd. Fyrir nokkrum árum, var stofnað hér hestamannafélagið Gustur, og hefur áhugi fyrir hestamennaku vaxið mjög mikið síðan og eru nú I félaginu 60 félagar. Félagsmenn hafa komið sér upp myndarlegri aðstöðu á landi, sem þeim var úthlutað, í mynni Syðri- dals. Formaður hestamannafélagsins Gusts er Jón Guðni Guðmundsson. — Gunnar H. ppa fyrir eru Zingshein og Walter Feld- mann. Hestarnir sem dregið var um, koma úr ýmsum áttum, allt eru þetta lítt kunnir hestar utan einn, en það er stóðhesturinn Byl- ur frá Kolkuósi. Á morgun, föstu- dag, hefst dagskráin með ung- lingakeppni 12 ára og yngri. Kl. 10 ísland verða stóðhestar sýndir og kynnt- ir. Mótið verður sett um hádegis- bilið af formanni LH, Stefáni Pálssyni. Eftir hádegið verða kynbótahryssur sýndar og kynnt- ar og undanrásir kappreiða hefj- ast síðan um fjögurleytið. Þjónustumiðstöð kirkjunnar: Kirkjuhúsið opnar Þorbjörg Daníelsdóttir rekstrarstjóri Kirkjuhússins ásamt biskupshjónunum í þjónustumiðstöðinni. TEKIN er til starfa þjónustumiðstöð kirkjunnar að Klapparstíg 27, Reykjavík, og hefur hún hlotið nafn- ið „Kirkjuhúsið“. Með tilkomu hennar hefur verið komið á sam- eiginlegri afgreiðslu fyrir Biskups- stofu, Hjálparstofnun kirkjunnar, Skálholtsútgáfuna og Æskulýðs- starfið og með þessari opnun hefur litið dagsins Ijós fyrsti vísir hins nýja kirkjuhúss, sem á að koma á horni Mímisvegar og Eiríksgötu. Á sínum tíma fólu biskupsemb- ættið og Kirkjuráð starfshópum að athuga um stofnun kirkjulegr- ar útgáfu. I áliti, sem hóparnir skiluðu, var m.a. lagt til, að við stofnun slíkrartutgáfu yrði jafn- framt fengin aðstaða til bóksölu. Um þessar mundir reyndist um- rætt húsnæði að Klapparstíg 27 í Reykjaík fáanlegt, og var ákveðið að taka það á leigu í þessum til- gangi. Nokkru síðar ákváðu eig- endur verzlunarinnar Kirkjufells á Klapparstíg að hætta rekstri hennar, en sú verzlun hafði verzl- að með margs konar kirkjugripi og bækur, ásamt hljómplötum. Eigendur Kirkjufells buðu biskupsembættinu að taka við þeim hluta rekstrarins og varð niðurstaðan því sú, að komið yrði á fót þjónustumiðstöð kirkjunnar, þar sem afgreiðslu Biskupsstofu, Skálholts, Hjálparstofnunar og Æskulýðsstarfsins yrði komið fyrir á einum stað. I Kirkjuhúsinu eiga að vera hinar ýmsu útgáfur Biblíunnar og sálmabókarinnar á boðstólum. Einnig verður sér- staklega kappkostað að búa vel að bókum, sem styðja við trúarlegt uppeldi barna. Ýmiss konar kirkjumunir verða fáanlegir og fræðsluefni til nota á heimilum, í skólum og í söfnuðum. Að sögn Þorbjargar Daníels- dóttur, rekstarstjóra í Kirkjuhús- inu, verður þar sama fyrirgreiðsla og var í Kirkjufellsverzluninni, hvað áhrærir kirkjulegt starf. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna: Stöðvaði útlán mynd- banda á Norðurlandi Ástandið mun verra en búizt var við, segir Guðgeir Leifsson MENN frá Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna fóru fyrir skömmu um Noröurland og stöðvuðu útlán á mörgum hundruðum ólöglegra myndbanda. Ýmist var lagt lögbann á útlán myndbandanna eða komizt að samkomulagi um að taka þau úr umferð. Kvikmyndahúsin hafa einkarétt á öllum sýningum mynda þeirra kvikmyndafyrirtækja, sem þau hafa umboð fyrir hér á landi. Að sögn Guðgeirs Leifssonar, eiganda Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna, kom það honum mjög á óvart hve mikið var um að ólögleg myndbönd væru leigð út á Norðurlandi og ástandið væri mjög alvarlegt. Þeir hefðu farið í fylgd fógeta eða sýslumanns á hverjum stað og komið á Sauð- árkrók, Siglufjörð, Ólafsfjörð, Dalvík, Akureyri og Húsavík. Ástandið hefði verið mjög alvar- legt á Sauðárkróki og þar hefði ein verzlun verið með 200 til 300 myndbönd, sem öll voru ólöglega tekin upp. Þá hefði verið sett lög- bann á útlán einnar myndbanda- leigunnar á Akureyri, vegna þess að eigandinn var ekki við. Á öðr- um stöðum hefði verið samið við hlutaðeigendur og yrði það einnig gert á Akureyri, þegar næðist í eigandann. Á Húsavík hefði ástandið verið mjög slæmt, enn verra en í verzluninni á Sauðár- króki og hefði hann sjaldan séð það verra. Þar hefði verið aðili, sem fjölfaldaði efni á ólöglegan hátt til dreifingar um allt land. Þá sagði Guðgeir, að þeir hefðu lært mikið af þessari ferð, menn hefðu ekki gert sér grein fyrir hve ástandið væri slæmt. Það væri ljóst að fara yrði um allt landið, það væri búið að skemma mikið MILLI 13 og 14% alls vinnuafls í landinu starfar nú við sjávarútveg, að því er segir í skýrslu Fiskifélags íslands um útveginn á síðastliðnu ári. Þar segir að tölur um mannafla í sjávarútvegi og fiskvinnslu liggi Ijóst fyrir fram til ársins 1979. Það ár störfuðu 5.207 manns við fiskveiðar, en 9.135 við fiskvinnslu eða samtals 13.342, árið 1978 störfuðu 5.327 manns við fiskveiðar, en 8.497 við fiskvinnslu, eða samtals 13.814, og árið 1977 störfuðu 5.182 manns við fyrir Myndbandaleigunni þegar efnið, sem hún væri með á boðstól- um, væri búið að fara um allt landið. Þá virtist það sem svo, að þær mýndabandaleigur, sem stöðvaðar hefðu verið í Reykjavík, hefðu selt ólöglegt efni út á land. Þá gæti það verið að sumir aðilar úti á landi áttuðu sig ekki á því að útlán þeirra væru ólögleg, þó greinilegt væri að sumum væri fullkunnugt um það. fiskveiðar og 8.609 við fiskvinnslu eða samtals 13.971. Starfandi fólki í þessum grein- um hefur fjölgað aðeins á fyrr- greindum árum, en engan veginn í samræmi við aukinn fiskafla. Árið 1981 er áætlað að meðal- fjöldi sjómanna hafi verið 6.038. Er það tæplega 100 mönnum fleira en árið áður. Fjölgunin varð á bát- um og togurum, en hins vegar var nokkur fækkun á minni bátum. 13—14% starfa við sjáv- arútveg og fiskvinnslu Theódór Ottósson um ummæli Klemens Tryggvasonar: „Þetta eru hans orð“ „ÞETTA eru hans orð, við höfum tekið þá stefnu að hafa þetta ekki í hámæli, við bíðum eftir betra tæki- færi,“ sagði Theódór Ottósson, einn aðstandenda Kerfishönnunar, en það fyrirtæki sá um tölvuvinnslu þjóðskrár, vegna happdrættis SÁÁ. Eins og kunnugt er af fréttum lagði hagstofustjóri fram kæru vegna meintrar misnotkunar á þjóðskrá í þessu tilfelli, og hefur Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakað það mál. í grein sem Klemens Tryggvason, hagstofu- stjóri, skrifaði í Morgunblaðið í gær, kemur m.a. fram að maður sá sem „með samningi við SÁÁ tók að sér að koma upp gíróseðla- skránni og starfsmenn hans“, hafi neitað að hafa átt saknæma aðild að málinu. Segir Klemens, að í yfirheyrslum hafi menn þessir engar skýringar gefið á að minnsta kosti fimm meginatrið- um, sem í ljós komu við rannsókn- ina. Þessi atriði, segir Klemens, hafi gefið „einhlítt til kynna að þeir hefðu haft til afnota véltæka þjóðskrá". Theódór Ottósson gaf framangreint svar, þegar hann var spurður um þetta atriði. Að öðru leyti kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.