Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982 11 Kohl og aðrir samherjar hans í andstöðunni álíta að næsta skref sem einhverju skipti séu kosn- ingarnar í Hessen í september. Þeir leggja ekki aðaláhersluna á að vinna kosningarnar og fella stjórnina, þar sem þeir yrðu þá í meirihlutaaðstöðu í sambands- ráðinu og gætu sett jafnaðar- mönnum og frjálsum demókröt- um stólinn fyrir dyrnar, heldur binda þeir vonir sínar við það að frjálsir demókratar missi fót- festuna og reyndi að losna úr samstarfi við jafnaðarmenn. Það er aðallega Kohl sem sér ástandið með þessum augum, enda ekki undarlegt ef höfð er í huga sú aðstaða sem hann er í. Hins vegar hafa verið á lofti efa- semdir um forystuhæfileika hans þó þær hafi farið hljótt og helst heyrst meðal meðlima kristilegra demókrata og Kristilega sósíal- sambandsins á þinginu í Bonn. Stefna hans mótast að nokkru af aðgerðarleysi og þeirri tilhneig- ingu að reyna að komast hjá árekstrum, en fram hjá honum yrði vart gengið varðandi forystu stjórnarandstöðunnar. Aðrir mögulegir keppinautar um kanslaraembættið eins og Bernhard Vogel, Richard von Weizácker, Kurt Biedenkopf og Lothar Spáth eru allir sammála um að Kohl verði að fá annað tækifæri, annað hvort á árinu 1982 eða 1984. Að því loknu er síðan hægt að stokka spilin. Eftir því sem tíminn líður er hætta á vaxandi óánægju innan flokksins og athyglin beinist að þeim mamii sem gaf loforðin um breytingarnar og er ætlast til að hann fylgi þeim eftir. Þó ekki væri nema vegna þess- ara væntinga einna saman, var það frábær hugmynd hjá Kohl að efna til hópgöngu til að fagna komu Reagans Bandaríkjaforseta rétt fyrir heimsókn hans til Bonn. Hópgangan 5. júní færði flokknum byr undir báða vængi hvað varðar hugmyndir um sam- einingu og framkvæmdasemi. Þetta kom berlega í ljós í mikilli þátttöku í göngunni, en þar voru um 100.000 manns saman komin. í fyrsta skipti síðan á dögum Adenauers geta hægri menn nú fagnað því að engar innanflokks- erjur hindra för þeirra til valda. Þetta er ástæðan fyrir því að for- sætisráðherrann í Neðra-Sax- landi, Ernst Albrecht, gaf út þá yfirlýsingu að hann væri til í mótframboð gegn Kohl, sem hef- ur vakið mikla úlfuð meðal flokksfélaga hans. Jafnvel Strauss hefur sagt að Kohl verði ekki einungis í framboði í hugs- anlegum kosningum í ár heldur einnig árið 1984. Kristilegi demókrataflokkur- inn vill ekki neina umræðu um frambjóðendur, hann vill vel- gengni. (Heimild: The («erman Tribune) íslandsmót í svif- flugi á Helluflugvelli FLUGMÁLAFÉLAG íslands gengst fyrir íslandsmóti í svifflugi, sem hefst á Helluflugvelli, laugardaginn 10. júlí, og mun standa til sunnu- dagsins 18. júlí. Eftirfarandi 8 keppendur og svifflugur hafa verið skráðar til keppninnar: Garðar Gíslason (LS3-17), Hörður Hjálmarsson (K-8B), Höskuldur Frímannsson (K-8B), Leifur Magnússon (Ka- 6E), Sigmundur Andrésson (Standard Astir), Sverrir Thor- láksson (Spteed Astir), Þorgeir Árnason (GB-12/16) og Þórmund- ur Sigurbjarnarson (Ka-6CR). Auk keppenda eru í hverju keppn- isliði einn til þrír aðstoðarmenn. Fjórar sviffluganna eru í eigu Svifflugfélags íslands. Þær eru af eldri gerð, smíðaðar úr tré og hafa „rennigildi 25—30", þ.e. þær lækka flugið um 1 metra fyrir hverja 25—30 metra sem þær svífa. Hin- ar svifflugurnar eru í einkaeign, þ.a. þrjár þeirra smíðaðar úr trefjaplasti og hafa verulega betra rennigildi, eða 35—44. Til að stuðla að jafnari keppnisaðstöðu er not- uð forgjöf þegar reiknuð eru út stig í keppninni. Flugvélar draga svifflugurnar á loft í 600 m flughæð þar sem svifflugan sleppir dráttartaug- inni, og reynir síðan keppandinn að fljúga þá keppnisleið, sem mótsstjórn hefur tilkynnt fyrir þann dag. Svifflugurnar haldast einkum á lofti með því að nýta sér hitauppstreymi, en til þess að það myndist þarf yfirleitt að vera sól- skin. Keppt er í hraðaflugi á þrí- hyrningsleiðum, eða á leiðum að og frá tilteknum stöðum. Kepp- endur þurfa að sanna flug sitt um þessa staði með því að ljósmynda þá úr lofti. Meðan á mótinu stendur verður einnig til afnota á Helluflugvelli tveggja sæta kennslusviffluga, svo og mótorsviffluga, sem hefur flug undir eigin vélarafli. Mótsstjóri verður dr. Þorgeir Pálsson, en veðurfræðingur mót- sins verður Guðmundur Hafsteins- son. Flugmenn dráttarflugvéla verða þeir Árni Guðmundsson (Múlakoti), Gunnar Arthursson og Þorsteinn Jónsson. Dregið í happdrætti „Hjólbarðadagsins" ÞANN 6. júlí sl. var dregið I happ- drætti „Hjólbardadagsins", sem efnt var til í tilefni af hjólbaröadeg- inum, em haldinn var 2. júní sl. Hjólbarðadagurinn var sem kunnugt er haldinn af Bílgreina- sambandinu í samráði við Dómsmálaráðuneytið, Bifreiðaeft- irlitið, Umferðaráð, FÍB og lög- regluna. Eftirtalin vinningsnúmer voru dregin út hjá Borgarfógetaemb- ættinu: 1) 4043, vinningur frá Bílaborg hf.: Hjólbarðar undir fólksbifreið. 2) 1430, vinningur frá Jöfur hf.: Hjólbarðar undir fólksbifreið. 3) 30, vinningur frá SÍS, véladeild: Hjólbarðar undir fólksbifreið. 4) 4423, vinningur frá Heklu hf.: Hjólbarðar undir fólksbifreið. 5) 484, Vinningur frá ísdekk hf.: Hjólbarðar undir fólksbifreið. Arnar Arnarson dregur vinninga I happdrættinu I umsjón Þorkels Gíslasonar, borgarfógeta. Vinningshafar geta haft sam- band við skrifstofu Bílgreinasam- bandsins, Tjarnargötu 14. Safnaðarferð Nessóknar NÆSTKOMANDI sunnudag þann 11. júlí verður efnt til árlegrar safn- aðarferðar Nessóknar. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9 stundvís- lega. Ekið um Mosfellsdal á Þing- veíli. Þá verður haldið, sem leið ligg- ur um Bolabás og Bolaklif, norður með Ármannsfelli að Meyjarsæti, þar sem ætlunin er að finna góðan stað til þess að menn geti borðað nestið sitt, áður en haldið verður yfir Kaldadal um Húsafell, Reykholtsdal í Borgarfirði. I Borgarfirði eru margir sögu- frægir ' staðir, þeirra á meðal Reykholt, þar sem er að finna merkar minjar frá veru Snorra Sturlusonar þar, s.s. Snorralaug og jarðgöngin sem fundust fyrir nokkrum árum, þegar verið var að grafa fyrir skólanum. í Reykholti verður helgistund hjá sóknar- prestinum sr. Geir Waage. Þá gefst mönnum kostur á að kaupa sér kaffiveitingar á sumarhótelinu eða ljúka við nestið sitt. Heim verður svo haldið um Borgarnes yfir Geldingardragann og fyrir Hvalfjörð. Borgfirðingurinn Guð- mundur Illugason hefur tekið að sér að gerast leiðsögumaður. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði kl. 17—18 í síma 16783, sem veitir allar nánari upplýsingar. Frank M. Halldórsson. Philips bílaútvörp hafa haft ofan af fyrirfjölmörgum íslenskum ökumönnum og farþegum áratugum saman enda eru þau annáluð fyrir góðan hljóm og frábæra endingu. Við bjóðum nú meira úrval Philips bíltækja en nokkru sinni fyrr. Allt frá einföldustu útvörpum til fullkomnustu sambyggðra steríótækja. Ef þú tengir svo Philips tækin við hina frábæru Bose magnara og hátalara færðu hljóm, sem þú átt ekki von á nema úr dýrustu stofutækjum eða bestu hljómleikahöll. Það er svo sannarlega hreinn tónn. Líttu við hjá okkur, ísetningarþjónustan er á staðnum. IPHILIPS -BOSÉE~ Philips og Bose, - tveir stórir sem standa sig! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.