Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Árásarmálið í Þverholti: Dæmdur í 10 ára fangelsi HALLGRÍMUR Ingi Hallgrímsson, sem í desember 1981 misþyrmdi á hrottalcgan hátt 15 ára gamalli stúlku í Þverholti í Reykjavík, var i gær dæmdur í Sakadómi Reykja- víkur í 10 ára fangelsi fyrir ódæðið. Dómurinn áfrýjast sjálfkrafa til Hæstaréttar og hefur Hallgrímur verið úrskurðaður i gæzluvarðhald tii 1. júlí 1983, eða þar til dómur er genginn í Hæstarétti. Hann hefur setið í gæzluvarðhaldi frá því hann var handtekinn, skömmu eftir að hann framdi ódæðið. Hallgrímur Ingi veitti stúlkunni alvarlega áverka með skrúfjárni og steini og skildi við hana með- vitundarlausa. Hún fannst síðar um nóttina, þá meðvitundarlaus. Jón Abraham Ólafsson, sakadóm- ari, kvað upp dóminn. Lítið um rjúpu í Þingeyjarsýslum Mývatnssveit, 6. desember. AÐ UNDANFÖRNU hefur því ver- ið haldið fram, að rjúpunni hafi verulega fjölgað hér á landi. Ekki hefur þó orðið vart við þessa fjölg- Framsóknarmenn með lokað próf- kjör í Reykjavík FULLTRÚARÁÐ Framsókn- arflokksins í Reykjavík ákvað á fundi á mánudagskvöldið að hafa prófkjör í Reykjavík þann 9. janúar. Þátttaka í prófkjör- inu verður bundin við meðlimi í fulltrúaráðinu, núverandi og fyrrverandi og þá sem starfa í nefndum á vegum Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Þátt- taka í prófkjörinu er því bund- in við um 400 manns. un hér um slóðir, eftir því sem best er vitað. Þó virtist heldur meira af rjúpu á sumum svæðum þegar skot- timinn hófst um miðjan október. Annars staðar, þar sem áður fyrr á árum var allt kvikt, sést nú varla fugl. Eftir að skothríðin hófst mátti heita að rjúpan hyrfi einnig þar sem mest var af henni til að byrja með. Þeir sem hafa gengið undan- farið virðast lítið hafa fengið miðað við það sem áður þekktist. Talið er að í Þingeyjarsýslum sé eitt hið besta rjúpnaland sem þekkist hér á landi, enda áður feiknamikið af rjúpu á þessu landsvæði. Væri fróðlegt að kanna hvaða orsakir eru til grundvallar, að ekki virðist meira af rjúpu en raun ber vitni. Eða hefur henni ef til vill ekki fjölgað eins mikið og látið er í veðri vaka? Fréttaritari. Ríkisstjórnarfundur í gær: Vandi útgerðar- manna á Húsa- vík ekki ræddur VANDI útgerðarmanna á Húsavík vegna olíuskulda var ekki tekinn fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar i gærmorgun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Tómas Árnason, sem gegnir stöðu sjávar- útvegsráðherra í fjarveru Stein- gríms Hermannssonar, þó lofað málsaðilum að svo skyldi gert. Eins og kunnugt er hefur olíu- deild Kaupfélags Þingeyinga neit- að húsvískum útgerðarmönnum um olíu, nema gegn staðgreiðslu eða greiðslutryggingu frá og með næstu helgi. Verði þessi mál ekki leyst fyrir þann tíma munu Hús- víkingar leggja skipum sínum. Vegna þessa hafði Morgunblað- ið samband við Tómas Árnason og sagðist hann ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra er nú á Jamaica en er væntanlegur til lands aftur um næstu helgi. Pylsuvagn í Lækjargötu Nýjum pylsuvagni hefur verið komið fyrir í Lækjargötu framan við Torfuna, en umsókn eiganda liggur nú fyrir borgarstjórn Reykjavíkur og er búizt við, að hún verði samþykkt. Ljósmynd Mbl. Um 16% samdráttur í gasolíuinnflutningi Um 19% samdráttur í svartolíu, en 4% aukning í benzíni HEILDARINNFLUTNINGUR á olíum og benzíni dróst saman um 13,3% fyrstu tíu mánuði ársins, en alls voru flutt inn 367.284,2 tonn í ár á móti 424.056,2 tonnum á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning innflutningsins milli ára er liðlega 21,2%, en verðmæti innflutningsins í ár er tæplega 1.035,6 milljónir króna á móti liðlega 854 milljónum á sama tíma í fyrra. Innflutningur á gasolíu hefur 77.841,9 tonn. Verðmætaaukningin dregizt saman um 16% í ár, en fyrstu tíu mánuðina voru flutt inn 145.905,4 tonn á móti 174.912,2 tonnum á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukning innflutningsins milli ára er liðlega 18%, en verð- mæti innflutningsins fyrstu tíu mánuðina í ár er liðlega 436,4 milljónir króna á móti tæplega 369,6 milljónum á sama tíma í fyrra. Svartolíuinnflutningur hefur dregizt enn frekar saman, eða um tæplega 19%. Fyrstu tíu mánuð- ina í ár voru flutt inn 105.053,7 tonn á móti 129.357,2 tonnum á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er aðeins 5,5%, en verðmæti innflutningsins fyrstu tíu mánuðina í ár er tæp- lega 204,9 milljónir króna á móti tæplega 194,2 milljónum á sama tíma í fyrra. Benzíninnflutningur jókst um liðlega 4% fyrstu tíu mánuðina í ár, eða fór úr 74.830,7 tonnum í milli ára er tæplega 50,5%, en verðmæti innflutningsins fyrstu tíu mánuðina í ár var tæplega 269,5 milljónir króna á móti lið- lega 179,1 milljón króna á sama tíma í fyrra. Innflutningur á flugvélabenzíni dróst saman um tæplega 65% fyrstu tíu mánuði ársins, en inn voru flutt 774,3 tonn á móti 2.191,3 tonnum á sama tíma í fyrra. Verð- mætasamdrátturinn milli ára er um 55%, eða liðlega 3,85 milljónir króna á móti tæplega 8,5 milljón- um króna. Innflutningur á þotueldsneyti hefur dregizt saman um liðlega 14% á árinu, en fyrstu tíu mánuð- ina voru flutt inn 36.708,9 tonn á móti 42.764,8 tonnum á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning milli ára er tæplega 18%, en verðmæti innflutningsins fyrstu tíu mánuð- ina var liðlega 120,9 milljónir á móti tæplega 102,7 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Hans G. Andersen undir- ritar fyrir mína hönd Steingrímur í sendinefndinni og alveg heimilt að tveir undirriti „ÞAÐ HEFUR legið fyrir að Hans G. Andersen myndi undirrita fyrir mína hönd. Steingrímur er í sendi- nefndinni og þeir munu undirrita tveir, hann og Hans G. Andersen,“ sagði Ólafur Jóhannesson utanrík- isráðherra, er Mbl. spurði hann um ástæðu þess að Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra er á Jamaica i þeim erinda- gjörðum að undirrita hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, en eins og Mbl. skýrði frá i gær kom sú staðreynd ýmsum á óvart, þar á meðal blaðafulltrúum utanríkis- ráðuneytis og ríkisstjórnar. Aðspurður um hvort ekki væri algengast að utanríkisráðherrar undirrituðu slíka alþjóðlega sáttmála svaraði Ólafur: „Eg veit nú ekki hverjir undirrita þarna, en samkvæmt upplýsing- um sem ég hef fengið þá er alveg heimilt að tveir undirriti. Haf- réttarsáttmálinn snertir nátt- úrlega fiskveiðar. Ólafur sagði í lokin að sú stað- reynd að áðurnefndir blaða- fulltrúar hefðu ekki haft vitn- eskju um för Steingríms stafaði líklega af því að láðst hefði að láta þá vita af því. Skerðingin aðeins 1. des. — segir Jóhannes Kr. Siggeirsson hagfræð- ingur ASÍ um ummæli forsætisráðherra „FORSÆTISRAÐHERRA staðfesti við mig í óformlegu viðtali á göngum Alþingis í dag þann skilning sinn að verðbótaskerðingin ætti aðeins við um 1. desember. Túlkun Sigurðar Líndal þar að lútandi gengur gegn öllum útreikningum og því sem áður hefur verið rætt og ritað um þetta mál,“ sagði Jóhannes Kr. Siggeirs- son hagfræðingur ASÍ í viðtali við Mbl. í gær, en hann gekk þá á fund forsætisráðherra og óskaði eftir yfir- lýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar um að lagaskýring Sigurðar Líndal lagaprófessors á fundi fjárhags- og viðskiptanefndar í gærmorgun þess efnis að ef bráðabirgðalögin yrðu samþykkt myndi helmings verðbóta- skerðing launa verða viðvarandi næstu útreikningstimabil ætti ekki við rök að styðjast. Yfirlýsing Sigurðar Líndal þessa efnis kom mjög illa við verkalýðsforystuna og fór Jóhann- es á fund forsætisráðherra í fram- haldi af símtölum við Ásmund Stefánsson forseta ASÍ til Kaup- mannahafnar. Mbl. spurði Jó- hannes hvort hann hefði einnig æskt yfirlýsingar forsætisráð- herra á þeirri lagaskýringu Sig- urðar Líndal, að ef bráðabirgða- lögin yrðu felld ætti að koma til greiðslu fullra verðbóta frá þeim degi sem Alþingi felldi þau. Hann svaraði: „Nei, það ræddi ég ekki við hann, en túlkun Sigurður þar að lútandi fer aiveg saman við skoðun Alþýðusambandsins á því hvað muni gerast ef bráðabirgða- lögðin verða felld. Við teljum að með falli þeirra sé forsenda sam- þykktar kauplagsnefndar fallin úr gildi. Kauplagsnefnd hlýtur því að koma saman þann hinn sama dag og reikna kaupið út á ný sam- kvæmt gildandi lögum frá 1979 sem kennd eru við Ólaf Jóhann- esson. Þessi afstaða ASÍ hefur verið tilkynnt fjárhags- og við- skiptanefndum Alþingis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.