Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Belgía I rslil h ikja í I. deild um síðuslu helgi urrtu þessi: I/okeren — C’erde Brugge Beersrhot — F(’ Liege Tongeren — F(’ Anlwerpen F(.’ Brugge — B<*veren Anderlechl — Kortrijk Seraing — Walerschei Winterslag — (íhenl Waregem — Lierse Siandard Liege — KWDM Molenb. 3—2 Sladan í I. deild: 0—0 0—0 0—1 3—0 2—2 2-7 I —I 2-2 Standard Liege 16 10 2 4 42 20 22 Walerschei 16 8 6 2 27 16 22 Anderlecht 16 8 5 3 32 19 21 F(’ Brugge 16 8 5 3 2 5 14 21 l/okeren 16 8 5 3 22 13 21 FC Antwerp 16 8 4 4 19 17 20 AA (ihent 16 6 7 3 26 19 19 Beveren 16 6 6 4 34 16 18 KWDM Molenbeek 16 6 5 5 19 17 17 Kortrijk 16 4 7 5 18 23 15 Beerschot 16 5 4 7 23 33 14 Lier.se 16 5 4 7 17 24 14 Waregem 16 4 4 8 16 23 12 Cercle Brugge 16 3 6 7 18 24 12 FC Liege 16 3 5 8 12 32 11 Seraing 16 2 7 7 15 32 II Winterslag 16 3 4 9 17 24 10 Tongeren 16 2 4 10 18 34 8 Holland LID Ajax meA sljörnuna Johan ('ruyff í hroddi fvlkingar er nú í efsta sæli í I. deild í llollandi. I m siöustu helgi vann Ajax slórsigur, 5—0, á llelmond Sport. ()g þaó sem gerdi mesta lukku í leiknum var þegar vílaspyrna á llelmond var fram- kvæmd á nýstárlegan hált af (’ruyff. í slaó þess aó skjóta heinl á markió sendi hann hollann lil hliðar á danska leik- manninn Jesper Olsen. I»egar markmað- urinn kom á móli fékk ('ruyff holtann aflur og sendi hann þá í netið. ('ruyff skoraði sjálfur Ivö mörk af fimm í leiknum og álli þáll í hinum þremur. Ilann er sagður leika mjög vel um þi'ssar mundir. f'rslit leikja í llollandi urðu þessi: (»A Kagles — Sittard 1—2 Ajax — llelmond 5—0 llaarlem — Feyenoord Rotterdam 0—0 NAO Breda — F(’ (Jtrecht 1—0 Kxcelsior — Tilhurg 1—3 Sparta — AZ 67 Alkmaar I —I PSV — KodaJÍ I —I NE( - l*K(' Zwolle 1-1 FO Twenle — FO (íroningen I — 1 Staðan í I. deild: I. Ajax 16 12 2 2 42-14 26 2. l»SV 16 11 3 2 41 — 16 25 3. Feyenoord 16 10 5 1 32—18 25 4. Koda J( 16 7 4 5 28—19 18 5. Sparta 16 6 6 4 29—25 18 6. F. Sittard 16 7 4 5 20- 21 18 7. Excelsior 16 7 3 6 23—22 17 8. FC (.roningen 16 3 II 2 22-22 17 9. FC I’trecht 16 7 2 7 26—26 16 10. llaarlem 16 5 6 5 14—19 16 11. AZ 67 16 6 3 7 24—20 15 12. FC Twente 16 2 8 6 18—21 12 13. Helm. Sport 16 4 4 8 21-35 12 14. Willem 2 16 4 3 9 17-23 II 15. (■A Kagles 16 2 7 7 19—30 11 England Aston Villa (ókst ekki að komasl upp að hlið Liverpool í efsta sæti I. deildar innar í Knglandi í gærkvöldi er liðið lék við Arsenal á llighhury. I»rál( fyrir að Arsenal léki með að< ins 10 menn mestall- an seinni hálfleikinn, þar sem (ieorge Wood var rekinn af velli, náði Arsenal að sigra í leiknum með tveimur mörkum gegn einu. Blökkumaðurinn Ohris Whyte náði for- ystu fyrir Arsenal á 10. mín. og Tony Woodcock skoraði annað mark liðsins tuttugu mínútum síðar. Stórglæsilegt mark eftir aukaspyrnu Sansom. Ken McN'aught minnkaði muninn þremur mínútum fyrir hálfleik, en sigur Arsenal var öruggur, og Villa ógnaði heimaliðinu aldrei verulega. Wood var rekinn af velli á 63. mín. fyrir hrot á Peter Withe, en Stewart Kohson fór í markið og stóð sig vel. Áhorfendur voru aðeins 17.384 og verð- ur Aston Villa að greiða Arsenal um 25.000 pund, þar sem leikurinn átti að vera á laugardaginn, en var flýtt vegna leiks Villa við IVnarol frá Oruguay í Tokyo á sunnudaginn, í heimsmeistara- keppni félagsliða. Villa hafði samþykkt að greiða Arsenal það sem upp á vantaði frá meðalaðsókn á laugardagsleik. Onnur úrslit í Knglandi í gær: 3. deild: ('ardiff — (’hesterfield 1:1. Mjólkurhikar: Notts County — West llam 3:3 1 Knn fékkst sem sagt ekki úr því skorið hvort liðið kemst áfram, en sigurvegarinn leikur við Liverpool á útivclli. Störnugjöfin LIO FRAM: Egill Jóhannesson * * ★ Hinrik Ólafsson * * Sigurður Svavarsson * Hannes Leifsson * LIÐ ÞRÓTTAR: Ólafur Benediktsson * ★ Páll Ólafsson * * Evrópudraumur KR-inga er úti: Máttu þola sjö marka tap í gær „Hvílík vonbrigdi,“ stundi einn af þeim fjölmörgu áhorfendum sem fylltu Laugardalshöllina í gærkvöldi er hann yfirgaf höllina. Og það gátu víst flestir verið á sama máli. Með fimm mörk í veganestí fóru KR-ingar í síðari Evrópuleik sinn í handknattleik og áttu flestir von á því að það myndi nu duga liðinu til þess aö komat áfram. En leikmenn KR voru ekki svipur hjá sjón miðað viö fyrri leik sinn gegn júgó- slavneska liöinu Zeljeznicar og uröu að þola sjö marka tap í leiknum, 28—21. í hálfleik skildu þrjú mörk liðin aö. Staðan þá 13—10 fyrir Júgóslava. Það var al- veg meö ólíkindum hversu slakir leikmenn KR voru í gærkvöldi. Og öllu verra var aö skilja hversu kraftlitlir og baráttulausir þeir voru. Það var varla aö þaö heyrö- ist frá þeim hósta að stuna inni á vellinum til þess að hvetja hver annan áfram í þessum annars þýðingarmikla leik KR. Fyrir bragðiö voru þeir gjörsamlega yf- irspilaðir af Zeljeznicar og Júgó- slavarnir trúöu varla sýnum eigin eyrum og augum þegar leiknum lauk. Þeir voru komnir áfram eftir stórtap í fyrri leik og þrátt fyrir að hafa leikið báða leikina á útivelli. Þaö má segja að það eina sem ekki brást í gærkvöldi hafi verið áhorfendur. Að venju studdu þeir óhemju vel viö bakið á KR-ingum og troðfylltu Laugardalshöllina. Það var því slæmt að þeir skildu ekki uppskera þaö aö KR-ingar kæmust áfram í átta liða úrslitin. KR fékk óskabyrjun í upphafi leiksins í gærkvöldi. Strax í upp- hafi komst KR í 3—1, og eftir 10 mínútna leik var staðan 6—3 fyrir KR. Allt gekk þeim í haginn. En þeir voru fullbráölátir, sóknir liðs- ins urðu fljótt of stuttar og þaö kom leikmönnum KR í vanda hve aftarlega Júgóslavarnir léku nú vörnina. Þegar 27 mínútur voru liönar af fyrri hálfleik var staðan jöfn, 10—10. Þá urðu þáttaskil í leiknum. KR fór að elta Caslav Grubic fyrirliða Zeljeznicar, við þaö riölaöist vörn þeirra og þrjú síö- ustu mörk hálfleiksins skoruöu „Júkkarnir". Þaö var greinilegt á leikmönnum KR undir lok fyrri hálf- leiksins aö þeir voru komnir á hæl- ana og voru ekki svipur hjá sjón miðaö viö fyrri leikinn. Leikur KR hrundi eins og spilaborg Leikmenn KR náöu sér ekki á strik í upphafi síöari hálfleiksins. Alfreö og Anders Dahl geröu hver mistökin af öörum og skot Alfreös voru öll varin eöa þau voru fram- hjá. Þegar 12 mínútur voru liðnar af -síöari hálfleiknum var staðan oröin 19—13 og „Júkkarnir" sáu fram á stóran sigur og um leiö aö þeir myndu komast áfram í keppn- inni. Þeir efldust viö hvert mark, en á sama tíma fór allt í handaskolum hjá KR og leikur liösins hrundi eins og spilaborg. Mesti munur á liöun- um í síðari hálfleik var níu mörk. En sjö mörk skildu liðin aö í lokin. KR-ingar slakir í leiknum t gærkvöldi léku KR-ingar jafn ilia og þeir léku vel í fyrri leiknum. Hvaö var aö er ekki gott aö segja. En hver þekkir ekki sem meö handknattleik fylgist þessa miklu sveiflu á milli leikja. Til dæmis í leiknum í gær þá kemur 12 marka sveifla. KR er meö fjögur mörk yfir í fyrri hálfleiknum en tap- ar svo með sjö mörkum. Stööug- leikinn er ekki fyrir hendi. En mun- urinn á leikmönnum milli leikja er oft ótrúlega mikill. Þaö sem mun- aöi mestu hjá KR í gær var aö leikmenn náöu sér aldrei á strik í varnarleiknum. Þá var bekkstjórn- in ekki nægilega góö. Mladenovic skoraði til dæmis níu mörk í leikn- um í gær og ekkert þeirra úr víti. Flest skoraöi hann á mikilvægum augnablikum en ekkert var gert í því aö stööva hann. Lykilmenn i liöi KR eins og Anders Dahl var ekki svipur hjá sjón. Alfreö mjög Gunnar Gíslason skorar hér sitt eina mark í leiknum í gærkvöldi úr horninu. Ljósmynd Kristján Örn Klíasson. óheppinn meö skot sín. Og línuspil var ekki eins gott og í fyrri leikn- um. Þaö var einna helst Haukur Geirmundsson sem lék af svipuö- um styrkleika. Stefán Halldórsson kom mjög vel frá leiknum þegar hann kom loks inná í síöari hálf- leiknum og skoraöi þá fjögur mörk í röö. Jens varöi vel eitt og eitt skot og greip vel inn í leikinn í fyrri hálf- leik, en í þeim síöari var markvarsl- an bæöi hjá honum og Gísla Felix slök. Mörk KR í leiknum skoruöu: Hauk- ur Geirmundsson 5, Alfreö Gísla- son 5, Anders Dahl, 3 1 v, Stefán Halldórsson 4, Jóhannes Stefáns- son 3 og Gunnar Gíslason 1. Markhæstir hjá Zeljeznicar voru þeir Mladenovic meö 9 mörk og Grubic með 7. Friörik Guömundssyni var tví- vegis vikið af leikvelli í 2 mínutur og Gunnari Gíslasyni í 2 mín. Tveimur Júgóslövum var vikiö af leikvelli í 2 mín. hvorum. Dönsku dómararnir Palle Thomasen og Nils Knudsen höföu mjög góö tök á leiknum og dæmdu vel. — ÞR. Naumur Valssigur VALSARAR sluppu með skrekk- inn í gærkvöldi úr viðureign sinni við KR-inga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þeir höfðu náð 10 stíga forskoti í hálfleik og voru lengst af á auðum sjó í seinni hálfleik, komust um tíma 20 stig- um yfir, en á síðustu fimm mínút- um skoruðu KR-ingar grimmt og hleyptu fjöri í leikinn, sem endaði 96:93 fyrir Val. í hálfleik var stað- an 58:48. Valsarar fóru vel af staö og náöu 12 stiga forskoti eftir fimm mínútur, 16:4. Eftir átta mínútur var forskotiö orðið 15 stig, er staö- an var 27:12 og rúmri mínútu síöar komust þeir í 35:16. Á þessu tíma- bili átti Ríkharður hvert glæsi- skotiö af ööru beint í körfuna, en hitti svo ekki þaö sem eftir var leiksins. KR-ingar sigu síðan á Valsara, en miklu munaöi fyrir þá aö Stew- art átti afar slakan dag fyrsta kort- ériö, en hann skoraöi sín fyrstu stig, úr vítaskotum, þegar innan við fimm mínútur voru til hálfleiks. En þaö sem eftir var til hlésins skoraöi hann 16 stig. Og þaö var Stewart öörum fremur sem hélt KR á floti í seinni hálfleik, en Jón Sigurðsson komst einnig vel frá ieiknum. Strax í byrj- un s.h. minnkuðu KR-ingar muninn í þrjú stig, en Valsmenn tóku ekki viö sér fyrr en eftir rúmar þrjár mínútur. Munurinn hélst þetta 10 stig lengi vel, en á stuttum kafla um miöbik s.h. skoruðu Valsarar síöan grimmt, náöu 16, síöan 18 og loks 20 stiga forskoti þegar Valur—KR 96:93 tæpar sex mínútur voru til leiks- loka, 94:74. En KR-ingar böröust hins vegar vel og skoruöu 19 stig síöustu fimm og hálfu mínútuna, en á sama tíma skoruöu Valsarar aö- eins tvö stig. Um tíma stefndi i rúmlega 100 stiga sigur Vals, en KR-ingar virtust ætla koma í veg fyrir þaö og seldu sig dýrt. Setti þaö Valsara út af laginu, og sluppu þeir með skrekkinn, þótt sigur þeirra hafi veriö sanngjarn, miöaö viö gang leiksins. í lokin uröu Torfi hjá Val og Jón Sigurös hjá KR aö hverfa af velli meö fimm villur hvor. Samtals hlutu KR-ingar 22 villur, en Valsar- ar 15. Stig Vals: Tim Dwyer 27, TorH Magnússon 18, Jón Steingrímsson 17, Kíkharóur llrafnkclsson 12, Kristján Ágúslsson 12, Iieifur (iústaCsson 6, Tómas llolton 4. Stig KK: Stewart Johnson 40, Jón Sigurósson 20, Kristján Kafnsson 17, l'áll Kolheinsson 6, Stefán Jóhannesson 6, Birgir (iuðhjörnsson 2, Jón Pálsson 2. „KR-ingar þoidu ekki álagid“ „FYRRI leikurinn var mjög slak- ur af okkar hálfu og eftir hann undirbjuggum við okkur mjög vel, sérstaklega andlega fyrir þennan leik og náðum nú aö sýna okkar rétta andlit," sagöi Zoran Zivkovic, þjálfari Zeljezn- icar eftir leikinn í gær. „Viö höföum varla tækifæri til aö kynna okkur íþróttahúsiö fyrir fyrri leikinn þannig að mjög erfitt var aö spila þá. En KR-ingar komu mér mjög á óvart meö góöum leik á sunnudaginn, en þeir þoldu greinilega ekki álagiö í leiknum í kvöld. Áhorfendur hér eru hreint frábærir og kunna vel aö meta góöan handknattleik. Mér finnst þeir skilja leikinn mjög vel — og ég vil þakka þeim fyrir þaö hve vel þeir höguöu sér. Þeir komu mjög íþróttamannlega fram,“ sagöi þjálfarinn. — SH. „Þeir kláruöu dauöafærin betur“ „MÉR fannst vanta einhvern kraft í þetta allan tímann hjá okkur,“ sagöi Alfreð Gíslason eftir leikinn. Alfreö skoraöi fimm mörk í leiknum, þar af fjögur í fyrri hálfleik, en náði sér engan veginn eins vel á strik og í fyrri leiknum. „Viö vorum viö óheppnari meö skot en þeir, og þeir kláruöu dauðafærin mun betur en viö. Hvaö sjálfan mig varðar þá átti ég ein fjögur stangarskot í leikn- um.“ Alfreð sagöi aö dómararnir heföu tekiö áberandi haröar á hrindingum KR-inga en Júgó- slavanna, „og þeir kunnu líka vel aö brjóta af sér,“ sagöi hann. „Viö vorum alls ekki sigurvissir, heldur vorum viö hræddir ef eitthvaö var. Annars finnst mér vera þreyta í liöinu eftir þetta stífa íslandsmót,“ sagöi Alfreð Gíslason. — SH. „Ráðum ekki við maður á mann“ „AÐALÁSTÆÐAN fyrir þessu tapi er að við erum einfaldlega ekki nógu sterkir maður á mann. Þeir stimpluðu okkur svo hratt — þá lendir þetta alltaf maður á mann og viö réðum bara ekki við það,“ sagði Jó- hannes Stefánsson eftir leikinn í gær. „Þaö er mun erfiöara aö halda svona forskoti eins og viö höfö- um en aö vinna þaö upp, en hér var alls ekki um vanmat aö ræöa. Sóknirnar hjá okkur voru allt of stuttar þegar viö vorum komnir meö forskotiö." Jóhannes sagöi aö stuöningur áhorfenda heföi veriö geysilegur og vildi hann þakka fyrir þaö. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.