Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Albert Gudmundsson: „Endalausir skattar á sömu tekjur ...“ SVO sem frá hefur verið greint á þingsíðu Mbl. fluttu Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og Matthías Bjarna- son (S) frumvarp þess efnis að fast- eignamat sem skattstofn eignaskatts skuli ekki hækka meira milli ára en sem svarar breytingu á skattvísitölu, en eins og nú er hækkar þessi skattstofn mjög mismunandi eftir landshlutum, vegna mismunandi framboðs og eftirspurnar ibúðarhús- næðis. Við umræðu um þetta frumvarp sagði Albert Guðmundsson (S) m.a.: „íbúðir fólks eða vistarverur, sem eru í eigu fólksins, eru greidd- ar eða byggðar fyrir peninga, sem það á afgangs þegar það hefur greitt til ríkis og sveitarfélaga öll sín opinberu gjöld, hvort sem það heita skattar eða útsvör. Sem sagt, það er byggt fyrir sparifé og vinnu- Salome Þorkelsdóttir: Albert Guðmundsson framlag og á þessar eignir á alls ekki að leggja síhækkandi fast- eignagjöld. Þessar eignir eiga ekki að vera tekjulind aftur og aftur fyrir ríkissjóð. Þeir sem hafa notað sínar tekjur á annan hátt, t.d. lagt í banka til geymslu, fá verðbætur og vexti af sínu sparifé, en þeir sem leggja sparifé í fasteignir, þ.e. byggja sér þak yfir höfuðið, greiða þessa enda- lausu skatta af sömu tekjum. Skattleggja mætti söluágóða af húseign, ef hún er seld eða af þeim mismun, sem er á söluverði og nýj- um vistarverum, ef sannanlegur söluhagnaður, raunverulegur sölu- hagnaður í slíkum skiptum er að ræða. En ég er á móti því, að skattleggja og meta fasteignir manna til skatts og hafa þær að tekjulind aftur og aftur fyrir ríkis- sjóð, eins og raun ber vitni um.“ Heimilisfræði í grunnskólum Salome Þorkelsdóttir og sjö aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér, ef samþykkt verður, að ríkisstjórnin skuli hlutast til um „að við endurskoðun aðalnámsskrár grunnskóla verði ákveðinn lág- marksstundafjöldi í heimilisfræðum í öllum bekkjum grunnskólans. í greinargerð segir að megin- markmið heimilisfræðináms skuli vera skv. námsskrá: 1. efla skilning nemenda á hlut- verki heimilisins, 2. auka þekkingu þeirra og leikni í heimilisstörfum, 3. auka skilning og áhuga nemenda á hollustu og heilbrigði, 4. vekja skilning og áhuga á góðri nýtingu og umhirðu verðmæta, hagsýni í heimilisrekstri og hagsmunamáium neytenda, Salome Þorkclsdóttir 5. glæða áhuga nemenda á gildi góðrar vinnutækni, 6. veita nemendum innsýn í vist- fræðileg lögmál og glæða áhuga þeirra á umhverfisvernd, 7. glæða sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð nemenda. Þegar rætt er um nám í heimilisfræð- um þarf að hafa hugfast: 1. Að búsýsla og heimilisstörf eru viðfangsefni sem varða jafnt konur sem karla. 2. Að allir þurfa að njóta fræðslu um mikilvægustu úrlausnarefn- in í sambandi við heimilisrekst- ur, má þar til nefna: a) Hyggilegt fæðuval, rétta með- ferð matvæla og matreiðslu í samræmi við næringarfræðilega þekkingu og viðurkennda holl- ustuhætti. b) Hagkvæma öflun, nýtingu og viðhald þeirra verðmæta sem tengd eru búsýslu, jafnt hvort sem um er að ræða persónulega muni eða sameign neytenda. Þingmannafrumvarp: Lækkun fasteignaskatta Kjartan Jóhannsson (A) og fleiri þingmenn Alþýðuflokksins flytja frumvarp til laga um lækkun gjalda af fasteignum. Frumvarpsgreinin er svo orðuð: „Hvarvetna þar sem í lögum seg- ir, að gjöld eða skattar til ríkis og sveitarfélaga skuli reiknast sem ákveðinn hundraðshluti af fasteignamati fasteigna, þar með talið mat fasteigna til eignar vegna álagningar eignarskatts, skal lækka gjaldstofn til álagningarinnar um 20% fyrir þau gjöld og skatta sem reiknast á ársgrundvelli, en frá og með gildistöku laganna til 1. des. 1983 að öðrum kosti. Jafnframt er óheimilt að hækka viðkomandi álagningarprósentu á árinu 1983 frá því sem gilti á árinu 1982.“ í greinargerð segir svo m.a.: „Tilgangur þessa frumvarps er að draga úr húsnæðiskostnaði á tím- um minnkandi kaupmáttar og koma í veg fyrir að greiðslubyrði af íbúðareign eða húsaleigu aukist vegna stórhækkaðs fasteignamats sem er í engu samræmi við þróun launa. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis hefur nú verið hækkað um allt að 78% milli ára á sama tíma og laun hækka um 48%. Þetta veldur aug- Ijóslega mikilli aukningu húsnæðis- kostnaðar bæði hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði, og eins þeim, sem leigja íbúðir, því leiga er oft bundin vísitölu húsnæðiskostnaðar. Sú aukning greiðslubyrðar, sem hér um ræðir, er mjög tilfinnanleg á tímum versnandi kaupmáttar." Kjartan Jóhannsson Fyrirspurn til iðnaðarráðherra: Aflíoma iðnfyrir- tækja í ríkisrekstri LÁRUS Jónsson (S) hefur borið fram fyrirspurn til iðnaðarráðherra um rekstrarafkomu iðnfyrirtækja, sem eru í eigu ríkissjóðs að hluta eða alfarið og hevra sem slík undir iðnaðarráðherra. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Hver var rekstrarafkoma eftir- talinna fyrirtækja árið 1981, sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkissjóðs, og hver er áætluð rekstrarafkoma þeirra árið 1982? • 1. Járnblendisverksmiðjunnar í Hvalfirði. • 2. Kísiliðjunnar við Mývatn. • 3. Aburðarverksmiðju ríkis- ins. • 4. ÁlafoSs hf. • 5. Sementsverksmiðju ríkis- ins. • 6. Siglósíldar. Ef taprekstur hefur orðið eða er fyrirsjáanlegur hjá þessum fyrirtækjum, hvernig er hann fjármagnaður? Hafa einhver þessara fyrir- tækja tekið erlend lán undanfar- in ár vegna rekstrartaps (1980—82) og hver er greiðslu- byrði þessara lána á árinu 1982? Þingfréttir í stuttu máli Svipmynd frá Alþingi: — Hlustað, lesið og spjallað saman. Fjórföldun sektar- ákvæða frá 1980 „Tollkrít“ enn dregin á langinn • Eiður Guðnason (A) mælti fyrir nefndaráliti um stjórnar- frumvarp í efri deild Alþingis sl. mánudag, sem gerir ráð fyrir samræmingu sektarákvæða frá því þau vóru síðast ákveðin 1980. Frumvarpið gerir ráð fyrir fjór- földun sektarupphæða. Eiður sagði þetta stjórnarfrumvarp segja sitt um eigið mat ríkis- stjórnarinnar á verðlagsþróun í landinu á þessu 2ja ára tímabili. • Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, mælti sama dag fyrir stjórnarfrumvarpi um „tollkrít", sem gerir ráð fyrir framkvæmd tollkrítar í áföngum frá og með ársbyrjun 1984. • Friðrik Sophusson (S) minnti á yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra 1980, þessefn- is, að þá um haustið myndi koma fram stjórnarfrumvarp um „tollkrít". Það hafi brugðizt. • Sami þingmaður sagði að næsta skref ríkisstjórnarinnar hafi verið að leggja á nýjan skatt, tollafgreiðslugjald, á sl. þingi. Hann hafi verið afsakaður með því að til stæði að taka upp „tollkrít" frá og með ársbyrjun 1983. Þetta frumvarp miðaðist hinsvegar við ársbyrjun 1984 og þá aðeins í sambandi við áfanga- framkvæmd. • Egill Jónsson (S) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur, um framleiðnisjóð landbúnaðarins. Umræðu lauk ekki þar eð land- búnaðarráðherra þurfti að víkja af fundi en flutningsmaður taldi ráðherra þurfa að vera viðstadd- an þegar mál, er undir hans ráðuneyti heyra, væru til um- ræðu. • Stjórnarfrumvarp um fram- lengingu 19% verðjöfnunar- gjalds á roforku til ársloka 1983 var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Enginn mælti fyrir frumvarpinu og gekk það um- ræðulaust til þingnefndar. • Halldór Blöndal (S) mælti sama dag fyrir frumvarpi þess- efnis að „viðhald, fasteignagjöld og iðgjald af húseigenda- tryggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota“ skuli frádráttarbært til skatts. • Salome Þorkelsdóttir (S) mælti fyrir frumvarpi sem hún flytur ásamt fleiri þingmönnum, þess- efnis, að nafnnúmer skuli fylgja á umslagi utan um utankjör- staðaatkvæði, ásamt nafni og heimilisfangi, til að auðvelda talningu. • Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti fyrir frumvarpi sem hún flytur ásamt fleiri þingmönnum Alþýðuflokks um framtals- skyldu á ágóðaþóknun, öku- tækjastyrk, húsaleigustyrk og hvers konar öðrum fríðindum og hlunnindum, sem greidd eru samhliða launum, til skattstjóra. Tilgangur: að auðvelda úttekt á raunverulegri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. • Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um málefni fatlaðra. • Eiður Guðnason (A) og Stefán Jónsson (Abl.) flytja frumvarp þessefnis að ökuskírteini útgefin á Álandseyjum, í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Græn- landi, Noregi og Svíþjóð skuli hér á landi jafngild íslenzkum ökuskírteinum. • Þá hefur verið lögð fram til- laga til þingsályktunar „um full- gildingu samnings um loft- mengun sem berst langar leiðir milli landa“ og gerður var í Genf 13. nóvember 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.