Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 15 Þessi mynd vmr tekin, er Jóhannes Píll II pifi var særður skotsári á Péturstorgi í Róm 1981. Á henni má sjá mann með gleraugu lengst til vinstri, sem sagður er líkjast mjög Sergei Ivanov Antonov (sjá inn- skotsmynd), en hann er starfsmaður flugfélags Búlgaríu í Róm. Hann hefur verið handtekinn í sambandi við morðtilraunina á páfa. hjá stjórnar- Forseti Pakistans í Bandaríkjunum Fer fram á aukna hernaöaraöstoð vegna hernaöaraögerða Rússa í Afganistan Washington, 7. dcsembor. Al\ MOHAMMED Zia Ul-Had, for- seti Pakistans, kom til Washing- ton í dag til viðræðna við banda- rísk stjórnvöld um innrás Sovét- ríkjanna í Afganistan og hern- aðaraðstoð Bandaríkjamanna, sem lofað hafa Pakistan 3,2 millj- örðum dollara í því skyni. í mót- tökuathöfn, sem fram fór í garði Hvíta hússins í dag, bar Reagan forseti lof á Pakistan fyrir að taka við flóttamönnum frá Afgan- istan og veita þeim hæli og að- stoð. Sagði Reagan, að Pakistan- ar mættu vera þess fullvissir, að bandaríska þjóðin styddi þá i hví- vetna í viðleitni þeirra. koma á enn nánari samvinnu með löndum þeirra á sviði efna- hags- og viðskiptamála og á vettvangi vísinda og menning- armála. í heimsókn sinni í Bandaríkj- unum mun Zia ennfremur ræða við Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra, og fleiri bandaríska ráðamenn. Komíst Zia ræddi við George P. Schiltz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tvo klukku- tíma í dag og undirrituðu þeir samkomulag um að kannað verði með hvaða hætti megi kreppu í Danmörku Samþykkt ad standa vid gefin loforö um framlög til eldflauga NATO í V-Evrópu Edward M. Kennedy og eiginkona hans Joan, sem nú hafa sótt um skilnað. Kennedy-hjónin hafa sótt um skilnað Barnstablc, Massachusctts, 7. dcscmbcr. Al\ Öldungadeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy og eiginkona hans Joan, sem ekki hafa búið saman um nokkurt skeið, sóttu i gær um skilnað og komust að samkomulagi um að hafa sameiginleg yfirráð yfir yngsta barni sínu og einnig voru gerðar samþykktir er varða greiðslur og meðlög. Þau komu i réttarsal síðdegis í gær og mun skilnaður þessi verða endanlegur eftir eitt ár og með honum ljúka 24 ára hjóna- bandi, sem þau sögðu „óbætan- legt“. Yngsta barn þeirra hjóna, Patrick, sem er fimmtán ára gamall, mun búa hjá móður sinni og sækja skóla frá heimili hennar í nánd við Boston, þrátt fyrir að þau muni hafa sameig- inlegan yfirráðarétt yfir honum, segir í yfirlýsingu Joan Kenn- edy, sem birt var af lögfræðing- um hennar í dag og eiginmaður hennar sagði rétta. Kaupmannahöfn, 7. dcscmbcr. Krá Ib. Kjörnbak, frcttaritara Morj;unblaósins. STJÓRN hægri- og miðflokkanna í Danmörku tókst í dag að komast hjá stjórnarkreppu með þvi að sam- þykkja frestun „að sinni“ á nýjum framíögum til þess að koma fyrir 572 meðaldrægum eldflaugum NATO í Vestur-Evrópu. Að loknum 5 klukkustunda umræðum í danska þjóðþinginu ákváðu stjórnarflokk- arnir fjórir að sitja hjá við tillögu jafnaðarmanna, sem eru í stjórnar- andstöðu, en samkvæmt henni munu Danir ekki inna af hendi frek- ari framlög til NATO í framan- greindu skyni, eftir að búið er að greiða þær 26 millj. danskra króna, sem þegar hefur fengizt samþykki fyrir. Lyktir komu mjög á óvart í þessari umræðu um meiri háttar varnar- og öryggismál. Tillaga jafnaðarmanna var samþykkt með 90 atkvæðum, þeirra á meðal at- kvæðum vinstri flokkanna. Stjórnarflokkarnir sátu hjá en Framfaraflokkurinn einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Schleter forsætisráðherra skýrði svo frá eftir á, að ákvörðun stjórnarinnar um að sitja hjá, hefði verið tekin til þess að koma í veg fyrir, að hugsanleg tillaga vinstri flokkanna um að hætta greiðslu framlaga til NATO strax yrði samþykkt, sem hefði neytt stjórn hans til þess að segja af sér. Heimavinnandi hús- mæður 1 verkfall Smithncld, Khodc Island, 7. dcscmbcr. Al\ SÉRSTÆTT verkfall hefur verið að undanförnu í Smithficld á Rhode Island, þar sem fimmtán hcimavinnandi húsmæður lögðu niður störf vegna þess að þær töldu að eiginmcnn þeirra veittu þeim ekki næga athygli, virðingu og ástúð. I dag hö þær höfðu komist að samkomulagi „Hann veitir mér svo mikla athygli núna, að ég veit vart hvað skal til ráða taka,“ sagði ein þeirra, Terry Waterman, í viðtali í dag og hinar sem verk- fallinu höfðu hætt tóku undir þessi orð og sögðu afraksturinn í það minnsta vera að eiginmenn- irnir myndu taka meiri þátt í fðu tólf þeirra hætt þátttöku þar sem við samhýlismenn sína. heimilisstörfum en áður. Eiginmennirnir voru ekki reiðubúnir að tjá sig um þessi mál í dag, en að sögn húsmæð- ranna heimavinnandi var ákv- örðunin um verkfall tekin einn morguninn yfir kaffibolla þar sem óánægja var aðaldagskr- ármálið. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ....... 13/12 Arnarfell ........ 3/1 Arnarfell ........ 17/1 Arnarfell ....... 31/1 ROTTERDAM: Arnarfell ....... 16/12 Arnarfell ........ 5/1 Arnarfell ........ 19/1 ANTWERPEN: Arnarfell ....... 17/12 Arnarfell ........ 6/1 Arnarfell ....... 20/1 HAMBORG: Helgafell ...... 13/12 Helgafell ....... 12/1 HELSINKI: Dísarfell ....... 22/12 Dísarfell ........ 28/1 LARVIK: Hvassafell ...... 13/12 Hvassafell ...... 27/12 Hvassafell ....... 10/1 Hvassafell ....... 24/1 GAUTABORG: Hvassafell ...... 14/12 Hvassafell ...... 28/12 Hvassafell ...... 11/1 Hvassafell ....... 25/1 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 16/12 Hvassafell ...... 29/12 Hvassafell ....... 12/1 Hvassafell ....... 26/1 SVENDBORG: Hvassafell ...... 15/12 Helgafell ....... 16/12 Hvassafell ...... 30/12 Helgafell ........ 13/1 Dísarfell ........ 31/1 AARHUS: Helgafell ....... 17/12 Helgafell ....... 15/1 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ....... 28/12 Skaftafell ...... 31/1 '83 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ....... 30/12 Skaftafell ....... 2/2 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.