Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 32
„Afglýsinga- síminn er 2 24 80 — ——— ./\skriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKIJDAGUR 8. DESEMBER 1982 Síldarsöltun 1 Siglufírði Siglufírdi, 7. desember. BÚRFELL landaði um 120 tonnum af síld í dag, sem skipið veiddi á Reyðarfirði, en síldin fer í söltun hjá Síldarverksmiðjum ríkisins fyrir Siglósíld, sem nú vantar um 8.000 tunnur upp í samning sinn við Sov- étmenn. Þá landaði Hafþór um 130 tonn- um af góðum þorski hér í gærdag. Þess má geta, að jarðsig heldur stöðugt áfram á veginum utan við Mánárskriður, en talið er að veg- urinn hafi sigið um allt að hálfum metra síðan í haust. Fréttaritari. Hið íslenska fornritafélag: Danakonungasögur komnar út „Á ÞRETTÁNDU öld skráðu íslend- ingar ekki aðeins sína eigin sögu og Norðmanna, heldur einnig sögu Dana- konunga, Orkneyinga, Færeyinga, Grænlendinga, Svia og Jómsvíkinga, þeir voru sagnaritarar allra norrænna þjóða og hefur ekki annað skeið verið gróskumeira í islenskum bókmennt- um,“ sagði Bjarni Guðnason prófessor á blaðamannafundi í gær. Þar var kynnt 18. bindið í útgáfu Hins ísl. fornritafélags, Danakonungasögur. ritið nefnist. Brynjólfur Bjarnason hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, sem hefur aðalumboð fyrir fornritafélagið, sagði á fundin- um að nokkuð jöfn sala væri í forn- ritunum, nokkur hundruð á ári hverju seldust, og mætti áætla að hvert bindi væri selt í fimm til sex þúsund eintaka upplagi. Sjá nánar á miðopnu blaðsins í dag. Evrópudraumur KR-inga varð að engu í gærkvöldi er liðið tapaði síðari leiknum fyrir júgóslavneska liðinu Zeljeznicar í Laugardalshöll 28:21. KR vann fyrri leikinn 25:20, þannig að Júgóslavarnir komust áfram á betra samanlögðu markahlutfalli. KÖE tók þessa mynd eftir leikinn er Júgóslavarnir fögnuðu mjög innilega. Á blaðamannafundinum í gær sagði Jóhannes Nordal forseti fé- lagsins, að nú væri ákveðin útgáfa alimargra fornrita á næstu árum, eftir nokkurt hlé í útgáfunni, og á næsta ári koma út Noregskonunga- sögur í Fagurskinnu, svo sem hand- Sigurður Líndal lagaprófessor um bráðabirgðalögin: Viðvarandi skerðing verði þau samþykkt — fullar verðbætur á laun strax, ef þau verða felld Nigurður Líndal lagaprófessor, gaf óformlega lagaskýringu á fundi fjárhags— og viðskiptanefnda þingdeilda í gærmorgun, þess efnis í fyrsta lagi, að verði bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar um efna- hagsaðgerðir, frá í ágúst sl., sam- þykkt, gildi ákvæði 1. greinar þeirra um helmings verðbótaskerð- ingu launa ekki einvörðungu 1. dcsember heldur viðvarandi næstu verðbótatímabil, og í öðru lagi að verði lögin felld komi fullar og óskertar verðbætur á laun frá þeim tíma er Alþingi hugsanlega fellir þau. Þetta kom fram í máli Matthí- asar Á. Mathiesen í umræðu utan dagskrár, er hann bar fram fyrir- spurn til fjármálaráðherra um framlagningu fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar sem og frum- varp að lánsfjárlögum 1983. Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra taldi hinsvegar verð- bótaskerðinguna í gildi, þó lögin féllu í atkvæðagreiðslu, enda hefðu bráðabirgðalögin verið í fullu gildi er til hennar kom 1. desember sl. í sama streng tók Viðræður Alusuisse og iðnaðarráðherra: Tveggja daga viðræðum lauk án árangurs Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra. í umræðum í fjárhags- og viðskiptanefndum Alþingis í gærmorgun kom einnig fram samkvæmt upplýsingum Mbl., að menn telja grein bráðabirgðalag- anna varðandi láglaunabætur mjög vafasama og krafðist einn nefndarmanna lögfræðiálits varð- andi hana. Kom m.a. fram á fund- inum, að samkvæmt orðanna hljóðan í bráðabirgðalögunum sé ákvörðun um það hverjir hljöta eigi láglaunabætur alfarið í hönd- um fjármálaráðherra, honum væri jafnvel heimilt samkvæmt þeim að ákveða að bæturnar rynnu óskiptar til eins aðila. Njá nánar á þingsíðu Mbl. í dag. VIÐRÆÐUR iðnðarráðherra og dr. Paul Miiller og fulltrúa þeirra lauk án árangurs síðdegis í gær eftir tveggja daga fundarhöld. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt að sögn viðræðuaðila og lýsti iönaöarráð- herra yfir miklum vonbrigðum í lok fundarins í gær, en dr. Paul Muller kvaðst ekki vilja tjá sig um málið efnislega. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar, en dr. Múller sagðist reiðubúinn til nýrra fundarhalda, ef iðnaðarráðherra æskti þess. Fundinum lauk um kl. 17.30 í gær og sagði dr. Paul Miiller, sem fyrstur kom út af fundinum, að rætt hefði verið um fortíð og framtíð. Hann vildi ekkert tjá sig frekar um efnisinnihald viðræðn- anna eða stöðu mála, en sagðist reikna með fundum á ný og að hann væri reiðubúinn þegar iðn- aðarráðherrann boðaði til fram- haldsfundar. Paul Múller heldur utan á ný árdegis. „Því miður varð ekki sá árang- ur sem ég hafði vænst. Þessi fundarhöld hafa valdið mér mikl- Viðræðurnar fóru fram í samkomusölum fjármálaráðuneytisins í Borgartúni 6, en hér ganga viðræöuaðilar til fundar í fyrrdag. Lengst til vinstri er Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍNAL, þá Hjörleifur Guttormsson, næstur honum dr. Paul Múller. Að baki honum er aðstoðarmaður hans, en Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður ÍNAL, þriðji frá hægri. Ljósm. Mbi. RAX. um vonbrigðum, en staðan er sú að viðræðum er ekki slitið. Ég geri ráð fyrir því að aðilar nálgist hvor aðra með einhverjum hætti áður en langt um líður,"' sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra er hann kom nokkru síð- ar ásamt ráðgjöfum sínum af fundarstað. Hjörleifur var spurður hvort Alusuisse-menn hefðu komið með einhverjar nýjar hugmyndir til fundarins. Hann svaraði: „Ekki hugmyndir sem ástæða er til að meta með þeim hætti sem ég hefði óskað “ Hann var þá spurður hvort hann hefði lagt einhverjar nýjar hugmyndir á borð. „Af okkar hálfu lágu málin fyrir og þau voru kynnt á síðasta fundi. Við væntum viðbragða á þessum fundi, sem ekki hafa komið," svar- aði hann. Hjörleifur sagði í lokin að það yrði metið næstu daga í ljósi skoðanaskipta aðila hvort frekari fundarhöld gæfu árangur. Hann var þá spurður hvort hann væri með þeim orðum að gefa í skyn að jafnvel kæmi til þess að ekki yrði af frekari viðræðum. Hann svar- aði: „Ég hef ekkert um það að segja annað en það að viðræðum hefur ekki verið slitið á þessum fundi, en nýr fundur hefur ekki verið dagsettur." Kvaðst hann reikna með fréttum af framhaldi málsins fyrir áramót. Sala jóla- trjáa hefst í dag - veröhækkun allt að 71% SALA jólatrjáa hefst í dag. Að sögn Kristinn Skæringssonar hjá Land- græðslusjóði er reiknað með, að á vegum sjóðsins og Skógræktar ríkisins verði seld 14 til 16 þúsund tré að þessu sinni, en ýmsir aðrir aðilar munu einnig selja tré. Verð- hækkun trjánna milli ára nemur 60% til 71%. Verð á rauðgreni og furu fer eftir stærð að venju. Rauðgreni 1 til 1,25 metrar mun kosta 280 krónur (í fyrra 175), 1,25 tií 1,50 metrar kostar 325 (190) og 1,50 til 1,75 metrar kostar 360 (210), svo eitthvað sé nefnt. Furan er heldur dýrari og kosta sömu stærðarflokkar 360. 420 og 450 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.