Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Geir Eyjólfur Matthías Á. Mathiesen: Matthías Ólafur Karvel Ólafur Ragnar Ragnar Eru skerðingarákvæði bráða- birgðalaganna viðvarandi? — Ríkisstjórnin hefur gefist upp á afgreiðslu lánsfjárlaganna og fjárfestingaráætlunar fyrir jól í umræðu utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær kom það fram í máli Matthíasar Á. Mathiesen (S), að Sigurður Líndal, prófessor, hefði gefið óformlega lagaskýringu á fundum fjárhags- og viðskiptanefnda þingdeilda þá um morguninn, þessefnis: 1) að verði bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar samþykkt, gildi verðbótaskerðing launa ekki einungis I. desember, heldur viðvarandi áfram næstu vísitölutímabil, 2) verði þau felld, beri að greiða fullar verðbætur á laun frá þeim tíma er þau vóru felld. Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra og fv. lagaprófessor, tók þátt í umræðunni og lét í Ijós gagnstæða lagatúlkun varðandi hið síðaca atriði. Lánsfjáráætlun fyrir jól? Matthías Á. Mathiesen (S) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og bar fram fyrirspurn til Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, hvort fjárfestingar- og lánsfjáráætlun og frumvarp að lánsfjárlögum, sem skv. Ólafslögum eigi að fylgja fjárlagafrumvarpi, verði lagt fram og afgreitt fyrir jól, en nú lifðu eftir tæpar tvær starfsvikur þings á árinu. Matthías sagði m.a., að erlendar lántökur 1983 væru nú þegar kom- ar á fjórða milljarð króna, en heimildir stæðu aðeins til 2,25 milljarða lántöku. Hér væri um svo alvarlegt mál að ræða, að viðhlítandi skýring þyrfti til að koma. Hann vék og að þeirri lagaskýr- ingu á bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, sem sagt er frá í inngangi þessarar fréttafrásagn- ar. Ef verðbótaskerðingin væri viðvarandi væri burt fallin sú „málsvörn" Guðmundar J. Guð- mundssonar, alþingismanns, að lögin fælu einvörðungu í sér kjaraskerðingu í eitt skipti. Engin lánsljáráætlun fyrir áramót! Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði starfsdaga þingsins fram að jólafríi varla fleiri en níu. Því væri ljóst að lánsfjáráætlun jjrði ekki afgreidd fyrir áramót. Óvíst væri raunar, hvort frum- varp að lánsfjárlögum yrði lagt fram fyrir jól, enda óljóst um efni ýmissa mála í þinginu. Ástæður dráttar á framlagn- ingu væru ýmsar, m.a. vandi Fisk- veiðasjóðs og hvern veg ætti að halda á lántökuheimildum vegna orkuframkvæmda 1983. Ráðherra dró í efa tölulegar fullyrðingar MÁM um erlendar lántökur 1982 og lét í ljós undrun á lagaskýringu varðandi viðvar- andi verðbótaskerðingu launa. Áhrif bráðabirgða- laganna blíva Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagðist hafa látið hafa eftir sér í Mbl., að væru réttar- áhrif bráðabirgðalaganna fram komin (eins og gerðizt 1. desember sl.) högguðust þau ekki hvað svo sem yrði um framtíðargildi þeirra. Skerðingarákvæðin varðandi verðtímabilið væru þegar fest. Hann taldi að réttara hefði verið að spyrja þann prófessorinn álits sem kenndi stjórnlagafræði við háskólann, Gunnar G. Schram. Formleg umsögn í dag Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) sagði gagnstæðar skoðanir hafa komið frá umsagnaraðilum þing- nefndar um bráðabirgðalögin. Þessvegna hafi forseti lagadeildar Háskóla íslands verið beðinn að tilnefna lagaprófessor nefndinni til ráðuneytis. Hann hafi kvatt til Sigurð Líndal, lagaprófessor. Sig- urður hafi látið nefndinni í té óformlega umsögn í morgun en formleg umsögn hans væri vænt- anleg í fyrramálið (þ.e. í dag). Ég bið þingmenn að bíða með álit og niðurstöður unz hún liggur fyrir. Ólafur Ragnar sagði ótvírætt að sínu mati að bráðabirgðalögin næðu aðeins til eins verðtímabils, enda hafi það verið ætlun ríkis- stjórnarinnar, er gaf þau út. 500—600 m.kr umfram fjárlög Karvel Pálmason (A) sagði svo mikið í húfi fyrir launafólk, hvern veg skilja bæri skerðingarákvæði bráðabirgðalaganna, hvort þau yrðu viðvarandi næsta ár, að nauðsynlegt væri að fá fram ótví- ræða skýringu. Hitaveita Dalvíkur: Að Hamri. Dæluhús ásamt miðlungartönknm Hitaveitu Dalvíkur. Stálrör sett í stað asbeströra Dalvík, 2H. november. Á ÞESSIJ ári hafa verið miklar fram- kva'mdir hjá Ilitaveitu Dalvíkur þar sem unnið hefur verið að endurbótum á stofnæðum og öðrum lagfæringum á dreifikerfi veitunnar. Hitaveita Dalvíkur var stofnuð árið 1966 en kaup höfðu þá verið gerð við Svarfaðardalshrepp á vatnsréttindum í landi Hamars, um 3ja km leið frá bænum. Stofnæð og stór hluti dreifikerfis var lagður í asbeströrum, sem þá voru talin það besta sem völ væri á til þessara hluta. Asbeströrin voru einangruð með plastkápum en í ljós hefur komið að sökum útgufunar gegn um asbeströrið reyndist þetta ekki var- anlegt. Þess vegna hafa þessar framkvæmdir staðið yfir í sumar og áfram verður að endurbótum unnið. I stað asbests eru nú notuð stálrör með plasteinangrun. Töluvert hefur verið unnið að nýlagningum í nýja bæjarhluta og tengingum nýrra jafnt sem eldri húsa við dreifikerfið. Segja má að flestir íbúar Dalvíkurbæjar, þétt- býlis sem dreifbýlis, njóti nú hita- veitunnar þar sem nú eru aðeins 4 íbúðarhús ótengd hitaveitunni nieð samtals 13 íbúum. Á þessu ári varð sú skipulags- breyting gerð á rekstri hitaveitunn- ar og vatnsveitunnar að þessar 2 stofnanir bæjarins voru settar und- ir eina stjórn, veitunefnd, og ráðinn veitustjóri, Valur Harðarson. Tölu- vert hefur verið unnið að endurbót- um á vatnsveitu en erfiðleikar hafa verið á vatnsöflun fyrir fiskverkun, einkum í sambandi við frystingu. Byggö hefur verið stífla í Brimnesá ásamt 2 hreinsidömmum neðst í Brimnesárgili. Miklar vonir eru bundnar við að úr rætist með fram- kvæmd þessari. Fréttaritarar. Hann sagði einsýnt að láns- fjáráætlun kæmi ekki fram fyrir áramót, þó lög kvæðu skýrt á um að fylgja ættu fjárlögum, og full- yrti, að fjárlög ársins 1982 hefðu í framkvæmd farið 500—600 m.kr. fram úr áætlun. Orð ráöherrans stóöust ekki Geir Hallgrímsson (S) minnti á orð fjármálráðherra í þingræðu fyrir 5 vikum, hvar hann hafi heit- ið því að lánsfjáráætlun yrði lögð fram „innan nokkurra vikna“. Fjármálaráðherra hafi fært fram „vanda Fiskveiðasjóðs" sem afsök- un fyrir seinagangi lánsfjáráætl- unar. Ekki væri langt um liðið síð- an ríkisstjórnin hefði kallað eftir 100 m.kr. úr þessum sama fisk- veiðasjóði til að leysa vanda tog- araflotans, og þá talað um rástöf- un á „hagnaði" sjóðsins. Þar hafi að vísu verið um ímyndaðan hagn- að að ræða. En allt ber að sama brunni um lánleysi ríkisstjórnar- innar, sem öllum vanda ýtir á undan sér en leysir engan. Nauðsynlegt aö fá fram, hvaö lögin fela í sér Eyjólfur Konráð Jónsson (S) vitn- aði til orðalags í 1. gr. bráða- birgðalaganna: „Vegna samdrátt- ar þjóðartekna ... skal frá 1. des- ember 1982 fella niður helming þeirra verðbóta launa er ella hefði orðið ...“. Hvorki í greinargerð né framsögu forsætisráðherra hafi komið glöggt fram, hvað fælist í þessu orðlagi, varðandi gildi fram í tímann. Lagaskýringar færustu manna kæmu ekki heim og saman. Nauðsynlegt væri að fá skýrar fram, áður en til afgreiðslu kæmi, hvað raunværulega leyndist í þeirri launastefnu ríkisstjórnar- innar, sem lögin spönnuðu með einföldu en óljósu orðalagi. Fleiri tóku til máls. Samvinnulög og verðmyndunar- kerfi landbúnaðar Tveimur fyrirspurnum var svarað í sameinuöu þingi í gær. Tómas Árnason viöskiptaráöherra svaraði fyrirspurn frá Eyjólfi Konráöi Jóns- syni um nýja löggjöf um samvinnufélög og Pálmi Jónsson landbúnaöar- ráöherra fyrirspurn frá Ólafi Ragnari Grímssyni um verömyndunarkerfi landbúnaöar og endurskoðun útflutningsbótakerfis. Þingflokksformaöur deilir á ráöherra Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, gerði í gær í sameinuðu þingi harða hríð að Pálma Jóns- syni landbúnaðarráðherra vegna „framkvæmdar á viðræðum urn verðmyndunarkerfi landbúnað- arins og endurskoðun útflutn- ingsbótakerfis, til samræmis við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í skýrslu um aðgerðir í efna- hagsmálum. Taldi Ólafur bændasamtökin vera tilbúin til formlegra viðræðna um þessi mál en ráðherra hefði haldið sig við óformlegar og mjög tak- markaðar umræður, sem litlu hefðu skilað. Skoraði hann á ráð- herra að skipa nú þegar form- lega viðræðunefnd. Kom til nokkurra orðaskipta milli ráð- herra og þingflokksformanns af þessu tilefni. • Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, kvað umræður um þetta efni hafa verið óformlegar til þessa og málið í heild tengt þeirri framvindu sem yrði um nýtt viðmiðunarkerfi (vísitölu- grundvöll) fyrir laun í landinu. • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði m.a. að samkvæmt fjárlög- um 1983 færi jafnmikið fjár- magn til niðurgreiðslna á búvöru á innlendan og erlendan markað og færi í heild til heilbrigðis- þjónustunnar í landinu, bæði rekstrar og fjárfestingar. •Salome Þorkelsdóttir sagði fróðlegt að skyggnast inn fyrir dyr á stjórnarheimilinu og kynn- ast því, hvern veg málum væri þar háttað, en deilur ráðherra og þingflokksformanns hafi leitt í ljós djúpstæðan ágreining um málsmeðferð. Margir þingmenn tóku til máls. Frumvarp aö lögum um sam- vinnufélög í buröarliðnum • Tómas Árnason viöskiptaráö- herra sagði í svari við fyrirspurn frá Eyjólfi Konráði Jónssyni, að nokkur dráttur hefði orðið á vinnslu frumvarps að nýjum lög- um um samvinnufélög og sam- vinnusambönd, en þess væri að vænta að frumvarpsdrög yrðu tilbúin fljótlega upp úr áramót- um. Hann myndi þá taka ákvörðun um, hvort frumvarpið yrði þá þegar lagt fyrir Alþingi eða sent fyrst til umsagnar við- komandi aðila. Eyjólfur Konráð harmaði þann drátt sem orðið hefði á vinnslu málsins. Hann taldi nýja hlutafélagalöggjöf geta orðið til fyrirmyndar. Auka þurfi lýðræði í samvinnuhreyfingunni en þar væru ákvarðanir teknar í toppn- um en gengju síðan niður píra- mídann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.