Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 5 EM\K GEfímm ALIHKXAK f t9( aiiwbtm »>s f fré 8»ma ttt l* e* ttvrri. Eyjar gegn um aldirnar „EYJAR gegnum aldirnar — Frásagnir af atburðum og mannlífi í Vestmanna- eyjum frá gamalli tíð og nýrri,“ nefnist núútkomin bók frá Erni og Örlygi hf. eftir Guðlaug Gíslason alþingismann. Hefur bókin að geyma frásagnir af sögulegum viðburðum í Vestmannaeyj- um frá fyrstu tíð í máli og myndum. Segir Guðlaugur Gíslason í formála bókarinnar að margir atburðir hafi gerst f Vestmannaeyjum sem frásagn- arverðir þóttu og voru taldir fréttaefni. Með bókinni sé reynt að safna þessum frásögnum saman á einn stað til fróð- leiks fyrir þá sem áhuga kynnu að hafa á málefnum Vestmanneyinga og þeim atburðum sem þar hafa gerst. Bókin „Eyjar gegnum aldirnar“ sem er í stóru broti og mikið myndskreytt skiptist í marga aðalkafla og má nefna kafla um myndun Vestmannaeyja, um upphaf byggðar í Eyjum og um íbúa Vestmannaeyja. Þá eru í bókinni viða- miklir kaflar er nefnast: „Ur gömlum annálum og nýjum“ og „Slysfarir og hrakningar Vestmannaeyjabáta". Þá eru kaflar m.a. um sögu vatnsveitunn- ar, um björgunarmál Eyjamanna, sam- göngumál og þróun þeirra og um eld- gosið í Heimaey 1973. Þá er fjallað um alla alþingismenn Vestmannaeyja frá upphafi, um sjúkrahús og lækna í Vest- mannaeyjum, presta og sýslumenn og bæjarfógeta. Sem fyrr greinir er bókin mikið myndskreytt. Eru myndirnar nær hálft þriðja hundrað talsins og margar þeirra gamlar og fágætar. Einnig eru fjölmargar myndir úr bátamyndasafni Jóns Björnssonar. „Eyjar gegnum aldirnar" er sett, um- brotin, filmuunnin, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Bókarhönn- un annaðist Steinar J. Lúðvíksson en kápuhönnun Sigurþór Jakobsson. Á kápu er gömul mynd frá Vestmanna- eyjum eftir C.W. Ludvig. Arkitekt stöðvi ekki breytingar „Það hefur verið óánægja með þetta loft og þcssa lýsingu allt frá því húsið var opnað,“ sagði Einar Ilákonarson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Stjórn Kjarvalsstaða hefur óskað eftir því að lofti hússins verði breytt, m.a. vegna slæmrar lýs- ingar, sem listamenn hafa kvartað yfir. I fundargerð, sem gerð var á 112. stjórnarfundi segir m.a.: „Stjórnin ítrekar bókun frá 109. fundi og ætlast til þess, að arki- tekt hússins, Hannes Kr. Davíðs- son, geri tillögur um breytingu á lofti og lýsingu í sýningarsölum fyrir 15. janúar 1983. Að öðrum kosti áskilur stjórnin sér rétt til að leita til annarra aðila um úr- lausn málsins." „Stjórnin var einróma um að taka þetta upp. Okkur finnst ekki, að arkitekt hússins geti brugðið fæti fyrir breytingar, sem stuðla beint að því að gera húsið hæfara til þess hlutverks, sem því er ætl- að að gegna," sagði Einar enn- fremur við Mbl. Bætti hann því við, að á þakinu væru t.d. kúptir gluggar, sem aldrei hefðu komið að neinu gagni við lýsingu þar sem þeir eru byrgðir. Morgunblaðið leitaði álits Hannesar Kr. Davíðssonar, arki- teks hússins. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér að svo stöddu, en kvaðst myndu íhuga stöðuna nánar næstu daga. Ný ljóðabók eftir Nínu Björk HJÁ MÁLI og Menningu er komin út fimmta ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur, Svartur hestur í myrkrinu. Bókin skiptist í tvo kafla: Með kórónu úr skýi og Fugl óttans. í forlagskynningu segir svo um bókina og höfund hennar: „Þegar með fyrstu ljóðabók sinni, Ung ljóð, 1965, komst Nína Björk Árnadóttir í röð ef- nilegustu ljóðskálda og síðari verk hennar, bæði ljóð og leik- rit, hafa vissulega uppfyllt fyrirheit þeirrar bókar. I þess- ari nýju bók er að finna bæði myrk ljóð um innri reynslu og opin ljóð um ytri atvik: veru- leikinn er umskapaður í Nína Björk Árnadóttir skáldskap — í eigin nafni og annarra." Svartur hestur í myrkrinu er 67 bls. að stærð, prentuð og bundin í Hólum hf. Kápu teiknaði Hilmar Þ. Helgason. Guðmundur Árni Stefáns- son ritstjóri Alþýðublaðsins GUÐMUNDUR Árni Stefánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins í stað Jóns Baldvins Hannibalssonar. Guðmundur Árni hefur verið starfandi ristjórnarfulltrúi við Al- þýðublaðið um nokkurt skeið, en áður var hann blaðamaður við Helgarpóstinn. Guðmundur Árni sagði í samtali við Mbl., að ekki væri að vænta neinna stórbreyt- inga á blaðinu með sinni tilkomu í ritstjórastól. „Við erum hins vegar að flytja í nýtt húsnæði og taka í gagnið nýjar setningarvélar," sagði Guðmundur Árni. Áuk Guð- mundar Árna starfa við Alþýðu- blaðið blaðamennirnir Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Guð- mundsson. Forstjóri Litla Hrauns segir upp störfum: Sagði upp vegna ágreinings um rekstur — segir Helgi Gunnarsson HELGI Gunnarsson, forstjóri Vinnuhælisins að Litla Hrauni, sagði upp störfum þann 1. desember síðastliðinn vegna ágreinings um rekstur hælisins og lét af störfum sama dag. Jón Böðvarsson, deildarstjóri í hagsýsludeild fjármálaráðuneytisins, hefur verið settur til bráðabirgða þess að stjórna rekstri vinnuhælisins. „Ég sagði upp störfum vegna ágreinings um hvernig haga skuli rekstri vinnuhælisins. Litla Hraun hefur um langt skeið verið í fjársvelti og erfitt hefur verið að halda rekstrinum innan ramma fjárveitinga, en svipað er ástatt um ýmsar opinberar stofnanir," sagði Helgi Gunnarsson í samtali _við Mbl. „Ég hef starfað við vinnuhælið í 10 ár og hef kynnt mér fangels- ismál hjá nágrannaþjóðum okkar. Ef reka á Litla Hraun hliðstætt og fangelsi meðal nágrannaþjóða, þá þarf að veita meira fé til vinnu- hælisins. Þær fjárveitingar sem stofuninni hafa verið skammtaðar nægja engan veginn. Þetta er í raun og veru spurning um hvort við viljum reyna að rétta föngum hjálparhönd — freista þess að leiða þá frá villu síns veg- ar. Endurmenntun er nauðsynleg, ef við einlæglega viljum rétta þessum ógæfusömu mönnum hjálparhönd. Við stefndum að því að halda námskeið fyrir fanga í verklegum greinum en til þess er ekkert fjármagn og þar stendur hnífurinn í kúnni. Ég vil vinna að málefnum fanga eins og ég kann og veit best — ef mér eru ekki sköpuð skilyrði til þess, þá vil ég fremur láta af störfum. Ég tel mig þekkja vel til þessara mála og hafa mikla reynslu og ekki fara með fleipur — því hef ég sagt upp störfum," sagði Helgi Gunnarsson. JNNLENTV maHcaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.