Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 25 Guðrún Þorkels- dóttir — Minning Fædd 11. ágúst 1911 Dáin 28. nóvember 1982 Komið er að kveðjustund. Hníp- in stöndum við og minningarnar hrannast upp. Kallið kom fyrr en við höfðum búist við, og þegar ég sest niður til að minnast tengda- móður minnar koma í hugann margar góðar minningar frá næstum 24 ára fjölskyldutengsl- um. Guðrún Þorkelsdóttir var fædd að Valdastöðum í Kjós þ. 11. ágúst 1911, dóttir hjónanna Halldóru Halldórsdóttur og Þorkels Guð- mundssonar, bónda þar. Hún var ein af fimm systkinum, en missti föður sinn ung, eða rétt 9 ára. Guðrún giftist Jóni Þórarins- syni skipstjóra og útgerðarmanni frá Ánanaustum í nóvember 1935, miklum atorku- og eljumanni. Jón Arnarflug býður upp á skíðaferðir til 5 Evrópulanda ARNARFLUG hefur nú hafíð kynn- ingu og sölu á skíðaferðum til Sviss, Austurríkis, Þýskalands, Frakk- lands og Ítalíu. I samstarfí við ferða- skrifstofuna ARKE í Amsterdam býður Arnarflug tugi áfangastaða og hundruð gististaða í þessum fímm löndum. Er gert ráð fyrir því að hópar eða einstaklingar fari í þessar ferðir á eigin vegum, ýmist með flugi til Amsterdam og t.d. bíla- leigubíl þaðan eða með t.d. fram- haldsflugi til Zúrich og bílaleigu- bíl, rútu eða lest þaðan. Má segja að möguleikar á ferðatilhögun séu nánast jafnmargir og áfangastað- irnir og eru allar nánari upplýs- ingar um ferðamöguleika og verð veittar á Söluskrifstofunni að Lágmúla 7. Lengd ferðanna er frjáls og jafnt möguleiki á viðbótardvöl t.d. í Amsterdam eða öðrum borgum á undan eða eftir dvöl í skíðalönd- unum. Sem dæmi um verð má nefna 2ja vikna ferð til Haute Nendaz í Sviss, en slík ferð kostar kr. 9.235 miðað við hvern einstakl- ing ef fjórir dveljast í einni íbúð. Er þá innifalið í verði flug til Amsterdam, bílaleigubíll allan tímann og 4 gistinætur á hóteli í Amsterdam. (Úr rréttalilkynninf'u) Þridja ævintýra- plata Geimsteins og Gylfa Ægissonar Hljómplötuútgáfan Geimsteinn hefur nýlega sent á markað hljómplötuna „í ævintýraleik" með Tuma Þumal og Jóa og baunagrasiö. Öll lög og allir textar eru eftir Gylfa Ægisson og er þetta þriðja plata Gylfa L þessum flokki. Áður hafa komið út Hans og Gréta, Rauðhetta og eldfærin. Ýmsir kunnir skemmtikraftar sjá um leik og söng á þessari plötu, m.a. Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Magnús Ólafsson, Þórir Baldursson, Hermann Gunn- arsson og fleiri. Sögumenn eru Hermann og Þorgeir Ástvalds- son. Um útsetningar og hljóð- færaleik sáu Þórir Baldursson og Rúnar Júlíusson. Upptökur fóru fram í upptökuheimili Geimsteins í Keflavík í október síðastliðnum. varð bráðkvaddur um borð í mb. Drífu, nýsmíðuðum bát sínum í nóvember 1967. Þau eignuðust 6 mannvænleg börn, þau eru: Halldór Heiðar, vélvirki, kvæntur Helgu Jó- hannsdóttur, Þórarinn Þorkell endurskoðandi, kvæntur Þor- björgu Jónsdóttur, Guðmundur Reynir sjómaður, kvæntur Kol- brúnu Halldórsdóttur, Ragnheið- ur, en hún lést árið 1954, þá aðeins 12 ára gömul, Halldóra Borg, gift Kristjáni Kristjánssyni bygg- ingatæknifræðingi, og Þórleif Drífa kennari, gift Finnboga B. Ólafssyni verzlunarmanni. Ég var svo lánsöm að koma inn í þessa stóru og dugmiklu fjöl- skyldu ung að árum. Gott var þá að eiga aðra eins tengdamóður að, er öll var að vilja gerð til að leið- beina og kenna allt er að heimilis- haldi laut. Guðrún var einstök handa- vinnukona eins og heimili hennar bar vitni um, og reyndar heimili okkar dætra og tengdadætra líka. Hún var sívinnandi og sá hún nán- ast okkur öllum stórum og smáum fyrir þeim lopafatnaði sem á þurfti að halda. Barnabörnin sem nú eru 19 að tölu og barnabarna- börnin 5 gáfu ömmu Guðrúnu ær- ið verkefni, því flestar afmælis- og jólagjafir útbjó hún sjálf, og ekki af verri endanum. Heimili tengda- móður minnar mátti ýkjulítið líkja við félagsheimili, því um flestar helgar hittust margir af niðjum hennar og þeirra fólki í kaffi, og var þá oft glatt á hjalla. Fyrir aðeins 7 mánuðum dró ský fyrir sólu, amma hafði tekið þann sjúkdóm sem læknavísindin ráða ekki við. Það var sárt að sjá þessa dugmiklu konu koðna niður og verða að beygja sig fyrir örlögum lífsins svona fljótt. En nú er komið að leiðarlokum og þakka ég tengdamóður minni allt og allt. Gengin er góð kona. Þorbjörg Jónsdóttir Fræðafundur um stjórnar- skrármálið Lögfræðingafélag íslands held- ur fræðafund fimmtudaginn 9. desember nk. kl. 17.00 í Borgar- túni 6 í Reykjavík. Fundarefni er: Endurskoðun stjórnarskrárinnar. Frummælandi á fundinum verður dr. Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, formaður stjórnar- skrárnefndar. Að loknu framsöguerindi verða frjálsar umræður og gefst þá fundarmönnum kostur á að beina fyrirspurnum til frummælanda. Fundurinn er opinn almenningi. Metsölublad á hverjum degí! Banakonunga ðögur Nýtt bindi af íslenskum fornritum komið út Mtmk fornrtt Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18, Reykjavík Sími18880 Ég undirritaöur óska eftir aö fá ofantalin fornrit send í póstkröfu Nafn Heimili PONTUN ARSEÐILL VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI □ íslendingabók, Landnámabók ............. kr. 370.50 □ Egilssaga Skallagrímssonar ............. kr. 370.50 □ Borgfirðingasögur ...................... kr. 370.50 □ Eyrbyggjasaga .......................... kr. 370.50 □ Laxdælasaga ............................ kr. 370.50 □ Vestfirðingasögur ...................... kr. 370.50 □ Grettissaga ............................ kr. 370.50 □ Vatnsdælasaga .......................... kr. 370.50 □ Eyfirðingasögur ........................ kr. 370.50 □ Ljósvetningasaga ....................... kr. 370.50 □ Austfirðingasögur ...................... kr. 370.50 □ Brennunjálssaga ........................ kr. 370.50 □ Kjalnesingasaga ........................ kr. 370.50 □ Heimskringla I ......................... kr. 370.50 □ Heimskringla II ........................ kr. 370.50 □ Heimskringla III ....................... kr. 370.50 □ Orkneyingasaga ......................... kr. 370.50 □ Danakonungasögur ....................... kr. 790.40 Allskr.-------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.