Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 16 'jpí\m$\x Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsáon. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintaklö. Lágkúra og persónuníð Sami maðurinn hefði getað skrifað leiðara allra flokksbiaðanna þriggja, Al- þýðublaðsins, Tímans og Þjóð- viljans, í gsrr. Markmiðið með þeim öllum er hið sama, að níða Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og vega að flokknum á þeim forsendum, að þar veljist menn í trúnaðarstöður með ólýðræðislegum hætti. Þenn- an söng hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins kyrjað svo oft og lengi, að hann hefur breyst í ískur og fer vel á því, að flokksmálgögnin þrjú sam- einist um þessa lágkúru, en í orðabók Menningarsjóðs er það orð skýrt sem „andleg flatneskja". En hvernig væri svona til tilbreytingar að líta á flokka Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans með því að stíga niður á þá flatneskju, þar sem ritstjórnarskrifstofur þessara flokka standa? í Framsóknarflokknum er Steingrímur Hermannsson formaður. Faðir hans, Her- mann Jónasson, var einnig formaður Framsóknarflokks- ins. Hvað skyldu framsókn- armenn segja, ef það væri meginstef í skrifum Morgun- blaðsins ár eftir ár um Steingrím Hermannsson, að hann væri óhæfur til að gegna formennskunni vegna þess að faðir hans hét Hermann Jón- asson? Nú er það ljóst, að Steingrímur nýtur minnkandi trausts innan Framsóknar- flokksins og forveri hans í embætti, Ólafur Jóhannesson, telur sér sæma og flokknum fyrir bestu að snúast gegn Steingrími, þegar svo ber und- ir. Til marks um sambandið milli þessara forystumanna Framsóknar má geta þess, að Ólafi, utanríkisráðherra, mun ekki hafa verið tilkynnt um ferð Steingríms, sjávarút- vegsráðherra, til Jamaica til að undirrita sjálfan hafrétt- arsáttmálann fyrir Islands hönd. Það er einnig ljóst, að Ólafur Jóhannesson nýtur miklu almennara trausts sem stjórnmálamaður en Stein- grímur Hermannsson. Snerist Ólafur gegn „flokkseigendafé- laginu“ í Framsókn, eftir að hann hætti sem formaður? Og hvað um völd Eysteins Jóns- sonar innan Framsóknar- flokksins? Byggjast þau á því að hann var formaður flokks- ins á eftir Hermanni og á und- an Ólafi — eða sækir hann afl sitt til þess að hann var for- maður stjórnar SIS? í Alþýðubandalaginu er Svavar Gestsson formaður. Að eigin sögn hófst áhugi hans á stjórnmálum, þegar hann sótti leshringi hjá Ein- ari Olgeirssyni, sem ásamt Brynjólfi Bjarnasyni hefur verið handhafi rauða þráðar- ins í lífi Alþýðubandalagsins og tengir flokkinn við upphaf hans og rætur í Kommúnista- flokki Islands, þar sem þeir Einar og Brynjólfur störfuðu í nafni Stalíns. Svavar hófst til æðstu valda í flokki sínum, af því að hann hafði hlotið póli- tískt uppeldi í stalínskum leif- um gamla kommúnistaflokks- ins. Telja menn, að þessi stað- reynd eigi að vera meginstefið í stjórnmálaskrifum um Al- þýðubandalagið? Eða á að tönglast á því í sífellu, að völd sín á gamli stalínski flokks- kjarninn undir því að ná til sín annarra flokka mönnum og hefja þá til æðstu metorða innan flokks og utan? Og hvað um Alþýðuflokk- inn? Þar hlaupa fulltrúar ætt- anna út og inn um flokks- gluggann, eftir því hvort þeir telja sér gert nægilega hátt undir höfði eða ekki. Á að dæma hæfni þessara manna og flokkinn allan eftir því hver hefur betur í slíku skæklatogi? Nú er það staðreynd að út- breiðsla flokksblaðanna hefur dregist saman ár eftir ár og fjárhagslegir erfiðleikar við útgáfu þeirra eru miklir. Stjórnmálaskrif þessara blaða laða ekki að sér lesend- ur, hinn þríeini leiðari þeirra um Sjálfstæðisflokkinn í gær er skrifaður vegna illsku í garð Geirs Hallgrímssonar og sjálfstæðismanna og einnig til að breiða yfir vesaldóm þeirra flokka, sem að flokksblöðun- um standa. Morgunblaðið tek- ur ekki ótilneytt þátt í þeirri lágkúru. Persónuníð flokks- blaðanna færir stjórnmála- skrif mörg ár aftur í tímann. Hitt er ljóst, að málsvarar sjáífstæðisstefnunnar munu síður en svo láta því ósvarað þegar vegið er að henni með þessum hætti og vilji flokks- blöðin, að stjórnmálabaráttan snúist upp í persónunið verður á því tekið með viðeigandi hætti. Prófkjörin Eftir Birgi ísl. Gunnarsson, alþm. Sjálfstæðisflokkurinn reið á vaðið með að taka upp próf- kjör við val á framboðslista. Þegar á árinu 1945 efndi flokkurinn til prófkjörs við val á lista flokksins til bæjar- stjórnarkosninga í Reykjavík, sem fram fóru í janúar 1946. Þátttaka var bundin við félaga í sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík. Eftir þetta fóru prófkjör oft fram við val á frambjóðendum til borgarstjóranr, en voru þá jafnan bundin við flokksmenn og úrslit fyrst og fremst leið- beinandi, en ekki bindandi. Árið 1970 tók Sjálfstæðis- flokkurinn upp þá nýlundu að efna til opins prófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar það ár. Sú ákvörðun var vissu- lega umdeild innan flokksins. Margir töldu að hér væri of djarft telft og áfram ætti að binda þátttöku við flokks- bundna menn. Síðan hafa fram farið sjö opin prófkjör til borgarstjórnar eða Alþingis, eitt bundið við flokksbundna menn til borgarstjórnar og nú hálfopið prófkjör vegna al- þingiskosninga. Þá hafa farið fram prófkjör á vegum flokks- ins í ýmsum kjördæmum og sveitarfélögum. Þátttaka hef- ur yfirleitt verið góð og kjós- endur sýnt þessari aðferð við val á frambjóðendum mikinn áhuga. Nú eru nýafstaðin tvö prófkjör á vegum flokksins þ.e. í Reykjavík og Norður- landi vestra. Fleiri prófkjör eru og framundan. Þessi próf- kjörshrina hefur á ný vakið upp umræður um gildi próf- kjöra og framkvæmd þeirra. Sjálfur hef ég tekið þátt í sex prófkjörum á vegum flokksins. Ég hef aldrei þurft að kvarta yfir eigin árangri, þannig að afstaða mín til prófkjöra hef- ur ekki mótast af slíkum per- sónulegum viðhorfum. Ég var mjög eindreginn fylgismaður prófkjöra til skamms tíma. Ég taldi þau lýðræðislegustu að- ferðina við val á frambjóðend- um; þau sköpuðu stemmningu í kringum flokkinn, sem yrði honum til framdráttar í kosn- ingum og engin önnur aðferð væri líklegri til að fá fram betri og óumdeildari niður- stöðu. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að ég dreg nú mjög í efa að prófkjörin eigi að vera hin algilda regla við val á framboðslista. Ég tel að gallar þeirra séu svo miklir og að þeir séu stöðugt að koma betur í ljós, þannig að nú sé rétt að staldra við og hugsa sinn gang um framtíð próf- kjöranna. Þessir gallar eru eftirfar- andi að mínu mati: Prófkjörin skapa óeiningu og tortryggni flokksmanna á meðal. Þau losa um samheldni þeirra, sem saman eiga að vinna og í raun- inni eru þingmenn og fram- bjóðendur í stöðugum vin- sældakappleik hver við annan allt kjörtímabilið, sem getur haft og hefur haft mikil áhrif á lausn alvarlegra vandamála í stjórnmálum. Stjórnmálaað- gerðir eru ekki alltaf vinsælar ogsamheldni flokksmanna um þær því ekki líklegasta leiðin til að komast ofarlega á vin- sældalistann. Barátta einstakra fram- bjóðenda sín á milli er komin út í algjörar öfgar og hún versnar með hverju prófkjöri. Öflugar kosningaskrifstofur í dýru húsnæði með skrifstofu- fólki og síma, auglýsingaflóð, bæklingaútgáfa og bílaþjón- usta kostar gífurlegar fjár- upphæðir. Fjármagnið er því farið að hafa of mikil áhrif í þessari baráttu. Að vísu mun því í flestum tilvikum vera safnað með frjálsum framlög- um stuðningsmanna. Slíkar fjársafnanir til stuðnings ein- stökum frambjóðendum geta líka verið hættulegar. Fram- bjóðendur sem þurfa að þiggja fjármagn í sína kosningabar- áttu geta þurft að taka Birgir ísl. Gunnarsson „Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna, að ég dreg nú mjög í efa að prófkjörin eigi að vera hin algilda regla við val á framboðslista. Ég tel að gallar þeirra séu svo miklir og að þeir séu stöðugt að koma betur í Ijós, þannig að nú sé rétt að staldra við og hugsa sinn gang um framtíð prófkjöranna.“ ákvarðanir síðar, sem snerta gefendur og því ekki gott að vera slíku háður. Þetta atriði hefur leitt til hvað mestrar spillingar í bandarískum stjórnmálum, eins og mörg dæmi hafa sýnt. Framkvæmd prófkosninga hefur oft farið úr böndum í hita leiksins. Umræður um framkvæmd prófkjörsins í Norðurlandi vestra eru dæmi um slíkt. Eftir hvert prófkjör eru margvíslegar sögur í gangi um smölun stórra hópa úr öðr- um flokkum eða af stórum vinnustöðum eða úr fjölmenn- um félögum til stuðnings ein- stökum frambjóðendum. Ég hygg þó að slíkt hafi ekki haft afgerandi áhrif hjá Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík vegna mikillar þátttöku, en á þessu er mikil hætta hjá minni flokkum eða í minni kjördæm- um, ef prófkjör eru opin. Reynslan hefur sýnt að prófkjörin hafa ekki afgerandi áhrif á úrslit aðalkosn- inganna. Nefna má dæmi frá Sjálfstæðisflokknum úr síð- ustu sveitarstjórnarkosning- um. í Reykjavík fór fram prófkjör, sem bundið var við flokksmenn. Á Seltjarnarnesi fór fram opið prófkjör. I Garðabæ og Hafnarfirði fór ekki fram prófkjör. Á öllum þessum stöðum vann flokkur- inn mikla sigra og virtist það engin áhrif hafa, hvaða aðferð var notuð við gerð framboðs- lista. Framsóknarflokkurinn hafði prófkjör fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar svo og Alþýðuflokkurinn. Báðir þessir flokkar komu illa út úr kosningunum. Erfitt hefur reynst að setja prófkjörsreglur, sem tryggja réttlát og eðlileg úrslit. Vandamálið er að verið er að setja saman framboðslista, þar sem ákveðið jafnvægi verður að vera milli kynja, stétta o.s.frv. ef listinn á að höfða til breiðs hóps kjósenda. Helstu reglurnar eru að kjós- endur setji kross við ákveðinn fjölda manna og gefi þannig til kynna hverja þeir vilja hafa á listanum. Listinn rað- ast síðan eftir því, hverjir hafa fengið flest atkvæði. Önnur aðferð er að númera framan við nöfn manna eftir því, hvar kjósendur vilja skipa mönnum á listann. Énn ein aðferð er að menn bjóði sig fram í ákveðin sæti og kosning fari síðan fram um hvert sæti fyrir sig. Allar þessar reglur eru gallaðar og má færa rök fyrir því að þær gefi ekki rétta mynd af raunverulegum vilja kjósenda og séu oft skrum- skæling á lýðræðinu. Það yrði of langt mál til að tíunda það hér. Reynslan hefur sýnt að nýtt fólk hefur átt erfitt uppdrátt- ar í prófkjörum. Ungt fólk og konur hafa ekki náð árangri sem skyldi. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði t.d. mun fleiri unga menn á þingi meðan prófkjör voru ekki orðin stað- reynd. Prófkjörin hafa því ekki skilað þeim árangri að þessu leyti, sem að var stefnt í upphafi. Urslit margra prófkjara hafa skapað fleiri vandamál innan flokka en þau áttu að leysa. Gott dæmi um það eru úrslit prófkjörsins hér í Reykjavík á dögunum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að prófkjör geta verið nauðsynleg stundum, en þau eigi ekki að vera aðalreglan alltaf. Mér þótti rétt sem prófkjörsframbjóðandi í rúm- íega 15 ár að setja þessar skoðanir mínar nú fram. Þær eru fyrst og fremst settar fram til að skapa umræður um þetta mál, en ég geri enga kröfu til að flokksmenn séu mér sammála. Þetta mál þarf hins vegar að ræða af fullri hreinskilni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.