Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 20 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Ungur maður óskar eftir starfi sem fyrst. Má gjarnan fela í sér nokkra ábyrgö. Talar og skrifar ensku og dönsku. Flest kemur til greina. Uppl. í síma 18596 á kvöldin. Keflavík Blaðberar óskast. Upplýsingar í síma 1164. Atvinna óskast Málarameistari óskar eftir framtíðarstarfi, margt kemur til greina. Lysthafendur sendi uppl. til augld. Mbl. merkt: „L-6440" fyrir 13. desember nk. Einkaritari Stórt útflutningsfyrirtæki óskar að ráða einka- ritara, frá næstu áramótum. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist augl. deild Mbl. merkt: „Einkaritari — 312“. Innflutningur — snyrtivörur úr efnum náttúrunnar Bein sala — sérverzlanir Danskur snyrtivöruframleiðandi óskar eftir að komast í samband við innflytjendur. Innflytjandi sem hefur sambönd við heimili, beina sölu eða sölu í sérverzlanir kemur helzt til greina. Framleiðsla okkar er seld í mörgum löndum með góðum árangri. Hafiö samband við okkur strax, og sendið uppl. sem máli skipta. Umsóknir verða að vera á dönsku eða ensku. Elaphus Marketing APS, Skadbakvej 95, Kaas, DK-9440 Aabybro, Danmark, sími 9045-8-245111, telex 69913. Garðabær Blaðberi óskast í Haukanes. Uppl. í síma 44146. Mjólkursam- lagsstjóri Starf mjólkursamlagsstjóra viö Mjólkursam- lag Kaupfélags Skagfirðinga, Sauðárkróki er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. des. nk. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Ólafi Friðrikssyni, kaupfélags- stjóra, er veitir nánari upplýsingar. KAUPFÉLAG SKAGFIRDINGA Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri auglýsir eftirfarandi stöður lausar til um- sóknar: Sjúkraþjálfari 1 staða, starfi aðallega viö hjúkrunardeild fyrir aldraöa. löjuþjálfi, 1 staða, starfi aðallega við hjúkr- unardeild fyrir aldraða. Vaktmenn, 2 stöður. Símavarsla, 1 staða. Upplýsingar um störfin veitir fulltrúi fram- kvæmdastjóra í síma 22100. Umsóknarfrestir er til 21. desember 1982 Mosfellssveit Blaðberar óskast í Reykjahverfi og Helga- landshverfi. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 66500 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík sími 83033. Sjúkrahús Akraness óskar eftir Ijósmóður í fullt starf frá 1. janúar 1983. Húsnæði fyrir hendi. Uppl. gefur yfirljósmóðir í síma 93-2311 og 93-2023. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri — Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar — Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliöa að nýrri hjúkrunardeild fyrir aldraða „Sel l“ sem allra fyrst. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22100. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! „Erlend andlit“ Ný bók eftir Ingólf Margeirsson BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent frá sér bókina Erlend andlit. Undirtitill: Myndbrot af mann- fólki. Höfundur er Ingólfur Mar- geirsson og er þetta önnur bók hans. í fyrra kom út bókin Lífsjátn- ing, endurminningar Guðmundu Elíasdóttur sem Ingólfur skráði. Sú bók vakti mikla athygli og hefur nú verið prentuð þrívegis. Þess má geta að hún er nú lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. — Erlend and- lit segir frá kynnum höfundar af fólki erlendis. Um efni bókarinn- ar segir svo í formálsorðum höf- undar: „Á flækingi mínum í út- löndum hefur aragrúi andlita orðið á vegi mínum og flest þeirra þotið gegnum nethimnu augans líkt og þokukennd leift- ur. Sum hafa þó af einhverjum ástæðum staðnæmst í vitund minni og leitað æ sterkar á hug minn, hvert með sínum hætti.' Þessar frásögur eru eins konar endurminningar frá grímudans- leik; fyrst nú er ég að ígrunda, hverja ég dansaði við.“ Erlend andlit hefur að geyma sex þætti. Þeir heita: Tígurinn frá Síberíu, Mr. Hollins opnar hjarta sitt, Kopar frá Chile, Fíl- ótímó, Heimsmaður frá Búda- pest og Byr undir báða vængi (Ellen í Sæludal). Bókin er 175 blaðsíður. Prenttækni prentaði. Pabbar og fleira gott fólk Bókmenntir Jenna Jensdóttir Magnea frá Kleifum: TOBÍAS OG TINNA Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Iðunn — Reykjavík — 1982 Fimm ára drengurinn Tobías sem er lítið eitt fatlaður á fæti, er fluttur í stóra blokk úr litla gula húsinu, þar sem gamla konan Kolfinna átti heima, konan, sem hann gat alltaf hlaupið til ef hann átti bágt. Konan sem sagði honum sögur — fræddi hann um lífið og allt það sem litla sálin hans var tilbúin að taka á móti. I blokkinni er hann vansæll og einmana. Mamma er að læra. Hún er að verða „fræðingur". Og hún og pabbi eru alltaf að flýta sér. A morgnana togar mamma hann svo hratt áfram út í bílinn af því að hann er að verða of seinn í leik- skólann og hún í skólann sinn. Á kvöldin mega þau pabbi og mamma ekki vera að því að hlusta á Tobías — hvað þá heldur að segja honum eitthvað. Það eina sem hann fær fyrir utan matinn Magnea frá Kleifum sinn eru ávítur og jag — þegar hann er ekki til friðs. En Tobías á einn vin, hana Jóku tuskubrúðu. Hann getur haft þennan vin sinn undir hendinni — farið vel eða illa með hann eftir atvikum. Jóka hlustar alltaf á hann og talar stundum við hann sjálf, þegar mest liggur við. Loks þegar mamma og pabbi taka sér frí er það til þess að bjóða heim vinum sínum og fara á fyll- erí með þeim. Og nú er þrauta- böggullinn þeirra, Tobías, þeim al- varlega til ama, forvitinn drengur sem getur ekki sofið og reynir að vekja athygli á sér. Um morguninn þegar Tobías stendur við rúm sofandi foreldra sinna ummyndast þau í vitund hans í galdranorn og manninn hennar. Tobías flýr með Jóku. Hann lendir hjá listmálaranum Sig- valda, sem á heima í blokkinni, og á dótturina Tinnu sem er eldri en Tobías. Kona Sigvalda er einnig í „fræðum". Hún er úti í löndum að læra og Tinna fær lítinn bróður eða systur ef hún er góð og dugleg í fjarveru móðurinnar. Nú eignast Tobías góðan félaga, Tinnu. Hann ferðast með þeim Si- gvalda og ömmu Tinnu. Svo kemur reiðarslagið, mamma Tobíasar er á förum til útlanda að læra. Hann reynir að kveikja í töskunni henn- ar til þess að koma í veg fyrir að hún fari. En — mamma fer og líf Tobías- ar verður í raun stórum betra ... Magnea frá Kleifum er hressi- legur höfundur og segir vel frá. Þessi „vandamálasaga" er þar engin undantekning. Myndir prýða og frágangur er ágætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.