Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 »Fyrir kvenfólk og kraftmikla bíla « Bókmenntír Erlendur Jónsson Róbert Maitsland: HÖGGORMUR í PARADÍS. 125 bls. Iðunn. Reykja- vík, 1982. »Svona eftir á hef ég velt því fyrir mér, hvað við vorum eiginlega að hugsa á þessum árum og hvaða takmark við höfðum. Helst er ég á þeirri skoðun, að við höfum alls ekki hugsað neitt og engin markmið haft. Við lifðum aðeins fyrir líðandi stund, án tillits til hvað var rétt og rangt.« Þetta segir Robert Maitsland eftir að hafa rifjað upp atvik frá æskuárum, eitt af mörgum. Hann fæddist í stríðinu, ástandsbarn, ólst upp í sveit, hvarf svo til Reykjavíkur, unglingurinn, en að- eins um stund, hélt aftur í sveit- ina, síðast til útlanda. Ævisaga? I raun og veru ekki, miðað við skilning þann sem hér hefur hingað til verið lagður í orð- ið. Nær er að kalla þetta reynslu- sögu. Slíkar bókmenntir eru vel kunnar frá Skandinavíu, og alls ekki óþekktar hér. Munurinn er að mínu viti sá að ævisagan er saga heillar ævi — oftast skráð á efri árum, reynslusögunni er á hinn bóginn ætlað að brjóta til mergjar eitthvert eitt vandamál eða sýna samfélagið í hnotskurn með reynslu einstaklings að leiðarljósi. í þessari sögu er unglinga- vandamálinu brugðið fyrir sjónir! Unglingavandamálinu? Sumir skilja orðið vafalaust svo að það eigi einungis við malefni líðandi stundar, unglingavandamál hafi aldrei verið til fyrr en þá stundina sem er að líða. En það hefur alltaf verið til, unglingarnir eru alltaf eins, allir verða að læra af reynsl- unni, hversu dýrkeypt sem hún kann að vera. Ég ræð það fremur óbeint af sögunni en að það sé tjáð berum orðum að Róbert hafi oft orðið að gjalda uppruna síns. »Astandið« var ekkert grín. og er þá varla að furða þó gamanlaust væri að vera ástandsbarn. Hér í Reykjavík var mikið gert af því að fela uppruna ástandsbarnanna þegar þau hófu skólagöngu, segja þau börn afa síns og ömmu ef þau ólust upp hjá þeim og þar fram eftir götunum. Róbert ólst upp í fámenni, og það er síst miskunnsamara gagnvart afbrigðilegum uppruna. Og ekkert hægt að fela. A unglingsárum gerðist Róbert »töffari« og það svo um munaði. Af frásögnum hans að dæma, og er í sjálfu sér ástæðulaust að rengja þær á nokkurn hátt, má furðu gegna að hann skyldi sleppa lifandi og óskaddaður á sál og lík- ama gegnum það brimrót. »Við lifðum fyrir kvenfólk og kraft- mikla bíla,« segir hann. Það var spyrnt í. Og gist á ýmsum stöðum! Hver man ekki blaðaskrif eftir héraðsmót og verslunarmanna- helgar á sjöunda áratugnum? Hér er það allt komið aftur samkvæmt vitnisburði eins sem var á staðn- um. Og satt er það — ekkert var ýkt né stækkað í þeim hrikalegu sögum sem oft voru sagðar fra umræddum skemmtunum. Þarna var lögmál frumskógarins endur- vakið — undir, að vísu, sterklegri leiðsögn Bakkusar. Sögur Róberts frá þessum árum eru hver annarri líkar. En Róbert segir líflega frá, hann er talsverð- ur fimleikamaður í stíl, stíllinn ber þessa bók hans uppi. Það kvað teljast til hlutverks töffarans að geta reytt af sér brandara, einkum ef verið er að gera hosur sínar grænar fyrir veikara kyninu. Vandinn meiri er að koma slíku á blað. En Róbert er bráðhress rit- höfundur og hlífir sjálfum sér hvergi þegar hann rifjar upp ávirðingar sínar á æskuárunum. Lakar þykir mér honum takast upp þegar dregur til hinna alvar- legri mála, t.d. þegar búskapar- áhyggjur taka að hvíla á honum. Og stundum finnst mér hann tala einum of gálauslega um aðra menn, til að mynda þegar hann, þá orðinn bóndi austur í sveitum, kemur í landbúnaðarráðuneytið og gefur þeim háu herrum búnað- armálanna þá einkunn að þeir hafi verið »skrítnir karlar. Ég kunni samt nokkuð vel við Gísla Brynjólfsson en Sveinbjörn Dag- finnsson fannst mér leiðinlegur montrass*. — Hér var óþarft að nefna nöfn. Neikvæðar athugasemdir Rób- erts um lögregluna tel ég bæði ómaklegar og ósanngjarnar. Sé ég ekki betur en meðferð hennar á jafnöldrum hans hafi verið hrein vettlingatök hjá því hvernig þeir léku hver annan, stundum að minnsta kosti, og það fordæmir Róbert aldrei beint. Að lokum þetta: Eftir allt, sem á undan er gengið, undrar mig mest að vandræðaunglingurinn skyldi ná þroska til að skrifa svona bók! Er það ekki saga til næsta bæjar? Lífsháskinn blasir við Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Hreiðar Stefánsson: TRÖLLIN I' TLVERUNNI. Káputeikning og myndir: Ragnar Lár. Bókaútgáfan Salt 1982. Fáar barna- og unglingabækur hafa á undanförnum árum vakið jafn mikla eftirtekt og Grösin í glugghúsinu (1980) eftir Hreiðar Stefánsson. En þess ber að gæta að minningaskáldsaga Hreiðars er jafnt við hæfi fullorðinna og barna, óvenju næm lýsing á ung- um dreng. Tröllin í tilverunni er smá- sagnasafn. Allar sögurnar fjalla um börn og unglinga. Það er ein- kennandi fyrir þær að höfundur- inn leitast við að skoða börn í því ljósi að þau séu engir óvitar, held- ur fólk sem hinir fullorðnu eiga og þurfa að taka tillit til, hlusta á. Eins og í mörgum sögum af slíku tagi er boðskapur, en án þess að höfundurinn setji upp dómara- hárkollu. Alvarlegasta sagan í bókinni, Esjan var hvít, fjallar um afleið- ingar hjónaskilnaðar. Foreldrar Stellu eru skildir, móðir hennar giftist dönskum manni og flyst með honum til Kaupmannahafn- ar. Stella er hænd að móður sinni og verður fegin þegar hún býður henni að dveljast hjá sér vetrar- langt. En það er eitthvað sem tog- ar í hana. Og þegar hún fréttir að faðir hennar, hafnarverkamaður, hafi slasast, ákveður hún að snúa heim. í áætlunarbílnum á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavík- ur horfir hún út um gluggann: „Esjan var hvít. 011 fjöllin hennar voru hvít af snjó. í raun og veru hafði hún aldrei hlakkað eins mikið til neins eins og að koma heirn." Veislan í snjóhúsinu og Gusi frændi fjalla báðar á sinn hátt um áhrifamátt sagna sem fullorðnir segja börnum. I fyrri sögunni er gömlum manni fyrirgefið þótt hann skrökvi að börnum um efni úr Biblíunni, viðureign þeirra Davíðs og Golíats. Síðari sagan er um tréstokk undir brú sem gefur Gusa frænda tækifæri til að hræða börn með ljótum karli. Gusi þessi hefur ferðast um allan heim og er tamt að krydda sögur sínar. En þótt hann skelfi lítinn dreng eru sögur hans skemmtileg- ar og ekki nauðsynlegt að trúa þeim öllum. Páskahret og Jakahlaup eru sögur sem gætu endað illa, en fara vel að lokum. I Jakahlaupi er sagt frá drengjum sem eru of ákafir við þá iðju sem nafn sögunnar leiðir í ljós. Þeir berast til hafs með jaka. Tröllin í tilverunni nefnir Hreiðar Stefánsson smásagnasafn sitt. Það er hljómmikið heiti og gefur rétta mynd af sögunum. Sjálfur lífsháskinn blasir alls staðar við, áhyggjulausri tilveru barnanna er ógnað. Þau horfast í augu við dauðann. Hreiðar Stefánsson kýs að ofbjóða ekki ungum lesendum, hófsemi setur svip sinn á sögurn- ar. Ef til vill hefðu sumar þeirra orðið eftirminnilegri ef höfundur- inn hefði ekki kappkostað að láta þær enda vel. Myndir Ragnars Lár þykja mér yfirleitt góðar þótt nokkurs stirð- leika verði vart í teikningunni, samanber mynd á bls. 79. Draumur aldamóta- barnsins er enn- þá von Islands Hljóm otur Arni Johnsen Draumur aldamótabarnsins, plata Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar, er eins konar vítamín fyrir íslenzka sál og ef foreldrar vilja gera táningum sínum eitthvað gott væri ráð að gauka að þeim Draumi aldamótabarnsins og hlusta á hana með unga fólkinu, ræða hana og rækta hugann út frá henni, því staðreyndin er sú að Draumur aldamótabarnsins er ennþá von Islands, sú von sem miðar við sjálfstætt land og hreina tungu. Á tímum alls kyns orðbrenglunar í ræðu og riti, opin- beru máli, daglegu tali og embætt- ismannamáli og sérfræðinga-, er mikill fengur að plötu sem byggir á draumi aldamótabarnsins. Is- land er land þitt heitir titillag plötunnar og það gefur tóninn, en öll ljóðin eru eftir Margréti Jóns- dóttur fyrrum ritstjóra Æskunn- ar. Hún lézt árið 1971. Magnús Þór hefur gert öll lögin við ljóð Mar- grétar og hann hefur virkilega lagt rækt við þann garð sem þessi ágæta og merka kona plægði og sáði á sínum tíma. Orðin standa óhagganleg og hugsunin að baki þeirra. Málið snýst um framtíð ís- lands. Flytjendur auk Magnúsar Þórs: Jóhann Helgason, Ellen Krist- jánsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Þórir Baldursson, Eyþór Gunn- arsson, G. Rúnar Júlíusson og Tryggvi Húbner. Útsetningar önnuðust Þórir Baldursson, Magnús Þór Sig- mundsson og Eyþór Gunnarsson. Útgefandi Geimsteinn. Hönnun umslags var í höndum Ernst J. Backman. Magnús Þór Sigmundsson (f. 28/8 1948) er löngu þjóðkunnur tónlistarmaður og lagasmiður. Fyrstu plötu sína gerði hann árið 1972 ásamt Jóhanni Helgasyni og nefndist hún „Magnús og Jóhann". Þá starfaði hann í hljómsveitinni „Change" á árunum 1973—’75. Að gera upp sakir við vindinn Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir í'rying Wind Stafford: Vindurinn og ég- Gunnar J. Gunnarsson og Sigrún Harðardóttir þýddu. Bókaútg. Salt 1982. Crying Wind ung indjánatelpa, alin upp hjá ömmu sinni, því að móðir hennar hafði látið fallerast á sínum tíma og eignast telpuna með hvítum manni og hefur ekki viljað á hana líta. Þar kemur að amman deyr og Crying Wind flyt- ur til borgarinnar og ætlar að reyna að aðlagast borgarsamfé- laginu og samfélagi hins hvíta manns. Eftir nokkra dvöl þar gefst hún upp og leitar á bernsku- slóðirnar, en verður þess vísari, að þar er ekki líf hennar lengur, hvort sem henni er ljúft eða leitt verður hún að fara á ný til borgar- innar. Hún virðir og elskar Vind- inn — Andann mikla, guðindjána. Hún vill fá að halda í heiðri ýmsa siði indjána, halda í arfleifðina. En það er hægara ort en gert og kannski eru trúarbrögð indjána komin eitthvað töluvert á skakk við nútíðina. Hún kynnist prest- hjónum sem reynast henni vel og hún fer að velta fyrir sér kristnum kenningum, mjög þó treglega lengi, því að hún getur ekki hugs- að sér að brjóta brýrnar að baki sér og verða útskúfuð úr samfélagi indjána — þeim tilheyrir hvað svo sem líður blóði föður hennar í æð- um hennar. Hún veit líka að móð- urbræður hennar myndu aldrei fyrirgefa henni ef hún snerist gegn andanum mikla, þeir myndu syngja yfir henni dauðasönginn eitthvað það versta sem indjáni getur hugsað sér, þar með á hann ekki afturkvæmt inní samfélag þjóðar sinnar. Það er svo sem engin þörf á að rekja efni bókarinnar mjög ná- kvæmlega, en fullyrt get ég, að þessi bók Vindurinn og ég er með þeim áhrifameiri og betur skrif- uðu bókum um indjána sem ég hef lesið lengi. Einlægni höfundarins sem mér finnst skila sér alveg prýðilega í þýðingu á stóran hlut að því að gera þetta jafn ágæta bók og raun er á. Fyrsta sólóplata Magnúsar kom út árið 1974 og hét „Happiness is just a rideaway". Síðan hefur hann gefið út.fjórar sólóplötur: „Still photographs" (1976), „Börn og dagar" (1978), „Alfar“ (1979) „Gat- an og sólin" (1980), Magnús og Jó- hann (1980, Hvita). „Draumur aldamótabárnsins" er 7. plata Magnúsar og hefur nokkra sérstöðu í tónlistargerð hans. Á plötunni er fjallað um drauma, vonir og hugsjónir þeirr- ar kynslóðar sem fæddist um aldamótin þegar þjóðleg reisn, bjartsýni á betri tíma og fegurra mannlíf voru efst í hugum manna samfara heitum baráttuanda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Öll ljóð plötunnar eru eftir Margréti Jónsdóttur sem er verðug- ur fulltrúi þessarar kynslóðar. Hún er fædd að Árbæ í Holtum, Rangárvallasýslu, árið 1893. Að loknu prófi frá Kvennaskóla ís- lands 1912 hélt hún til Danmerkur og Svíþjóðar og lauk kennaraprófi 1926. Auk margvíslegra kennara- starfa fékkst Margrét mikið við ritstörf. Hún skrifaði fjölda barnabóka og kvæðasafna og fékkst auk þess við þýðingar. Hún var ritstjóri Æskunnar 1928—’42. Ljóðin sem flutt eru á „Draumi aldamótabarnsins" eru öll úr Ijóðabókinni „Ný ljóð“ sem út kom 1970. Margrét Jónsdóttir lést árið 1971. Draumur aldamótabarnsins er vönduð og skemmtileg plata, í eins konar vísnastíl, en þó stendur hún nær dægurlaginu þar sem vel er vandað til. Magnús Þór er kunnur fyrir lystileg lög og þarna slá þau saman aldamótabarnið og geim- aldarbarnið. Er það óaðfinnanleg- ur dúett og jákvætt innlegg í mannlíf íslands í dag. Þessi plata geislar af glitrandi tungutaki og allir söngvararnir skila tungunni fagurlega í tónaflóðinu. Pálmi Gunnarsson syngur fyrstu tvö lög plötunnar og honum bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, þá koma til dæmis lög sem fjalla um Sturlungu, sagnalegur texti með skemmtilegu lagi og söng Magnúsar Þórs og einnig má nefna á hlið A lagið Nótt, ljúft og fallegt tónverk. Af öðrum sér- stæðum lögum á plötunni nefni ég Reynitréð, sem er fallegt og líflegt lag, St. Pétursstræti, sem er til- finningaríkt lag um örlög lista- skáldsins góða. I laginu Hinn nýi tími nýtur frábær söngur Ellenar Kristjánsdóttur sín mjög vel og síðast en ekki sízt nefni ég mjög gott lag og ljóð, I hljómleikasal. Draumur aldamótabarnsins er sérstæð plata, plata sem ætti að heyrast mikið í útvarpi og snjallt yæri að nota hana við móðurmáls- kennslu í skólum. Hún gæti verið liður í átaki sem maður vonar að skólarnir fari að standa fyrir til verndar íslenzkri tungu gegn óþol- andi erlendum slettum í málinu. Draumur aldamótabarnsins tengir saman gamalt og nýtt, en í báðum tilvikum af hinu góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.