Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Segerstam: „Hljómsveitar-dagbók- arblað nr. lla Beethoven: Píanókonsert nr. 2. Sibelíus: Sinfónía nr. 4. Kinleikarar: Alexandra Barhtiar Edda Erlendsdóttir Hljómsveitarstjóri: Leif Segerstam. hæga kaflanum, þar sem Edda náði sérstaklega failegum tökum á „staktóna" kaflanum. Síðasta verkið var sú fjórða eftir Sibel- íus. Verkið er mjög vandmeðfar- ið og mátti heyra að stjórnand- inn kunni verkið vel. Þessi sér- kennilega sinfónía er ekki bein- línis vinsælt verk en ákaflega fallega unnin og var leikur hljómsveitarinnar á köflum góð- ur bæði einleiks- og samspils- þættir undir frábærri stjórn Segerstam. mátti í annars hávaðasömu verkinu, þrátt fyrir tempraða rafmögnun einleikshljóðanna. Edda Erlendsdóttir lék annan píanókonsertinn eftir Beethoven af miklu öryggi og það sem meira er, á einkar „músíkalsk- an“ og Ijúfan máta. Edda er það sem oft er kallað „fínn músik- ant“, í bestu merkingu orðsins og bar konsertinn þess merki að flutningur hans hafi verið unn- inn upp til að ná fram tón- skáldskap verksins, eins og t.d. í Fyrir utan að vera margróm- aður hljómsveitarstjóri er Leif Segerstam afkastamikið tón- skáld. „Dagbókarblöðin", sem ber númerið 11 — a, er fyrir hljómsveit og einleiksselló og þannig hugsað, að bæta megi við einleiksröddum fyrir ýmis hljóðfæri og jafnvel láta tvær einleiksraddir mynda uppistöðu í tvíleikskonsert. Að þessu er augljóst hagræði og auk þess sem stjórnandinn getur ýmsu breytt í uppfærslu verksins, þar sem ritháttur þess er ekki hrynbundinn getur hver ný upp- færsla þess verið sem um nýtt verk sé að ræða. Hvort sem slík- ar skyndistýrðar tilviljanir og kverfislausnir eru líklegar eða ekki til að þjóna undir listræn markmið, er víst, að oft á tíðum er hljómun slíkra tilrauna býsna áheyrileg. margt af því er bar fyrir eyru í verki Segerstam var ekki óáheyrilegt en að öðru leyti var framvinda verksins of „sí- felld“ eða „án afláts", þar sem lítil stund gafst til íhugunar eða hvíldar á milli átakskaflanna. Alexandra Bachtiar er góður sellisti, eftir því sem greina Að slá Háskólakórinn, kór Dómkirkj- unnar ásamt þremur hljóðfæra- leikurum fluttu verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sl. laugardag og er óhætt að full- yrða að með þessum tónleikum slær Hjálmar í gegn sem tón- skáld. Flutt voru þrjú verk eftir tónskáldið, fyrst Gloría, er Dómkórinn frumflutti fyrir nokkru, þá Rómansa fyrir flautu, klarinett og píanó, nokkru eldra verk en Gloría, og síðast verkið er slær í gegn, er höfundurinn nefnir Canto, við texta er prófessor Þórir Kr. Þórðarson hefur samið og tekið saman úr Gamla testamentinu. Til undirleiks við kórinn notar höfundur hljóðgerfil og auk þess nær hann að styrkja ýmis leik- ræn tilþrif í verkinu með notkun ljósa. Því má skjóta hér inn, að verkið er beinlínis stórkostlegt viðfangsefni fyrir hreyfimynd- gerð, þar sem leika má með í gegn Hjálmar H. Ragnarsson myndefnið eftir texta og flutn- ingsmáta. Það, sem mestu máli skiptir, er, að verkið er stórt í gerð sinni og formið ekki til fyrir sjálft sig, heldur er það tæki til að túlka það sem skiptir máli og tekur því til manns með styrku handtaki þess er hefur tíðindi að segja. Bæði Gloría og Rómansan voru vel flutt, þó flutningur Háskólakórsins sé það sem eftirtektarverðast var á þessum tónleikum. Það kom til umræðu hvort rétt sé að höfund- ur og stjórnandi Háskólakórsins hafi sig svo mikið í frammi og yvoru ýmis orð þar lögð til. Því vill undirritaður vekja upp þetta mál, því hér er um mikilvægt atriði að ræfta. Skapandi framlag kórs hlýtur að verulegu leiti að byggjast á getu stjórnandans til að skapa. Þarna mætti huga að því hvort Háskólakórinn, öðrum kórum fremur, ætti ekki að telja það hlutverk sitt að vera þátttakandi í sköpun tónverka, eins og hér á sér stað, ekki aðeins með því að flytja ný verk sem kórnum ber- ast, heldur að ráða til sín menn, er fengju það hlutverk að skapa með kórnum og vegna samstarfs við hann nýja tónlist, eins og hér hefur átt sér stað fyrir orð pró- fessors Þóris, tónlist er snertir við því er manninn varðar í dag. Verkið Canto er háskóli og því bæði verðugt verkefni Háskóla- kórsins og sem framlag Háskóla Islands til tónmenntar í landinu. 27 Skógarkofinn eftir Vigfús Björns- son komin út v SKÁLDSAGAN Skógarkofinn eftir Vigfús Björnsson er nú komin út hjá bókaútgáfunni Skjaldborg. Á bók- arkápu segir meöal annars, að höf- undur leiöi þessa skáldsögu frá firr- ingu nútímans inn í þá veröld, sem hann telji eftirsóknarverða. Um skógarkofa Vigfúsar leiki dulúð og rammíslenzkir vindar. Um höfundinn segir svo á bók- arkápu: „Vigfús Björnsson er fæddur 20. janúar 1927 að Ásum í Skaftártungu, Vestur-Skafta- fellssýslu. Foreldrar hans eru V'igfús Björnsson Björn 0. Björnsson, prestur, og Guðríður Vigfúsdóttir frá Flögu. I skjóli foreldra sinna lágu leiðir Vigfúsar allt frá skaftfellskum jöklum um sævisollinn Breiða- fjörð og víðar um byggðir Húna- þings til höfuðstaðarins Reykja- víkur. Eftir að hafa lagt lag sitt við þingeyskt bókvit um \hríð, flutti Vigfús til Akureyrar 1951 og hefur starfað þar sem bókbands- meistari hjá Prentverki Odds Björnssonar. Síðan um áramót 1981—82 hefur hann einvörðungu helgað sig ritstörfum, skógrækt og kynbótarækt hrossa, ásamt garð- rækt.“ Eftir þessurn bókuni hefur verið beðið — þær koma í bókaverslanir í dag Nútíð og framtíð íslenskrar knattspyrnu YOURI SEDOV, höfundur þessarar bókar, er íslenskum knattspyrnumönnum og knattspyrnuunnendum að góðu kunnur. Hann hefur um árabil þjálfað knatt spyrnumenn Víkings með þeim árangri, að þeir urðu íslandsmeistarar 1981, Reykjavíkur- og íslandsmeistarar 1982 eru nú efstir í 1. deild, þegar þessi bók kemur út. Bók þessi fjallar um þjálfun knattspyrnumanna, bæði einstaklinga og liðsheildar. Knattspyrnumenn hafa oft kvartað yfir því að slík leiðbeiningabók væri ekki til á íslensku, en nú hef- ur ræst úr því. Youri Sedov er hámenntaður knattspyrnuþjálfari, hefur gengið í gegnum bestu þjálfun og fræðslu sem slíkir menn geta fengið. Hann setur hér fram leiðbeiningar sem ættu að koma öllum knatt- spyrnumönnum að haldi. * Islensk knattspyrna ’82 Jafntefli íslenska landsliðsins gegn HM-liði Englendinga, jafnteflið við Holland og tapið óvænta fyrir Möltu á Sikiley. Frásagnir af öllum öðrum landsleikjum íslands í sumar; drengja, unglinga og kvenna. Baráttan um Heims- bikarinn Spánn ’82 „Starf mitt á knattspyrnuvellinum er að standa mig vel og skora mörk“, segir marka- kóngur HM-keppninnar, Paolo Rossi. í formála segir hann ítarlega frá sjálfum sér og ítalska landsliðinu í lokakeppninni. í bókinni BARÁTTAN UM HEIMSBIKARINN er skýrt frá gangi mála í öllum leikjum loka- keppninnar, 52 að tölu. Auk þess eru greinar um þau lið, sem komu á óvart, auk um 200 frétta- og fróðleikspunkta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.